Tíminn - 27.07.1962, Page 7

Tíminn - 27.07.1962, Page 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fullfcrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu- húsinu; afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur i Banka- straeti 7. Símar: 18300—18305. Auglýsingasími: 19523. Af. greiðslusími 12323. — Áskriftargjald kr. 55 á mánuði innan- iands. í lausasöiu kr. 3 eintakið. — Prentsmiðjan Edda h.f. — | Þjónn íhaldsins Það er athyglisvert aS sjá skrif Morgunblaðsins um væntanlegt stjórnarsamstarf eftir næstu þingkosningar. Það staðhæfir alveg hiklaust að samstarf Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins muni haldast áfram, ef þessir flokkar glata ekki þingmeirihlutanum. Mbl. telur stuðning Alþýðuflokksins við Sjálfstæðisflokkinn eins ótvíræða staðreynd og að skuggi fylgir manni. Þetta er eitt af mörgum dæmum þess, að Alþýðuflokk- urinn er hættur að hafa sjálfstæða tilveru og sjálfstæða stefnu. Hann er orðinn viljalaus þjónn á heimili íhaldsins, en það má íhaldið eiga, að það sér þessum þjóni sínum fyrir góðum mat og klæðum og lætur hann meira að segja halda, að hann eigi talsvert undir sér! En það er hús- bóndinn, sem ræður. Þannig hefur húsbóndinn þegar ákveðið, að svona skuli þjónninn vinna eftir næstu kosningar. Hann þarf ekki að spyrja þjóninn neitt um það. Hann gefur yfirlýsingu fyr- ir hönd þjónsins fyrir fram. Húsbóndinn talar nánast orðið um þjóninn eins og eign sína. Sjálfstæðisflokkurinn talaði hins vegar ekki um Alþýðu- flokkinn á þennan veg meðan Jón Baldvinsson og Héðinn Valdimarsson höfðu þar forustu. Meira að segja Stefán Jóhann hafði þá sjálfstæðiskennd, að Sjálfstæðisflokkur- inn gat ekki í formannstíð hans gefið yfirlýsingu um af- stöðu Alþýðuflokksins langt fram í tímann. Hin ömurlegu endalok Alþýðuflokksins má bezt marka á því, að á Norðurlöndum og Bretlandi eru jafnaðar- mannaflokkarnir aðalandstæðingar íhaldsins. Hér er Al- þýðuflokkurinn þjónn þess. En þótt Alþýðuflokkurinn sé úr sögunni sem slíkur og hann áður var, mun merkið, seni; hann bar, ekki falla niður Framsóknarflokkurinn og Alþýðuflokkurinn voru stofnaðir nær samtímis til að vinna að svipuðum hugsjón- um _ hugsjónum samvinnu og jafnréttis. Þeir skiptu í fyrstu þannig með sér verkum, að Framsóknarflokkurinn sínnti einkum málefnum dreifbýlisins. en hinn málefnum bæjanna. Nú er það orðið hlutverk Framsóknarflokksins að bera merkið á báðum stöðum. Það kom glöggt fram í seinustu bæjar- og sveitarstjórnarkosningum, að fólkið í kaupstöðunum og kauptúnunum hefur gert sér þetta Ijóst. Þess vegna skal íhaldið fagna hóflega því, að það hefur gert Alþýðuflokkinn að þjóni sínum. Hugsjónir og stefn- ur lifa, þótt þeir, sem gerast værugjarnir og valdaglaðir, bregðist þeim. Útgerðin féflett Gunnar Thoroddsen hefur nú birt niðurstöður ríkis- reiknings fyrir árið 1961. Samkvæmt þeim telur hann greiðsluafgang hafa orðið 57 millj. kr Gunnar getur þess hins vegar ekki. að þessi afgangur hefur fengizt á pappírnum með því að veita ríkisábyrgðar- greiðslum, sem urðu 71 millj. kr. á árinu, yfir á útgerðina. í sambandi við gengisfellinguna í fyrra. var tekinn á ann- að hundrað milljón króna gengishagnaður af útgerðinni og það fé m. a. notað í ríkisábyrgðargreiðslur. f yfirliti Gunnars var ekki minnzt einu orði á þessa eignatöku hjá útgerðinní og hvernig hún var notuð til að tryggja greiðsluafgang hjá ríkisstjórninni á pappírn um. Tómas flrnason, lögfræðingur: Full aðild að EBE óhugsandi fyrir islendinga—Bíðum átekta Tilgangurinn meiS stofnun EBE Þau höfuðsjónarmið, sem liggja til grundvallar stofnun EBE, eru í