Tíminn - 03.10.1962, Blaðsíða 1

Tíminn - 03.10.1962, Blaðsíða 1
Auglýsing í Tímanum kemur daglega fyrir augu vandláfra blaða- lesenda um allf land. TekiS er á móti auglýsingum frá kl. 9—5 í Banka- stræfi 7, sími 19523 219. tbl. — Miðvikudagur 3. okt. 1962~— 46. árg. GJALDEYRISSTAÐAN SJA LEIDARA John F. Kennedy Jacquellne Kennedy Nlkita Krustjoff ER KENNEDY TIL MOSKYU? Stórblaðið New York Times skýrir frá því á mánudaginn, að bandarisku forsetahjónunum hafi borizt boð um a$ heim- sækja Krjústjoff. Frá þessu er skýrt í fregn eftir James Rest- on, fréttaritara NY-Times í Washington, en hann nýtur mikils álits sem traustur heim- ildarmaður um allt það, sem til umræðu er innan veggja Hvíta hússins. Reston segir að það hafi ver- ið Udall innanríkisráðherra, sem færði Kennedy boð Krúst- joffs um að koma íil Moskvu, en Udall var í Rússlandi ný- lega. Krústjoff á enn fremur að hiafa látið í Ijós þá ósk, að Jácqueline Kennedy kæmi til Moskvu með manni sínum. Síðan Udaíl færði Kennedy þessi skilaboð, hefur m'álið ver- ið rætt bæði í utanríkisráðu- neytinu og Hvíta húsinu í Was- hington. Eru taldir ýmsir agn- úar á för Kennedys til Moskvu, þegar allt er í óvissu um Berl- ínardeiluna, og engin ákvörðun hefur því verið tekin enn, seg- ir Reston. Ráðamenn vestra vilja bíða átekta, enda verða þeir stöðugt sannfærðari um þ.að, að Rússar ætli sér að und- irrita friðarsamning Við Aust- ur-Þjóðverja á næstunni; að iíkindum u,m miðjan nóvemb- er. Þó er álitið ag för Kenn- edy til Moskvu kynni að slá friðarsamningnum á frest, a. m.k. unz forsætisráðherrarnir hefðu náð að talast við. í Washington er álitið, að Kennedy muni ekki fara til Moskvu . eftir að friðarsaimn- ingar viff A-Þjóðverja hefðu verið undirritaðir. Hins vegar Framh a ií> síðu Stóraukin sala Suðurlandssíldar JK—Reykjavík, 2. okt. — Nú er verið að ganga frá samningum um fyrirframsölu á Suðurlandssíld og verður að öllum Ifkind- um skýrt frá þeim á morgun. Blaði'ð hefur fregnað, að nú sé um verulega söluaukningu að ræða, þótt einn stærsti kaupand- inn, Sovétríkin, vilji nú ekkert kaupa. Pólland, Rúmenía og Austur-Þýzkaland rounu kaupa miklu meira en áður, og fsrael hefur mikinn áhuga á að fá Suðurlandssíld. V-Þýzkaland mun stórauka kaup sín á súrsíld. Ástæ'ðan fyrir því, að Rússar vilja nú enga saltaða Suðurlandssíld, mun vera sú, að áhugi þeirra hefur aðallega beinzt að frystri síld. MATSMAÐURINN QKN MATINU BÓ-Reykjavík, 2. okt. f dag var aftur fjallað um kartöflumálið í Sjó- og verzl- unardómi. Kári Sigurbjörns- son, yfirmatsmaður, kom fyr- ir réttinn, en Jóhann Jónas- son, forstjóri grænmetisverzl- unarinnar, hafði áður , lýst vinnudeildin taldi mikig smælki í sýnishornunum því • slíkt ætti ekki að geta komið fyrir. Þá sagði matsmaðurinn, að Neyt endasamtökin hefðu farið skakkt að með því að láta taka sýnishorn- in hjá kaupmönnum, en geymslur kaupmanna væru í mörgum tilfell- Framh. á 15. síðu ábyrgð á matsmenn, þar sem £ grænmetisverzlunin sæi að- eins um dreifingu kartafl- anna, pökkun og vigtun, en matsmenn heyra undir ráðu- neytið. Kári Sigurbjörnsson var spurð-i ur um framkvæmd matsins, bg hvað hann áliti um niðurstöður atvinnudeildarinnar; Hann svar- aði, að samkvæmt fyrirmælum í i reglugerð væru 10 af hverjum | 100 pokum frá sama framleiðanda skoðaðir og tók fram, að innihald- ið reyndist alltaf misjafnt, en kvaðst furðulostinn yfir, hvað at- ERU ORSAKIR LETTANNA FUNDNA JK-Reykjavík, 2. október Svo virðist sem márblettirn- ir á saltsíldinni séu ekki nein ný bára, heldur hafi þeir ár-l um saman fundizt