Tíminn - 30.09.1962, Blaðsíða 12

Tíminn - 30.09.1962, Blaðsíða 12
Einn ðg einn Framhald af 9 síðu. hægt að stækka um helming eft ir vild, þetta er það sem allir leiikhúsgestir sjá. Og þá er ekki síður ágfett litla leikhúsið við ' hl.iðina, Intima Teatern, þar sem minni leikrit og tilrauna- leikrij eru flutt. Hvemig stend ur á því, að litla leiksviðið er aldrei notað í Þjóðleikhúsinu? Ég vil bara ráðleggja hverjum þeim, sem kemur til Málmeyj- / ar að láta ekki undir höfuð leggjast1 að skoða Borgarleik- húsið. / Nýtt blóð í kvikmyndir — Það skeður víst sitthvað nýstárlegt við svona nútímalegt leikhús. Þar var Ingmar Berg- man um tíma. Hvað segirðu annars um hann og sænskar kvikmyndir? — ,Það er alveg áreiðanlegt, að sænskar kvikmyndir eru að verða meira en Ingmar Berg- man. Víst er það, að hann er j snillingur sem leikstjóri og kvikmyndagerðamaður, og hann hefir einmitt verið ákaflega frjór upp á síðkastið. En áreið-1 anlega koma á næstunni fleiri nöfn, sem gera sænskar kvik- myndir eftirtektarverðar. Einn þeirra hefir nú líklega lokið við mynd, sem nefnist Vaxdockan og vakti, umtal þegar eftir að taka hennar hófst. Þar leik- ur Per Oscarsson aðalhlutverk- ið. Hanh er einn snjallasti af ungu leikurunum í Svíþjóð, lék hjá Dramaten og þeir þóttust ekki hafa öllu snjallari ungan mann. En hann hefir fleira á heilanum en að leika. Þegar minnst vonum varir, er hann stunginn af og farinn að pré- dika í skólum og út um hvipp- inn og hvappinn. Þó er hann ekki haldinn ofsatrú, heldur er það eitthvað heimspekilegt og þjóðfélagslegt, sem honum ligg ur mjög á hjarta. Svo sjatnar í honum og hann snýr sér aftur að leiklistinni. Nú er hann til dæmis kominn aftur að Dram- aten, hve lengi sem hann stend ur nú við þar. Svo er rétt að minnast á annan ungan mann, rithöfund, sém tók sig til og fór að ráðast á kvikmyndafram leiðendur í blöðunum fyrir það, hvílík fásinna það væri að eyða svo og svo miklu fé í kvikmyndir. Nær væri að venda kvæði í kross og snúa sér að lífinu og gera hlutina einfald- ari og sannari. Það gerðist þá, t að einn kvikmyndahöldurinn bauð þessum unga manni að fá til umráða helming af einhverri fjárupphæð, sem var jafnhá kostnaði einhverrar myndar, og hann mætti búa til þá kvik- mvnd. sein honum svndist fyrir þessa peninga. Piltur lét ekki segja sér það tvisvar og hófst handá. Og það er einmitt beðið með eftirvæntingu eftir þess- ari mynd þar ytra. Sænskar kvikmyndir eru tíð- um listrænn viðburður í aug- um heimsins, það er tekið eft- ir þvi. þegar Ingmar Bergman er með nýja mynd á ferðinni, og nú eru komnir fram aðrir ungir menn, sem vilja ekki láta sitt eftir liggja á þessu sviði. Fer út á land — Svo að við snúum okkur að þér sjálfum: Áttir þú kost á starfi þegar þú fórst frá skól- anum? — Mér voru boðin tvö hlut- verk við borgarleikhúsið í Norr köping, í tveim fyrstu leikrit- unum í vetur, Andorra og Jeppa á Fjalli. En ég fékk þau boð þegar ég var ferðbúinn heim, og úr því að ég gat ekki fengið árssamning við leikhús- ið, lét ég það eiga sig. — Og hvað ætlarðu svo að tak þér fyrir hendur hérna heima? — Það fyrsta verður að fara út á land á vegum Bandalags íslenzkra leikfélaga og setja nokkur leikrit á svið. — G.B. Amgrímur Bjarnason Framhald af 8. síðu. ur fjói^ðungssambands fiskideilda Vestfjarða, og átti því sæti á þeim samkomum. Hann kom fyrst á Fiskiþing árið 1919 og átti þar sæti með nokkru uppihaldi, til ársins 1955. Hann var þar