Tíminn - 14.07.1962, Page 9
Marel Vilbogason og keyra bif-
reiðina R-1241.
— Ertu búinn að keyra lengi?
— Eg hef nú stundað atvinnu
akstur í 27 ár, ýmist sem rútu-
bflstjóri eða leigubílstjóri. Þó
hef ég eingöngu keyrt leigu-
bíl síðan 1955.
— Hvernig líkar þér starfið?
— Prýðilega. Mér fannst að
sumu leyti betra að vera rútu-
bflstjóri, bæði betra að keyra á
löngum leiðum, og svo komst
maður meira í samband við far-
begana. En þetta er líka ágætt.
— Ekurðu á næturnar?
— Já, það er ekkert verra,
þó að sumir álíti það. Það' er
alveg hægt að sneiða hjá verstu
skemmtistöðunum, og þá losu-
ar maður við fylliríið. Auðvitað
getur komið fyrir, að maður fái
ruddamenni í bílinn, en ég man
ekki eftir neinum sérstökum
vandræðum í því sambandi. Yf-
irleitt eru menn kurteisir o4g
almennilegir.
— Þið heyrið líklega ýmislegt
í þessu starfi?
— Sjálfsagt, ef maður nennti
'að leggja eyrun við. Eg loka
þeim alveg, maður getur ekki
verið að hlusta á það, sem
manni kemur ekkert við.
— Eru ekki menn úr öllum
stéttum í leigubílaakstri?
— Jú, jú, allt frá sprenglærð-
um menntamönnum niður í al-
gjörlega ómenntaða menn. En í
starfinu eru allir jafnir, og mað-
ur verður ekki var við neinn
stéttamun.
— Hvað um sprúttsölu?
— Eg er algjörlega á móti
slíku, og það eru flestir í þessu
starfi. Þetta eru bara örfáir
menn, sem leggja sig niður við
það. Það eru eiginlega óskráð
— Hefurðu lesið bókina?
— Já, ég las hana, þegar hún
kom út og líkaði hún vel. Það
er nú orðið anzi langt síðan,
svo að ég er dálítið búinn að
gleyma söguþræðinum. Eg dust-
aði af henni rykið um daginn
og ætla að lesa hana aftur, áð-
ur en kvikmyndin verður sýnd.
— Þetta er ekki fráleit lýs-
ing á lífi leigubílstjóra?
— Nei, ekki finnst mér það.
Lífið var svona, áður en tal-
stöðvarnar komu til og er reynd
ar enn, við sátum og spiluðum
eða tefldum, meðan við biðum
eftir akstri. Nú, og svo var
kjaftað og rifizt, eins og geng-
ur.
— Annað er nú varla um
þetta að segja. Eg hef aldrei
lent í því að lána stúlku reim,
eins og hann Ragnar í 79 af
stöðinni, hvað þá að ég hafi
orðið fyrir öllu því, sem á eft-
ir kom.
Ekki saimnála Indriða
Afgreiðslumaðurinn hélt víst,
að hann væri orðinn kvikmynda
leikari, þegar við hringdum á
Borgarbílastöðina og spurðum
eftir 79 af stöðinni, því að
kvikmyndusn nokkurra atriða
sögunnar hafði einmitt farið
fram á stöðinni hjá þeim um
nóttina. Upp kom þó, að númer
79 átti Gísli Sesselíusson, fyrr-
verandi lögregluþjónn, núver-
andi leigubílstjóri og kennari í
akstri, sem keyrir spánýjan bí1
R-7520.
— Hvernig stóð á því, að þú
hættir í lögreglunni, Gísli?
— Næturvaktin var alveg að
drepa mig, svo að ég neyddist
— En farþegarnir?
— Alveg dásamlegir yfirleitt.
Eg hef ekki undan neinu að
kvarta með það. Sem dæmi get
ég sagt þér, að í þau sjö ár,
sem ég hef stundað þessa at-
vinnu, hef ég í eitt einasta
skipti verið stunginn af og svik
inn um greiðslu. Eins hefur það
aðeins einu sinni komið fyrir,
að maður hafi sýnt slíka rudda-
mennsku, að ég þyrfti að vísa
honum út úr bílnum, og þó
skömm sé frá að segja, þá var
það þekktur íþróttakappi, sem
ekki sízt hefði átt að sjá sóma
sinn í að haga sér vel.
— Þú kennir á bíl?
— Já, ég hef mikið gert af
því, einkum á sumrin, og það
er Ijómandi skemmtilegt. Á
ég að kenna þér?
