Tíminn - 15.08.1962, Page 7

Tíminn - 15.08.1962, Page 7
fífnmra — Utgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN Framkvœmdastjóri Tómas Árnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson <áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri- Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur í Eddu- óúsinu. afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur 1 Banka. stræti 7 Símar 18300—18305 Auglýsingasími: L9523 Af. greiðslusimi 12323 - Áskriftargjald kr 55 á mánuði innan- lands í lausasölu kr. 3 eintakið. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Ofremdarástand í vegamáium Verkefni í vegamálum á íslandi mega teljast næsta óþrjótandi. Á undanförnum áratugum hefur verið gert mikið átak í vegamálum. 1924 voru akfærir vegir hér á landi taldir 612 km„ en í árslok 1958 voru þeir taldir 10.726.3 km. Ástand margra vega er þó svo slæmt, að óviðunandi má kalla, þótt þeir séu taldir akfærir. Víða er og búið við algerar vegleysur. Um 30% þjóðvega eru aðeins ruddir vegir, en ekki lagðir og um 9% þjóðvega ófærir bifreiðum. Um 19% af sýsluvegum og um 35% af hreppavegum eru algerar vegleysur og um 40% ruddir vegir af þeim, sem akfærir eru taldir. Síðan núverandi stjórnarflokkar tóku við völdum hef- ur dragið stórlega úr framlögum til vegagerðar og vega- viðhalds. Síðan 1950 hefur bifreiðaeign landsmanna hins vegar meira en tvöfaldazt og þörfin fyrir auknar fram- kvæmdir vex með hverju ári sem líður. Árið 1951 eru framlög til vegamála t. d. 11,4% af ríkisútgjöldunum, en á árinu 1960 eru þau 6.9% og á síðasta ári aðeins 6.8%. Sé tímabilið 1949—1954 athugað kemur í ljós, að framlög ríkisins til vegamála á þessu tímabil hafa verið allmiklu hærri en tekjur ríkissjóðs af bifreiðum og rekstr- arvörum til þeirra. Á síðasta ári er hins vegar aðeins rúm- um helming af tekjum ríkissjóðs af bifreiðum og benzín- sölu varið til vegamála. Af þessum staðreyndum má ljós- lega sjá, að hér stefnir að algerri kyrrstöðu um nýbygg- ingu þjóðvegakérfisins. Hér eru verkefni svo mörg og brýn, að algert lágmark verður að telja, að framlög til vegamála vaxi í samræmi við aukningu umferðarinnar. en síðan núverandi stjórnarflokkar hafa farið með stjórn þessara mála, hefur fjárveitingum til vegamála stórlega hrakað, þrátt fyrir gífurlega aukningu tekna ríkissjóðs af umferðinni. ^ Framsóknarmenn hafa á undanförnum þingum flutt frumvarp um vega- og hrúasjóð, er annaðist viðhald og r.ýbyggingu þjóðvega og skyldi ákveðinn hluti af tekjum ríkisins af umferðinni, þ. e. innflutningsgjald af benzíni og þungaskattur af bifreiðum renna í sjóðinn. Á þetta gat stjórnarliðið ekki fallizt og frumvarpið er marg fellt og stimplað sem ábyrgðarlaust og óraunhæft. Fyrir skömmu talaði einn af ritstjórum stjórnarblað- anna og þingmaður í „viðreisnar“-liðinu um daginn og veginn í útvarpið. Hann taldi mikla nauðsyn á auknum framkvæmdum í vegamálum. Benti hann m. a. á þá leið að láta tekjur ríkisins af benzíni og bifreiðum renná í sé' stakan vegasióð, sem annaðist þetta verkefni! Þessi sami maður hafði átt hlut að því, að tillögur Framsóknarmanna voru hunzaðar á Alþingi og kallaðar ábyrgðarlausar!! — Hvernig getur þessu vikið svona við? — Jú, það eru bhigkosningar á næsta vori og þá fer sá tími í hönd. að stjórnarþingmenn fara að tala um, að framkvæmdir í vegamálum séu allt of litlar og brýn nauðsyn sé ; auka þær. Það er þó töluvert lærdómsríkt, þegar einn oddviti þeirra. sem stóðu fyrir þvi að úthrópa tillögur Framsóknarmanna sem ábyrgðarlausar, lýsir því yfir, að þessar tillögur hafi í raun verið réttmætar og raunhæfar og hreint ábyrgðarleysi að ganga ekki til móts við þá miklu þörf, sem hér þurfti að bæta úr. En þó vei hafi þessum þingmanni mælzt i útvarpið, er þó ekki fullvíst enn, hvort afstaða hans til frumvarps Framsóknarmanna verður breytt á næsta þingi. Orð eru ekki sama og athafnir og orðum þingmanna stjórnp’' flokkanna er varhugavert að treysta Það hefur revnslan marg sannað. í næstu kosningum verða stjórnarflokkarn- ir