Tíminn - 30.09.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 30.09.1962, Blaðsíða 14
— Eg veit af tilviljun, að hana langar ákaflega mikið til þess að komast hingað. Mig langar til að tala nokkur orð við Trevallion ofursta um hana. Viljið þér spyrja hann, hvort hann hafi tíma til þess? Hanna rétti sig upp, eins og ég hefði gefið henni utanundir. Og andlit hennar varð grafalvarlegt. Að lokum sagði hún svo virðu- lega, að ég klökknaði: — Eg myndi láta hann vera í friði, ungfrú Browning, ef þér viljið hlíta mínu ráði. Eg er viss um, að þér viljið vel, en ofurst- inn hefur orðið að þjást nóg. — Eg ver að fá að tala við hann um dóttur hans, sagði ég og fann reiðina stíga upp í mér aftur. Öi.1 þr-ssi leyndarmál, þessi dularhjúpur hér. — Viljið þér gera mér þann greiða að minnast á það við hann, Eg skal ekki tefja hann lengi. — Gott og vel. Hanna yppti öxlum. Svo sneri hún sér að mér og sagði: — Reynið ag gera hann ekki áhyggjufullan, sagði hún seinlega, og ég skildi, að hún unni bæði Oliver og- Carolyn. — Þér eruð svo ungar, að ég býst ekki við, að þér hafið heyrt það, góða mín, en hér urðu miklir sorgaratburð- ir fyrir tveimur árum. Og allt gerð ist á einni nóttu, Bezti vinur ofurstans dó af voðaskoti og frú Trevallion gekk í svefni og drukkn aði. Það var voðalegt... og ofurst- inn, sem elskaði hana svo inni- lega! Hann sendi barnið og Jane til ömmunnar og móðursystur barnsins í London. Hann þoldi ekki einu sinni að hafa málverkin af þeim uppi. Það er ekki fyrr en alveg nýlega, að hann er aðeins að rétta við, svo að ég bið yður að gera hann ekki hræddan. — Það er dálítið, sem ég held, að hann verði að vita um Carolyn, sagði ég þverlega og Hanna and- varpaði og fór. Eg stóð kyrr og horfði á sjálfa mig í speglinum um stund. Eg vorkenndi manninum, sem hafði misst Serenu, ungu, fögru konuna sína, svo skyndilega og á svo sviplegan hátt. Eg skildi ekki, hvað Hanna hafði átt við ... En þetta var allt voðalegt. En hvern- ig stóð á því, að hann vildi ekki hafa barnið hjá sér? Hann hafði þó elskað það og móður þess af öllu hjarta. Hanna kom ekki fyrr en all- löngu síðar og sagði, að hann væri í bókaherberginu. Hann reis upp af 'Stólnum við arininn, þegar ég kom inn. Oliver Trevallion horfði á mig, kuldalega og ópersónulega. Hann heilsaði ekki, andlit hans var svipbrigðalaust. — Hanna segir mér, að þér viljið tala við mig um Carolyn, sagði hann, eins og ég væri þjónn að sækja um stþðu hjá honum. — Viljið þér cklci fá yður sæti, ungfrú Browning, og segja mér, hvað yður liggur á hjarta. 7. KAFLI. — Fyrst og fremst, sagði ég hikandi og settist í stólinn, sem hann benti mér á, hinum megin við arininn —-verg ég að biðja afsökunar á því .. á því, að ég sagðis^ koma hingað eingöngu til þess að sjá staðinn. Mark ■'hafði lagt sig ánægður á gólfið milli okkar. Eg tók eftir bókahillunum, sem þöktu alla veggi, þetta var mjög' þægilegt, karlmannlegt og notalegt herbergi og undir öðrum aðstæðum hefði ég glaðzt yfir öllu þarna. — Já? Oliver horfði fast og spyrjandi á mig, og þag örlaði á fyrirlitningu j rómnum, ég fann, að ég roðnaði undir augnaráði hans. — Fyrst látig þér eins og þér séuð ung barnfóstra, sem hef- ur