Tíminn - 09.08.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 09.08.1962, Blaðsíða 14
OLIA OG ASTIR LINDEN GRIERSON lega' þagað, ef við borgum honum vel fyrir það. — Það er alltof áhættusamt, sagði hann hægt og hristj höfuð- ið. En kannski var samt eitthvað vit í því, sem hún sagði. Leiðsögu- maðurinn hlaut að heyra sitt af hverju á torginu og í götunum, og sem innfæddur gat hann borið fram spurningar, án þess að nokkrum nokkrum þætti kyndugt. Sjálfsagt voru margir óánægðir með núverandi ríkisstjórn og myndu hallast á sveif með þeim, sem lofaði betri kjörum en Don Manuel veitti þeim. Þag voru margir mánuðir síðan síðasta bylt- ing var gerð, og það var trúlegt, að þessi fífl færi að langa í hasar og húllumhæ, aftur. — En heldurðu, að við gefúm treyst honum?, sagði hann efa- gjarn. I — Eg er viss um það. Elenor hló hálffeimnislega. — Þú skilur Eg er hans senorita, honum finnst ég vera bæði sól og tungl, af því að ég leyfi honum að vinna fyrir mig. Þó að hann sé dálitið skrýt- inn ag sumu leyti, og montinn og stundum hálfgerður gortari, er ég viss um, að hann myndi hjálpa okkur, ef ég bæði hann fallega um það. Ef þú hefðir ekki komið, hafði ég hugsag mér að halda til fjallanna með Mario einan sem fylgdarsvein. Og þó að þú sért kominn, ætla ég samt að biðja hann um hjálp. — Gott og vel, samþykkti hann, en fús þó, þetta fékk hann til að finnast sér alveg ofaukig að eiga að fá slíkt í hendur innfæddum. — En skýrðu það út íyrir honum, að það sé lífsnauðsynlegt, ag hann haldi sér saman, við kærum okk- ur ekki um, að öll Santa Felice viti, að hverjum við lejtum. — Nei, ég skal gæta þess vel, lofaði hún og sneri sér út að tang- anum, Enn sást ekkert til Rose og Terry. — Þau þafa víst alveg gieymt okkur, hropaðj hún hlæj- andi. Hann flýtti sér að rísa á fætur og rétti fram höndina tii að hjálpa henni upp. — Furðar þig á þv: skul- um líka gleyma þeim , fáum við tækifæri til að, sýna forsetan- um, íbúunum og hótelstjó,ranum, að við erum vinir. Hann þrýsri' hönd hennar og leit í augu henni. — Eg verð að fá að taka af þér nokkrar myndir, þú ert svo björt og fögur, hrífandj andstæða' við allar konurnar, sem ég hef séð hérna. — Þakka þér fyrir, Hún brosti hálfvandræðalega í myrkrinu. Eft ir svip hans að dæma, þarfnaðist John Graham ekki sérstakrar hvatningar til að breyta hinu mik- ilvæga verkefni í sýndardaður. Og hún var vonsvikin. Hún hafði búizt við, að hann væri með ná- kvæmar áætlanir um, hvað þau ættu að gera — að minnsta kosti uppástungur — og hikaði ekki vig að framkvæma þær. Kannski hafði hún hann fyrir rangri sök, en hún óskaði innilega, að hann hefði ekki haldig alveg svona fast undir handlegg hennar, þegar þau gengu aftur heim ag gistihúsinu. 