Tíminn - 22.09.1962, Page 7

Tíminn - 22.09.1962, Page 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Pramkvæmdastjóri: rómas Árnason Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriöi G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur i Eddu- húsinu; afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur i Banka- stræti 7 Simar: 18300—18305 Auglýsingasími: 19523 Af. greiðslusími 12323 — Áskriftargjald kr 55 á mánuði innan. lands. í lausasölu kr. 3 eintakið. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Dýrtíðin tvöfölduð Eitt af því sem stjórnarflokkarnir lofuðu ákafast fyr- ir seinustu þingkosningar, var stöðvun dýrtíðar og verð- bólgu. Hinar stöðugu verð- og kauphækkanir, sem hér höfðu orðið á tveim undanförnum áratugum, skyldu nú alveg úr sögunni, ef kjósendur létu Sjálfstæðisflokkinn og Alþýðuflokkinn fá völdin. Húsmæður skyldu ekki fram ar þurfa að kvíða því, að það, sem þær þyrftu að kaupa til heimilanna, færi stöðugt hækkandi. Sparifjáreigend- ur skyldu ekki þurfa að óttast, að krónurnar rýrnuðu stöðugt í höndum þeirra. Dýrtíðin skyldi stöðvuð, verð- bólgan skyldi hverfa úr sögunni. Hvernig líta svo út efndir stjórnarflokkanna eftir þriggja ára stjórn þeirra? í stuttu máli sagt þannig, að dýrtíðin hefur aldrei magnazt örar og meir en á þessum þremur árum. Segja má, að dýrtíðin hafi tvöfaldazt og jafnvel meira á sumum sviðum. Stjórnin byrjaði á því að fella gengi íslenzku krónunnar langt úr hófi fram. Næsta verk hennar var að hækka alla tolla og bæta við nýjum stórfelldum sölu- sköttum. Þriðja skref hennar var að hækka alla vexti og auka dýrtíð á þann hátt. Ofan á þetta allt saman var svo bætt nýrri algerlega tilefnislausri gengislækkun á siðastliðnu sumri. í heild hafa áhrifin orðið þau, að flest, sem menn þurfa að kaupa, er nú helmingi dýrara en fyrir „viðreisnina“ svokölluðu og krónurnar, sem menn áttu þá, eru nú orðnar helmingi verðminni. Þannig hefur ríkisstjórnin og flokkar hennar efnt lof- orðin, sem þeir gáfu kjósendum fyrir þingkosningarnar 1959, um stöðvun dýrtíðar og verðbólgu. Þeir hafa tvö- faldað dýrtíðina og með því skapað slíka ringulreið í fjármálum þjóðarinnar, að slíks hafa ekki verið fyrr dæmi. Um það vitna bezt hinar miklu og stöðugu víxl- hækkanir verðlags- og kaupgjalds á þéssu ári, sem eru af- leiðingar hinnar tilefnislausu gengislækkunar í fyrra. Þeir flokkar, sem lofuðu að stöðva dýrtíðina og verð- bólguna, en hafa tvöfaldað hana á þremur árum, eru upp- vísir að einum hinu mestu svikum, sem íslenzk saga kann að greina frá. Slíkum flokkum eiga kjósendur að refsa að verðleikum, þegar þeir fá tækifæri til þess við kjör- borðin. Kjaraskerðingar- stefnan Jafnhliða því, sem stjórnarflokkarnir hafa tvöfaldað dýrtíðina, hafa þeir barizt hatramlega gegn öllum kjara- bótum almennings, og það alveg eins, þótt óvenjulegt góðæri hafi stóraukið þjóðartekjurnar á þessum tíma. Þeir beittu sér gegn sanngjörnum kauphækkunum launþega vorið 1961, og gerðu þær síðan að engu með til- efnislausri gengislækkun. Þeir beitt.u sér aftur gegn sann- gjarnri kauphækkun til verkamanna á síðastliðnu vori, eins og bezt sást á skrifum stjórnarblaðanna um samninga kaupfélaganna og verkalýðsfélaganna á Akureyri og Húsavík. Fyrir stjórnarflokkunum vakir það að skapa hér þjóð- félag nokkurra ríkra iðjuhölda og fjáraflamanna, en ti! þess að það megi takast, þarf að halda kjörum almenn- ings niðri. í þessum tilgangi hefur dvrtíðin verið mögnuð og staðið gegn sjálfsögðum kjarabótum Þeir, sem veita stiórnarflokkunum atkvæði sitt í verka lvðsfélögunum nú eða við kjörborðin næsta vor, eru að hjálpa stjórnarflokkunum til að koma fram þessum áformum sínum. Þeir