— Við skulum geyma það til
betri tíma. Er kvenfólkið ekki
miklu tornæmara en karlmenn-
irnir?
— Nei, síður en svo. Þær eru
ágætar, og þær eru snöggtum
öruggari í umferðinni, þegar
þær eru orðnar dálítið vanar.
— í sambandi við aksturinn
langar mig til að geta þess,
að leigubílstjórar eru yfirleitt
mjög öruggir og góðir bílstjór-
ar, enda þurfa þeir að sjálf-
sögðu að vera það. Og þeir eru
reglusamir og vandaðir menn,
ég er viss um, að 90% þeirra
má treysta fullkomlega.
— Það er gott að heyra. Lík-
ar þér ekki við númerið þitt?
— Jú. það er ágætt, mér
fannst það dálítið skemmtileg
tilviljun þegar ég byrjaði á
stöðinni árið 1955 og fékk
þetta númer.
lög hjá okkur á BSR að láta
það ekki koma fyrir.
— Þú hlýtur að þekkja borg-
ina upp á þína tíu fingur, úr
því að þú hefur ekið svona
lengi?
— Já, maður verður að gera
það. Það er dálítið eifitt fyrir
þá, sem eru að byrja, að læra
á göturnar og allt þetta.
— Hvernig er að vera 79 af
stöðinni?
— Það er ágætt. Eg hef að
vísu ótrú á tölunni 7, en 79
hefur reynzt mér vel.
til að grípa til einhvers annars,
þó að mér líkaði starfið vel. Eg
byrjaði á Borgarbílastöðinni ár-
ið 1955 og hef verið við þetta
starf síðan.
— Og líkar vel?
— Alveg prýðilega. Eg er nú
þannig gerður, að ég vil ekki
vera of bundinn, helzt eins og
fuglinn fljúgandi, og mér
finnst einmitt þetta starf vera
hæfilega frjálslegt. Svo hef ég
prýðilega yfirmenn þarna á
Borgarbílastöðinni og félagarn-
ir eru góðir.
— Hefurðu lesið söguna?
— Nei, ekki enn þá, en ég
hlustaði á hana í útvarpinu og
hafði gaman af henni. Eg er
bara ekki sammála honum
Indriða, að það sé svona rauna-
legt líf að vera leigubílstjóri.
Mér finnst það þvert á móti
lifandi og skemmtilegt starf.
— Og þú ert að sjálfsögðu ,á-
kveðinn í að sjá kvikmyndina,
þegar þar að kemur?
— Auðvitað, og ég er mjög
eftirvæntingarfullur.
k.
!
«j
Gísli Sesselíusson — vill vera eins orj fuglinn fliúgandi,
I
BALDVIN Þ. KRISTJANSSON:
öryggismál
íslenzkra
sjómanna
— Engar kröfur gerðar um stöðugleikaútreikn-
inga fiskiskipa
— Fiskiskipstjórum ekki veittur nægilegur tími
til náms —
Hugleiðingar um svar skipaskoðunarstjóra
Ég þakka Hjálmari R. Bárðarsyni skipaskoðunarstjóra fyrir skjót
og greið svör við nokkrum fyrirspurnum mínum í dagblöðum fyrir
s.l. helgi. Grein hans er mjög fróðleg, og ég efa ekki, að allt sé satt
og rétt, sem hann upplýsir. Hitt er svo annað mál, að það ástand
í öryggismálum íslenzkra fiskimanna, sem skipaskoðunarstjóri lýsir
— og liggur ljósar fyrir almenningi nú en áður— en engan veginn
þesslegt, að við það verði unað. Og með nokkur atriði er ég skipa-
skoðunarstjóra ósammála um eða lít öðruvísi á en hann.
★
Áður en lengra er haldið, vil ég strax segja það, að varla fer milli
mála — a.m.k. ekki í vitund almennings — hvað sem líður orðanna
hljóðan í öllum lögum og reglugerðum að Skipaskoðun ríkisins er sett
á stofn til þess að tryggja alhliða sjóhæfni íslenzkra SKIPA og láta
einskis ófreistað í þeim efnum. Á sama hátt má með miklum sanni
Fyrrí hluti
segja, acS hlutverk Stýrimannaskólans sé það, að tryggja „sjóhæfni“
íslenzkra skipsstjórnarMANNA. Veit ég, að báðar þessar merku
stofnanir lúta ákveðnum reglum og fyrirmælum „að ofan“ — en
hvort tveggja er, að aldrei verður allt sagt í eitt skipti fyrir öll með
neinni „forskrift“, enda væri líka skörin tekin að færast óþægilega
langt upp í bekkinn, ef skortur á lagabókstaf einn saman stæði eðli-
legri gagnsemi þeirra leng’i fyrir þrifum. En því segi ég þetta, að
mér finnst skipaskoðunarstjóri bera óþarflega mikla „respekt" fyrir
sumu þvi, sem er á kostnað þess, sem óumdeilanlega þarf að verða.
