Tíminn - 07.10.1962, Blaðsíða 3
Kosningu í Dags-
brún og Sjómanna-
sambandinu lýkur
í kvöld
ÓFRIÐLEGT í
RAFVFITUNNI
JK-Reykjavík, 6. október.
ALVARLEGT ósamkomulag
hefur undanfarna mánuði ríkt
í Rafmagnsveitu Reykjavikur
milH tveggja æðstu manna
stofnunarinnar, Rafmagns-
stjóra og yfirverkfræðingsins,
og er deila þcirra komin á svo
hátt stig, a'ð Rafmagnsstjóri hef
ur skrifað borgarráði bréf, Þar
scm hann hótar að segja af
sér.
Þegar Steingrímur Jónsson
lét af embætti rafmagnsstjóra
fyrir aldurs sakir, var yfirverk
fræðingur stofnunarinnar, Jak-
ob Guðjohnsen, skipaður raf-
magnsstjóri. Jakob er yfirleitt
talinn rólegur maður og seinn
til stórræða, og er vel látinn af
flestum. í stöðu Jakobs sem
yfirverkfræðings var rá.ðinn
rafveitustjóri Hafnarfjarðar,
Valgarð Thoroddsen, fram-
kvæmdamaður meiri en al-
mennt gerist. >
Valgarð hafði verið yfirverk
fræðingur Rafmagnsveitunmar
skamma hríð, er hann hóf
hreinsanir í stofnuninni og
fitjaði upp á ýmsum nýjungum,
sem margar urðu mjög óvinsæl
ar hjá gömlum starfsmönnum.
Meðal annars lét hann taka af
starfsmönnum á kvöldin bíla
rafveitunnar og lét læsa þá
inni á nóttunni. Einnig færði
hann menn milli staða í stofn-
uninni, iækkað aðra í tign og
sagði enn öðrum upp.
Harðast kom hreinsun Val-
garðs niður á verkfræðideild-
inni, sem bróðursonur Jakobs,
Aðalsteinn Guðjohnsen, stjórn
aði. Aðalsteinn hafði gert þessa
deild að stærstu deild rafmagns
veitunnar og hafði þar mikil
umsvif, sem Valgarð taldi ó-
þörf.'Hrjá.ði hann deild Aðal-
steins mjög, fækkaði í henni
starfsliði um helming eða nið
ur í 15 manns. Tók hann suma
starfsmenn úr deildinni og
færði, en settj aðra til hliðar.
Aðalsteini líkaði þessar fram
kvæmdir stórilla. Kom ag þvi,
að hann gaf yfirlýsingu um,
að hann mundi ekki taka við
frekari fyrirskipunum af þess-
um manni, yfirverkfræðingn-
um, né vinna undir stjórn hans
að öðru leyti.
Valgarð sagði þá, að það
hlyti að jafngilda því, að starfs-
maður segði upp, er hann neit
aðj að taka við skipunum yfir-
boðara sinna.
Næst gerðist það. að Jakob
rafmagnsstjóri bregður við hart
og tekur verkfræðideild bróður
sonar sins undan yfirstjórn Vai
garðs yfirverkfræðings og set-
ur hana beint undir sjálfan sig.
Þetta taldi Valgarð hina
mestu hneisu. Taldi hann sig
ekki starfhæfan sem yfirverk-
fræðing, ef verkfræðideildin
sjálf væri tekin undan yfirráð-
um sínum. Logaði nú allt í erj-
um í Rafmagnsveitunni.
Að lokum skrifaði .Takob
Guðjohnsen borgarráði bréf.
þar sem hann krafðist úrskurð
ar um réttmæti ráðstafana
sinna. Hótaði hann ella upp-
sö,»n sinni.
f meira en þrjá mánuði hef-
ur borgarráð legið á þessu
bréfi .Takobs.
ALLTAF berast fréttir af flóttatilraunum frá A.-Berlín til V.-Berlínar,
og austur.þýzkir landamaeraverðir uppgötva stöðugt ný og ný jarðgöng,
sem notuð eru við flóttann. Ekki hafa allir heppnina með sér, eins og
skýrir frá i frétt hér fyrir neðan, enda er verið vel á verði. Myndin
sýnir brynvarða bíla, hermenn og landamæraverði við ein slik göng. Hvað
skyldu mragir hafa komist gegnum þau til frelsisins, áður en þau
voru uppgötvuð?
FJÚRIR SLUPPU
- EINN SKOTINN
ANNRIKi HJA
AKUREYRAR-
lDgreglunni
ED-Akureyri, 3. okt.