7. KAFLI ' Jeffrey Greene var ekki vanur að eyða tímanum til ónýtis, þegar konur áttu í hlut. Til þess .að und- irbúa grundvöllinn enn betur, vakti hann Elenor snemma næsta morgun og spurði, hvort hún vildi verða sér samferða niður á strönd- ina og fá sér morgunbað, Til þess að þetta sýndist ekki um of grun- samlegt, barði hann einnig gæti-i lega að dyrum hjá Clarence-hjón- unum. Hann brosti út j annað munnvikið, þegar hann heyrði þau hvíslast á, og síðan' sagði Terry, að þau kæmu eftir nokkrar mín- útur. Þegar Elenor óð út í vatnið, þar sem grynnst var, og byrjaðj sitt daglega busl, kom Jeffrey til Jienn ar, hár og sterklega byggður, en ekki nær eins vöðvamikii.1 og sól- brúnn og Mario. Hann hló að erf- iði hennar og sagði, að hún kæm- ist aldrei langt með þessu áfram- haldi. Það, sem hún þyrfti, væri ag sannfæra sig um, að hún gæti ■synt út að flekanum, sem lá fyrir akkerum ekki ýkja langt undan ströndinni. Tækist henni það einu sinni, myndi hún aldrei hræðast vatn framar. Elenor skyggði hönd fyrir augu, þegar hún leit j áttina. — Eg er ekki svo góð sund- kona, að ég gætj nokkurn tíma komizt út að honum, sagði hún hreinskilnislega. — Auðvitað geturðu það, sagði hann hrokafullur. — Eg skal ■synda við hliðina á þér, þá er ekk- ert að óttast. Komdu nú með. Hann lagði höndina á arm hennar, þegar hún hikaði. — Nei, Jeffrey, ég get það hreinlega ekki. — Æ, vertu ekki svona vitlaus, þetta er ekki langt. / Hann brosti til hennar, og hún óskaði allt í einu, ag hún hefði beðið eftir Mario. Þegar hann var nálægur, fann hún aldrei til ótta, og hann hafði aldrei reynt að telja hana á að gera það, sem hún treysti sér ekki til Hann vissi, að henni þótti gaman að busla og synda spotta og spotta, þar sem grynnst var, og hún treysti því al- veg, að færi hún of langt út. myndi hann þegar í stað koma og hjálpa henni. Hann myndi aldrei saka hana um að vera heimska! Þessi maður veitti henni ekkert öryggi og hún titraði þegar hann dró hana méð sér, án þess að hi'rða um andmæli hennar. Vatnið náði henni i axlir, svo upp að höku. Hún fylltist ofsalegri hræðslu og reyndi að rí'fa sig lausa frá hon- um. — Slepptu mér, leyfðu mér að ag fara aftur í land! — Þú ert þó ekki hrædd, ha? 22 Eg er góður sundmaður, ég hef meira að segja fengið heiðurs- merki fyrir björgun, svo að þú þarft ekkert að ótlast. Heiðursmerki eða ekki, hugsaði hún, ég vil miklu heldur hafa Mario hjá mér. Hann gortaði lík'a af sundkunnáttu sinni, en ekki á sáma há't. Hún reyrði rödd Terr- ýs; hann var kominn út að flekan- um — Reyndu það bara, Elenor. Rose er komin líka, og það er svo fallegt hérna. Og svo ýtti Jeffrey við henni og hún fatjn botninn hverfa undan fótum sér. Þegar Mario sendj Ö'nnu Maríu til. að sækja skó Elenor og spyrja, hvort þag væri eitthvað annað, sem hann gæti gert fyrir hana, áður en þau færu í hina daglegu ökuferð, fékk harin þau boð, að senorita Penny væri þegar farin niður til .strandarinnar ásamt hr. Greene. Aldrei þessu vant gleymdi Mario að brosa til stúlkunnar og koma með nokkra velvalda brand- ara. Hann sagði bara stuttaralega þökk fyrir, svo hljop/ hann niður tröppurnar, út í sólskinið og yfir grasflÖtina í áttina að ströndinni fyrir neðan hótelið. Hann sá senor Clarence úti á flekanum ásamt eiginkonu sinni, það virtist sem- þau kölluðu hvatningarorg til ein- hvers, sem var á leiðinni. Þegar hann kom auga á bláu baðhettuna, sem skaut upp og fór niður, oft miðja vegu milli flekans og lands, gnísti hann tönnum. En það var ekki fyrr en hann kom alveg nið- iir ag ströndinni, að hann sá fjórðu mannveruna. og hann