Tíminn - 22.08.1962, Síða 9
AÐFARANÓTT 21. iúlí s. I. var
ég stödd á Laugarvatnl, hafði
dvalið þar nokkrar nætur. Allir,
sem komlð hafa að Laugarvatni,
vita hversu fallegt þar er, en Iík-
lega hafa ekki margir orðið fyrlr
því að hjá þá sýn, er ég sá þessa
nótt.
Mér varð litið út um gluggann
minn, en i sömu stundu hafðl
tungllð, sem var þá fullt rennt
sér upp á yfirborðið og virtist
sitja á hæsta tlndi Heklu.
Engin rönd af lofti virtist vera
þar á milll, var likast sem kveikt
hefði verið á risaperu. Og rétt
viS hlið mánans gat aS llta eitt
smástirni, sem lelt út eins og lít-
ið barnsauga. Þessl eru tildrög
kvæðislns.
Nótt á Laugarvatni
Lætur mér svo ljúft í eyra
lóukvak og þrastakliður.
Mér er þraut að þurfa að sofna
Þreyttu höfði að beði halla
Eg vil heldur vaka, — vaka —
vera ein með næturfriðinn.
Þá er hægt að taka, — taka —
telja, hvísla, sjá og heyra
og láta ei yndi dagsins rofna.
Kyrrðin ein mig sefjar, seður, -
svona er gott að hvíla í örmum.
Eiga allt, sem augað gleður,
æskuþrótt í heitum hvörmum.
Líttu út um gluggann, gestur,
guð er að kveikja ljós á bænum.
Trén senda skrítna skugga,
skyggnstu lengra, — yfir vatnið.
Yfir vatnið, — ljúft er íeiðið, —
logntært, blátt með geislum grænum.
Hinum megin heldur vörðinn
Heklutindur, gnæfir hæstur.
Máninn hljóður, horfir rjóður
hingað yfir Laugardalinn.
Tyllir sér á tindinn hæsta,
töfrum bregður yfir salinn.
Það er nótt, en sefasjóður
sífellt vakir — mannsins inni •—
lítur Heklu gulli glæsta
geislum vafða, í mánaskini!
Blikar stjarna — barnsins auga
barminn fyllir unaðskennd.
Aldrei fyrr hef augum litið,
ein er sýn í huga brennd.
Sigriður Björnsdóttir.
Nú keyrir drétt-
lætið um þverbak
í Morgunblaðinu, föstudaginn
17. þ.m., er grein á annarri síðu,
er ber yfirskriftina: „Bændum
fjölgaði á árunum 1960 og 61.“ Á
þessi grein að vera svar við grein
Ágústs Þorvaldssonar, alþm. í Tím
anum 14. s.m. Enda þótt að þessi
Morgunblaðsgrein hnekki í engu
rökstuddu máli Ágústs Þorvalds-
sonar og sé naumast umtalsverð þá
vil ég þó fara um hana nokkrum
orðum.
Ekki vil ég vefengja það, að
Pálmi Einarson, landnámsstjóri,
fari ekki rétt með tölu bænda i
landinu á hverjum tíma, en ekki
hefur þeim fjölgað þar sem ég
þekki til nú á síðustu tímum. En
þetta er ekki kjarni málsins.
Vitað er, að margir bændur eru
nú uggandi um framtíðina. Hjá
þeim gætir nú mikillar bölsýni í
stað bjartsýni, er rikti almennt í
landbúnaðinum allt fram að valda-
töku Alþýðuflokksstjórnarinnar.
Síðan hefur stöðugt hallað meir
og meir undan fæti, enda er nú
svo komið, að fjölmargir bændur
segja að þeir gefist hreinlega
upp, ef hlutur þeirra verði ekki
stórbættur þegar á komandi
hausti. Er áreiðanlegt, að bændur
þekkja kjör sin betur en ramma-
greinahöfundur Morgunblaðsins.
Það er algerlega nyt fyrir utan
kjarna, að tala um afkomu bænda
1958 og nú. Allir vita að Alþýðu-
flokksstjórnin meg fullum stuðn-
ingi Sjálfstæðisflokksins stöðvaði
verðbætur þær, er bændur áttu
að fá vegna kauphækkananna
1958 og skaðaði þannig fslenzkan
landbúnað stórkostelga. Þó var
þaft smáræði móts við það mikla
tjón, er hann hefur beðið af völd-
um „viðreisnarinnar“ svo kölluðu,
í flestum hennar myndum.
En sé nú svo, að hlutur land-
búnaðarins 1958 og áður, hafi ekki
verið eins góður og skyldi, og ráða
menn Sjálfstæðisfiokksins fundið
það og viðurkennt, þá er það óaf-
sakanlegt framferði, sem þeir
hafa beitt bændur landsins síðan
þeir fengu völdjn í sínar hendur
og höfðu tök á að geta ráðið kjör-
um þeirra, því allir vita að í stjórn-
artíð Sjálfstæðisflokksins nú, hef-
ur keyrt um þverbak hlutfallið
milli tilkostnaðar við framleiðslu
landbúnaðarvara og afurðaverðs-
ins. Þetta vita allir bændur og
hefur margsinnis verið sannað með
tölum. Reynslan er líka ólygnust í
þeim efnum.