jafnan meðal atkvæðamestu fulltrúa, greiður til framsögu og flutnings málum og afkastamikill í nefnd- um. Hann var lengi' varaforseti Fiskifélagsins. Vart hafa aðrir haft méiri afskipti af málum Fiskiþings en hann og mun það sjást, ef saga ; Fxskifélagsins og Fiskiþinganna verður einhvern tíma færð í letur. Slysavarnamálin voru honum og mjög hugleikin og tók hann mik- inn þátt í störfum slysavarnasveit- anna og á þingum félagsins um langt árabil. Hann hafði atkvæða- mikil afskipti af málum Iðnaðar- mannafélags ísafjarðar um fjölda ára, og var oft formaður félags- ins. Amgrímur sinnti jafnan rit- störfum ýmiss konar. Hér að fram- an er getið um útgáfu Dags og hlutdeild hans í ritstjórn Vestra. Árið 1934 gerðist hann ritstjóri blaðsins Vesturland og sinnti því starfi, og þó jafnan í hjáverkum, til ársins 1942. Hann safnaði og gaf út allmikið safn af Vestfirzk- um þjóðsögum, skráði endurminn- ingar Árna Gíslasonar yfirfiski- matsmanns, er þeir nefndu „Gull- kistuna" og hefir að geyma mik- inn fróðleik um fiskveiðar í ísa- fjarðardjúpi . frá árabátaöldinni. Einnig tók hann saman bækling um leikstarfsemi og leikfélög á ísafirði, bækling um prentsmiðjur og prentara á ísafirði og ýmislegt fleira, hygg ég. Allmikið mun hann og láta eftir sig í tíandrit- urri, þár á meðal ævisögu. eða nær fullgerða ævisögu Torfa Halldórs- sonar skipherra á Flateyri. Hann flutti og mörg erindi í útvarpið. ‘ Arngrímur rak verzlun mestan liluta ævinnar, jafnan í smáum stil. En þó kunni hann svo með að fara, að hann hélt fjölmennu heimili sínu uppi að mestu á þeirri atvinnu, þótt drjúgar tekjur af öðru hrykkju og þar til. Hin dug- mikla kona hans átti þar og mik- inn þátt í. Hann var maður hag- sýnn og séður í fjármálum og fljótur að sjá fjáröflunar-mögu- leika. Hann átti hlut að stofnun útgerðarfélagsins Huginn hér í bænum á sínum tíma. Einnig átti lrann þátt í stofnun vélsmiðjunnar Þór hér í bænum og var mörg síðari árin í stjórn þess fyrirtæk- is. Arngxímur kvæntist 21 árs gam all fyrri konu sinni Guðríði Jóns dóttur, systur Kristjáns H. Jóns sonar, þáverandi ritstjóra Vestra Hún lézt 1922 Þau höfðu eign ast 8 börn og eru 3 þeirra látin Síðari konu sinni, Ástu Eggerts- dóttur Fjeldsteð, kvæntist hann 1923. Börn þeirra eru 11, öll á lífi, hraustleika og tápfólk til vits og verka. Það lætur að líkum, að oft hefur verið þungt fyrir fæti hjá þeim hjónum með svo fjölmennan barnahóp — Myndu fáir hafa stað- ið þár í ístað'inu á borð við Arn- grím. Hann var sívinnandi og með hugann fastan við að sjá sér og sínum borgið. — Hagur þeirra rýmkaðist og furðu fljótt, og gerð ist Arngrímur vel efnum búinn að lokum. Hér hafa verið týndir til nokkr- ir þættir úr starfssögu Arngríms Fr. Bjamasonar og þó aðeins stiklað á stóru. Maðurinn sjálfur var um rnargt mjög eftirminnileg- ur. — Hann var maður mjög fjöl- greindur, framlegur oft í hugsun, fljótur að tileinka sér ýmsar nýj- ungar, er hann las um og átti létt með að setja fram skoðanir sínar. Breytinn þótti hann stundum í skoðunum og háttum. Og eins og títt er um ýmsa vitmenn, var hann ekki lesinn niður í kjölinn, sem kallað er, við fyrstu viðræðu. — Ymsir ætluðu honum því aðrar hvatir, en hann bjó yfir. Hann var alla ævi velviljaður öllum fram- kvæmdum í verklegum efnum og studdi fast framfaraviðleitni ein- staklingsins í ræðu jafnt sem riti, þar sem hann mátti því við koma, þótt slíkt væri honum að öðru leyti óviðkomandi. Hann hafði ríka