sparkaði af sér skónum og synti af miklum hraða á eftir þeim. Elenor vissi, að henni tækist ekki ag komast alla leið að flek- anum, en þrátt fyrir suðið í eyr- 127 sem 'Samþykkt hafði verið í Que- beck, tveimur mánuðum áður, yrðu þær aðgerðir, sem þeir vildu fórna ðllu fyrir — árásin yfir sundið — gerðar óframkvæman- legar. Mesti vandinn var nú sá, að sigrast á tortryggni bandarísku herforingjanna, sem voru nú, sök- um hinnar áköfu kröfu forsætis- ráðherrans um aðgerðir gegn Rhodes, í enn mejri vafa um fyr- irætlanir brezka leigtogans og herforingja hans en nokkru sinni fyrr. Við þetta bættist svo sú staðreynd, að þessi tortryggni hafði við nokkur rök að styðjast, hvað forsætisráðherrann snerti, þvf að þar sem hann var bæði ákaflega mannúðlegur og gædd- ur óvenjulegu ímyndunarafli, þá óttaðist hann endurtekningu hinna tilgangslausu manndrápa Vestur- vígstöðvanna í fyrri heimsstyrjöld- inni. Enda þótt Brooke hefði, eftir uppgjöf ftalíu, bent á það að hver tilraun Breta til ag hag- nýta sér ástandið með því að setja her á land í löndum eins og Grikk landi, myndi hafa í för með sér hemaðarlegar skuldbindingar, gagnstæðar hinni samþykktu brezk-bandarísku stefnu í Miðjarð- arhafsaðgerðum, þá hélt Churchill samt áfram að vona, að með notk- un lítilla landgönguflokka mætti breyta uppreisnum skæruliða á Balkanskaga í öfluga byltingu. Þetta taldi hann að gæti bylt yfirráðum naizsta j Austur-Evr- ópu og gert árás á Vesturvirki Hitlers, ónauðsynlega. Viku síðar, eða þann 21. októ- ber, sendi Alexander hershöfð- ingi mjög athyglisverða skýrslu ,frá ítalíu. Þjóðverjar, sem þurftu nú ekki lengur að óttast neitt meiri háttar áhlaup sökum aug- ljóss skorts bandamanna á lönd- unar- og flutningaskipuflii, voru nú með nítján herdeildir á móti ellefu herdeildum bandamanna, ag koma sér fyri.r á hinum mjóu strandlengjum og hinum fjöllótta hrygg skagans. Væri ekki hægt að hefja tafarlausar og öflugar árásaraðgerðir gegn þejm, hlaut eitt af tvennu að gerast: Annað- hvort tækist þeim að bæta svo mjög aðstöðu sína í Ítalíu, að þeir gætu flutt herdeildir þaðan til Frakklands, eða þeir hæfu gagn- sókn og hrektu Bandamenn í sjó- inn. Það væri því nauðsynlegt, fullyrti Alexander, að halda árá's- inni áfram um veturinn. Það, sem brezku herráðsforingj- arnir þurftu því fyrst að gera, var að fá hina amerísku starfs- bræður sína til að slaka á ákvörð- ununum, sem teknar höfðu verið í Quebeck. „Það er alltaf ag koma betur og betur í ljós“, skrifaði Brooke í dagbók sína þann 25. október: „að aðgerðir okkar f ítalíu eru að nálgast algera stöðvun, og að við munum innan skamms lenda í mjög hættulegri aðstöðu, ef Rúss ar verða ekki því duglegri. Sók okkar gengur miklu hægar í Ítalíu, en varnaraðgerðir Þjóð- verja þar —' miklu hægar en ég hafði gert ráð fyrir. Við munum ekki komast hjá hörðum deilum við Ameríkumenn, sem hafa kom- ið okkur í þessar aðstæður með hinum þrjózkufullu kröfum sínum um ag hætta hernaðaraðgerðun- um á Miðjarðarhafi, vegna hinna vafasömu árásaraðgerða yfir sund- ið. Við eram nú að byrja ag sjá árangurinn af stefnu Marshalls og hvað við hefðum getað gert á þessu ári, ef Ameríkumenn hefðu ekki hindrað okkur með þrjózku sinni og óráðþægni . . . 