Tíminn - 30.09.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.09.1962, Blaðsíða 7
Utgetandi FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkva.'mdast.ióri I’ómas- Arnason Ritstiórar Þórarinn Þórarinsson 'ábi Andrés Krisljánsson. Jón Helgason og Lndriði G Þorstemsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Kartsson Auglýs- ingastióri Sigur.ión Davíðsson Ritst.iórnarskrifstofui i Eddu- húsinti. afgreiðsla auglýsingar og aðrar skrifstofur i Banka- stræti 7 Simar 18300—18305 Auglýsingasimi 19523 Af. greiðslusinn 12323 - Askriftargjald kr 55 á manuði ínnan- lands í lausasöiu kr 3 eintakið. — Prentsmiðjan Edda h.f. — „Afrek” stjórnarinnar í húsnæðismáium Húsnæðismálastjórn hefur nú nýlega lokið við að út- hiuta 50 milljónum króna til íbúðalána og hefur þá sam- tals verið úthlutað 82 milljónum króna frá Húsnæðis- málastjórn á þessu ári. Stjórnarblöðin og þó einkum Al- þýðublaðið slá þessu mjög upp og telja hið mesta afrek, að ríkisstjórnin skuli sjá svo um að í ár verði úthlutað jafn miklu til íbúðalána og í fyrra og telja blöðin töluna 82 milljónir sanna, hve ljómandi ástandið sé í húsnæðis- málum þjóðarinnar. Það var svo sem eftir þeim mönnum, sem tvöfaldað hafa dýrtíðina í landinu á rúmum tveimur árum að guma af því, hvað þeir geti komizt hátt í krónutölu — og finnst mörgum, að þar sem krónutalan er nú ekki hærri en hún vár í fyrra en krónan hins vegar minnkað töluvert í með- förum stjórnarinnar síðan þá, að ekki sé nú af miklu að státa. Þegar svo þar við bætist, að málgagn félagsmála- ráðherrans hafði skýrt frá því í fréttum nokkrum dögum áður, að við gífurleg húsnæðisvandræði sé að etja nú i Reykjavík, getur það varla talizt ,,afrek“ að hafa komið húsnæðismálunum í slíkt ástand. Og hver eru svo afrekin í húsnæðismálunum. Hefur verið byggt svona mikið af íbúðum, síðan núverandi rík- isstjórn kom til valda? Sannleikurinn er sá, að stórlega hefur dregið úr íbúðabyggingum almennings á valdatíma núverandi stjórnar. Þetta liggur tölulega fyrir. 1956 var byrjað á 1775 íbúðum í landinu. 1957 var byrjað á 1610 íbúðum, 1958 á 1462, 1959 á 1597. Svo kemur „viðreisn- arstjórnin" ágæta til valda og þá komst nú fyrst skrið- ur á þessi mál, ef trúa má Mbl., en hann er tölulega þessi: 1960 var byrjað á 1013 íbúðum, þ.e. 700 færri en 1957 og 1961 var aðeins byrjað á 770 íbúðum eða 1000 færri en 1957. Ekki liggja fyrir tölur um árið 1962 en von- andi verður það eitthvað hagstæðara, en það verður ekki vegna „viðreisnarinnar“ heldur þrátt fyrir hana. Og hvernig stendur á því að menn byggja nú minna en áður? Þar hjálpast margt að. Byggingarkostnaður hef- ur verið stórlega hækkaður. Lán, sem fáanleg eru, eru nú mun minni hluti byggingarkostnaðarins, en áður var. Lánskjör hafa verið gerð stórum verri, vaxtaokur og stytting lánstíma. Lánasamdrætti og sparifjárfrystingu hefur verið beitt til að koma í veg fyrir að menn gætu aflað sér bráðabirgðalána og síðast en ekki sízt hafa kjör manna verið skert svo með skefjalausri dýrtíð og hækkun framfærslukostnaðarins, að mönnum með meðal- tekjur hefur verið gert ókleift með öllu að standa undir hinni stórlega hækkuðu greiðslúbyrði af byggingu eig- in íbúðar. 