Tíminn - 30.09.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.09.1962, Blaðsíða 2
I Þau tíðSndu gerðust í fyrradag, að dagblað dó. Að vísu vtar þetta ungt blað, aðeins hvítvoðungur, en hafð'i þó f fljótu bragði sýnzt lífvænleigux. Saga þess varð stutt cn á ýmsan hátt lærdómsrík um blaðaútgáfu á íslandi. Þetta var dagblaðið MYND, sem lifflfði and- lát sitt og útför að forsíð’ufregiu. Þau eru raunar ekki mörg dag- blöðin, sem Jwfa dáið á íáiandi. Fyrsta daigblaðið — Dagskrá — djarflog tilraun gerð á aldar- morgni, viarð að vísu ekki lang- líft en lifði þó lengur en Mynd. Nýja dagblaðið kom út í nokkur ár og var hið myndariegasta blað, en það var eins og önnur dagblöð hér flokksmálgagn. Það hefur jafnan þótt töluvert í fanig færzt að ráðast í útgáfu diagblaðs og tálið að þyrfti meira en hugdettu til. Það er nú nokkuð á þriðja ár síðan það spurðist í bonginni, að verið væri að und!ir- búa útgáfu nýs dagblaðs, og vitað var, að útgáfuaðilar höfðu leifcað til ýmissa blaðámianna mn rit- stjóm og blaðamennsku. Undir- tektir voru daufar og munu marg- ir kunnir blaðamenn hafa neitað að taka þetta að sér, og þótt igrund völlur slíks fyrirtækis ótraustur eins og í pott var búið. Loks kom þó þar, að fæðing hins nýja dag- biaðs var söigð nálæg. Var þ.ag að áliðnum síðasta vetri, Eitstjóri var ráðinn ungur blaðamaður með tak- markaða reynslu og síðan voru ráðnir nokkrir ungir blaðamenn til viðbótar og fréttaritstjóri, sem leingi lwfði starfað í fréttastofu frá Jfeklu Austurstræti 14 Sími 11687 Sendum hvert á land sem er Góðir greiðsluskilmálar útvarpsins. Hér virtist sæmilega til vandað, oig meðgöngutíminn alllangur en þó ekki óeðlileigur. Leitað var út fyrir Iandsteina eft- ir fyrirmyiidum og tæknilögri að- stoð, og það sem fyrst og fremst átti ag verða lyftistöng þessa blaðs, var það, að það skyldi verða óhág og „ofar flokkum". Svo leig fram á sumarið, og loks fæddist biað'ið — á afmæl'is- degi höfuðborgarininar 18. ágúst. Það var stórt í sniðum, stórletrað í fyrirsöignum, efnig stutt Oig átti ag vera lagigott. Þetta var mynd- ríkt blað og hét MYND. Það líkt- ist erlendum stórblöðum í andlits sVip en fáu öðru, en þó duldist ekki, að aðalfyrirmyndin var þýzkt stórsölublað, enda var þar naflns ieitað. Dómar manna voru allmisjafnir um þetta dagblað eins og annað. Fyrsta tölub'laðig seldist geysi- lega, enda er forVitni manna söm við sig, en þegar hönni viar svalað, dofnaði yfir sölunni. Þó mun blað- ið raunar alltaf li.afa selzt sæmi- lega eftir því sem Vig var að bú- ast. Menn voru að velta því fyrir sér, hvort nýliðinn mundi hafa það af að lifa, en fannst lítil reynd komin á lífsþróttinn enn. Sum'ir töldu, að fólk mundi brátt fella sig vel við stóra brotið, þar sem margt sundurleitt væri að finna á hverri sfðu, oig ýmsir töldu umbrotið aðlaðandi. Aðrir sögðu, að þettia væri eins og föt án manns, og útlit blaðs o«g grafískt snið mundi aldrei duga því til fót- festu og langlífis. Mergur hvers blaðs væri mál þess og efni — og mjöig