ferðazt alla leið frá London til að sjá Mullions. Svo segir Hanna, að þér þekkið Carolyn og verðið að tala vig mig um hana. Eg held, að það sé bezt að þér út- skýrið hvag þetta á allt að þýða, alveg frá upphafi. Hamingjan má vita, hvers vegna þér sögðuð mér það ekki strax, þegar við hittumst. Mér gezt ekki að krókaleiðum. — Eg var óttaslegin... .sagði ég barnalega, og ég sá hann lyfta brúnum. — Eg óttaðist, að þér mynduð reiðast ag ég skipti mér af einkamálum yðar. Eg hef svo lítið til ag fara eftir....ég veit, að ég er uppáþrengjandi — en mér þykir reglulega vænt um böm, og ég hef afskaplega mikl- ar áhyggjur af Carolyn. Engin svipbrigði vóru sjáanleg á andliti hans, en það var eins og dökkur skuggi hvíldi yfir andliti hans, þegar hann ieit inn í eld- rnn. Það var léttir, að hann hvarfl aði frá mér þessum rannsakandi augu.m. Mér til mikiliar furðu sagði hann næstum vingjarnlega. — Við höfum öll haft afskap- lega miklar áhyggjur af Carolyn, en ég efast um, ag það sé nokkuð, sem þér getig gert fyrir hana. Er ekki hyggilegast, ag þér segið mér, hvar þér komið inn í málið, ungfrú Browning? Eg sagði honum, ag ég væri út- lærð Greystone-barnfóstra, ég sýndi honum meira að segja skil- ríki og prófskírteini mín. Þag er bezt, að hann sjái með eigin aug- um, ag ég hef reynslu í að hugsa um börn, hugsaði ég með sjálfri mér. Hann Leit kurteislega á það, braut blöðin snyrtilega saman og rétti mér aftur. Rödd hans var eilítið hæðnisleg, þegar hann sagði: — Það lítur út fyrir, að þér hafið staðið yður vel í þeirri stöðu, sem þér vöiduð yður. En ég verð að tjá yður, að Carolyn hefur sína eigin barnfóstru -r- hún heitir Jane Polvern. Áreiðanleg, ung stúlka, sem hefur verið hjá henni síðan hún var smábarn. Ekki sér- staklega greind, en þar sem svona er í pottinn búið .. hann yppti öxlum. Eg blóðroðnaði. Hann hélt hreint og beint, að ég væri að leita mér að nýrri stöðu.... eins og nokkur Greystonebarnfóstra þyrfti að bera sig eftir því á þenn an hátt! Eg sagði honum í flýti, að ég væri ráðin hjá BeLlington- hjónunum og mér þætti afar vænt um Marty og Dwight. Og þar sem ég var bæði utan við mig og feim 11 | in, sagði ég honum líka, að þau hyggðust íara .til Ameríku á næst I unni, en gat þess þó ekki, ag þau ! vildu, að ég kæmi með þeim. ! — Ef þér viljið hringja til frú Bellington, sagði ég hreykin og skrifaði niður heimilisfangig og símanúmerið, þar sem þau ætl- uðu að dvelja yfir helgina og rétti honum — getur hún sagt yður, ag ég er áreiðanleg í alla staði. Maður fær ekki Greystone méðmæli fyrr en við erum búnar að taka hjúkrunarpróf líka, ég get vel annazt um sjúk börn eins og frísk, og ég veit sannarlcga heil- mikig um þau. — Það efa ég ekki. Þér hljótið að hafa lagt hart að yður, þar sem þér getið lagt fram jafn góð meðmæli, svona ungar, og nú brosti Oliver Trevallion loksins. Hann sagði mér síðar, ag ég hefði setig þarna meg eldrauðar kinnar og augu, sem lýstu af stolti og reiði. — Eg hafði ekki Iiugsan m»r að biðja yður ag ráða mig, Tre- vallion ofursti, sagi ég kuldalega. — Eg big yður bara um, að þér leyfið Carolyn ag koma aftur hing að, þar sem hún þráir að vera. Nú hafði ég sagt það. Þegar ég sá, hvernig andlit hans — já,.