Tíminn - 30.09.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 30.09.1962, Blaðsíða 9
 tBWWtWI Bjarnl Steingrímsson á stéttinni fyrir framan Borgarleikhúsið f Norrköping. Hjá honum stendur leiklistargyðjan og heldur á grím- unum tveim. Myndina tók Hörður Gunnarsson skömmu áður en Bjarni lagði af stað heim frá Norrköping SLOTASKANI Ihúsið okkar, en það mundi eng inn æfla, sem sér það. Þetta er þeim mun leiðinlegra, sem fjöldi nýtízuklegra bygginga ihafa risið í borginni á seinni árum. En hvað sem bygging- unni líður, þá er vandað til alls annars og fyl-gzt vel með tímanum, bæði { leikhúsinu og skólanum. T. d. er leikskólinn þar sá eini, sem tekið hefir upp frönsku og jazz sem skyldu námsgreinar. Svenska skattepengar — Hvernig stendur annars á því, hve fáir íslendingar leita inngöngu í sænska leikskóla? Er sérstökum erfiðleikum bund ið að komast þar inn? — Það er gert mikið fyrir nemendur í sænsk-um leikskól- um. Fáir fá inngöngu, en þa? er búið vel að þei-m. Inntöku- próf er strangt, en þar tíðkast ekki að fella menn. Þeir eru tuktaðir svo til, að þeir eru fleygir og færir, þegar þeir út skrifast. En það er sökum hlunninda þeirra, er allir nem endur þar njóta, að útlending- ar eru ekki sérlega vel þegnir til að njóta góðs af „svenska skattepengar", sem halda skól anum auðvitað uppi. Það e fyrst og fremst ætlað unga fóll inu í Svíþjóð. Þó eru margir sem vilja opna þessa skóla meira útlendingum í anda nor rænnar samvinnu. Enginn þar' að greiða skólagjöld, en þeir gera enn betur. Á fyrsta vetr- veita þeir ölIUm 300 sænska’- krónur á mánuði, sem á ? nægja fyrir húsaleigu. Annar veturinn eru flestir lá.tn’ vinna fyrir kaupi sem leikar ar, statistar eða annað og geta komizt í 600 krónur á mánuði. Þarna eru öllum gefin tækifæri á leiksviðinu, en ekki látin skólakennslan ein nægja. A loknu námi fylgist skólinn með nemendum og lætur sér ekki í léttu rúmj liggja, hvernig þeim reiðir af í lífinu. Leikarar dansa ekki á rósum — nema einn og einn — Þetta skýtur eiginlega skökku við það, sem segir í greininni í Norrköping-blaðinu um skólann ykkar. Þar var ekki gefin nein glæsilýsing á launakjörum sænskra leikara og tekið svo til orða, að þeir dönsuðu ekki á rósum. —Já, það er svona með Svía, þeir gera ákaflega vel við þá, sem eru að mennta sig, spara ekkert til skóla og styrkja við námsfólk, en svo er kaupið oft hlægilega lágt, þegar á vinnu- markaðinn kemur, og þó raun- ar mjög misjafnt. Byrjunarlaun fastrá.ðinna leikara er 800 krón ur sænskar á mánuði, síðan hækka þeir árlega, en yfirleitt komast þeir ekki mikið upp fyr ir 1500 krónur. En svo er raun- ar annað mál með „stjörnurn- ar“. Sænsk leikhús beygja sig undir lögmálið urn þær. Þeir. sem eru orðnir frægir, eru yfir borgaðir svo, að ekki er sam bærilegt við hina. Til dæmis að taka fékk Jarl Kulle 500 sænsk ar krónur á kvöldi fyrir að leika prófessor Higgins í My Fair Lady, tók venjulegt mán- aðarkaup inn á 3 kvöldum, tvö mánaðarkaup á viku! Hann léV pjtia hiuiverk í 3 ár, og var þá orðinn svo forríkur, að hann gerði sér lítið fyrir og keypti sér slot og óðal suður á Skáni, og það jafnvel þótt ríkið væri búið að taka kúfinn af summ- unni í skatta. Það er svona einn og einn, sem getur keypt slot á Skáni. Kulle fékk frí frá Dramaten á meðan hann var að leika prófessorinn og lék reýndar í nokkrum kvik- myndum jafnframt, svo að mað urinn hafði hrikalegar tekjur. Hann leikúr í mynd, sem Nýja Bíó er að sýna þessa dagana. Annars var viðtal við Jarl Kulle í sænska sjónvarpinu fyrir nokkru. Þar sagði hann ýmislegt frá leikaraferli sínum og m4 a. það, að þegar hann hefði sótt um inngöngu í leik- skóla á unga aldri, hafi honum verið vísað frá hvað eftir ann- að. Hann hefði bara komizt á- fram á þrjózkunni einni. Sá ekki prófdómarana — Varð þér enginn fótaskort- ur á sænskunni? — Það er svo víst um það. að ekkj þýddi fyrir neinn að sækja um inngöngu í sænsku leikskólana sem ótalandi væri á sænsku. Ég stóð vel að vígi’ hvað þetta snerti, því að ég átti heima nokkur ár í Svíþjóð á bamaskólaárunum,- gekk þar i skóla og lærði að tala málið eins og innfæddur. — Hvað er annars um sviðs- óttann, gerir hann ekki oft vart við sig hjá ykkur, sem eruð að stíga fyrstu sporin á leiksvið- inu? — Það er nú upp og niður, en flestir, sem leggja þetta fyr- ir sig, harka það af sér. En þeg- ar þú minnist á þetta, dettur mér í hug einn, sem gekk und- ir inntökupróf í skólann okk- ar. Hann