Tíminn - 15.08.1962, Side 1
Auglýsing í Tímanum
kemur daglega fyrir
augu vandlátra blaða-
lesenda um allt land.
Tekiö er á móti
auglýsingum frá
kl. 9—5 í Banka-
stræti 7, sími 19523
VERÐUR GLERFJALL LANDSINS SELT?
KJOTBIRGDIRNAR 600
LESTUM MEIRI í ÁR
íslendingar þurfa ekki
að óttast kjöfskort þetta
áriö, því að kjötbirgðir í
landinu munu nú vera 600
tonnum meiri en á sama
tíma í fyrra, a® því er
Sveinn Tryggvason, fram
kvæmdastjóri, tjáði blaö
inu í gær.
Vegna slaðfestra fregna um
það, að kjötlaust væri þessa dag-
ana hjá afurðadeild S.Í.S., sneri
blaðið sér til Sveins Tryggvason-
ar, framkvæmdastjóra framleiðslu
ráðs landbúnaðarins og innti hann
frétta um kjötbirgðir í landinu.
oftast hefði orðið að grípa til I fyrr en þá um næstu mánaða-.ur kæmj það stöku sinnum fyrir,
sumarslátrunar til að full-? mót. og þá einkum á þessum tíma árs.
. , ....... jr. . , .... I I Stafar það af þvi, að slaturleyfis-
næg|a |o þorfinm, en nu liti f sambandi við kjötskortinn hjá hafar úti á landi hafa umráða-
hins vegar ut fyrir að ekk'i afurðadeild S.Í.S. upplýstist, að rétt yfir sínu kjöti og halda gjarn
þyrfti að grípa til þess ráðs, Iþað væri ekki alvarlegt mál, heldj Framhald á 15. síðu
cins og segir i trerr
annars staðar hér á síð-
unni, keypti Sigurður
Árnason, forstjóri Tepp-
is h.f., húsið við Súða-
vog 4—6 og það, sem
því fylgdi, fyrir 2 millj.
króna. Það, sem húsinu
fylgdi, var hvorki meira
né minna en glerfjall,
eða 2 þúsund tonn af
brotagleri!
Þegar Glersteypan h.f. rak
á sínum tíma verksmiðju
þarna, keypti það mikið af
brotagleri utanlands frá til
úrvinnslu. Þegar það svo
varð gjaldþrota árið 1955,
hafði því ekki tekizt að
vinna úr því öllu, og því
fylgir nú brotaglerið með í
kaupunum.
Glerfjallig situr enn á lóð
hússins við Súðavog, en að-
spurður kvaðst hinn nýi eig-
andi þess vilja selja það sem
fyrst. Þar sem ekki er mark
aður fyrir slíkt fjall hérlend
is verður hann að fá kaup-
endur að því erlendis, en
ekkert var ákveðið utn það
ennþá í gær. Ekki vissi Sig-
urður, hvað hann kynni að
geta fengið fyrir glerið.
Seljist glerfjallið úr landi
lýkur ákveðnum kafla, þar
sem margir hafa haft ýmis-
legt um þetta fjall að segja,
en varla mun það þykja um-
talsvert, eftir að það hefur
verið selt úr landi. Höfðað
hefur verið til glerfjallsins
á ýmsan veg og margsinnis
í það vitnað, þegar fram-,
kvæmdasemi hefur borið á
góma, eða nauðsyn hefur
borið til að benda á ófarnað
og mistök.
(Ljósnv: TÍMINN-RE).
GLERVERKSMIDJAN
SELDIST Á 2 MILLJ.
UNDIR TEPPAGERÐ!
Sagði hann það óþarft að
óttast kjötskort, þar sem kjöt-
birgðir væru samkv. skýrsl-
um 600 tonnum meiri en á
sama tíma í fyrra og ættu
birgðir að geta enzt fram und-
ir sláturtíð. Sagði Sveinn, að
Siguröur Árnason for húsa, en Framkvæmda-
stjóri Teppís h.f., hefur banki Ísíands áfti nú
keypt húsið viö Súða- síðast. Húsið hefur
vog 4—6, þar sem Gler staðið ónotað sídustu
steypan h.f. var áöur fíl 2—3 árin.
Glersteypan h.f. byggði
húsið við Súðavog 4—6 á
árunum 1953 og ’54, en
þegar fyrirtækið varð gjald
þrota árið 1955, eignaðist
Framkvæmdabankinn hús-
ið. Fyrstu árinn rak bank-
inn þarna samsetningu á
gleri, en hætti því fljótlega,
og síðustu 2—3 árin hefur
húsið staðið algjörlega ónot
að. Framhald á bls. 15.
Enn síld við
Kolbeinsey
Við hringdum í Jakob Jakobsson fiskifræðing á Ægi í gær, og virtist hann mjög ánægður með veiðihorfum-
ar, sérstaklega fyrir austan Iand. — Ægir var í gær staddur á Húnaflóa. Þar var útlitið ekki eins gott enda
átulítill sjór. Veður hefur hins vegar verið mjög gott til veiða fyrir norðan siðustu daga. Ægir hafði fundið
nokkrar síldartorfur út af Húnaflóa. — Fanney hefur leitað sfldar út af Melrakkasléttu og Pétur Thorsteins-
son hefur verið fyrir austan. Þar varð vart sfldar í gær, á svæði, sem smásfldin hafði ekki náð til. Var þarna
um ágæta síld að raeða. — Jakob sagði, að merkilegast væri, að enn veiddist síld út af Kolbeinsey. Undanfarin
ár hefði ekki veiðzt þar síld eftir miðjan júlí. T.d. fékkst þar ekki sfld eftir 12 júlí í fyrra. „Nú er komið fram
í ágúst“, sagði Jakob, „og enn er saltað á Siglufirði."