Ég endurtek með öðrum orðum, að það, sem okkur vantar, er
EKKI ANNAÐHVORT traust skip eða góðir sjómenn, HELDUR
HVORT TVEGGJA. Hér er ekki um að ræða EITT fyrirbæri, heldur
TVÖ. Við getum ekki sett dæmið þannig upp: að lélegt sjóskip plús
afburða sjómaður sé s.s.: GOTT SKIP! Ekki frekar en afburða sjóskip
plús lélegur sjómaður er: GÓÐUR SJÓMAÐUR! Þetta veit ég að skipa-’
skoðunarstjóri veit og skilur manna bezt. En hvers vegna mælir hann
þá þessi furðulegu orð:„Skipsstjórnarmaður ræður raunverulega
miklu meira um SJÓIIÆFNI SKIPSINS heldur en sá, er teiknaði og
byggði skipið. (Allar leturbreytingar gerðar af mér. Svo var og í
fyrri grein minni. — B.Þ.Kr.). Hvað á þá að segja, þegar afburða
skipsstjórnarmaður kveður „manndrápsbolla" og miðlungsmaður eða
þar fyrir neðan tekur við? Hvert er þá öryggi skipshafnar? Eða ef
skip vegna margháttaðra bilana hrekst stjórnlaust fyrir stórsjó og
stormi? Svona skjól finnst mér skipaskoðunarstjóri megi sízt allra
manna búa tíl fyrir hæpna skipateiknara og skipasmiði að skríða í!
Nóg er nú samt.
★
Víkjum svo að öryggismálum fiskiskipasjómanna í sambandi við
þá „sjóhæfni“ skips og stjórnanda ,sem ég hef fyrr minnzt á, og
gerum það í ljósi nýgefinna upplýsinga skipaskoðunarstjóra.
„fslenzk lög og reglur krefjast EKKI NEINNA stöðugleikaút-
reikninga á öðrum skipum en farþegaskipum.“ Þetta upplýsir skipa-
skoðunarstjóri. En ég spyr: Hvers vegna ekki að krefjast þess arna
varðandi fiskiskipin líka? Þrátt fyrir alla annmarka, ærinn vanda
og mikla vinnu, sem skipaskoðunarstjóri gerir sjálfsagt réttilega
mikið úr, FRAMKVÆMA margar skipasmiðastöðvar þetta nauð-
synjaverk. T.d. fylgja „mjög góðir útreikningar með öllum skipun-
um, sem byggð voru í Austur-Þýzkalandi, sömuleiðis flestum togar-
anna“. Þetta er því HÆGT. Þess vegna á að GERA það. Og þótt fátt
eða ekkert sé einhlítt, viðurkennir skipaskoðunarstjóri, að ákveðin
dæmi byggð á stöðugleikaútreikningum nægi til þess „að skipstjóri
geti umreiknað ástand skipsins í hverju einstöku hleðsluástandi.“
Er ekki ómaksins vert að skapa slík skilyrði? (miðað við, að skipstjór-
um sem öðrum gefist tími og tækifæri til náms i fagi sínu, hvað
ekki virðist enn þá vera).
En meðal annarra orða: Hvernig snertir nú þessi mjög svo um-
talaði skortur á stöðugleikaútreikningum fiskiskipa, sjálfan
STARFSGRUNDVÖLL skipaskoðunar ríkisins? Embættið fær, segir
skipaskoðunarstjóri, „EKKI þau gögn í hendur, að HÆGT sé að
reikna út stöðugleika skipanna hér.“ Hversu geigvænleg hætta og
alvara er hér á ferð, sézt bezt á öðrum örðum hans sjálfs, en þau
eru þessi: „Breytingar á sjóhæfni vegna umsmíða á skipi er ÞVÍ
AÐEINS HÆGT að prófa, að FYRIR HENDI SÉU STÖDUGLEIKA
ÚTREIKNINGAR á skipinu fyrir breytinguna“. Svo mörg eru þau
Framhald á 13. síðu.
i T f M I N N, laugardagurinn 14. júlí 1962
9