Að bændur viti ekki hvað rangt
er eða rétt í þessum efnum, eins
og Morgunblaðið segir (sennilega
talað fyrir munn landbúnaðarráð-
herra eða af honum sjálfum), er
svo ósvífin aðdrótun, að mönnum,
sem eru bændur, að furðu gegnir.
Slfkt tal lýsir svo purkunarlausu
virðingarleysi f garð manna, sem
reyndir eru að vönduðum mál-
flutningi og heiðarleik f öllu sínu
framferði, að almenningur og eink-
um bændur Landsins hljóta að for-
smá slíka málfærslu. Og svo þykist
þessi höfundur vera þess umkom-
inn að gera grein fyrir verðlags-
málum landbúnaðarins á réttan
hátt!! Hver trúir því eftir slíkan
málflutning? Enda felur höfundur
nafn sitt.
Óskar Jónsson.
mmttgm
r m
JAFNPRAMT því, sem vitnað er
til Biblíunnar með léttúð og af
handahófi, á það sér einnig stað,
að hún sé notuð í fullri alvöru, t. d.
þau ummæli, að sá, sem liti konu
girndarauga, hafi þegar drýgt hór
með hjarta sínu (Matt. 5, 28.).
Þetta hefir Ibsen leitt fram í dags-
ljósið í þættinum um þá græn-
klæddu með óhugnanlegu raunsæi
og af þeirri alvöru, sem ekki verð-
ur um villzt. Pétur Gautur komst
hjá að bera áby.rgð gagnvart kon-
unni, en Ibsen lætur hann finna
hinar siðferðilegu afleiðingar með
þeim hætti, að ævintýrið með
hinni grænklæddu verður i vegi
fyrir honum, þegar hann síðar hitt
ir Solveigu og ætlað að byggja upp
heimili með henni.
Dofrinn telur, að girndin nægi:
Viltu neita, að
hún var þér í hug með fýsn og
girnd?
Þið reynist samir og jafnir,
ég veit það.
Hjá mönnum er játaður andinn
í orði.
en einskisvert það, sem sézt
ekki á borði
Svo þú heldur, að girndin gildi
ekki neitt?
En góði minn, það skal nú sýna
sig betur
Þú verður faðir á árinu. Pétur
Konan lofar að hefna sín og
spilla sambandi hans við Sólveigu
Hó, ég get staðizt högg og slag.
Ég hverf til þín, Pétur, hvern
einasta dag
Ég gægist á dyrnar og sé ykkur
saman.
Við eigum þig hálfan hvor,
þú skalt skiptast.
Heill og sæll, Gautur! Nú máttu
giftast.
Og orsök alls þessa. — •—
(Pétur nýr höndunum saman).
tómur þankinn og girndin,
segir konan.
Annars er það ein ritning-
argrein, sem Ibsen virðist vera
hugstæðar en allt annað. Hún er
þessi: „Hvað gagnar. það manni
að hafa eignast allan heiminn en
týnt eða fyrirgert sjálfum sér”,
(Lúk. 9, 25.). Raunar er áðeins
einu sinni vitnað f þennan ritn-
ingarstað, og þá í þvi sambandi,
að merkingunni er alveg snúið við
Pétur Gautur er að útskýra fyrir
ferðafélögum sínum, að takmark
lífsins sé að verða keisari yfir öll-
um heiminum með hjálp gulls-
ins:
Það áform hef ég haft svo iengi
Það hélt mér uppi f þraut og
gengi. —
Hér áður sveif ég yfir hafið
sem ungur loftkastalareisari
með gullna skálm við skikkjulafið
og skall svo niður djúpt, á kafið.
En þessi hugsun hefir lifað. —
Ég held, að mælt sé eða skrifað
það orð, ég man nú ekki hvar,
þó ynni maður borgirnar,
en missti sjálfan sig,
þá ber hann sinn sigurkranz
um klofið enni.
sú kenning man ég stendur þa.r,
og það er ekkert hjóm í henni.
Þessi tilvitr.un er eftirtekt
arverð, því að hún sýnir, að orð-
tæki Biblíunnar ,,að týna sjálfum
sér” stendur þarna í sambandi við
viðfangsefni skáldverksins „að
vera maðurinn sjálfur”. Samkvæmt
ritningarorðunum veltur allt á
því að týna ekki sjálfum sér. En
sá, sem ekki vill týna sjálfum sér,
verður að vera hann sjálfur. Með
þessum hætti er sú meginhugsun,
sem er uppistaðan í Pétri Gaut,
kristilegt viðfangsefni, og út frá
meglnhugsuninni hlýtur skáld-
verkið þvi að teljast kristilegt.
