Tíminn - 15.08.1962, Qupperneq 2

Tíminn - 15.08.1962, Qupperneq 2
Kossar hafa sína sögu að segja Hefðbundin Auðvitað er hægt að ráða miklð um konur eftir þvi hvernig þær kyssa. Að minnsta kosti segja Fransmcnn þa«ð. Og myndimar hér á síðunni eru gerðar af Frakka, teiknaranum Morez. — Þær eru eins konar vísindalegar leiðbeiningar fyrir þá, sem vilja leggja st>und á þessi fræði, að lesa sakpgerð út úr kossum, og það er sagt að niðurstiMurnar séu byggðar á miklum og lang- varandi athugunum. Hæversk Of sfutt Nærsýn I góðu iafnvægi Feimin Stjórnsöm Systematisk Var hann saklaus dæmdur? í fjögur ár hefur fangi einn í Marseille borið sig upp undan dómi sínum. Hann hefur dag hvern hrópað — off með nakta múrveggina og gluggarimlana sem eina áheyrendur — að hann væri saklaus dæmdur. Og svo lengi og svo sannfærandi hefur hann hrópað „dóms- morð", að á endanum hefur heyrzt til hans. Innan skamms verður mál hans tek ið fyrir aftur, og það rt\á bú- ast við að upphefjist réttar- höld, sem fylgzt verði með í fleiri löndum en Frakklandi einu. Fanginn heitir Francesco Ar- ancio og hann er ekki meðal guðs beztu barna. Hann er dæmdur fyrir manndráp, en er hann raun verulega sekur? Hann kemur frá skuggalegu umhverfi, þar sem slík afbrot þykjá ekkert tiltöku- mál, en er hann sekur fyrir það'? Einn septembermorgun 1958, þegar Arencio var 22 ára gamall, var gullsmiður einn í Marseille drepinn í búð sinni. Morðingjarn- ir óku á brott í svörtum bíl, og lögreglan er þeirrar skoðunar. að Arencio hafi verið einn þeirra. Hann neitaði, en var dæmdur fyr- ir manndráp. Og hann heldur áfram að neita, þrátt fyrir dóm- inn. Fortíð hans og umhverfi tala gegn honum. Og kannske geymir ’inmitt þetta umhverfi sannleik- ann einhvers staðar. Á þessum slóðum er fólk vant að halda sér saman. Tortryggni og ótti við yfirvöldin setja glöggt mark á andrúmsloftið Afbrýði, hefndar- ótti, svik og ofbeldi eru horn- steinar þeirrar þagnar, sem um- lykur málið. Arencio hefur orðið skar á þessum fjórum árum, sem hann hefur setið inni. Hárið hefur fall- ið af honum í flyksum, tennurn- ar hafa losnað ein af annarri. Öðru hverju myrkvast skilningur hans af byrjandi bijálæð'i. Þetta á sinn þátt í að málið er tekið fyrir aftur. Forhertur þorpari myndi tæplega breytast í sköll- óttan, tannlausan ræfil, hálfgeð- veikan, ef hann vissi sig sekan. Aðalvitnið gegn honum, Mi- chele, var ástkona hans, en hafði fundið hann í önnum annarrar konu. Kannske vitnaði hún gegn honum til að hefnast. Kona gull- smiðsins, sem áður var viss um að hafa þekkt hann sem morð- ingjann, er ekki lengur jafn ákveðin. Skriftafað'ir hans, sem er bundinn þagnarskyldu, hefur lagt fram ýmsa hluti, sem geta bent til þess, að um dómsmorð sé að ræða. Og ónefndar heimild- ir í hafnarhverfinu, sem Arencio kemur úr. hafa komið fram með heimildir ,sem knúð'u fram end- urtöku málsins. Það er ákaflega sjaldgæft að glæpamál séu tekin fyrir aftur eftir fjögur ár. Og meðan Aren- cio nálgast brjálæðið i fangaklefa sínum, bíða