Tíminn - 22.08.1962, Side 12
ÍÞRDTTIR
ÍÞRÓTTIR
RITSTJORl HALLUR SIMONARSON
Úlfarnir
byrjuðu
bezt 8:1
Enska deildakeppnin hófst á
laugardaginn og streymdu áhorf-
endur á vellina eftir sumarhléiö.
Áhorfendur voru nú um 60 þúsund
fleiri, en á opnunardeginum í fyrra
og vonast félögin nú til, að hinar
„misstu milljónir" fari að streyma
á vellina aftur. Flestir voru áhorf-
endurnir í Manchester á leik Unit-
ed og West Bromwich, en Skotinn
Law lék nú fyrsta leik sinn í deilda
keppninni með United, en félagið
keypti hann nýlega frá Torinó fyr-
ir metupphæð í enskri knattspyrnu
115 þúsund pund. Tvö önnur lið
hafa keypt leikmenn frá ítölskum
liðum. Arcenal Baker frá Toiino
fyrir 70 þúsund pund og Leeds
sinn gamla leikmann John Charles
fyrir 60 þúsund pund frá Juventus.
Og þá koma hér úrslitin á laugar-
daginn í 1. deild.
Aston Villa — West Ham 3:1
Burnley — Everton 1:3
Fulham —Leicesrter 2:1
Ipswich — Blaskburn 3:3
Leyton Or. — Arsenal 1:2
Liverpool — Blackpool 1:2
Mansh. Utd. — W.B.A. 2:2
Nottm. Forest — Sheff. Utd. 2:1
Sheff. Wed. — Bolton 1:1
Tottenham—Birmingham 3:0
Wolves — Manch. City 8:1
Af þessu sést, að Úlfarnir hafa
unnið stærstan sigur — 8:1. Fram-
kvæmdastjórinn Stan Cullis „gaml
aði“ með liðið, setti út stjörnur
eins og Broadbent og Slater en
var með sjö óþekkta leikmenn —
meðalaldur 19 ár. Og þetta heppn-
aðist. átta urðu mörkin og reynd-
ar níu. því bakvörðurinn Showell
setti knöttinn í eigið mark hiá
Úlfunum. Farmer, miðherji Úlf-
anna skoraði 4 mörk i leiknum —
og varð markhæsti leikmaðurinn
á laugardaginn. En þeir, sem
þekkia til City eru kannski ekkert
his=a á þessum úrslitum. því þegar
liðið le’kur illa þá leikur það mjög
mjög illa. en þegar það leikur vel
þá leikur það líka mjög vel.
Hanch. Utd. — sem spáð er
frama í vetur — var eftir sex mln-
útur tveimur mörkum vfir gegn
WBA og skorað' Law fyrra markið.
En síffan fór allt út um búfur og
WBA jafnaði Þrátt fyrir Law var
írski landsliðsmaðurinn Giles, sem
lék á hægri kanti. bezti maður
framlínunnar’ Dunne var vinstri
bakvörður. én þriðji' Igikmaður:
United. sern lék með trlandi 'gegn
íslandi. miðherjinri Cantweíl hef-
ur enga möguleika til að komast í
liðið SkoVki landsliðsmaðurinn
Herd — áður Arsenal er þar mið-
herji.
Tottenhám lék ekki sérlega vel
gegn Rrimingham — fyrr en síð-
ast í leiknum. þegar sigurinn var
orðinn öruggur Fyrirliðinn Blach-
flower skoraði fyrsta markið úr
vítaspyrnu. en síðan skoruðu þeir
Griaves og Jones. Af öðrum úrslit-
um má nefna, að Everton með
sína °':n búsund nunda framlinu
sigraðí Tin-nley örusglega með 3:1
í 2 deild sigraði Sunderland
Middlesbro með 3:1 og síðasta
markið fvrir Sunderand skoraði
fyrirliði trlands. miðvörðurinn
Hurley, sem skallaði knöttinn í
Það var mikiö um skemmtileg augnablik í leik Fram og Akraness i fyrrakvöld og mikil spenna meðal áhorf-
enda — enda leikurinn mjög þðingarmikill. Hér er hætta við mark Fram. Sveinn Teitsson — lengst til
hægri — fékk knöttinn inn í vítateig og spyrnti viðstöðulaust á markið, en knötturinn þaut yfir þverslána.
(Ljósm.: TÍMINN-RE).
■riki'tntr TfíaH
Guðmundur ekki
í úrslit á E.M.
