Tíminn - 30.09.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 30.09.1962, Blaðsíða 16
Sunnudagur 30. sepfember 1962 46. árg. FER SYNGJAND! LAND ÚR LANDI GB-Reykjavík, 29. sept. Einn þeirra erlendu lista- manna, sem komu hingað fyr- ir helgi til að skemmta á af- mælishátíð Norræna félagsins í Þjóðleikhúsinu, er norski óperusöngvarinn Olav Erik- sen. Við stönzuðum hann, þar sem hann var á miðri leið upp í Gamla Olav Eriksen ópevusöngvari (Ljósm.: Tírninn—RE) Bíó og hafði mælt sér mót við Árna Kristjánsson píanóleikara til að hlusta á eistlenzka söngvarann Tijt Kuusik. Samt tók Eriksen kvabbi okkar ósköp ljúfmannlega, var jafnvel boðinn og búinn að verða af söng hins rús-sneska þótt hann sýnilega sárlangaði til að hlusta á hann, sneri við með okk- ur upp í herbergið sitt á Hótel Borg og spurði, hvað mætti bjóða okkur. En það náði vitanlega engri átt að tefja þennan ágæta mann nema í fáeinar minútur. Þetta er í fyrsta sinn, sém Erik- sen kemur til íslands, og hann lætur í ljós hrifningu sína yfir landinu og leiðist að þurfa að fara héðan á mánudag, en vonast til að koma hingað áftur áð- ur en langt líður. — Hafið þér annars kynnzt ís- lendingum áður? — Já, Guðmundi Jónssyni, ykk- ar ágæta söngvara. Við hittumst í Stokkhólmi fyrir mörgum árum, þar sem við vorum samtímis við söngnám. Seinna heyrði ég Guð- mund syngja Rigoletto í Kaup- mannahöfn, og það var eins og ailir bjuggust við, sem höfðu heyrt rödd hans á námsárunum hann hlyti að eiga fyrir höndum mikinn frama. Eg varð stórhrifinn af hon- um í þessu hlutverki. Svo hitti ég hann aftur hérna uppi í tónlistar- deild Ríkisútvarpsins í dag. —Starfið þér við óperuna í Osló? — Eg gerði það um tíma og kem Framh. á 15. síðu VIGFUS KVEDUR VILLTA VESTRID I NYRRI DÖK IGÞ—Reykjavík, 29. sept. — Blaðið hafði heyrt að í haust væri von á nýrri minningabók frá hendi Vigfúsar Guðmunds- sonar, gestgjafa. Þegar Vigfús var inntur eftir þessu, sagði hann það rétt vera. Þessi nýja bók Vigfúsar verða minningar frá æviárunum eftir tuttugu og sjö ára aldur. f viðtali við blaðið, sagði Vig- fús: Seinast komu ÆSKUDAG ar út, sem voru minningar til 27 ára aldurs. Síðast í þeirri bók var all langur kafli úr lífi mínu í „Villta vestrinu", þegar ég dvaldi þar fáein ár hjarð- maður og kúrekj Og það er ein initt á „Villta vestrinu“, sem nýja bókin hefst. Fyrsti kafli hennar lieitir „Villta vestrið kvatt“. Næsti ka'fli er frá fs- lendingabyggðum í Dakota, þar næst þáttur um fiskveiðar mín- ar við stórvötnin í Kanada, og annar þáttur um ferðalög mín meðal fslendinga í Manitoba. Síðan koma minningar frá ferð inni um Bandaríkin, um Minne sota, Chicago, New York og síð an lieim til fslands. Hér heima tók við veitingahúsarekstur í Borgarnesi, Reykholti, Laugar- vatni, Þingvöllum og Hreða- Vigfús Guðmundsson. vatni, einnig er í bókinni þáttur um störf mín í Framsóknar- flokknum, þættir um Jónas frá Hriflu, Tryggva Þórhallsson; laxveiðar, Framsóknarvistina, tímaritið Dvöl, nýbýlið Bjarg, fyrstu ferðaskrifstofuna á ís- landi og fleira. Kaflar bókarinnar eru alls yfir þrjátíu talsins, og verður bókin á þriðja hundrað blað- síður í stóru broti. Þagar Vigfus er spurður að því, hvort hann kvíði ekki of- hleðslu á bókamarkaði í haust, svarar hann neitandi. Bókum mínum hefur verið vel tekið. Og ég þarf ekki nema almenn verkamannalaun fyrir að skrifa þær. Verðið getur því verið heldur með sanngjarnara móti, þótt allt kosti nú svimandi háar upphæðir. f þessum tveimur minninga- bókum mínum segi