dæmdir af athöfnum sínum. Efnahagslíf Japans iiefur tekið stórkostlegum stakkaskiptum En bilið milli fáiækra og ríkra er óvíða breiðara en þar. TOKÍO lítur út einmitt eins og vera ber um höfuðborg þess lands, sem hefur orðið aðnjót- andi efnahagslegs kraftaverks. Umferðin streymir um gatna- kerfið að deginum til, en á kvöldin ljóma fljóðljósaauglýs- ingarnar á stórbyggingum við aðalgöturnar og lofa hvers kon ar munaði og vellystingum ólg andi næturlífs. Þegar rökkva tegur fyllast gangstéttirnar af gangandi fólki í milljónatali. Það streym ir upp úr göngum neðanjarðar- brautanna og hliðargöturnar við Ginza verða að einskonar þverám, sem auka á magn aðal fljótsins. Þúsundir ölstofa, kaffihúsa og lítilla veitinga- staða soga fólksstrauminn til HUGTAKIÐ lokunartími þekk ist ekki. Þar sem megin-fólks- straumurinn feliur um, beita búðirnar Ijósa- og litadýrð til að lokka hann tii sín. Það er selt og selt, meðan nokkur fæst til að kaupa. Hinar geysi- stóru fjölverzlanir Tokíóborgar taka þátt í dansinum umhverf- is gullkálfinn fram eftir allri nóttu. Það, sem ekki tekst að selja á virku dögunum, hverfur á Fyrri hluti. sunnudögum, því að sunnudag- urinn er mesti veltudagur fjöl- verzlananna. Japanir setjast þar einfaldlega að og krefjast. þess, að þeim sé skemmt. „Við gerum allt, sem við getum, til þess að halda í þá“, sagði einn deildarstjórinn í fjölverzluninni Sogo. Sumar fjölverzlanirnar hafa upp á Ieikhús að bjóða, mjög stórar veitingastofur, leikvelli fyrir börn og jafnvel dýragarða. FÁRRA VIKNA dvöl í Tokío hlýtur að koma því áliti inn hjá ferðamanninum, að Japan sé land mikillar velmegunar. Einkabíllinn — helzt banda- rískur — er tákn um lífskjör- in. Golfklúbbar með takmark- aðri meðlimatölu og óheyri- lega há.u árgjaldi eru mjög í tízku. Ef spurt er með gát og var- færni kemst spyrjandinn að því, að það kostar sem svarar 900 dönskum krónum á mánuði að hafa stæði fyrir bílinn sinn á nýju neðanjarðarbílastæðun- um i Tokío. Ferðaskrifstofurn- ar upplýsa, að það sé nauðsyn- Iegt að tryggja sér far með margra mánaða fyrirvara með hinum nýtízku hraðlestum, sem ganga upp í fjöllin og á hvera- svæðin. í gistihúsunum þar hafa öll herbergi verið upp- pöntuð síðastliðna þrjá mán- uði. Næturlíf Tokíóborgar er kafli út af fyrir sig. Japahir leggja sjálfir til starfsfólk og skemmtikrafta nálega undan- tekningalaust. Verðlagið er þannig, að ef framkvæmda- stjórar slikra stofnana í höfuð- borgum vesturlanda kæmust í kynni við það, hlyti þeim að finnast, að þeir hefðu sjálfir ekki annað gert en að stunda góðgerðastarfsemi. EN JAPANIR verða fljótt til þess sjálfir, að vekja útlending inn af þeim draumi, sem á hann Hamai san — sonur borgarstjórans i Hiroshima — cr svo hepplnn að fá að sofa á svefnlofti verksmiðjunnar. rennur í Tokío. „Við erum að- eins gestir í sölum kapítalist- anna“, sagði Japanskur vinur minn, þegar við gengum út úr Sogo-fjölverzluninni við Ginza. ,,í raun og veru erum við allir fátæklingar saman borið við ykkur í Evrópu." Það er álit æskufólksins í Japan, að þeir séu í raun og veru ákaflega fáir, sem njóti yfirborðsvelmegunarinnar. — Hamai-san, sem er 27 ára gam all sonum borgarstjórans í Hiroshima, getur ekki komið auga á, að þjóð hans sé rík. Hann stundaði nám við háskóla í fjögur ár, en að því loknu fékk hann stöðu við tilrauna- stofur tannsápuverksmiðjunnar Sunstar. Síðan hefur hann ekki lifað fyrir annað en tilraunir með tannsápu, en sem betur fer er honum þetta áhugaefni. Bókstaflega talað lifir hann og hrærist í sætu piparmyntu- andrúmslofti Sunstars-verk- smiðjanna, því að hann sefur í einu af svefnherbergjum verk smiðjunnar, sem ætluð eru ein hleypum starfsmönnum. Hamai san hefur, ásamt tveimur starfs félögum sínum, búið þarna í fjögur ár í herbergi, sem er Frarnhald á 13 síðu ÞaS er japönsk dyggð að vera nægjusamur — og það er bráðnauðsynlegt líka, því að launin eru lág. I* T í M I N N. miðvikurlaeurinn 15. áffiíst 19fi2. z

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.