skorti á, að efnið væri að óskum og kröfum íslenzkra blaða- lesenda, og þeir sögðu, að blaðið bæri dauðann í sér. En fáum mun þó hafa komið til hugar, að ævin yrði svona stutt — aðeins rúmur mánuður — eða 28 blöð siamtals. Ef menn hefðu vitað það fyrir, Iive útkomudagarnir yrðu margir, er líklegt að blaðið hefði selzt betur, því ag margir hefðii safnað því, úr þvj svona auðvelt yrði að ná því „complett", og nú naga margir siafnarar sig vafalaust í liandarbökin fyrir það að hafa ekki haldið því saman. ' Og nú er hið nýja dagblað Mynd úr sögunni, og við þau leið- arlok verður ýmsum hugsað um það, hvaða ályktanir megi af þess ari tilraun draga. Eins og háttað hefur verið hér á landi eru öll dagbiöð landsins flokksblöð og háð flokkum. Því er ekki ag neita, að ýmsir hafa talið þetta ljóð á íslenzkri blaðamennsku og blaða- útgáfu og talið, að það væri miki'l- vægt spor í rétta átt, að hér næði fótfestu óháð dagblað. f þeim hópi eru margir starfandi blaða- menn í landinu, þó að þeir vinni vig flokksblöð. Þeir óskuðu þess- ari tilraun því sæmilegs gengis, ef lialdið væri þar í heiðri góðri blaðamennsku. En þcim þótti eigi að síður nokkuð barna'lega til stofnað — ef ekki væri svo undir búið, að blaðig gæti staðizt nokk- urn fjárhagshalla fyrstu 2—3 ár ,að minnsta kosti. Uaunar datt möunum varla annað í hug en fyrir einhverjum slíkum bakhjarli hefði verig séð. En þcgar blaðig lifði ekki nema einn mánuð, var auðséð, að nokk- uð fáráðlega hafði verið til þess stofnað. Þag þarf engum að detta ] í hwg, að unnt sé að hefja útgáfu : dagblaðs hér á Ia,ndi á þeinr grund velli að ætlast til að þag beri 1 sjálft a'llan stofnkostnað sinn og rekstur frá fyrsta degi. Ef blað gæti það, hlyti það ag verðia stór- gróðafyrirtæki eftir 2—3 ár. Það er óðs manns æði að byrj,a á dag- blaði með myndariegu sniði, nema ag hafa aflað sér allmikils stofn- fjár til þess að komast yfir byrj- unarhjallaun, sem hlýtur að verða bæði brattur og örðugur. Og það þarf meiri þrautseigju en liér virðist hafa búið í útgefandan- um. Þegar á allt er litið, getur varla farig hjá því, að íslenzkir blaða- menn séu því sárgram'ir, hvernig að hefur verið unnig og til hefur tekizt. Þeim er ljóst, að nú verð- ur þyngra fyrir fæti en áðtir að gera árangursríka ti'lraun til þess að stofna óháð dagblað f nútíma- stfl. Alltaf mátti búast við því, að einhver reynsluliaus fjármálagleið- gosi vildi rjúka í að stofna dag- blað og gerði slíka tilraun fyrir- hyggjulaust út í biáinn, en ótrú- legt mátti telja, að hann fengi reynda menn úr blaðamannastétt með sér í þag ævintýri, enda fór svo, eins oig fyrr grein'ir, að marg ir neituðu því. Haunsæir menn úr blaðamannastétt hlutu auðvit- að ag setja það skilyrði fyrir starfi sínu að f'á að ganga úr skugga um það, að grunnurinn væri svo traustur, að hann þyldi nokkurt tap og skakkaföll í nokkra mánuði að minnsta kost'i. Þag er í raun og veru verst við þetta barnalega fálm, að þar skyldu að vinna nokkrir men,n úr blaðamannastétt landsins, og