26. október: Winston sendi eft- ir mér klukkan 10 f.h. til þess að ræða um síðasta skeyti frá Alex- ander, sem staðfesti það, að að- gerðirnar á ítalfu væru að stöðv- ast. Ræddi við hann um beztu að- ferðirnar til ag gerá Ameríku- Siffur vesturvelda, eftír Arthur Bryant Heimildir: STRIDSDAGBÆKUR ALANBROOKE mönnum það ljóst, að við yrðum nú sem stendur að einbeita okk- ur að Miðjarðarhafssvæðinu. Sat því næst herráðsforingjafund og undirbjó skeyti til Washington, við ræddum um vi.ð Winston klukkan 12,15 e.h. 27. október. Átti síðdegis langt viðtal við Rennell lávarð, sem er nýkominn til baka frá höfuðstöðv- um Alexanders. Hann var mjög hugsjúkur vegna ástandsins í aðal- stöðvum Eisenhowers og líkti því sem vig ræddum um við Winston sem verst. Klukkan 6 e.h. fundur, þar sem forsætisráðherrann og Smuts fluttu langar ræðúr um hlutfalls- lega kosti Miðjarðarhafssvæðisins, við árásaraðgerðir yfir Sundið. Eg held að tilgangur þeirra hafi verig sá, að fræða Beaverbrooke. Að lokum snéri forsætisráðherrann sér að honum og spurði hvaða skoðun hann hefði á málinu. Beaverbrook svaraði á þá leið, að hann hefði ávallt verið fylgjandi því, að framkvæmdar yrði árásir yfir Sundið, en þegar við héldum nú svo 'fast fram aðgerðum á Mið- jarðarhafi, þá myndi hann ekki berjast gegn þeim . . . Afstaðan í aðalstöðvum Ikes var síður en svo uppörfandi. Eg vissi, að hann kunni aldrei að meta hinn hernaðarlega hagnað af ítalíu. Við höfðum vissulega kom- ið á þeim tíma, þegar undirbún- ingur ag aðgerðum yfir Sundið á næsta ári, var nauðsynlegur; en það mátti ekki láta þennan undir- búning tefja fyrir aðgerðum, sem í sjálfu sér voru einn nauðsyn- legasti þátturinn í þessum undir- búningi. Sjónarmið Ameríku- manna var því miður þetta: „Við höfum nú þegar eytt allt of löng- um tíma í aðgerðaleysi á Miðjarð- arhafi. Við skulum því ekki eyða enn meiri tíma í sams konar að- gerðaleysi á öðrum stöðum. Við skulum því flytja allan her og öll gögn, sem fyrir hendi eru, til mikilvægustu orrustustöðvanna, og ljúka stríðinu fljótt í Þýzkalandi.“ „28. október. Erfiður herráðsfor- ingjafundur, þar sem rætt var um æskileika þess að flytja herinn burt frá Leros. Mjög erfitt við- fangsefni, þar sem ástandið er nú þannig í Mið-Austurlöndum, að hvorki er hægt að halda Leros né komast burt þaðan. Eina von okk- ar væri sú, að við fengjum aðstoð frá Tyrklandi og afnot af flugvöll- um þar sem hægt væri að'sjá fyrir nauðsynlegri loft-vernd . . . Fréttir frá Rússlandi halda á- fram að vera ágætar . . . Fréttirnar frá Rússlandi héldu áfranr að vera sú undirstaða, sem öll okkar hernaðarstefna hvíldi á. Ef Rússland hefði fallið, hefðu öll okkar hernað^ráform orðið að engu. Þýzkur her, sem fluttur hefðj verið frá Rússlandi, hefði gert árásaraðgerðir ýfir Sundið ó- framkvæmanlegar og stofnað að- stöðu okkar á Ítalíu og Mið-Austur löndum j bráða hættu . 29. október Mjög kalt i veðri- Byrjuðum daginn með löngum herráðsforingjafundi, sem s'óð yfir til klukkan 12,30 e.h. Því J4 I TIMINN, finimfudaginn 9. ágúst 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.