Um s.l. helgi var gerð tilraun
til innbrots í geymslu skódeildar
KEA vig Hafnarstræti. Innbrots
maðurinn braut glugga, en strand
aði á járnrimlum, sem voru inn-
an hans. Hann reyndi þá við
næsta glugga, en mistókst að
sprengja hann upp. Ekki er vitað
hver var að verki, en málið er
í rannsókn.
Dagurinn í dag var meg líflegra
móti, hvað bifreiðaárekstra snerti,
en þeir eru orðnir 4, þegar þetta
er ritað. Engin slys hafa orðið
á mönnum, en skemmdir á farar
tækjum talsverðar.
Tveggja ára drengur, Magnús
Jón Antonsson, varg nýlega fyrir
því slysi, að detta í götuna fyrir
framan Samkomuhúsið og verða
fyrir bíl. Hann lærbrotnaði og
liggur nú á sjúkrahúsinu.
Það slys varð hér í gærmorgun
að Björn Sigurðsson, Fjólugötu
20, féll niður um gat á gólfi, þar
sem hann vann að byggingu, og
niður á steingólf á næstu hæð.
Björn meiddist illa í baki, og er
talið, að hann hafi hryggbroln
að.
MiðstjórnarfundiK
Fundur verður i miðstjórn
Framsóknarflokksins kl. 4,30
síðdegis á morgun í Félags-
heimili Framsóknarmanna
Tjarnargötu 26.
NTB—Berlín, 6, okt.
í morgun skutu austur-þýzk
ir landamæraverðir á mann,
sem reyndi að flýja til Vest-
ur-Berlínar og ameríska yfir-
ráðasvæðisins í V-Berlín. Ekki
er vitað, hvort maðurinn hlaut
bana af.
Lögreglumenn og fréttamenn
söfnuðust saman í morgun í Heidel
bergstræti, 45ar sem múrinn skipt-
ir götunni endilangri. Athyglin
beindist að húsi nr. 28, en í kjall-
ara þess húss er endir jarðgangn-
anna. í morgun tókst fjórum að
fiýja til V-Berlínar eftir þessum
göngum. en austur-þýzku- Þnda-
mæravörður uppgötvaði þann
fimmta á flóttanum og stöðvaði
hann með skothríð úr vélbyssu.
Amerískur sjúkrabíl var stöðv-
aður, er hann ætlaði yfir landa-
12 ÞUS.
SPURN-
iNGAR!
Tímanum hefur borizt fréttatil-
kynning frá Félagi ísl. bifreiða- •
eigenda, þar sem skýrt er frá lok !
um umferðakönnunarinnar. Þar j
segir, að þegar unnið hafi verið |
úr upplýsingum umferðaspjald- i
anna, verði þær íluttar á vél-1
skýrsluspjöld, og muni þá verða .
tiltæk svör við meira en tólf þús j
und spurningum um megin atriði i
varðandi umferðina i Reykjavík j
og nágrenni. Þá er sagt að um
ferðakönnunin geti leyst úr þeirri
spurningu, hvaða umferðavanda-
mál muni skapast ef ráðhús borg-
arinnar verður reist i Tjarnarend^
anum, fáist og svör við því, hvort
hægt verður að leysa þann vanda. ;
Þá er bent á að umferðakönnunin
geti ráðið úrslitum um skipulagn
ingu vega og gatna og borgar-
hverfa.
mærin við eftirlitsstöðina í Sonn-
enallee, skammt þaðan sem atburð
urinn átti sér stað. Var honum
snúið við með þeim orðum, að
r.óg væri af sjúkrabílum austan
megin, ef einhver þyrfti hjúkrun-
ar við.
Amerískur herbíll ók seinna yf-
ir í austurhlutann og ætlaði til
staðarins og kanna málið, en var
stöðvaður af austur-þýzkum lög-
regluvörðum. Yfirvöld í V-Berlín
yfirvega nú, hverjum tökum beri
að taka, að austur-þýzkir verðir
skyldu stöðva ameriskan sjúkra-
bíl á leið til hjálpar særðum.
Gotf útlit
JRH-Skógum, 1. okt.
HÉR á Skógasandi eiga sex
bændur tuttugu hektara bvggak-
ur, og vex þar Hertabygg. Lítur
nú mjög vel út með uppskeru þrátt
fyrir það, að sumarið hefur ekki
verig mjög hagstætt. Er ekekrt
fokið úr bygginu.
IGÞ—Reykjavík 6. ekt.