Evrópumeistaramótið í sundi
hófst á sunnudaginn. Veður
var ekki sem bezt, hvasst og
lítill hiti, og voru aðstæður
því ekki sem beztar í útisund-
lauginni, sem keppt er í. Guð-
mundur Gíslason keppti í 400
m. f jórsundi og synti á 5:29,2
mín., sem er langt fró hans
bezta árangri. Hann varð
fjórði í sínum riðli, en tímar
í riðlunum voru lótnir ráða,
og komst Guðmundur ekki í
■’irslit í keopninni.
Sigurvegari í riðli Guðmundar
var Finninn Toivonen, sem synti
á 5:19.1 mín., og var hinn eini í
riðlinum, sem komst I úrslitakeppn i
ina. Aanar varð Antonio Baslo frá |
Portúgal á 5:24,9 mín. og. þriðji!
Henrie van Osch frá Hollandi, á j
5:29.2 mín.
Á mánudaginn var keppt til úr-
slita í 100 m. skriðsundi og sigraði
þar franski Evrópumethafinn Gott-
vallez á 55.0 sek. og jafnaði þar
með Evrópumet sitt. Ánnar varð
Svíinn Per Orla Lindberg á 55.5
sek., þriðji Kroon Hollandi, á 55.6
sek. og fjórði var Skotinn Mac-
Gregor á 55.7 sek. Má af þessu sjá
mark eftir hornspyrnu — en það
var nokkuð. sem hann reyndi adrei
í landvleiknum við tsland Leed?
sigrað'i Stoke — félag Stanley Mati
hews )— með eina markinu í leikn
um. Charles var miðherji. en skor
aði ekki þrátt fvrir góðar tilraunir,
einkum með skalla. í
hve keppnin hefur verið hörð. \
í undanrásunum náðu þessir bezt
um tíma í 100 ro. skriðsundinu.
Kroon, Hollandi, 55,6 sek., Dobai
Ungverjalandi, 56,2 sek., Konoplew
Sovétríkjunum, Gottwalles, Frakk-;
landi, MacGregor, Bretlandi, 56,3
sek. Lindberg, Svíþjóð, 56.5, Ko-
ello, Austurríki, 57,2 sek. Gregor,
Austur-Þýzkalandi, 57 4 Svíinn
Lindberg sigraði í fjórða riðlinum.
Norðmaðurinn Jon Vegel varð síð-
astur í sínum riðli á 62,4 sek. —1
Eins og áður segir komst Heimo
Toivonen í úrslit í 400 m. fjórsund-
inu — og einn annar Norðurlanda-
búi komst einnig í úrslit í þeirri
Vestmanna-
eyingar hjá
Dönum
Á laugardaginn fór 26 manna
flokkur úr Tý í Vestmannaeyjum
til Danmerkur og mun keppa þar
tvo leiki við Kaupmannahafnar-
liðið Skovshoved. og Köge á .Sjá-
iandi. Hér er um 2. aldursflokk
Týrs að ræða og haida piltarnir sáð
an til Þýzkalands, þar sem þeir
leika við Blau-Weiss í Berlín Á
mánudagsmorgun fór svo 20 manna
flokkur úr Þór. einnig til Danmei-k
ur á vegum Lyngby og mun flokk-
urinn leika þar nokkra leiki méð-
al annars gegn Lyngby og Holbæk.
grein. Það var einnig Finni, Norð-
urlandamethafinn Vaahtoranta.
Norðmaðurinn Arne Petersen var
einnig sleginn út eins og Guðmund-
ur, en hann synti á 5:47,5 mín.
í úrslit í 100 m. skriðsundi
kvenna komust eftirtaldar stúlkur.
Wilkinson, Englandi, 62,5 sek.
Terpstra, Hollandi, 63,8 sek Pech-
stein Austur-Þýzkalandi, 63,9 sek.
Tigelaar, Hollandi, 64,1 sek. Frank
Ungverjalandi, 64,4 sek. Saini, ítal-
íu 64.6 sek. Hagberg, Svíþjóð, 65.1
sek. og Madarascz, Ungverjalandi
65,2 sek. — Meðal þeirra, sem
féllu úr keppninni var danska
stúlkan Kristen Strange, sem synti
á 67,4 sek.
Eftir sjö stökk í dýfingum
kvenna var austur-þýzki olympíu-
meistarinn Ingrid Kramer í efsta
sæti með 102,30 stig — heilum
10 stigum á undan næsta keppinaut
sínum og landa, Lanzke, sem var
með 92.05 stig Þriðja var Kusne-
xowa, Sovétríkjunum, með 90,72
stig og fjórða Safronova, Sovétríkj
unum, með 85,77 stig. Sænska
stúlkan Rybrand var í áttunda sæti
með 76,89 stig.
