Tíminn - 01.07.1962, Blaðsíða 7
37
Utgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs-
ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Rit.stjó-rnarskrifstofur i Eddu-
húsinu; afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur f Banka-
stræti 7. Símar: 18300—18305. Auglýsingasími: 19523. Af-
greiðislusími 12323. - Áskriftargjald kr 55 á mánuði innan-
lands. í lausasölu kr. 3 eintakið. — Prentsmiðjan Edda h.f. —
Dómar eða samstarf
Varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Gunnar Thor-
oddsen, birtir grein eftir sig í Vísi í fyrradag undir fyr-
irsögninni: Hvaða leiðir munu leysa verkföll og verkbönn
af hólmi?
Niðurstaðan, sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins
kemst að er sú, að líklegasta leiðin til þess að leysa verk-
föll og verkbönn af hólmi, sé að láta gerðardóma ákveða
kaup og kjör, ef samningar takast ekki.
Eða m.ö.o., að banna verkföll og verkbönn, þ.e. af-
nema verkfallsréttinn og láta bindandi gerðardómsúr-
skurði koma í staðinn.
Þessi leið, sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins
bendir hér á, er ekki óþekkt. Hún hefur t.d. verið í fram-
kvæmd undanfarna áratugi í Austur-Evrópu. og á Spáni
og Portúgal. Þar er ekki verkfallsréttur og þar eru það
dómar, sem sagðir eru hlutlausir og sanngjarnir, er ákveða
kaup og kjör.
Reynslan af þessum austur-evrópsku, spönsku og
portúgölsku dómum, er vægast sagt ekki góð. Hvergi eru
kjör almennings lélegri í Evrópu en einmitt í þessum
löndum.
Það bendir ekki til, að gerðardómar séu heppileg alls-
herjarlausn í þessum málum, þótt þeir geti átt rétt á sér
í alveg sérstökum tilfellum.
Hitt er svo annað mál að kappkosta ber, að verkfalls-
réttinum og verkbannsréttinum sé sem allra minnst beitt.
í þeim efnum er eitt ráð áreiðanlega bezt. Það er að
reyna að bæta sambúð og auka gagnkvæman skilning at-
vinnurekenda og launþega sem allra mest. Það er gagn
kvæmur skilningur og gott samkomulag þessara aðila,
sem á að útiloka verkföllin og verkbönnin.
í þessum efnum getum við mikið lært af frændum
okkar á Norðurlöndum og nábúum okkar í Bretlandi og
Bandaríkjunum, þótt vafalaust eigi sambúð launþega og
atvinnurekenda enn eftir að taka endurbótum í þessurr
löndum.
Hér hefur t.d. mikið á það skort, að gagnkvæmur
skilningur ríkti milli launþega og atvinnurekenda. Ýmis
launþegasamtök hafa oft gert óeðlilega háar kröfur. At-
vinnurekendur hafa líka oft sýnt óbilgirni og er þess
skemmst að minnast, er þeir lýstu yfir því í fyrravetur að
tilhlutun ríkisstjórnarinnar, að engin kauphækkun kæmi
til greina, þrátt fyrir þá miklu kjarskerðingu, er hlotizt
hafði af viðreisninni.
Þannig á ekki að halda á málum. En óbilgirni, tor-
tryggni og misskilning á að reyna fjarlægja með auknu
beinu samstarfi þessara aðila, eins og t.d. með föstum
samstai’fsnefndum og sameiginlegum athugunum á efna-
hagsmálum. Þá koma til greina ýmsar breytingar á rekst-
urskerfinu, t.d. meðeign verkafólks í fyrirtækjum, þátt-
taka þess í stjórn fyrirtækja OiS.frv. Þetta síðastnefnda
mál er nú mjög til athugunar víða erlendis og ætlar t.d.
Frjálslyndi flokkurinn í Bretlandi að láta það vera höf-
uðmálið á flokksþingi sínu á komandi hausti.
Þá getur samvinnurekstur víða komið til greina og ver-
ið til hliðsjónar. Það fyrirkomulag á t.d. að styðja að sjó-
menn eigi skip saman og geri þau út.