Nú um helgina lýkur kosningu
tveggja fjölmennustu launþega-
samtakanna til Alþýðusambands-
þings, þ.e. Dagsbrúnar og Sjó-
mannasambandsins. f báðum þess-
um samtökum er kosið um tvo
lista.
Tvö þúsund og sex hundruð til
sjö hundruð verkamenn eru á
kjörskrá í Dagsbrún. A-listinn þar
er borinn fram af stjórn og trún-
aðarmannaráði, en B-listinn af
Birni Jónssyni og Torfa' Ingólfs-
yfir frá kl. 10 f.h. til 11 e.h.
Kosning þingfulltrúa frá Sjó-
mannasambandinu stendur yfir til
kl. 10 e.h. á sunnudagskvöld, en
kosning fer fram í Reykjavík á
skrifstofu Sjómannafélags Reykja-
vfkur, Hafnarfirði í skrifstofu Sjó-
mannafél. Hafnarfjaiðar, Akranesi
í skrifstofu Verkamannafélags
syni. Á sunnudag stendur kosning
Akraness, Keflavík, í Ungmennafé
lagshúsinu, og Grindavík, í Kven-
félagshúsinu.
A-listinn er borinn fram af
stjórn Sjómannasambandsins og
fieirum, en B-listinn er borinn
fram af Jóni Tímótheusarsyni, Sig
urði Breiðfjörð Þorsteinssyni o.fl.
I smærra lagi
KS-Eskifirði, 1. okt.
SLÁTRUN hófst hér í morgun,
og er áætlað að slátra hér 4—5
þúsund fjár. Búizt er við, að dilk-
ar séu heldur í smærra lagi. —
Menn eru nú í göngum, en ekki
er hægt að segja, ag þeir séu
heppnir með veður.
KÓPAVÍKUIR j
Framsóknarfélag Kópavogs held
ui félagsfund á þriðjudaginn 9.
okt. Fundarefni kosning fulltrúa
á kjördæmisþing og umræður um
bæjarmál. — Fundarstaður og |
og tími verðui auglýstur í þriðju-1
dagsblaði.
Hafnarfiörðiíf
Aðalfundur Framsóknarfélags i
Hafnarfjarðai verður haidinn i i
Góðtemplarahúsinu í dag sunnu
daginn 7. október kl. 4 s.d.
í undarefni: 1 Venjuleg aðalfund
arstörf. 2. Rætt um bæjarmál. —
Mætið vel og stundvíslega.
Framsóknarfélag
K iósarsýslu
Áríðandi fundur að Klébergi,
fimmtudagskvöld. klukkan 9.
Stjórnin
Ben Bella til Moskvu
NTB-Algeirsborg, 6. okt.
Að öllum líkindum verður
Ben Bella innan tíðar boð-
ið í opinbera heimsókn til
Moskvu. Heyrzt hefur, að
Gromyko, utanríkisráðherra,
hafi fengið það hlutverk að
flytja Ben Bella boð Krust-
joffs.
Grófust í aur
NTB-Hammerfest, 6. okt.
Þrír drengir á sex ára aldri
lentu í aurskriðu, sem yarð
í gær á Vestur-Finnmörk.
Einn þeirra lézt samstundis,
annar var fluttur illa meidd-
ur á sjúkrahús, en sá þriðji
slapp algerlega ómeiddur.
Á þess’im slóðum er mikil
hætta á skriðuföllum, ef
mikið rignir.
Hermenn brott frá
Oxford
NTB-Oxford, 6. okt. —
Um 8 þúsund hermenn, sem
Kennedy forseti sendi til
Oxford i Mississippi vegna
óeirðanna þar, fengu i dag
skipun um að snúa heim.
Talsmenn ameríska dóms-
málaráðuneytisins segja, að
fyrr eðá síðar hefðu yfir-
völd í Mississippi orðið að
taka á sig ábyrgð um ör-
yggi negrarís Meredith,
meðan hann er í háskólan-
um. Allt bendir þó til, að
vfirvöld í Mississippi séu
mjög ófús til þess
Fornar hibliur finnast
NTB-Bergen, 6 okt. —
Beiðnir dagblaða í Bergen
til lesenda sinna um að
kanna, hvað þeir kunni að
hafa í fórum sínum af göml
um biblíum hafa dregið
fram í dagsljósið um 290
biblíur eða biblíuslitur frá
því fyrir 1800 Elzta slitrið,
sem þannig hefur komið
fram, er síðari helmingur
Gamla-testamentis á þýzku,
prentað i Augsburg 1524.
Auk þess komu fram 11
eintök af fyrstu dansk-
norsku biblíunni frá 1550,
sem kennd er við Kristján
konung þriðja.