Tíminn - 27.07.1962, Side 12

Tíminn - 27.07.1962, Side 12
1 ÍÞR[ 3TTSR Illlllliil 11! ÍÞRÚl ' 1 '. MTSTJORI HALLUR SIMONARSON FYRSTA SÆTI Akurnesingar náðu forust- unni í 1. deild meS sigri á Akureyri í fyrrakvöld og eru möguleikar þeirra til að hljóta íslandsmeistaratitilinn nú orðnir mjög miklir, þrátt fyrir, að þeir eiga eftir alla leiki sína í Reykjavík við Val, Fram og KR. Leikurinn á Akureyri var skemmtilegur, enda dásam legt veður og næstum tvö þús- und áhorfendur sem hvöttu Ieikmenn mjög. Eftir því, sem Árni Ingimund- arson sagði blaðinu í gær, voru Akurnesingar heppnir að hljóta bæði stigin. Þeir fengu tvö mjög ódýr mörk — annað sjálfsmark hjá Akureyringum — og' setti þetta heimamenn nokkuð út af lag inu. Jafntefli eða jafnvel sigur heimamanna hefði verið nær sanni, sagði Árni, en þetta taþ Akureyringa hefur í för með sér, að liðið hefur nú ekki lengur mögu leika til að hljóta Islandsmeistara- titilinn. Akurnesingar byrjuðu leikinn með stórsókn og þegar rúm mínúta var liðin lá knötturinn í marki Ak- ureyrar. Ingvar brauzt í gegn og tókst að halda knettinum, þrátt fyr — Sigraði Akureyringa í íyrrakvöld með 3-1 og Akur- eyri því ekki lengur í baráttunni um íyrsta sætið. Ingvar Elísson skorar annað mark Akraness með kollspyrnu. Heimsmet Osaka, 26. júlí NTB Hin fimmtán ára gamla banda- ríska stúlka Donna Devaronna setti í dag nýtt heimsmet í 400 m. fjórsundi. Hún synti vegalengdina á 5:27,4 mínútum. ir að brír varnarleikmenn Akureyr- ar tökluðu hann. Var Ingvar allt í einu kominn inn á markteig og renndi knettinum fram hjá Einari Helgasyni, án þess hann gæti nokk uð við markinu gert. En þetta upphlaup var líka hið eina hættulega hjá Akurnesingum í fyrri hálfleiknum. Akureyringar tóku leikinn alveg í sínar hendur, og langtímum saman kom hann ekki yfir á vallarhelming þeirra. Mörg upphlaup Akureyringa voru hættuleg — en þeim tókst þó að- eins að skora eitt mark og gerði Skúli Ágústsson það með góðu skoti eftir að hafa verið leikinn frír af félögum sinum. Skúli átti einnig annað mjög gott skot, sem Helgi varði, en missti knöttinn og tókst Akureyringum ekki að koma hon-l um í autt markið. Eftir gangi leiks ins hefðu Akureyringar átt að hafa tvö til þrjú mörk yfir í hléi — en jafntefli var 1:1. í síðari hálfleiknum snerust hlut iinir við, Nú voru það Akurnes- ingar, sem sóttu miklu meira — enda tókst þeim fljótlega í hálf- Ljósmynd: Bjarnleifur. leiknum að skora þýðingarmikið mark. Markið kom þannig, að Sveinn Teitsson var með knöttinn og hafð'i leikið framvörðinn af sér. Hægri bakvörður Akureyringa kom á móti Sveini og varð þá að !áta Þórð Jónsson vera frían, og Sveinn sendi knöttinn til Þórðar, sem lék inn undir línu. Jón Stefáns son hljóp gegn Þórði, sem gaf fyr- ir til Ingvars og hann skallaði mjög laglega í mark. Nokkru síð- ar skoraði Siguróli bakvörður svo sjálfsmark en það var þó frekar Einari markverði að' kenna en hon um. Einar kallaði til Siguróla og sagði honum að spyrna knettinum til sín, en hljóp svo úr markinu og var ekki til staðar til að taka á móti sendingu Siguróla. Síðari hálfleikurinn var ekki eins vel leikinn og hinn fyrri og talsverður drungi yfir leikmönnum — einkum þó eftir að Akureyring- arnir skoruðu sjálfsmarkið, en þá Framhald á 5. síðu. Staðan í mdtínu Staðan í íslandsmótinu 1. deild er nú þannig eftir Ieik Akureyrar og Akraness: Akranes 7 4 2 1 17:8 10 Fram 7 3 3 1 13:5 9 Valur 7 3 2 2 9:4 8 KR 7 3 2 2 14:8 8 Akureyri 8 4 0 4 18:15 8 ísafjörður 8 0 1 7 1:32 1 Knötturinn hafnar í netinu