ég sem sagt frá samtíð minni og samfeúða- mönnum, einkanlega þó þeim, sem mér hefur líkað bezt við síðustu sextíu árin, og í seinna bindinu reyni ég að koma inn flestu því, sem mig Iangar að minnast fram að nútíðinni. Fyrir ýmsuin eldri mönnum mun margt af efni nýju bókar- innar vera í ljósu minni enn þá, en annað er farið að fenna yfir, sem sumum kann að þykja vænt um að sé sópað ofan af. Og fyrir þá, sem enn eru börn Cða unglingar, vona ég að þess ar minningabækur mínar verði nokkurs virði eftir fáeina ára- tugi. Tvö flug á dag með dilka úr Oræfunum GREIÐA SKULD! Blaðinu barst í gær fréttatil kynning um það frá Seðla- bankanum að greidd hefði ver ið skuld. í fréttatilkynning- unni segir: „Seint í febrúar ,1980 var samið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um yfirdráttarheimild að upphæð 8,4 millj. dollara og við Evrópusjóð- inn var samið um 12 millj. dollara lánsheimild. Voru þessar lánsheim ildir fengnar til þess að styrkja gjaldeyrisstöðu bankanna í sam- bandi við þær efnahagsráðstafan- ir, sem gerðar voru á árinu 1960. Af yfirdráttarheimildinni hjá Al- þjóðagjaldeyrissjóðnum voru 6.8 millj. dollara notaðar á árinu 1960 og af lánsheimild við Evrópusjóð- inn voru 7 millj. dollara notaðar einnig 1960. Síðan hefur ekki verið þörf á frekari notkun þessara yf- irdráttarheimilda. Skuldin við Ál- þjóðagjaldeyrissjóðinn og Évrópu- Framh. á 15. síðu SA-Fagurhólmsmýri, 29. sept. Slátrun hófst hér á mánu- daginn og lýkur sennilega í næstu viku. Áætlað er að slátra um þrjú þúsund fjár í sláturhúsi Kaupfélags Skaft- fellinga hér á Fagurhóls- ; mýri. Dilkar reyhast sæmi- i lega. Allai' afurðirnar eru fluttar loft- leiðis með flugvélum Flugfélags íslands til Reykjavíkur og hafa þeir flutningar gengið vel í haust, þrátt fyrir heldur erfitt tíðarfar. r'arnar eru tvær ferðir á dag. Afurðir okkar Öræfinga hafa verið fluttar þannig undanfarin ár, og er það mikil framför frá því, sem áður var, þegar þær voru fluttar með skipum. Lengi voru þær fluttar með Skaftfellingi gamla, en síðan með ýmsum skip- um, peðal annars með varðskip- unum. Það voru erfiðir flutningar vegna hafnleysunnar hér og brims ins, þeir dagarnir eru fleiri hér, sem ófært er vegna brims. Vör- urnar voru fluttar með uppskip- unarbáti um borð, og tók upp- og útskipun um það bil sólarhring, þegar vel gekk. En það getur brim að hér við S-ströndina á skemmri tíma en sólarhring, svo oft urðu tafir. Þá var ekki um annað að Pramh. á 15. síðu KLÚBBfUNDUR Framsóknarmenn, munið klúbbfundinn í félagsheim- ilinu Tjarnargötu 26, annað kvöld, kl. 8,30. Formaður Framsóknar- flokksins, Eysteinn Jónsson, segir stjórnmálafréttir og svarar fyrirspurnum. VINNINGAR í S KH—Reykjavík, 29. sept. — í dag fór fram afhending vinn inga, dregnum úr endursendum spjöldum í umferðarkönnun- inni, sem fram fór í Rvík og ná.grenni um miðjan mánuðinn. Sýnir myndin Jón Halldórsson, bankamann, ta-ka við 5000 kr. vinning úr hendi Arinbjarnar Kolbeinssonar, sem er formað ur félags ísl. bifreiðaeigenda. Auk 5000 króna vinningsins var 10.000 krónum frá umferðar- UMFERÐAR- AFHENTIR nefnd skipt á milli 10 manna. Fulltrúar borgarfógeta drógu úr spjöldunum um síðustu helgi. — Umferðarkönnunin gekk betur en forráðamenn hennar höfðu þorað að vona, en árangur hennar kemur ekki að fullu í Ijós, fyrr en að nokkr um tíma liðnum. Um 75% spjaldanna, sem send voru út til bifreiðaeigenda, hafa komið til skila aftur. (Ljósm.: Tíminn—RE).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.