fyrsta lagi viðleitni Vestur- Evrópuríkja til að skapa nýjan grundvöll til víðtæks samstarfs á sviði efnahagsmála. Ein helzta orsökin eru hinar stórstígu fram farir iðnaðarins með aukinni tækni., f annan stað ákveðin stefna til að styrkja áhrif Vestur Evrópuríkja á sviði alþjóða- stjórnmála. Er við íslendingar íhugum okkar aðstöðu gagnvart. EBE, verðum við að hafa þetta hvort tveggja í huga, jafnframt því sem grandskoðuð eru þau rök, sem ákveða afstöðu íslands tii EBE. ísland, EBE og vestræn samvinna Með hugtakinu vestræn sam- vinna er að öllu jafnaði átt við samvinnu þjóðanna báðum meg- in Atlantsála í Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu. Þessar þjóð- ir eiga samleið af ýmsum ástæð um. Landfræðilega hagar svo til, að samskipti þessara þjóða hafa jafnan verið mikil. Stjórn- arfar er yfirleitt í grundvallar- atriðum svipað. Lífsviðhorf og menningararfleifð þannig hátt- að, að eðlileg samstaða þeirra er sjálfsögð. Þrátt fyrir þetta, hefur samvinna milli vestrænna þjóða í heild ekki verið mjög náin fyrr en eftir seinni heims- styrjöldina. Samtökum samein- uðu þjóðanna var í upphafi ætl að að tryggja víðtæka alþjóðlega samvinnu. Því miður brugðust yonir manna í þeim efnum, þar sem Sovétríkin skárust úr leik og héldu fram ósættanlegri sér- stöðu sinni. í öndverðu var Mars hall-hjálpinni ætlað að ná bæði til Austur- og Vestur-Evrópu. — Stjórn Sovétríkjanna hafnaði al- gjörlega slíku efnahagssamstarfi og hugðist færa út áhrifasvæði sitt í Evrópu. Rembihnútinn ráku svo Rússar á útþenslu- stefnu sína vestur á bóginn, þeg ar kommúnistar tóku völdin í Tékkóslóvakíu, þótt þeir hefou ekki nenia brot af fylgi lands- fólksins á sínu bandi. Upp úr þessari þróun málanna spratt svo Atlantshafsbandalagið, sem hefur tryggt friðinn í Evrópu og stöðvað frekari ofbeldisyfirgang kommúnista. Það virðist ljóst, að sá mikli árangur, sem vestræn samvinna hefur áorkað ætti að vera vest- rænum þjóðum hvatning til rek ara samstarfs. Stofnun EBE er beint framhald í áttina til enn þá nánari samvinnu en nokkru sinni fyrr, þótt bandalagið sem slíkt sé bundið við Evrópu eina. Ef bandalagið rekur frjálslynda pólitík í efnahagsm:'1 'gn- vart hinum frjálsa heimi, má vænta mikils góðs af starfsemi þess. í heild á vestræn 'sámvinna að miða að því að viðhalda og úlbreiða þær hugsjónir og stjórnarhætti sem bezt hafa reynzt vestrænum þjóðum í því efni að tryggja frelsi. velmeg- un og frið á jörðu. Sérstaða Islands Vestræn samvinna hefur mjög mikla þýðingu fyrir sjálfstæði íslands. Ef NATO hefði ekki TÓMAS ÁRNASON notið við, hefði sókn kommúnista til yfirráða í V-Evrópu áreiðan- lega ekki stöðvazt. Sennilega hefði þróunin orðið sú í fram- haldi af valdatöku kommúnista í fjölmörgum ríkjum Evrópu, að ein og ein hefðu, a.m.k. litlu , þjóðirnar í V-Evrópu orðið kommúnismanum að bráð. En V-Evrópu stafar ekki aðeins hætta frá kommúnismanum á sviði öryggismála, heldur einnig á vettvangi efnahagsmála. Það er því brýn nauðsyn vestrænum þjóðum að efla og treysta sam- starf í efnahagsmálum. Við ís- lendingar höfum í ríkum mæli notið góðs af samstarfi við aðr- ar vestrænar þjóðir í efnahags- málum. En traustur efnahagur þjóðarinnar er einn helzti hyrn- ingasteinn sjálfstæðisins eins og öllum er raunar ljóst. Það er sjálfsagt mál, að ís- iendingar taki þátt í vestrænu samstarfi. En slík samvinna verð ur að grundvallast á alveg sér- stæðri tilveru og aðstöðu ís- lendinga. Við erum svo örsmá þjóð, að útlendingar sem lítið þekkja til, trúa því alls ekki að ' við séum einar 180 þús. manna. Þeir geta vart skilið, að svo fá- menn þjóð geti verið