þók- staflega lokaðist — hefði ég get- að bitið úr mér tunguna fyrir að hafa bunag út úr mér erindinu á þennan hátt. Eg hafði reitt þennan mann til reiði, ég hafði sært hann, ég vissi ekki einu sinni, hversu djúpt ég hafði sært hann. — Sagði .. móðursystir henn- ar....sagði ungfrú Donovan yð- ur það? spurði hann skyndilega. — Þér skuluð annars sleppa titl- inum, ég fór úr hernum fyrir fjölda ára. Þetta er bara vani' Sigur vesturveida, eftir Arthur Bryant Heimildir: STRIDSDAGBÆKUR 165 þoli áreynslu og erfiði ferðar- innar. í kvöld bárust þær fréttir, að herdeildir okkar væru í Briissel og sæktu fram í áttina til Ant- werpen. Það er mjög erfitt að trúa þvf . . . 5. september. Queen Mary. Fór að heiman í morgun laust eftir klukkan 9 f.h. og ók til Addison Road. Þar fór ég í einkalest for- sætisráðherrans. Litlu eftir að lagt hafði verig af stað, sendi for- sætisráðherrann eftir okkur til ráðstefnu. Hann virðist enn vera þeirrar skoðunar, að það væri í fyllsta máta réttlætanlegt, að við sendum fallhlífar-stórfylki . (um 2000—3000 menn) til nágrennis Aþenu, enda þótt enn séu a.m.k. 150,000 Þjóðverjar í Grikklandi. Eg varð að sannfæra hann um það, að slfk áætlun kæmi alls ekki til greina . . . Um klukkan 7 e.h. komum við til CLyde og fórum tafarLaust um borð í Queen Mary. 6. september. Queen Mary. Þegar ég vaknaði, var Queen Mary á Leið yfir sundið, með strönd írLands í augsýn. KLukkan 10,30 héldum vig herráðsforingjafund, til þess að ræða um stefnu okkar í viðræðun- um við Ameríkumenn. Við rædd- um einnig möguLeika á brottflutn- ingi herafla frá Evrópu, vegna styrjaLdarinnar við Japan, og kom umst að þeirri niðurstöðu að rétt- ast myndi að bíða atburða nokk- urra næstu daga, áður en við tækjum nokkra endanlega á- kvörðun . . . 8. september. Queen Mary. Við höfum verið í Golfstraumnum í allan dag og hitinn j skipinu er óþægilegur og mollulegur. Sátujn fund með forsætisráðherranum frá klukkan 12 á hádegi til kl. 1,30 e.h. Hann var ellilegur, las- inn og dapurlegur. Hann byrjaði. á því að saka okkur um skipu- Lagða mótspyrnu gegn sér og vilja sínum. Samkvæmt fullyrðingum hans, vorum við að fara til Que- bec í þeim tilgangi einum, að fá Löndunarskip hjá Ameríku- mönnum, til þess að hernema Tri- este. Hann sagði að við Legðum það til ag fluttur yrði her frá Evrópu til Burma, en hefðum aldr- ei sagt sér, að þessi herflutningur væri undir ósigri Hitlers kominn — aigerlega fölsk ásökun! Hann fullyrt einnig að við hefðum sagt sér ag það þyrfti éinungis eina herdeild á Burma, og nú töluðum við um fimm — ein'nig hér alger rangfærsla á staðreyndum: Það var erfitt að stilla sig við hann, en ég gat ekki annað en vorkennt honum. Árangurinn varð enginn og við ákváðum að halda áfram á morg un. Að lokum sagði hann. „Hér erum við og eigum að hitta Ame- ríkumennina innan 72 klukhu- stunda og höfum enn ekki kom- izt að samkomulagi um eitt ein- asta atriði . . . . “ En ráðstefnan reyndist árangurs ríkari en Brooke hafði búizt við þegar brezku og bandarísku her- ráðsforingjarnir hittust hinn 12. september, höfðu herir beggja ríkjanna unnið margra vikna sigra á öllum vígstöðvum. Fyrsta dag