1957 kostaði 320 rúmm. íbúð kr. 350,400 skv. Hagtíðindum. Þá fékkst 100 þús. króna lán frá Húsnæðis- málastjórn eða um 28% byggingarkostnaðarins. Skv. Hagtíðindum kostar nú 320 rúmm. íbúð kr. 521.987,— eða hefur hækkað um 170 þús. krónur. Það var ekki fyrr en eftir harða baráttu Framsóknarmanna fyrir að lánin hækkuðu til samræmis við byggingarkostnaðinn, að stjórnarflokkarnir hopuðu lítið eitt og samþykktu að lán- in mættu hækka um 50 þús. krónur á íbúð. Enginn er samt enn farinn að fá 150 þús. króna lán frá Húsnæðis- málastjórn. Menn fá því aðeins ca. 19% af byggingar- kostnaðinum lánað frá Húsnæðismáiastjórn á móti 28% áður. Af hverju eru stjórnarflokkarnir svo að státa sig í húsnæðismálunum? Getur verið að þeir séu svona ánægð- ir með húsnæðisvandræðin og lnisaleiguokrið? WALTER LIPPMANAI SKR«FAR l'M ALNÓÐAMÁL: Andúöin a Oastro má ekki leiða til vanhugsaðrar íhlutunar á Kúbu Bandaríkin geta ekki lengur stuðst við Monroekenninguna CASTRO SUMIR halda því fram, að við eerum engar ráðstafanir gagnvart Kúbu, en staðreyndin er, að við gerum nálega allt, sem unnt er að gera, annað en að grípa til ófriðar. Auk við- skiptabannsins höfum við vak- andi auga á eynni. Við skoðum hvert einasta skip, sem kemur til eyjarinnar eða lætur þar úr höfn og við lítum vel eftir af- fermingu og hleðslu þessara skipa. Við höfum nákvæmt og nýtt yfirlit yfir allar bygginga- framkvæmdir og dreifingu skriðdreka- og stórskotaliðs. — Vera kann nokkur efi á, hvort okkur hefir tekist að finna hverja einustu flugskeytastöð á öllu flæmi Sovétrikjanna, en um Kúbu vitum við allt, nema því aðeins að myndavélarnar bregðist okkur. Vegna þess er okkur í lóía lagið að vita um uppsetningu hvers konar stöðva og tækja eins og til dæmis flugskeyta- stöðvar, sem beint væri gegn Bandaríkjunum. Við erum þess einnig umkomnir að kom- ast að raun um undirbúning að sendingu hers gegn nágrönn- um á eyjunum í kring eða í nántunda, en það væri sínu sennilegra en uppsetning flug- skeytastöðvar. AÐ SVO stöddu er það stefna okkar að vera vel á verði og bíða og sjá. hvort Castro og aðstoðarmenn hans frá Sovét- ríkjunum gera nokkuð grun- samlegt gagnvart Bandarikjun- um eða ná.grpnnum þeirra. — Bandaríkin geta ekkert uni- fram þetta til þess að hindra Casfro eða að reyna að bola honum frá, án þess að stofna til ófriðar. Auðvitað eiga Banda ríkin auðvelt með að einangra Kúbu. En ef skiþ væru stöðv- uð, að viðlagðri hertöku eða eyðileggingu, þá væru það hernaðaraðgerir, ekki aðeins gegn Kúbu heldur einnig gegn Sovétríkjunum, því að auðvitað yrðum -Við að hertaka sovézk skip eða sökkva þeim. Innrás á Kúbu væri auðvit- að stríð gegn Kúbu. Auðvitað ættu Bandaríkin auðvelt með að sigrá Kúbu ,í stríði. ' Við gætum lokað kúhönskum höfn- um á fáeinum klukkustundum og við yrðum mjög fljótir að taka Havana herskyldi og nokkr ar aðrar stórar borgir. En um sveitahéruðin gegnir öðru máli. En við værum ekki vissir um að geta hindrað þær hefnd- arráðstafanir, sem við gæfum beint tilefni til. Þessar hefnd- arráðstafanir kynnu að koma fram í Berlín, Tyrklandi eða íran. I MEÐ innrás á Kúbu breytt- um við eftir þeirri reglu, að him— ' - 7«nun gegn öryggi oV-- 'osmunum réttlætti það styrjöld Við segð um þi að þar sem Kúba, — sem aðeins er í 90 milna fjar lægð — væri á valdi óvinn veitts Evrópuríkis, þá bæri okk ur réttur til að einangra hana eða taka herskvldi Við mynd um þó einnig halda því fram. --------------------------------- að Sovétríkin hafi alls engan slíkan rétt til þess að breyta þannig gagnvart bandarískum herstöðvum í Tyrklandi, íran eða Pakistan, sem þó eru stað- settar