hlutgeng í alþjóðlegu samstarfi. Sem dæmi um smæð okkar má nefna, að a.m.k. 40 fyrirtæki í Vestur- Þýzkalandi hafa hvert um sig meiri umsetningu en allar þjóð- artekjur íslendinga. Fámenni okkar skapar vanda- mál í samvinnu við stærri þjóð- ir og stórveldi. Verndun þjóð- ernis vors, tungu og menningar er rnikið vandamál í nýjum heimi vaxandi samskipta og samvinnu. Við gerum þá kröfu til þeirra þjóða, sem við eigum samvinnu við, að þær taki tillit til sér- stöðu okkar. Á þessum grund- velli hlýtur þátttaka okkar í vestrænu samstarfi að byggjast. • Og það er mjÖg þýðingarmikið, að innlend samstaða sé um þetta höfuðsjónarmið. Vegna sérstöðu íslands urðum við ekki stofnaðilar að Samein- uðu þjóðunum. Það var samstaða lýðræðismanna um sérsjónarmið íslendinga. þegar ísland gekk í NATO Á sama hátf verður mjög áríðandi, að afstaða okkar til Efnahagsbandalags Evrópu, mót ist og miðist við algera sór- stöðu íslendinga. Ég hef áður minnzt á fámenni vort. En land okkar er tiltölu- lega stórt, ásamt verðmætum fiskimiðum. Hins vegar tiltölu- lega lítt numið enn sem komið er. Aðstæður allar setja ísland í sérflokk meðal þjóðanna, og virð ist framtíð íslenzkrar þjóðmenn ingar undir því komin, að sú sérstaða verði áfram viðurkennd í verki af öðrum þjóðum, enda haldið fram af fullri einurð af okkur sjálfum. Af þessari sérstöðu okkar leiðir, að við getum ekki og megum ekki afsala vissum rétt- indum til annarra. Kem ég nán- ar að því síðar. Hvað þýÖir full a'ðild aí EBE fyrir ísland? Með bandalagi því, sem stofn- að er með Rómarsamningnum (EBE) er ekki aðeins gert ráð 1 fyrir sameiginlegum vörumark- aði, heldur hreinni efnahagssam steypu. Mun ég nú nefna nokkur atriði, sem skýra nánar í hverju full aðild fyrir fsland að EBE væri m. a. fólgin. í Rómarsamningnum eru á- kvæði um réttindi til atvinnu- reksturs innan EBE-landanna. Þessi ákvæði fella niður þær takmarkanir, sem verið hafa á rétti borgaranna í aðildarlönd- um EBE til stofnunar atvinnu- reksturs í öðrum aðildarlöndum EBE, með sömu kjörum og borg arar þeirra landa njóta. Af þessu leiðir, að fyrirtæki og ein- staklingar í EBE lönduni geta þar með eignazt eignir á íslandi og stofnað fyrirtæki eins og fs- lendingar sjálfir. Énn fremur eiga þeir þar með jafnan rétt á við íslendinga að hagnýta sér íslenzka fiskveiðilandhelgi. Ef borin eru saman venjuleg íslenzk fyrirtæki og risafyrirtæki EBE-landanna,' kemur skýrt í ljós hin algera sérstaða íslands. Ligg ur í hlutarins eðli, hversu mik- ið ójafnræði væri milli hinna risastóru fyrirtækja og smá- rekstursins hér heima fyrir. Hin stóru fyrirtæki hafa t.d. ótak- markað fjármagn, frá okkar sjónarmiði séð, og væri auðvelt fyrir þau að gleypa hin örsmáu íslenzku fyrirtæki. Tökum fisk- iðnaðinn og útgerðina sem dæmi. Erlend risafyrirtæki á sviði fiskdreifingar og sölu gætu t.d. haft hina mestu hagsmuni af því að leggja undir sig að meiru eða minna leyti fiskiðnað þjóðarinnar, ef allar gáttir væru opnaðar í þessu efni. Hætt er /við„ að sú freisting yrði mikil, að eiga kost á að selja fyrirtæki fyrir miklu hærra verð en ella væri mögulegt Einnig má nefna það, að fjársterkir einstakling- ar frá stórveldunum kynnu að hafa áhuga á að eignast hér eignir af ýmsum ástæðum. Þá verður ag hafa í húga, að auðug ir menn á þeirra vísu, eru svo gífurlega auðugir borið saman við það sem hér gerist. að auð velt væri fyrir þá að yfirbjóða venjulegt verðlag hér í landinn Hvernig sem á málið er litið virðist ljóst, að það er hreinn Framhald á 13 síðu T í M I N N, föstudagurinn 27. júlí 1962. — 7

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.