Tíminn - 05.08.1962, Page 8

Tíminn - 05.08.1962, Page 8
EE.1 'ssæs ★ Á kaffihúsi á Mont- parnasse situr listmálari í grænum jakka og segir mér að geómetrísk málarakúnst sé búin að vera og eigi sér akki viðreisnar von frekar an risaeðlurnar á miðöld. — Enda á þetta aldrei neitt skylt við myndlist, segir hann og sýpur á café-au-lait, sem milljónamæringur i Arkansas hefur séð honum fyrir, þetta var allt tómur misskilningur. Þetta er miklu frekar í ætt við arkitektúr eða innanhús- dekórasjónir, biddu guð að hjálpa þér ef þú heldur að þetta sé kúnst. Hann lyftist upp í sætinu og fórnaði hðndum: — Enda eru þeir allir komn- ir í blindgötur, sem fengust við þetta. Þeir eru komnir fram á yztu nöf og vita ekk- ert hvert þeir eiga að snúa sér. Fíní! Kannski gerði þetta eitt- hvað gagn meðan það var, þó veit ég það ekki. Svo klárar hann úr bollanum Myndirnar eru báSar eftir Georges Folmer og heita báSar „Upptyilingar". ir hún Eyborg Guðmundsdótt- ir og hefur aldrei komið til Finnlands, hún sá fyrst dags- ins ljós norður í Ingólfsfirði á Ströndum. Eyborg hefur ekki dvalizt nema þrjú ár í París en tók þegar þátt í fyrstu sýningu Groupe mesure i Rennes í hitteðfyrra. Hún hafði þá aldrei svo mikið sem sýnt eina mynd eftir sig heima á íslandi, meira að segja var það ekki á vitorði allra vina hennar, að.hún feng- ist við að mála. Hún segir mér, að hún hafi aldrei gengið í myndlistar- skóla, aldrei hlotið neina til- sögn í teikningu eða myndlist, áður en hún fór að heiman. Hún hafði ekki einu sinni ver- ið nema tvo mánuði í venjuleg- um skóla. — Hún amma mín fyrir vestan hafði ótrú á skólum og lét mig læra heima, segir Ey- borg, og eftir fullnaðarpróf fór ég aldrei i skóla. Ég fór suður og ætlaði raunar i Laugavatns skólann, en það varð ekki úr því, ég fór á Vífilsstaðahæli í staðinn. Siðan vann ég lengst af sem skrifstofustúlka hjá Bún- aðarfélaginu, þar byrjaði ég að krota á pappír strik og munst- ur. Þú mátt ekki segja frá því, ég vil ekki að.Steingrímur kom ist að því, að ég hafi svikizt um við vinnuna. Hann er sóma maður og ég vil ekki að hann viti neitt Ijótt um mig. Þó Eyborg hafi ekki verið nema tvo mánuði í barnaskóla, talar hún að minnsta kosti fjög up tungumál svo ég viti, auk móðurmálsins. Og þótt hún hafi ekki lært að teikna ana- tómíska hausa og hafi ekki fengið tilsögn í listskalanum, hefur hún samt sem áður brot ið sér braut í sjálfu landi list- anna, ekki aðeins komin á blað, sem væri þó saga út af fyrir sig; heldur farin að vekja athygli sem einlægur og þroska vænlegur listamaður. Sjálf vill hún sem minnst gera úr frama sínum, kallar það heppni og slembilukku. En þeir, sem þekkja til bar- áttu myndlistamanna í París, vita betur. Eyborg er gift Georg Adri- anyi, ungverskum manni, sem lengst af bjó í Vínarborg en fluttist þaðan til íslands fyrir tæpum áratug og gekk að ýmsu starfi. Þau hjónin fluttu síðan til útlanda fyrir rúmum þrem- ur árum, bjuggu í París, þar sem hún kynnti sér málaralist en hann lagði stund á ljós- myndafræði. Nú hefur hann hlotið góða stöðu sem forstöðu maður myndadeildar stórs út- gáfufyrirtækis í New York og starfar þar. Er þar vík' milli vina, en þegar listin er annars vegar þolir ástin margt, eins og Sókrates sagði. J. Eyborg og sýgur sígarettuna, sem mill inn frá Arkansas hefur séð hon um fyrir eins og öðru. — Nei, geómetrísk málara- kúnst, hún er sko ekki til. Þennan sama dag gafst mér kostur á að sækja heim ókrýnd an konung geómetrískra mál- ara í París. Hapn heitir Georg ese Folmer og býr raunar við blindgötu skammt frá Mont- parnasse. Þú gengur upp nokkr ar tröppur að húsi, sem helzt líkist gömlum herragarði í sveit, mosaskófir í sprungum og brotin leirker. Vinnustofa málarans er á jarðhæð, rúmgóð og björt, þar á veggjum og trönum má sjá það sem lista- maðurinn hefur i bígerð, þarna er líka skúlptur- Georges Folmer er maður á sjötugsaldri eftir því sem stend ur í katalógum, hins vegar kemur hann mér