við landamæri þeirra. Við megum ekki gera leik að þvi að blekkja okkur sjálf. Svona röksemdir þola ekki dags ins Ijós. Þeim yrði auðvitað hafnað og sennilega yrðu þær einni til athlægis meðal allra hlutlausra þjóða og mikils hluta nánustu bandaþjóða okk- ar. Sumir halda að skoðanir manna í öðrum \öndum skipti ekki máli. En þegar stríð er skollið á skiptir það miklu máli fyrir stríðsaðila, hver er með honum og hver á móti. Við getum lagt út í stríð ef Castro gerir okkur tjón. En við getum ekki — jafnvel ekki gegn Castro — lagt út í stríð vegna þesS, sem hugsanlegt er að hann geri í framtíðinni. Við getum ekki háð hindrunarstyrj- öld gagnvart Castro án þess að stofna til þeirrar reglu, að hindrunarstyrjöld sé leyfileg gagnvart herstöðvum okkar í Berlín, Tyrklandi, íran, Pakist- an, Thailandi, Suður-Viet-Nam, Formósu, Okinawa, Suður-Kór- eu og Japan. ÞAÐ er auðvitað satt, að virk sovézk aðstoð við’Kúbu er freklegt brot á Monroe-kenn- ingunni. En þó getum við ekki vitnað til Monroe-kenningarinn ar í þessu efni. Og hvers vegna ekki? f Monroe-yfirlýsingunni segir að vísu, „að hvers konar meðalganga" Evrópuríkis í þess ari heimsálfu væri „staðfesting á óvinsamlegrj afstöðu gegn Bandaríkjunum“. En — og þar liggur hundurinn grafinn — krafa Bandaríkjanna til ein- angrunar vesturálfu var studd afneitun bandarískra hagsmuna austan Atlantshafsins. „Við höf um aldrei tekið þátt í stríðum Evrópuríkja út af þeim málum. sem snerta þau sjálf, og það er ekki samræimanlegt stefnuvorri að gera það“. Þessi veigamikla grein í Monroe-kenningunni er auðvitað endurtekning grund vallaratriðis, sem Washington tók fram í kveðjuræðu sinni- „Evrópa hefir ýmis konar sér hagsmuna að gæta, sem snerta okkur alls ekki, eða aðeins a? litlu leyti“. Þessi grundvallaratriði Mon roe-kenningarinnar misstu gild' sitt á þessari öld, í heimsstyr.i öldunum tveimur. í Kóreustrí?' inu og Kaldastríðinu Við get um ekki skírskotað til Monroe kenningarinnar. nema svara urn leið þeirri spurningu. hvað við séum eiginlega að gera hvarvetna í Evrópu og Asíu. RÉTTUR okkar til þess að hafa gát á Kúbu og koma í vee fyrir innrá.s með einangrun ef nauðsyn krefur hvílir ekki A Monroe-kenningunni, heldu’ frumrétti þjóðar til að tryggj" öryggi sitt. í tvær aldir höfð’- Bretar sama viðhorf til her setu óvinaríkis í Belsíu. Rús' ar litu eins á um Tyrkland. - Þessum rétti verður þó því að eins við komið. að um sé ræða ljósa yfirvofandi hættu Castro er til trafala og leið inda, en hann veldur ekki r virðist eins og er varla get- valdi Bandaríkjunum ljósri vfirvofandi hættu. Við verðun- því að láta okkur nægja að vera vel á verði og vera vi? öllu búin og megum ekki eitt andartak gleyma hættunum annars staðar. sem eru mikh’ miklu meiri. MEÐAN vökulli athygli e- beitt og beðið átekta verðu- bingið og blöðin að muna, að forsetinn er f vandasamri, við kvæmri og hættulegri aðstöðu Það veldur honum erfiðum hindrunum ef hann þarf að segja fyrirfram hvað hann ætl ist fyrir f öllunt atriðum á.ður en hann tekur ákvarðanir. Þa* á ekki að biðja forsetann skýra frá bví. hvort bann æt1 að grípa tn stríðs eða ekki. - Það á ekki að þvinga hann ti1 að segja, að hann muni ekk leggja út í stríð Nokkur laun ung og óvissa er æskileg. ork ar truflandi á andstæðingan- os er þeim til tálmunar r í M I N N, sunnudagnrinn 30. sept. 1962. 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.