að þeir skyldu ekki hafa til að bera raunsærri ski'lning á því, sem þeir voru að gera. Vafalaust hafa þeir viljað, eins og svo margir aðrir, koma upp my.ndiarlegu, óháðu dagblaði og unnið að því af fullri einlægn'i og laigt sig fram, en með skammsýni sinni og eftir- læti við enn skammsýnni útgef- anda hafa þe'ir lagt stein í götu þess að óliáð dagblað komist hér á legg og skotið þeirri stund íengra inn í framtíðina, að tilraun verði gerð með dyggilegum »g raunhæf um undirbúningi. Þess vegna lief- ur það, sem gerzt hefur, meiri og skaðvænn'i þýðingu í augum blaðamannastéttarinnar en miss- ir daghiaðsins Myndar einn. — Hárbarður. TTsli rúmgóðar íbúðir í Kópa- vogi. Félagsmenn sem vilja njóta forkaupsréttar, snúi sér til skrifstofu félagsins í Hafnarstræti 8, fyrir 4. okt. n.k. B.S.S.R. — Sími 23873 Listdansskóli Þjóðleikhússins Innritun fer fram í æfingasal Þjóðleikhússins, uppi, Inngangur um austurdyr, sem hér segir: Miðvikudaginn 3. október kl. 5—6 síðdegis, fyrir nemendur sem voru s.l. ár í skólanum. Tekið verður á móti nýjum nemendum, þó því að- eins að viðkomandi hafi lært áður ballett í einn vetur eða lengur og séu eigi yngri en 7 ára. Dreng- ir eru þó undanskildir þessum skilyrðum. Innritun nýrra nemenda fer fram á sama stað föstudaginn 5. október kl. 4-—6 síðdegis, og hafi þeir með sér leikfimiskó. Innritun fer ekki fram á öðrum tímum og ekki í sfma. Öll börnin hafi með sér stundatöflu sína, þannig að þau geti sýnt á hvaða tíma þau geta verið í skólanum. Kennslugjald verður kr. 200.00 á mánuði og greið- ist fyrirfram. Skólinn starfar til maí-loka og er ætlast til að inn- ritaðir nemendur séu allan námstímann. Um inn- ritun síðar á árinu er ekki að ræða. Kennarar verða Elizabeth Hodgshon, ballettmeist- ari frá London, og Sigríður Ármann. • / Kennsla hefst mánudaginn 8. október 1962. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ. FráHeMu Austurstræti 14 Sími 11687 Sendum hvert á land sem er Góðir greiðsluskilmálar HEFI TIL SÖLU íbúðarhæð í steinhúsi í Garða- hreppi rétt við Hafnarfjarð- arveg. Efrihæð 105 ferm. 4 herb. og eldhús, svalir, tvö- falt gler, sér inngangur. Eign arlóð girt og ræktuð Bíl- skúrsréttindi. 1. veðréttur laus. Hagstæðir samningar. íbúðarhæð í Vesturbænum í Kópavogi, 117 ferm. 4 herb. og eldhús. Sér inngangur. Sér hiti. Tvöfalt gler. 1. veðr. laus. Bílskúrsréttindi. Einbýlishús, bæði fokheld, tilbúin undir tréverk og full- gerð, á einni hæð eða fleir- um. — Einnig parhús, nokkra húsgrunna. íbúðarhæðir 3ja og 4ra herb. í Kópavogi og Reykjavík. Einbýlishús í Siifurtúni. Góða íbúðarhæð í Hafnarfirði og margar fleiri eignir. Hringið — Komið — Skoðið — Kaupið. Hermann G. Jónsson, hdl. lögfræðiskrifstofa, fasteigna- sala. Skjólbraut 1, Kópavogi Sími 10031 kl. 2 til 7 Heima 51245 Lítil jörð óskast í nágrenni Reykja víkur til leigu eSa kaups. Hús ónauðsynleg. Upplýsihgar sendist blað inu merkt ,,Jörð“. \ 2 T I M I N N, sunnudagurinn 30. sept. 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.