löngun til að verða góðu máli að liðl. Það sýndi sig meðal annars í afskiptum hans af bindindismálum og þó einkum af slysavarnarmál- unum hér vestra. Þar var hann um skeið duglegur liðsmaður og áhrifamikill. — Hann var mjög hraðvirkur við störf sín og éinatt afkastamikill. Var því ekki furða þótt sitt hvað. er hann lét frá sér fara á prenti, væri eigi jafn vand- lega unnið og ýmsir æsktu, og er slíkt alltítt. Hann fylgdist jafnan vel með öllum viðburðum á stjórn- málasviðinu, lika því, sem á bak við tjöldin gerðist og ræddi um þá atburði án flokkshyggju. Síðari árin tók hann lítt eða ekki þátt í flokkadeilum. — Lengstum var Arngrímur hraustur til heilsu og hlífði sér lítt. Fyrir rúmu ári fékk hann magnleysi í fætur, er ágerð- ist brátt svo hann steig ekki á fætur úr því. Tók hann því með rósemi og ræddi við kunningja sína, er sóttu hann heim og fylgd, ist nákvæmlega með viðburðum ut an lands og innan. Við Arngrímur höfðum um langa hríð, fyrr á árum, margt saman að sælda. Valt á ýmsu um f.vlgi við menn og málefni í kosn- ingum og á öðrum vettvangi, en ekki svo að til langvarandi þykkju, því síður óvildar. drægi. — Og fieiri voru fyrr á árum sameigin- leg hugðarmál okkar beggja. — Nú að leiðarlokum flyt ég honum þakkir fyrir atfylgi hans í þeim efnum og þau spor, sem hann skil- ui eftir í ýmsum framfara- og menningarmálum ísfirðinga. ísafirði. 20. sept. 1962. Kristján Jónsson, frá Garðsstöðum, Börn éskast til að bera Tímann út í eftirtalin hverfi frá 1. okt. Ægissíða Grímsstaðaholt Múlakamour Barórtsstígur Langholtsvegur T I M I afgreiðsla Bankastræti 7 sími 12373 Frá barnaskólum Reykjavíkur Börnin komi í skólana mánudaginn 1. október n.k. sem hér segir: 12 ára börn kl. 9 f.h. 11 ára börn kl. 10 f.h. 10 ára börn kl. 11 f.h. 4 Kennarafundur verður í skólunum kl. 15.00 sama dag. Fræðslustjórinn í Reykjavík Stúlka óskast til að selja happdrættismiða í bíl. Upplýsingar á skrifstofu félagsins, Skólavörðustíg 18. Styrktarfélga vangefinna Takið eftir. Takið eftir Þið fjármálamenn og peningamenn Þið fjármála- og peningamenn. Hvað er betra 1 dag en gulltrygg verðbréf? Talið við okkur hvar sem þið búið á landinu (al- gjört einkamál). Allar upplýsingar gefur Upplýsinga- og viðskiptaskrifstofan Laugaveg 33B, Reykjavík. Box 58. Til viðtals kl. 3—5 alla virka daga. BARNASKÓLI HAFNARFJARÐÁR Barnaskóli Hafnarfjarðar verður settur. í Hafnar- fjarðarkirkju þriðjudaginn 2. október kl. 5 síð- degis. Kennarafundur verður í skólanum mánudaginn 1. október kl. 9 árdegis. Skólastjóri. Kvennadeild Slýsavarnarfélagsins í Reykjavík í Reykjavík heldur fund mánudaginn 1. okt. n.k. kl. 8,30 að Hótel Borg. Gengið um suðurdyr. Þar sýna listdans, Guðrún, Guðbjörg og Heiðar Ásvaldsson. Félagskonur sýnið skírteini. Stjórnin Móðir okkar og tengdamóðir VILBORG S. GUÐMUNDSDÓTTIR frá Grjótnesi, sem dó 25. þ.m., verður jarðsett frá Fossvogskirkju 2. okt. kl. 10,30. Börn og tengdabörn. Eiginmaður minn, GUNNLAUGUR SIGURÐSSON frá Stafafelli andaðist í Landsspítalanum 27. sept. s.l. — Minningarathöfn í Hallgrímskirkju f dag, sunnudag 30. sept. kl. 4 eftir hádegi. Guðrún Guðjónsdóttir. Útför konu minnar, INGILEIFAR INGIMUNDARDÓTTUR Suðurgötu 5, Keflavik, fer fram frá Keflavikurkirkju þriðjudaginn 2. okt. kl. 2,30 s.d. — Fyrir mina hönd, dætra minna og annarra vandamanna, Jón Páll Friðmundsson. J2 T í M I N N, sunnudagurinn 30. sept. 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.