Skýrt kemur þetta þó ekki i ljós
fyrr en í síðasta þætti, þar sem
við fáum úrslitaskýringuna á þvi,
hvað það er að „vera sjálfum sér
líkur?” Aðallega eru það tvenn
tilsvör, sem hér hafa þýðingu. Pét-
ur Gautur spyr að ævilokum:
Sá líkist sér sjálfum, sem sjálfan
sig deyðir.
Þá setning er þér nú víst meinað
að skilja.
Og o-rðum það þá, — sá sem
ævinnar leiðir
ber utan á sér húsbóndans vilja.
„Að deyða sjálfan sig” er
biblíuleg hugsun, t. d. þegar talað
er um, að „sá, sem týni lifi sinu.
muní finna það” eða að kristinn
maður verði að „deyja”, til að
„lifa með Kristi”. Það lýsir hinm
kristnu sjálfsafneitun. sem leiðir
af sér dauða hinnar eigingjörnu
sérgæzku „Að deyða sjálfan slg”
er hin neikvæða hlið málsins Hið
jákvæða: Að „bera utan á sér
húsbóndans vilja”, kemur ekki
glöggt fram. en er nánar útskýrt
hinu tilsvarinu, sem mesta þýðingu
hefir, þegar Pétur spyr Solveigu.
„Hittu þá á,
hvar Pétur Gautur svo lengl
dvaldi"
Með ákvörðun Drottins sem merki,
dvaldi sem hugsjón í Skaparans
verki?
Hvar er ég, sá sanni, sem ekki
hefir breytzt,
með einkenni Guðs mins, sem
aldrei brást?”
Þessi jákvæða túlkun á meg-
inhugsun teiksins er einnig há-
kristileg. Þó að orðalagið sé ekki
sótt f Bibliuna, er hin kristna
hugsun fullkomlega skýr: Það,
sem allt véltur á, er að vera eins
og Guð hefir ætlazt til, að maður-
inn væri. Það er samkvæmt Bibl-
funni sú guðsmynd, sem mannin-
um var ætlað að gjöra að veru-
leika.
jnÉTRI GAUT er lýst sem manni,
* er ætlar sér að vinna allan
heiminn, en er nær og nær þvi
að fyrirgera sjálfum sér. f stað
þess að vera raunverulega „líkur
sjálfum sér”, er Iff hans stöðug
svik. f stað þess að vera líkur
sjálfum sér, er hann sjálfum sér
nógur. f hóflausri sjálfselsku
Hvert skipti, sem alvaran hvarflar
að honum, beygir hann framhjá
iðruninni.
Iðrun? Svo lifðu ef til vill ár,
án þess ég kæmist. Það líf yrði
magurt.
Tvenn eru þau öfl, sem
Ibsen gengur út frá í Pétri Gaut,
að heyi baráttu: syndugur tröll
skapur og kristindómurinn Ávallt.
þegar neyðir er stærst, eru það
klukknahljómar og sálmasöngur
sem verða honum til bjargar.
Hvorki meira né minna en
fjórum sinnum gerir Ibsen ráð
fyrir sálmasöng í þessu leikriti —
og kemur það enn greinilegar <
ljós f hinni síðustu nýnorsku teik-
sýningu. Og um fram allt er það
persóna Sólveigar og söngur henn-
ar, sem táknar kristindóminn:
Guðs kraftur sé með þér,
hvert sem þú fer.
Guð kæti þig, nær sem þig að
fótskör hans ber.
Ég bið þig þess þú komir heim
eitt sinn.
Við hittumst hjá Guði, biðir þú
þar, vinur minn.
f fimmta þætti fer sú stund
að færast nær, að Pétur Gautur
geri upp reikninga lífs síns, og
það endar, eins og brátt mun sjást,
með kristilegum hætti. En mikið
þarf til þess að hann komist svo
langt. Fyrst kemur skipbrotið,
sem raunar gengur nærri honum,
en breytir honum samt ekki í
neinu tilliti, heldur sýnir eigin.
girni hans f allri sinni andstyggð,
þegar hann berst við matsveininn
á flakinu og kemur honum í dauð-
ann. Það er blóðugt háð, þegar
Pétur Gautur seglr:
Veröldln ön er vantrúin tóm, —
menn virða, sem sagt, engan
kristindóm, —
fátt er um góðverk og færra
um bænlr,
sýnd fyrirlitning stórsjó og
óveðri. —
Þegar hann hustar á ræðu
prestsins við gröfina, dregur held-
ur ekki til neinna úrslita. Það er
ekki fyrr en hann heyrir Sólveigu
syngja:
Hátlðin nálgast nú húsin mfn.
Hjartans vlnur, þú ert fjarri. —
Framhald á 15. síðu
T f MIN N , miðvikudaginn 22. ágúst 1962
9