Tíminn - 09.08.1962, Blaðsíða 12

Tíminn - 09.08.1962, Blaðsíða 12
 ._ 1 . 1, t 1 H , , • J h . ip i-r*r ■JP Íllilll lill illiilll •‘. ÍÞF 1 r #11 11:1 ÉIÍil! 1111 <3 RITSTJÓRI HALLUR SÍMONARSON Eftir heimsmeistarakeppn- (( ina í fimleikum, sem háð ) var í Prag, hélt japanski ( flokkurinn til Sviss og sýndi / þar við mikla hrifningu 15 \ þúsund áhorfenda. Og í þess / ari keppni skeði nokkuð, \ sem aldrei hefur komið fyr- ( ir í Sviss á'ður. Harahiro \ Yamasitha átti svo glæsilegt í stökk á hesti, að aliir fjórir ) dómararnir gáfu honum 10 ( fyrir það — en tíu er það ) mesta, sem gefið er í fim- ( leikum. Stökkið var sem / sagt algerlega fulkomið að \ áliti dómnefndarinnar . — / og á myndinni hér er Yama- \ sitha í sínu fræga stökki. — 4 Ljósmynd: Polfoto. . . Spijfe^öi' BNGONGU LEIKMENN UR ENSKUM ATVINNULIÐUM I IRSKA LIÐINU írska knattspyrnusamband- ið hefur valið landslið það í knattspyrnu sem leika á við íslenzka landsliðið í Dublin á sunnudaginn kemur. Þetta verður fyrri leikurinn í Evrópukeppni landsliða og er greinilegt, að írar leggja mikla áherzlu á leikinn, því þeir hafa eingöngu valið leikmenn í það úr enskum atvinnuliðum, þannig, að það verður hreint atvinnumannalið, sem íslend- ingar leika við á sunnudaginn. Síðari leikur þjóðanna verður hér á Laugardalsvellinum sunnudaginn 2. september. írska landsliðið er þannig skip- að, talið frá markmanni að vinstri útherja. Kelly (Preston), Dunne (Manch.Utd.), Traynor (Southamp ton), Saward (Huddersfield), Hur ley (Sunderland), McGrath (Blackbum), Hale (Doncaster), Giles (Manch-Utd.), Nomel Cant- well (Manch.Utd.), Fogarty (Sund erland) og Tuohy (Newcastle). Eins og sjá má á þessari upp- talningu er hér um mjög sterkt lið að ræða. Langfrægustu menn liðsins eru Noel Cantwell og Charlie Hurley._ Cantwell lék um langt árabil sem bakvörður með West Ham í Lundúnum en var seldur fyrir um tveimur árum til hins fræga liðs, Manch. Utd., fyrir 30 þúsund sterlingspund. Hann lék framan af bakvörð í því liði, en meiddist og tókst ekki að vinna bakvárðarstöðuna aftur, en Matt Busby reyndi hann síðar í fram- línunni með góðum árangri. Cant well leikur miðherja á sunnudag inn og er jafnframt fyrirliði liðs-; ins. Hann er hættulegur með skalla og hefur hreinar spyrnur, en er ekki sérlega fljótur, enda kominn nokkuð á fertugsaldurinn. Charlie Hurley hjá Sunderland hefur nú um nokkuð árabil verið talinn einn af þremur bezty mið- vörðunum á Bretlandseyjum, enda mjög sterkur leikmaður. Hann byrjaði kornungur að leika með Sunderland og hefur verið traust- asti maður þess liðs Þó hann sé varnarleikmaður skorar hann allt- af talsvert af mörkum á hverju leiktímabili. Þegar lið hans fær hornspyrnur fer Hurley yfirleitt fram og er þá mjög skæður á skallknetti — og er þetta nokkuð, sem íslenzka liðið þarf að varast og sjálfsagt, að setja leikmenn honum til höfuðs, þegar hann nálgast vítateiginn. Tveir aðrir leikmenn liðsins eru I frá Manch. Utd., þeir Tommy Dunn, sem er varamaður með írska landsliðinu, sem lék hér á landi 1958, og hinn kor'nungi inn- herji Giles. sem er einn af beztu mönnum félags síns. Útherjinn Tuohy frá Newcastle er eini mað ur liðsins, sem tók þátt í lands- leiknum 1958 og hann er þá einn ig á vinstra kanti eins og nú Hann <?r mjög. fljótur á sprettinum. en fær einnig fljótan, _ harðskeytt.an mótherja þar