Tíminn - 22.09.1962, Síða 1

Tíminn - 22.09.1962, Síða 1
Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrir auga vandlátra blaða- lesenda um allt land. Tekið er á móti auglýsingum frá kl. 9—5 í Banka- stræti 7, sími 19523 SÝNING Á BLÓMUM Hún heitir Elsa Þórðardótir og er að huga að blóm- um í gróðurhúsi við Miklatorg. Blómastúlkan okkar vinnur í gróðrarstöðinni Alaska, en þama í húsi stöðvarinnar við Miklatorg er verið að opna blóma- sýningu. Sýndar verða á sjötta hundrað tegundir af inniplöntum auk nokkurra jólatrjáa. Auk þess verða aýndar ýmsar vörur, pottar, verkfæri og lyf, sem nota má vi'ð blómarækt. í gær var okkur sagt að sýningin i itilrlll* / T • Timmn Nú fer senn að líða að því, að læknarnir við sjúkahúsin í Reykjavík hætti störfum, en þeir hafa fyrir nokkuð löngu sagt upp frá og með 1. nóvember næstkomandi. Uppsögn læknanna staf- aði af óánægju með launa kjörin ,en ekkerf hefur enn verið gert í málinu af hálfu hins opínbera. Marg ír læknanna eru nu að afla sér sams konar atvinnu erlendis. í gær og í fyrradag voru haldn- ir fundir með fulltrúum sjúkra- húslæknanna og fulltrúum ríkis- stjórnarinnar, en ekkert sarn- komulag náðist. Ekki er þó með ölla útilokað, að semjist, áður en læknarnir hætta. Læknarnir sem sagt hafa upp, eru aðstoðarlæknar sjúkrahús- anna í Reykjavfk. Kandidatarnir og yfirlæknarnir við sjúkrahúsin hafa ekki sagt upp og einnig örfáir aðstoðarlæknar. Yfirlæknarnir hafa krafizt þess, að stöður að- stoðarlæknanna verði auglýstar lausar til umsóknar, en því hefur verið hafnaft af hálfu hins opin- bera. Allur þorri sjúkrahúslækna eru aðstoðarlæknar svo að sjúkra- húsin verða nánast óstarfhæf 1. nóvember ef læknarnir fara. Framh. á 15. síðu FORNMANNA- DYS Á ÖXNA- DALSHEIÐI! AKUREYRI, 21. sept. f sumar átti glöggskyggn og athugull maður, Ingólfur Nikódemusson, Sauðárkróki, leið um Öxnadalsheiði. Kom hann þá auga á hauskúpu og lærlegg, sem glitti á upp úr sverðin- um, í svonefndu Skógarnefi, sem er örnefni í Skógarhlið, niður við ána, því sem næst þar á móti, sein Heiðará og Króká mætast. Við nánari athugun á beinunum virtist Ingólfi þarna vera hauskúpa af karlmanni og lærleggur af hrossi. Taldi hann því víst, að hann hefði hér rekizt á forna dys. Hann gerði dr. Kristjáni Eldjárn, þjóðminjaverði, þegar viðvart, en liafði að öðru leyti hljótt um fund sinn. f gær kom dr. Kristján Eldjárn norður og athugaði fundar- staðinn, ásamt Ingólfi og Stefáni Jónssyni á Höskuldsstöðum. Þar fundu þeir meira af beinum ásamt tveim nerlum og hringju, sem trúlegt er talið, að sé af rciðtygjum. Kristján telur þetta vera fommannadys og þarna hafi ma'ður og hestur verið lagðir í sömu gröf, eins og títt var á þeim tíma, cn sýnt þykir, að gröfin hafi áður verið brotin, til þess bendir lega beinanna. í dag var rannsókn haldið áfram. E. D. SÆNSKA VÉLIN FUNDIN Sluppu lífs úr flakinu! NTB-Elisabethville, 21. sept. Leitarflokkar fundu i dag níu Svía á lífi við flak sænsku SÞ-flugvélarinnar, sem skotin var niður vfir Norður-Katanga í gærkvöldi. Einn hinna sænsku herflugmanna lézt af völdum skotsára. Seint í gæi'kvöldi sást flakið úr leitarþyrlum, sem sendar voru á vettvang í fylgd orrustuþota, en flugvélin hafði fallið til jarðar á stað, sem mjög erfitt var að kom- ast að. í dag tókst svo leitarmönn- um að komast á slysstaðinn og var þá einn Svíanna látinn, en annar mikið slasaður. Talið er að um innvortis blæðingar sé að ræða Fjórir flugmannanna voru lít- ilsháttar meiddir, en' fjórir alveg óslasaðir. Dularfullur atburður Ekki er enn vitað, hver hefur skotið flugvélina niður, en Tshom- be, valdsmaður í Katanga fullyrð- ir. að hermenn úr frelsisher Kongó hafi skotið flugvélina niður, en hún var tveggja hreyfla af gerð* inni C-4. Atburður þessi átti sér staff ein- mitt er fréttist af miklum herflutn ingum í Norður-Katanga og var lafnvel búizt við, að til bardaga kynni að koma milli Katanga-hers og hersveita Kongó-stjórnar. Af þessum sökum gaf SÞ út skip un um, að allir herflutningar skyldu stöðvaðir í nágrenni slys- staðarins, og ef vart yrði við ein- hverjar dularfullar ferðir her- manna á svæðinu, höfðu orrustu- þotur frá SÞ, sem sendar voru á Framh. á 15. síðu Mælt fyrir kísilgúr- verksmiðju Akureyri, 21. sept. Þessa dagana eru að hefjast mælingar vegna væntanlegrar kísilgúrverksmiðju í Mývatnssveit. Áætlað er, að þegar Norður- landsborinn hefur lokið verkefni sínu á Ólafsfirði, fari hann upp í Námaskarð og hefji þar boranir vegna kísilgúrverksmiðjunnar. E. D. LEIKDÓMUR M FRÆNKUNA, BLS- 6 I

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.