í 100 m. baksundi kvenna komst
danska stúlkan Kristen Mishael-
sen í úrslit. Hún var þriðja í sín-
um riðli á 1:13,2 mín. Sigurvegari
þar varð Holletz, Austur-Þýzka-
landi, á 1:12,1 mín., en önnur varð
T.ewis. Bretland. á 1:12,7 mín.
Leipzig 21 ágúst. — Á Evrópu-
meistaramótinu í dag setti franska
sveitin nýtt Evrópumet í 4x200 m
'i'TÍðsunrli Hún syn'i á 8:25 8 mín
1 sundknattleik sigraði Sovét Pól-
land með 10:0.
Nú eru aðeins þrír leikir
eftir í íslandsmótinu í 1. deild,
en þeir hafa hver öðrum meiri
þýðingu. Eftir leik Fram og
Akraness í fyrrakvöld, sem
lauk með jafntefli, eru úrslit
jafn óráðin og áður og eins og
skýrt var frá á síðunni í gær,
eru möguleikar á því, að f jög-
ur lið geti orðið jöfn og efst
með 12 stig. Líkurnar eru ef
til vill ekki miklar til þess —
en hætt er við að þeim f jölgi
nokkuð gráu hárunum á knatt
spyrnufrömuðunum ef svo
færi.
En við skulum sleppa því, og
líta aðeins á þá leiki, sem eftir
eru. Nú verður um tíma nokkurt
hlé á mótinu og eru ástæð'urnar til
þess bæjarkeppni Akureyrar og
Reykjavíkur á sunnudaginr^.og svo
landsleikurinn við 'írland ‘hirin 2.
september. En 9. september held-
ur mótið áfram. Það er sunnudag-
ur og Akurnesingar koma til
Reykjavíkur og Ieika gegn Vals-
mönnum á Laugardalsvelli kl. fjög-
ur'— en Framarar fara til Akur-
eyrar og leika gegn heimamönnum
og hefst sá leikur klukkutíma síð-
ar. Þetta verða stórir leikir. Ef
Akranes vinnur Val og Fram tap-
ar fyrir Akureyii eru Skagamenn
orðnir íslandsmeistarar. Virini.hins
vegar Valur og Fram tapar eru
Valsmenn orðnir íslandsmeistarar.
Vinni Fram og Valúr eru Fram-
arar fslandsmeistarar. Vinni Fram
og Akranes sker síðasti leikurinn
í mótinu — en KR og Akranes
leika á Laugardalsvelli sunnud-
daginn 23. september — úr um úr-
slit. Vinni KR-ingar verður Fram
íslandsmeistari. Vinni Akurnes-
ingar eru þeir meistarar. Verði
jafntefli leika Fram og Akranes
aftur. Já möguleikarnir eru marg-
ir og ykkur finnst víst orð’ið nóg
um, lesendur góðir.
En möguleikarnir eru ekki tæmd
ir. Verði jafntefli hjá Akranesi
og Val og Fram tapar — eru KR
1 ingar aftur komnir í sviðsljósið,
en til þess þurfa þeir að sigra í síð-
asta leiknum. Þá verða fjögur lið
með 12 stig — og næstum nýtt
mót framundan. Spennan í íslands
mótinu hefur aldrei verið eins mik-
il og í ár — og það er reyndar
furðulegt, að fjögur lið skuli enn
hafa möguleika til sigurs, þegar
i aðeins þrír leikir eru eftir í þetta
umfangsmiklu móti.
Reyna ekki
Sem kunnugt er ætluðu þeir
Axel Kvaran og Eyjólfur Jónsson
að reyna við Ermasund í þessum
mánuði — en nú hefur verið hætt
við förina og kemur fyrst og fremst
; tvennt til, veikindi Eyjólfs og
! meiðsli. sem háð hafa Axel að und
| anförnu. Axel synti þó um helg-
i ina frá Nesi við Elliðaár ínn í
| Reykjavíkurhöfn og var þrjá og
hálfan klukkutíma á leiðinni. en
í sundinu kom vel frarn, að hann
er ekki orðinn heill cnnþá. Þeir
félagar hafa þó ekki hætt vi'ð allt
saman og hyggjast reyna vi'e Erma
sund næsta sumar — ef íjárhagur-
j in leyfir, en rnjög dýrt er að
I reyna við sundið.
TIMIN N, miðvikudaginn 22. ágúst 1962
12