mánaðarins hafði Áttundi herinn rofið gotnesku línuna og Ameríku menn voru komnir inn í Pisa. Dag inn eftir báðu Finnar um skil- yrðisbundið vopnahlé og Bretar frelsuðu Lille. Sunnudaginn 3. september frelsuðu hinir síðar- nefndu Briissel og hinn 4. s.m. Antwerpen. í lok þeirrar viku hafði Ostend fallið í hendur Kana damannanna. Ameríkumenn og Frakkar sem sóttu fram eftir Rhone-dalnum voru komnir til Burgundy og Rússar höfðu ráðizt inn í Búlgaríu. Daginn áður en í ráðstefnan hófst fóru fyrstu ame- rísku hermennirnir yfir þýzku landamærin og næsta dag gafst hafnarvorgin Le Havre upp. „12. september. Quebec. Her- ráðsforingjafundur klukkan 10 f.h. sem var hinn ánægjulegasti og fullt samkomulag ríkti milli okk ar og amerísku herráðisforingj- anna. Þeir voru fúsir að láta ame rískar herdeildir vera kyrrar á Ítalíu, þar til Alex hefði lokið sókn sinni. 13. september. Langur fundur, þar sem forsætisráðherrann flutti langa ræðu um það, hvernig styrj öldin skyldi háð. Samkvá;mt hans skoðun höfðum við tvennt til að keppa eftir; í fyrsta lagi var það sókn til Vínar og í öðru lagi hernám Singapore. Mér er nú miklu rórra í skapi. Þessi fundur er senn á enda. Ár- angur hans hefur orðið góður, þrátt fyrír skap og skoðanir Winstons . . . “ ÞÆR ÁKVARÐANIR, sem teknar voru á ráðstefnunni virt- ust nu samkvæmar einlægum vilja beggja aðilanna. Sú ákvörð un að fela æðsta hershöfðingja stjórn allsherjar-hernaðaraðgerða, hafði verið samþykkt frá upphafi og það var ómögulegt fyrir brezku herráðsforingjanna á slíkum sigur tíma, að efast um hæfileika þess hershöfðingja sem bæði ríkin höfðu trúað fyrir stjórn herja sinna. Um hernaðaraðgerðirnar bæði á Ítalíu og Burma reyndist þeim auðvelt að ná samkomulagi. Tilkynna átti Winston hershöfð- ingja að engar herdeildir yrðu kallaðar frá Ítalíu fyrr en árang- urinn af sókn Alexanders væri orð inn kunnur Yfirhershöfðingi Suð- austur-Asíu skyldi hreinsa Burma áður en tími sumarmonsúnanna 1945 byrjaði og áður en hafin yrði innrás á Malaya-skagann síð- ar á árinu, jafnframt átti Fjórt- ándi herinn brezki að stefna yfir Chindwin í áttina til Irrawaddy og' Mandalay. meðan sex brezkar og indverskar herdeildir, sem flutt- ar yrðu frá Miðjarðarhafssvæðinu og Mið-vestur-Evrópu, gerðu inn- rás í Rangoon. „15. september. Quebec. Herráðs foringjafundur klukkan 10 f.h'. til þess að ganga frá endanlegri skýrslu okkar til forsetans og forsætisráðherrans. Þegar á allt er litið, getum við verið ánægðir með þann árangur sem náðst hef ur og Ameríkumennirnir hafa ver ið aðdáanlega samvinnufúsir og til slökunarsamir. 16. september. Fórum klukkan 3 e.h. frá gistihúsinu til flugvall arins og lögðum af stað þaðan í tveimur flugvélum, Cunningham, Portal, Leckie og ég. Flugum í eina klukkustund í norð-vestur frá Quebec með stefnu á Hudsons- flóann. Eftir u.þ.b. 150 mflna vega lengd komum við að Oriskany- vatninu, þar sem við ætluðum að dvelja í nokkra daga og veiða í | vatninu. 18. september. Fór á fætur kl. 6 f.h. Eftir hádegisverð lagði Cunn- ingham af stað til Quebec og New York en við Partal héldum til 14 T f M I N N, sunnudagurinn 30. sept. 1962.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.