launþegar. sem það gera eru vit- andi eða óvitandi að vinna gegn hagsmunum sínum. Sigur sænskra jafnaðarmanna Svíar mótfallnir ínngöngu í Efnahagsbandaiagið. SÍÐASTLIÐINN sunnudag fóra fram bæjar- og sveitar- stjórnarkosningar í Svíþjóð. Kosningum þessum var veitt verulega athygli utan Svíþjóð- ar þar sem afstaða flokkanna til Efnahagsbandalags Evrópu hafði dregizt mjög inn í kosn- ingabaráttuna. Eins og kunnugt er, hefur sænska stjórnin sótt um auka- aðild að Efnahagsbandalaginu. Tveir flokkanna, Alþýðuflokk- urinn og Miðflokkurinn (áður Bændaflokkurinn) bera höfuð- ábyrgð á því að ekki var lengra gengið íhaldsflokkurinn hefur hins vegar látið í ljós, að Sví- þjóð ætti að æskja fullrar að- ildar og Frjálslýndi flokkur- inn virðist heldur hallast að því, þótt hann hafi ekki gert það eins ákveðið. Forvígis- menn íhaldsflokksins hafa heldur aukið áróður sinn fyrir fullri aðild undanfarna mán- uði ,þar sem Eínahagsbanda- iagig hefur virzt ætla að taka beiðni Svía um aukaaðild held- ur fálega og jafnvel látið í það skina, að Svíar verði ann- aðhvort að gerast fullir aðilar eða standa alveg utan við. í- haldsflokkurinn hefur því sagt, að afstaða Alþýðuflokksins og Miðflokksins geti leitt til þess, ag Svíþjóð einangrist frá Evrópu. Af hálfu Alþýðufiokksins og Miðfloklksins er andstaðan gegn fullri að'ild rökstudd *með- því, að hún samrýmist ekki hlutleysisstefnu Svíþjóð- ar. Hún leggi m.a. höft á við- skipti Svía við þjóðir utan E.B.E. er ekki samrýmast hlut- leysisstefnunni. Hlutleysisstefn an sé svo mikils virði fyrir ör- yggi Svia, að ekki megi fórna henni fyrir stundarhag. Eitt af kosningaspjöldum jafnaðarmanna, þar sem lögð er áherzla á að friður og öryggi skipti mestu, en þetta hvort tveggja verði bezt tryggt með óbreyttri utanríkisstefnu Sviþjóðar, sem ekki samrýmlst aðild að EBE. Myndin, sem fylgir, er af Erlander forsætisráðherra. ÚRSLIT kosninganna benda til þess, að afstaða Alþýðu- floksins og Miðflokksins til Efnahagsbandal. njóti öflugs fylgis í Svíþjóð. Alþýðuflokk- mm Eitt af kosnirigaspjöldum Miðfiokksins, þar sem lögð er áherzla á að viðskipti og verzlun haidist við hin Evrópulöndin, en hins vegar verði að forðast ævintýri í utanrikismálum, eins og að æskja aðlld ir að EBE. urinn varð óumdeilanlega sig- urvegarinn í kosningunum eða fékk nú 51% allra greiddra atkvæða í stað 47,4% í bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum 1958. Miðflokkurinn hélt og sæmilega velli, þegar þess er gætt ag aðalfylgi hans er í sveitunum, þar sem kjósendum fækkar stöðugt. Hann fékk 13,3% alla greiddra atkvæða í stað 13,4% 1958. Hins vegar beið íhaldsflokkurinn, ,sem hafði mælt með fullri aðild ag E.B.E. mikinn ósigur. Hann fékk nú 14,8% allra greiddra atkvæða í stag 19,7% í kosn- ingunum 1958. Þjóðarfloklrar- inn (frjá.lslyndi flokkurinn), vann nokkuð á eða fékk 17% allra greiddra atkvæða í stað 15,5% árið 1958. Kommúnistar fengu 3,9% greiddra atkvæða í stað 4,1% 1958. ÞÖTT afstaðan til Efnahags- bandalagsiris setti meginsvip á kosningabaráttuna bar fleiri mál á góma. Þjóðflokkui’inn hafði þag fyrir eitt aðalmál, að hann vildi útrýma „Kö-sam- hallel“ eða biðraðaþjóðfé- laginu er hefði skapazt und- ir stjórnarforustu jafnaðar- manna. Fyrst og fremst áfti flokkurinn þar við það, að skortur er á húsnæði í ýmsum borgum og menn eru á bfðlist- um i sambandi vig leigu og kaup á húsnæði. Alþýðuflokk- urinn í Stokkhólmi svaraði þessu með því að lofa því að hafa útrýmt öllu húsnæðisleysi þar fyrir 1970. í þvj loforði hans fólst m.a að komið yrði upp nýjum útborgum fyrir 160 þús. manns. Þ.Þ TÍMINN, laugardaginn 22. sept. 1962 — 7

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.