átti að flytja kafla úr Pétri Gaut, og hann kunni hann reiprennandi. En þegar hann var tekinn upp í salnum í leikhúsinu, varð piltinum svo mikið um, að honum sortnaði gersamlega fyrir augum. Próf- dómararnir sátu við borð uppi a. svimnu ug tjald á bak við þá. Salurinn var alveg tóm- ur og myrkur nema fremst. Þeg ar vinurinn kom upp á sviðið, sá hann hreint ekki prófdóm- arana. Hann heyrði orðin, að honum var sa“t að byrja. Hann lét ekki segja sér það tvisvar og byrjaði að þylja. En allan tímann sneri hann sér út í myrkrið og hélt þó að hann stæði andspænis prófdómurun- um, af því að hann vissi, að það átti að vera svart fyrir aftan þá. Og hann’ sá aðeins svart. En hann féll á prófinu. Það kann ekki góðri lukku að stýra að byrja á þvi að sjá svart. Við- staddir áttu erfitt að halda niðri i sér hlátrinum. Það vantar eitthvað á borðið! •— Eiga leikarar það oft til að vera kvikindislegir hver í annars garð? — Tæpast held ég, að leikar ar séu með því marki brennd- ir fremur en aðrar manneskj- ur. Þó fer það orð af einum mesta leikhúsmanni Svía. Það er Olof Molander, sem er lík- lega stærsta nafn í leiklistar- heimi Svía á þessari öld, Hann hefir verið hæstráðandi á Dj-am aten í Stokkhólmi áratugum saman, réðist þangað fyrst sem leikari fyrir nærri hálfri öld, var lengst af og er enn leik- stjóri, kominn um sjötugt, og leikhússtjóri í mörg ár. Faðir hans og bróðir voru einnig kunnir leikstjórar. Þetta ligg- ur í ættinni. Við fórum nokkr- ir frá leikskólanum í Norrköp- ing í vetur til Stokkhólms til að sjá sýninguna á Andorra eft ir Max Frisch. Olof Molander var leikstjóri, sýningin var á Litla leiksviðinu á Dramaten. Molander telur það ekkert eft- ir sér að vinna með ungu fólki sá gamli jaxl. Eftir sýninguna vorum við í fagnaði með leik- urunum, og þar voru sagðar margar sögur af Molander gamla. Hann hefir alla tíð ver- ið alveg fádæma harðstjóri, og meira en það. Iðulega beitti hann leikara slíkri hörku og nið urlægði þá iðulega svo, að þeir gengu stuhdum grátandi út af sviðinu. Og samt hélt hann um sig sama leikarahópnum lengur en flestir aðrir. Svona var fram koma hans við nálega alla, að ég ekki tali um þjónustufólk- ið. Einu sinni, þegar hann kom að matborðinu heima hjá sér, horfði hann snöggvast yfir borð ið, eins og hans var vani. Allt í einu öskrar hann: Það vantar eitthvað á borðið! Þjónustu- stúlkan kemur auðmjúk og skjálfandi, lítur yfir borðið or finnur ekkert að. Enn öskrar Molander: „Það vantar á borð- ið!“ Og aumingja stúlkan veit ekki sitt rjúkandi ráð. Þá æpir karlinn: „Sækið þér hrein- gerningastigann!" Og stúlkan kemur með hann á augabragði. „Klifrið þér efst í stigann!" Og stúlkan þorir ekki annað en a? hlýða. En kallar hann: „Þa8 vantar á borðjð“. Og þá seg; loks stúlkan: „Já, herra. Það vantar á borðið. Það vantai saltið“. Hljóp svo niður stig-, ann og sótti saltið. Þá loks sett ist karl. Aðgöngumiðar á hálfvirði — Ferðuðust þið mikið til annarra borga á leiksýningar? — Við notuðum okkur það, að nemendur í leikskólum fá ókeypis aðgöngumiða á sýning- ar allra stóru leikhúsanna. — Annars er mikið gert til að fá fólk til að sækja leikhúsin. AU- ir, sem gerast áskrifendur að öllu leikárinu ,fá aðgöngumiða á hálfvirði eða jafnvel minna. Miðar kosta annars frá 7—12 sænskar krónur. Þetta hefir gef izt ákaflega vel. Hvernig væri að taka þetta upp hér, að hafa sérstakt áskriftarverð á mið- um? Malmö Stadsteater — Þú minntist áðan á leik- húsið í Málmey. Er enn litið á það sem mesta nútímaleikhús- ið? — Já. Það eru reyndar liðin '■íiærri 20 ár síðan það var full- gert. Þá vakti það athygli fólks hvaðanæfa að úr heiminum, þótti nýtízkulegasta leikhús í Evrópu, og það stendur enn að mestu í gildi. Við vitum, að kóróna leiklistarinnar er á Dramaten í Stokkhólmi, en Malmö Stadsteater er það lang- fullkomnasta í augum leikara og vildu víst flestir óska þess, að slík siklyrði, sem þar eru, væru sem víðast. Aðalsalurinn í hálfhring um sviðið, það er (Framhald á 12. síðul. Borgarleikhúsið í Málmey, Malmö Stadsteater. Leikhúsgestir eru að streyma inn á sýningu. Þá logar alltaf á kyndlinum við innganginn. 'Hann er skúlp'túrverk eftir Níls Sjögren, með myndum af persónum úr fraegum leikritum að fornu og nýju, Appollo, Bacchus, Grafarann og Hamlet, Charlie Chaplin og blindu stúlkuna og marga fleiri. T í M I N N, sunnudagurinn 30. sept. 1962. 9 i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.