í meira eða minna mæli. Einnig virðistj sem orsakir þeirra séu allt aðrar en menn hafa getið sérl til og stafi ekki af meðferð-j inni við veiðarnar. Eins og áður hefur verið skýrt frá í blaðinu hafa þessir blettir valdið miklum áhyggjum, þótt þeir séu taldir hættulausir, því þeir spilla talsvert fyrir sölumöguleik- um saltsildarinnar. Menn, hafa getið sér til um ýmsa hluti, er geti valdið þessum rauðu blettum; háfarnir séu of stórir, síldin sé dregin of hratt upp af miklu dýpi, eða þá að sfldin sé of þung í lestinni meðan hún er enn spriklandi. Nú hefur Einar Hauk- ur Ásgrímsson, verkfræð'ingur á Siglufirði, gert athuganir, sem benda til allt annarra ástæðna. Athuganirnar benda til þess, að vegna hitans í lestum skipanna myndist sýra í loftrúmum milli sílda; sýran fari inn undir roðið og myridi blettina. Þær bentu einn ig til þess, að blettirnir kæmu ekki fram, ef ís væri dreift innan um síldina. Einar Haukur hafði samvinnu við ýmsa síldarskipstjóra um þess- ar athuganir Hann fór sjálfur tvisvar út með bátum, Önnu frá Siglufirð'i og Víði II. Tók hann sýn ifhorn af ýmsu tagi, mismunandi hátt í síldarkösinni, við mismun- andi hita og eftir mislangan tírria frá því að síldin veiddist. Einar Haukur er nú að vinna úr þessum athugunum, og ættu niður slöðurnar að liggja fyrir von bráð- ar. Hann sagði blaðinu í gær, að hann hefði farið að fást við þetta,' vegna þess að í Niðurlagningar- verksmiðjunni á Siglufirði var orð ið alvarlegt, hversu miklu varð að henda af síldinni vegna þessara bletta. Hann taldi þetta þó ekki nýtt fyrirbrigði, heldur stafaði at- hygli manna á blettunum núna af Framh. á 15. síðu I grein, sem birtist í stór- blaðinu Times þann 13. júlí eru ræddar ýmsar tilraunir enskra fyrirtækja til þess að koma fiski óskemmdum til neytendanna. Var niður- staðan sú, að engar þeirra nýjunga, sem reyndar hafa verið, voru líklegar til að Leysa þann vanda, sem þeim var ætlað. Svo segir orðrétt: „Líklegri til árangurs er sú leið, sem Ross-hringurinn hefur farið inn á, en hún er sú, að koma upp frysti- húsum í löndum, eða á eyj- um, sem næst liggja fiski- miðunum". Blaðamaðurinn, sem greinina skrifar, hafði átt tal við Mr. Philip Apple- yard, einn af framkvæmda- stjórum Ross-samsteypunn- ar, um ýmsa þætti í starf- semi fyrirtækisins. Selja öskjur Ér landi KH-Reykjavík, 2. okt. Kassagerð Reykjavíkur h.f. sendir í fyrsta skipti vörur til útflutnings með Drottning- unni í fyrramálið. Er þar um að ræða 10 þúsund síldaröskj- ur, sem sendar verða til Þórs- hafnar í Færeyjum. Halldór Sigurþórsson. fulltrúi. sagði Tímanum í dag, að með hin- um fullkomnu vélum, sem Kassa- gerðin hefur nú yfir að ráða, væri íramleiðsla hennar meiri og betri eð gæðum en hjá nágrönnum okk- ar á Norð'urlöndum. Nú er fram- leiðslan orðin það mikil, að hún fullnægir alveg eftirspurn hér- lendis, og því er það, að Kassa- gerðin hyggst þreifa sig áfram um útflutning vöru sinnar. Sagði Halldqr, að vel væri hugs- anlegur útflutningur til Græn- lands, og hvað framleiðslu snerti, n undi Kassagerðin geta annað eft- irspurn víðar að, en eftir væri að kanna alla möguleika í því sam- bandi. Síldaröskjurnar; sem Færeying- ar fá nú i til reynslu, hafa verið notaðar við pökkun síldar í fryst- ir.gu hér á landi. og eru mjög þægi legar í notkun Hver askja'tekur 9 kg. af síld. : Kassagerð Reykjavíkur h.f. er nú orðið umsvifamikíð fyrirtæki með góðum húsa- og vélakosti, og vinna þar um 100 manns að jafn- aði. Forstjóri er Kristján Jóhann Kristjánsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.