Frakkar með óþreyju eftir að eitthvað gerist í málinu. Lifið um öxl Nú eru uppi r'áðagertfir í ríkisstjóminni ,að gera nýjar ráðstafauir til að' draiga úr eft- irspurninni og hialda fram- leiðslunn'i niðri til ag koma í veg fyrir auknar peningatekj ur almennings, sem er hinn mesti þyr.nir í augum þeirra vandræðamanna, scm „ivi'ð- reisninni“ stjóma. Þeir em nefnilega sannfærðir um að góðæri'5 sé að drepa „við- reisn,tnia“ þeirra og hrópa: OFÞENSLA, OFÞENSLA. — Mönnum, sem Iesa Morgunblað ið eins og biblíuna, er jafnvel erfitt ag skilja þetta og farin að Iæð'ast að þeím gmnur um að þaig geti nú verið að hún sé viðsjálverður gripur þessi viðreisn, því að’ var Mbl. ekki nýbúið að lýsa því yfir að góð- ærið væri afleiðing viðreisn- arinnar? En áð’ur en ríkisstjórnin og hagfræðingar „vi'ðreisnarinn- ar“ Ieggja út í ný ævintýri er rétt að spyrja þá að því, hvort þeir hafi nú áreiðanlega ekk- ert lært af atburðum síðasta árs. Þá önuðu þeir bá'lreið'ir út í algerlega tilefnislausa geng- islækkun vegna þess að kauip- gjaldsmál höfðu leyzt öðru vísi en þeir höfðu reiknað með og þeir héldu víst líka, að þeir þyrhu að gera eitthvað t'il að draga úr eftirspurninni — eða það gat minnsta kosti ekki gert annag en flýtt fyrir full- komnun „viðreianarinnar“ að skerða kaupgetu fjöldans. — þeir uppskáru þó aðeins h’inn mesta glundroða, sem ríkt hef ur í launamálum á þessu ári. Það er nefnilega ekki svo auð velt að hóta og.hiæga fslend- inga til undirgefhi. Þrælslund er ekki svo rík mcð þjóSinni. Og nú eru þeir „viðreisnar- menn“ enn rei'ðir. Góðærið er nefnflega meira en þeir höfð’u „reik,nag“ með (Það er nú reyndar ýmislegt fleira, sem þeir hafa ekki „reiknað" alls kostar rétt). En enginn vafi er á þvf að mennirnir eru reiðir. Það er víst til of mikils mælzt, að biðja þá um að stilla skap sitt — en í guðanna bæ.n um lítig um öxl! „Les guðsorðabækur og MorgunblaÖið(t Stjórnarblöðin em bæði á- kaflega „guðrækin" í gær, en guðræknin beinist þó mest að ríkisstjórnin.ni og málgögnum hennar svo sem vera ber í sam ræmi við hin nýju trúarbrögð, sem boðug eru í Iandinu um a'ð „góðærig sé afleiðing v*ið- reisnarinniar“, eins og ritstjórn argrein Mbl. hét á dögunum. f gær er þessi ágæta fyrir- sögn á 2. síðu Mb'l. „LES GUÐSORÐABÆKUR OG MBL GLERAUGNALAUST". Fyrir- sögnin ber með sér, að þeim rítstjóru.m Mbl. finnst þetta vel fara saman og að blað þeirra sé jafnoki biblíunnar. Er þetta ag sjálfsögðu réttur áfangi á þeirri lei'ð að gem Morgunblað ið að biblíu landsmanna í póli tískum eínum, en ti*l þess er nú ætlazt. Geir betri f hinu málgagni ríkisstjórn- arinnar, Alþýðublaðinu, segir cinhver bréfritari í gær: „Góð- ur er guð, og víst er um það, en þó liefur Geir reynzt mér betur“, sagði gamli maðurinn forðum. Það mætti víst segja það sama um borgarstjórann okkar. En mikig hugsar hann illa um Lækjargötuna, gim- __________Framh. á 15. síðu. ——IWI llllll'lll JMBSEMBjai 2 TÍMINN, miðvikudagurim 15. ágúst 1962,

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.