Lausn kaup- og kjaramála getur aldrei orðið heil-
þrigð og friðsamleg, ef byggja á hana fyrst og fremst á
dómum. Það á fyrst og fremst að byggja hana á gagn-
kvæmum skilningi og samstarfi launþega og atvinnurek-
enda með tilstyrk réttsýnnar stjórnarstefnu. í þessum
efnum megum við ekki fjarlægjast grundvöll hinna nor-
rænu frændþjóða okkar, þótt óbyrlega blási um stund
vegna ranglátrar stjórnarstefnu.
Walter Lippmann rifar um alþjóðamál:1
Hvers vegna eru Bandaríkin am
víg kjarnorkuvopnum Frakka?
Bandaríkín vilja ekki, að Frakkar geti einir hafið kjarnorkustyrjöld
í RÆÐIJ sinni við háskól-
ann í Michigan, rakti McNa-
mara ráðherra rök okkar gegn
frönskum kjarnorkustyrk, sem
lyti óháðri stjórn- Mér skilst
að þetta hafi verið „óhreins-
uð“ útgáfa á þeirri ræðu, sem
McNamara flutti á fundi
Atlantshafsbandalagsins í
Aþenu í byrjun mai. í ræð-
unni í Aþenu skýrði hann frá
staðreyndum um ástandið í
kjarnorkumálunum, bæði í
Sovétríkjunum og hjá Vest-
urveldunum. Sú ræða hafði
mjög mikil áhrif á utanríkis-
og hermálaráðherrana, sem á
hana hlustuðu. Sagt er, að
hún hafi sannfært alla full-
trúa Evrópuríkjanna, nema
fulltrúa Frakklands.
ANDSTAÐA Bandaríkjanna
gegn fyrirætlunum de Gaulle
beinist fyrst og fremst gegn
orðinu ,óháður“. Við höfum
ekki á móti kj arnorkustyrk
Breta, en hann lýtur auðvitað
ekki „óháðri“ stjórn. Brezki
herstyrkurinn er „óaðskiljan-
legur ‘frá herstyrk Bandaríkj-
anna, og Bretar geta ekki not-
að hann eftir eigin geðþótta,
hvorki gegn Sovétríkjunum
né í átökum í Afríku eða Asíu.
Gegn ákvörðunarafsalinu fá
Bretar aðgang að kjarnorku-
vitneskju Bandaríkjamanna
og auk þess viðurkenningu
okkár á því, að vamir Breta
og varnir Bandaríkjanna séu
óaðskiljanlegar.
De Gaulle hefur enn ekki
látið uppi neitt, sem bendi til
að hann sé fús á að sameina
kjarnorkustyrk Frakka Atl-
antshafsbandalaginu. Hann
heldur áfram að gefa i skyn
að hann ætli sér „óháðar“ á-
kvarðanir, hvort heldur
að Sovétríkin eigi í hlut eða
aðrir hlutar heims, ef hann
teldi hagsmuni Frakka í húfi.
Slíkt sjálfstæði til fram-
kvæmda er ósamrýmanlegt
grunnregium hinna vestrænu
samtaka. Bandaríkin, sem
verja 15 milljörðum dollara á
ári til framleiðslu kjarnorku-
hergagna, hafa ein afl til að
hindra og korna í veg fyrir
kjarnorkustyrjöld. Við getum
ekki afsalað í hendur Frakka
valdi til að hefja eða hóta að
hefja kjarnorkustyrjöld, því
að við einir höfum orku til aö
leiða slíka styrjöld til lykta-
Þetta er einmitt sú tegund
„óháðrar stjórnar“, sem Mc
Namara ráðherra taldi hættu-
lega, og við höfum lýst því
beinlínis yfir við ríkisstjórn
Frakklands, að það væri alls
ekki öruggt, að óháðum á-
kvörðunum hennar um not
kjarnorkuherafla yrði fylgt
eftir með herafla okkar.
AF ÞVÍ, sem rakið er hér
á undan, er ljóst, að ágrein-
ingurinn milli Bandaríkja-
manna og de Gaulle er ekki
um það, hvort Frakkar eigi
kjarnorkuvopn eða ekki.