Ágústssonar. í kvöld leikur þýzka hand- knattleiksliðið Esslingen, sem er eitt af sterkustu liðum V- Þýzkalands, sinn fyrsta leik hér á landi og mætir það þá gestgjöfunum, Fimleikafélagi Hafnarfjarðar. Leikurinn verð ur á Hörðuvöllum í Hafnar- firði og verður eini leikur þýzka liðsins á útivelli hér. — Liðið mun leika þrjá aðra leiki í förinni, einn í íþróttahúsinu á Keflavíkurvelli, og tvo í íþróttahúsinu að Hálogalandi. Stjóm Fimleikafélags Hafnar- ! fjarðar boðaði blaðamenn á sinn fund í gær og fengu þeir þá tæld- : færi til að ræða við þýzkm leik- mennina. Fararstjórinn Poul . Kenner kvaðst mjög ánægður að vera kominn hingað til lands og fá tækifæri til að leika gegn ís- lenzkúm handknattleiksmönnum, sem hann kvaðst bera mikla virð ingu fyrir. Gaf haún ýmsar upp- lýsingar um lið sitt og, sagði þá meðal annars: Turnerbund Esslingen, eða fim 'ikafélag Esslingen, hefur á und förnum árum látið mjög að sér veða í handknattleik og erx nú alið eiga eitthvert síferkasta lið >ýzkalands í þeirri íþrótt Liðið ........ kemur frá Esslingen, sem er lítil hjá Helga Damelssynl, eftir skot Skúla iðnaðarborg i fylkinu Wúrtemberg Ljósmynd: Bjarnlelfur. j suðvesturhluta Þýzkalands, en þar hefur liðið notið nábýlis við hin beztu handknattleikslið önn- ur í nærliggjandi borgum. Má þar til nefna F.A. Göppingen, sem nú er Evrópumeistari í handknatt leik, en þessi tvö lið hafa löngum keppt um meistaratitilinn í Wurt- emberg. Handknattleiksliðið Ess- lingen hefur einnig á undanförn i um árum háð marga leiki við j þekkt erlend lið við góðan orðstír. Árið 1959 ferðaðist liðið um Júgóslavíu og 1961 til Alsír, en þar vann liðið alla sína leiki. — Meðal þekktra handknattleiksliða sem Esslingen hefur keppt við, má nefna MIK Gautaborg (11:7), Spartak Prag (11:8), BTV St. Gallen (Svisslandsmeistarar), AT SV Linz (Austurríkismeistarar) og Partizan Bjelovar (desember 1961; 23:21. Þetta lið varð 2. í Evrópumeistarakeppninni). Þá gaf fararstjórinn ýmsar upp lýsingar um leikmenn, sem marg- ir hverjir eru mjög kunnir, og meðal annars einn þeirra hefur | leikið í þýzka landsliðinu. Aðalmenn Esslingen eru þess- ir: Markvörður: Sigfried Wundervvald er 22 ára og er í handknattleiksúrvali Wurtemberg. '^arnarleikmenn:: Werner Hagele 24 ára. Sigfried Mack 26 ára. Josef Fink er í úrvalsliði Wúrt emberg í inni- og útihand- knattleik og í suður-þýzka úrvalinu. Ilann hefur leikið í þýzka landsliðinu. Werner Kneeht 26 ára. Hann er í úrvali Wúrtemberg og' í suður-þýzka úrvalinu. Dieter Kölz 21 árs. Sóknarleikmenn: Manfred Pfeffer 21 árs. Helmut Simmendinger 24 ára, fyrirliði liðáins. Hann er í úrvali Wúrtembérg og í suður þýzka úrvalinu. Roland Boger 24 ára. Hann er í úrvali Wúrtemberg í inni- handknattleik. Anton Bayer 21 árs. Hann' er í úrvali Wúrtemberg í útihand knattleik og í suður-þýzka úrvalinu. Ernst Bayer 22 ára. Þá eru og nokkrir varamenn með í förinni. Eins og á.ður segir, verður fyrsti leikurinn í kvöld gegn FH og hefst keppnin kl. 8,15 með leik milli Ármanns og FH í meistarp flokki kvenna, en síðan hefst aðal leikurinn. Á sunnudaginn leika Þjóðverj- arnir gegn úrvali Suð-vesturlands og verður lieikurinn í íþróttahús- inu á Keflavíkurflugvelli. Áður en aðalleikurinn hefst leikur FH gegn Njarðvíkingum í 3. flokki. Tveir leikir verða svo í næstu viku að Hálogalandi og leika þá úrvalslið Reykjavíkur og FH gegn Þjóðverjunum, en héðan halda þeir aftur þann 4. ágúst. 12 T I M I N N. föstudagurinn 27. iúlí 1962. —

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.