fyrir sjónir sem miklu yngri maður og þegar hann seinna sýnir mér myndir frá fyrsta tímabili æv- innar má greinilega sjá, að hann hefur yngst upp eftir því som árin liðu. Ceorges Folmer hlær við, þeg ar hann er spurður, hvort geó- metrísk málarakúnst eigi ekki í vök að verjast fyrir tassíst- um og öðrum. — Slettustefnan í málaralist hefur auðvitað verið vinsælli fram að þessu, svarar hann, obbinn af listmálurum hefur fylgt ’ þeirri stefnu, og fólkið lá.tið ginnast af henni. Hann sækir okkur risastóra flösku af kókakóla, hellir í glös in og verður allt að því spá- mannlegur þegar hann segir: — En geómetríska stefnan er að vinna á. Og hún á eftir að vinna fullan sigur! Fólkið er farið að gefa henni meiri gaum en áður. Hún hefur end- urnýjazt og það eru ótal mögu- leikar, allir vegir opnir. Hann er spurður hvort geó- metríska stefnan sé ekki um of bundin reikningskúnst og reglustriku til þess að hægt sé að tjá mannlegar tilfinningar, ná sambandi við fólkið, sem sækir sýningarsalina og horfir á málverkin. Geómetrískar myndir verka kaldar og snauð- ar á margt fólk, það finnur ekki að þarna slái neitt hjarta á bak við, allt sé kalt og dautt og bundið viðjum formsins. Folmer slær frá sér báðum höndum: — Cet art n’est pas austere: il s’agit d’autres fibres de notre sensibilité que la peint- ure sentimentale. Þessi kúnst er ekki köld, hún slær á aðra strengi í vitund okkar, en mál verk tilfinningaseminnar. — Þessi málverk okkar eru ekki máluð í þvi skyni að hræra upp í brjóstinu a gömlum konum, þvi síður reynum við að róta upp í taugaveikluðum og veik- geðja sálum. Við erum ekki að splundra heiminum, þvert á móti reynum við að finna leið út úr þessum kaos, skapa heila mynd, koma reglu á hlutina: bein lína, hringur, þríhyrning- ur. — Meira kókakóla? Hann hellir aftur 1 glasið og lygnir aftur augunum, meðan hann sýgur reykinn úr síga- rettunni djúpt ofan í lungun. — Þér megið samt ekki halda. að við viljum útiloka allar aðrar stefnur í listinni. Allar stefnur\iga rétt á sér, jafnvel tassisminn, þó mér per- sónulega þyki skárra að mála fígúratívt en sletta. Samt sem áður býr engin stefna yfir jafn fjölbreytilegum möguleikum og geómetríska stefnan. Hún sameinar elementin í málara- list og arkitektúr Málaðir flet ir í geómetrískri mynd fá að njóta sín hreinir og klárir í ýmsum tónbrigðum, án þess að óhreinir yfirlitir vefjist fyrir. Málverkið verður þannig sjálft fædd í Finnlandi sfendur í sýningarskránni. Samt er hún fædd á Ströndumogmálargeómefrískar myndir í París að materíali, þannig víkkar formið út og tjáningin verður sterkari og oftsinnis skiljan- legri. Þetta er ekki út í bláinn: geómetrísk list leitast við að túlka lífið og þjóna lífinu. — Hún hefur skapað það upp á nýtt og umbreytir því stöðugt. — Engin stefna býður lista- manninum upp á önnur eins tækifæri að sanna hæfileika sína. Við fáum okkur meira að reykja og það er aftur hellt í glösin og Folmer segir okk- ur frá geómetrísku grúppunni, er hann veitir forystu. Hún kall ar sigGroupe mesureog til henn ar teljast á þriðja tug málara. Um þessar mundir stendur yf- ir í Kaiserslautern í Þýzka- landi samsýning, sem allur hóp urinn tekur þátt í, Folmer bendir mér á haug á úrklipp- um, krítíkin er jákvæð. Á síðasta ári hélt þessi sami hóp ur samsýningu í Rennes í Frakklandi og hlaut góðar við- tökur. Sýnt verður á fleiri stöðum í Þýzkalandi, en jafn- framt eru þeir félagar að und- irbúa sýningu í sjálfri Parísar- borg á næsta ári. Slíka sýningu þarf vitaskuld að undirbúa rækilega og þangað velst ein- ungis það bezta, það er mikið í húfi að geómetrískan sanni þar ágæti sitt. Á listanum yfir félagana í Groupe mesure má sjá að þar eru listamenn úr ýmsum lönd- um, þótt flestir séu þeir fransk ir að ætt og uppruna. Ofarlega á listanum stendur: Eyborg, fædd í Finnlandi. Raunar heit- 8 ' I t i 1 I I ' 7 1 i TIMINN, sunnudaginn 5. ágúst 1902 i

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.