Auðvitað getum við ekki
komið i veg fyrir að Frakkar
smíði kjarnorkuvopn En
meðan Atlantshafsbandalag-
ið er við lýði og við ráðum
þar yfir úrslitaaflinu, hlýtur
að þurfa að leita álits okk-
McNamara kíkir í lcyniskjöl hersins.
ar um það, hvort franskur
kjarnorkustyrkur eigi að
vera til afnota án ákvarð-
ana Atlantshafsbandalags-
ins. Það þarf þó ekki að vera
neitt ósamræmanlegt við
skilning McNamara, sem er
eðlilegur og óumflýjanleg-
ur á kjarnorkuöld, og það,
sem Couve de Murville, utan-
ríkisráðherra Frakka, kann
að hafa átt við, þegar hann
talaði um „nýtt jafnvægi" í
kjarnorkustyrk innan Atl-
antshafsbandalagsins. Við
eigum enga sérstaka kröfu á
einokun kjarnorkuvopna og
við krefjumst ekki einokun-
ar á þeim. Við krefjumst ein
ungis þess, að ákvörðun um
styrjöld við Sovétríkin verði
ekki tekin utan Atlantshafs-
bandalagsins eða án okkar
samþykkis.
Það er auðvitað satt, að
Veatur-Evrópa getur ekki
í það óe.ndanlega haldið
áfram að vera háð kjarnorku
styrk Bandaríkjanna, og hið
raunverulega kjarnorku-ein-
veldi okkar og frumréttur til
ákvarðana hlýtur að líða und
ir lok Vonandi rennur upp
sú stund, að heimurinn verði
svo friðvænlegur, að Evrópa
geti orðið einfær um varnir
sínar. Vandinn er aðeins sá,
hvaða leið eigi að fara að
þessu marki úr þeiin áfanga
stað, sem við erum nú stödd
í. Það kann að taka okkur
mannsaldur að finna leiðina
og komast að markinu.
Þð er okkar afstaða, að á
meðan loka-markinu er ekki
náð, kunni að vera til betri
aðferð til verndar Evrópu
en raunverulegt einveldi okk
ar í kjarnorkumálum, en við
vitum ekki, hvaða aðferð það
ætti að vera. Bandaríkin
hafa boðið bandamönnum
sínum í Evrópu að leggja
fram áætlun um kjarnorku-
styrk Atlantshafsbandalags-
ins, þar sem það sé ógleymt,
að við erum einnig meðlima-
riki Atlantshafsbandalags-
ins- Enginn hefir lagt fram
slíka áætlun- Við höfum ekki
gert tilraun til þess. Ef til
vill getur einhver — t.d. M.
Couve de Murville — lagt
fram áætlun, sem veiti
Evrópu þátttökurétt og eign-
araðild, en viðurkenni þó
hina sérstöku lokaábyrgð
Bandaríkjanna.
HIN SÉRSTAKA, endan-
lega ábyrgð okkar felst í því
að sjá fyrir kjarnorkustyrk.
sem geri ógnun um kjarn-
orkustyrjöld að ónýtu stjórn
málavopni og komi í veg fyr
ir, að gripið verði til kjarn-
orkustyrjaldar gegn hinum
vestræna heimi Við virð-
umst nú hafa öðlazt vald til
þess, ef réttar eru þær upp-
lýsingar, sem við höfum
sjálfir aflað okkur og banda
menn okkar láta okkur í té.
Skylt er þó að taka það
strax fram, að þetta vald
okkar á sín takmörk Það er
aö vísu ekki hægt að ógna
okkur með kjarnorkustyrj-
öld eða sigra okkur í henni.
en við getum ekki heldur
ógnað Sovétríkjunum eða
bandamönnum þeirra, né
þvingað þá til að lúta vilja
okkar. Sovétríkin myndu
ekki láta undan úrslitakost-
um, og ef á þau yrði ráðizt,
þá hafa þau yfirfljótanlegt
afl til að valda vestrænum
ríkjum óbætanlegu tjóni.
Valdajafnvægið er hagstætt
þeim tilgangi Vesturveld-
anna, að koma í veg fyrir
styrjöld, en þaö er þó ekki
öruggara en svo, að því verð
ur að hygla og fylgja fram
með viturlegri og forsjálli
stefnu í milliríkjamálum.
MEÐFERÐ milliríkjamála
er sérstaklega vandasöm og
ábyrgðarmikil við slíkar að-
stæður. Það er ekki aðeins
friðurinn í heiminum —' í
hinni gömlu merkingu þess
(Framhald á 15 sfðu)
TÍ'MINN, sunnudagurinn 1. júlí 1962.
z