sem Árni Njálsson er. Pat Saward, sem nú leikur með ekki gengið sérlega vel á knatt- spyrnusviðinu. Þeir voru með Tékkóslóvakíu og Skotlandi í riðli í undankeppni heimsmeistara- keppninnar og máttu þar þola stór töp, t.d. töpuðu þeir leiknum í Prag með 6—1. Undirritaður sá iþann leik í sjónvarpi og þótt írar hefðu lítið að gera í hina vélrænu Tékka, sem síðar komust í úrslit í heimsmeistarakeppninni, var þó tapið of mikið og Haverty hjá Arsenal fór þar mjög illa með góð tækifæri. Aðeins fjórir af þeim leikmönnum, sem léku gegn Tékk- um, eru nú í liðinu, það er Hurley, sem var langbeztur í Prag, Cant- well, Saward og Giles, og má því segja, að frar hafi að undanförnu gert róttækar breytingar á liði sínu, þar sem hinir yngri leikmenn hafa tekið við stöðum hinna eldri, ÚRSLIT nema þeirra Saward og Cantwell. En greinilegt er á valinu nú, að írar leggja mikla áherzlu á það að komast áfram í Evrópukeppn- inni og sækja því eingöngu leik- menn til enskra liða. Þetta lið er miklum mun sterkara en þau írsku landslið, sem við höfum leikið við áður. Við höfum tapað fyrir írum í báðum leikjunum með litlum mun, en á sunnudaginn má búast við að tölurnar verði stærri. Eins og áður hefur verið skýrt frá, verður leikurinn í Dublin og hefst kl. 2,30 eftir íslenzkum tíma. Báðum hálfleikjunum verður út- varpað hingað heim. —hsím. B B Noel Cantwell, fyrirllði írlands og miðherii á sunnudaginn Huddersfield, var fyrir nokkrum árum þekktur leikmaður með Aston Villa og var meðal annars með því liði, þegar það sigraði Manch. Utd. í bikarkeppninni 1957. Saward er kominn á fertugs aldurinn og er ekki sami góði leik maðurinn og áður, en þó ómiss- andi fyrir írska landsliðið. Aðrir leikmenn liðsins eru ekki eins þekktir — enda flestir ungir að árum. McGarth leikur þó með 1. deildar liðinu Blackburn en .hinir eru úr 2. deildar liðum, nen^ út- herjinn Hale, sem leikur með 4. deildar liðinu Doncaster. Síðustu tvö árin hefur írum íslandsmótið í útihandknatt- leik ikvenna heldur áfram í kvöld í Kópavogi, fer þá fram í meistaraflokki kvenna sá leikurinn, sem sennilega ræð- ur úrslitum á mótinu, en þá keppa Ármannsstúlkurnar við FH. Bæði þessi lið eru tap- laus í keppninni, en önnur lið hafa tapað meira en einum leik. Má búast við mjög skemmtilegum leik milli þess- ara aðila, en FH er sem kunn- ugt er núverandi íslands- meistari. Þá fer fram einn annar leikur í kvöld og verður hann í 2. flokki kvenna og leika Fram og KR. Á laugardaginn verður einn leikur á fsafirði í keppninni, en þá leika KR og Vestra-stúlkurnar. Á sunnu dag lýkur mótinu með leik milli FH og Breiðabliks í meistaraflokki kvenna. Nokkrir leikir hafa farið fram ■ að undanförnu í mótinu. Víkingur og FH fóru til Vestmannaeyja og léku þar á þjóðhátíðinni. Víking- ur sigraði Vestmannaeyjástúlkurn , ar með 15—0 og daginn eftir vann FH Vestmannaeyjar með 13—0. Voru þetta mjög ójafnir leikir eins og tölurnar gefa til kynna, og voru Vestmannaeyingar ekki mjög hrifnir af liði sínu. Á þriðjudaginn fór fram einn 'eikur í meistaraflokki og sigraði Ármann þá! KR með 5—2. Ár mann er því i ef=ta sæti í mótin" með 10 stig. en FH er næst 010* 8 sti.g Þess ber að geta. að Ár mann hefur leikið ýinum leik meira en FH, sem enn á eftir tvo leiki í mótinu. / ■ 12 TÍMINN, fimmtudaginn 9. ágúst 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.