Tíminn - 07.10.1962, Blaðsíða 2

Tíminn - 07.10.1962, Blaðsíða 2
Fjölhæfasta farartækið á Sandi Vegna þeirra mörgu, sem hafa í huga kaup á landbúnaðarbíl- um (fjórdrifsbílum) viljum við benda á nokkur atiiði, er hinir 800 eigendur Land Rover bila álitu að skiptu miklu máli þegar þeir völdu sér landbúnaðarbifreið. 1. Stór liður í viðhaldskostnaði bifreiða eru ryðskemmdir á yfirbyggingu og undirvagni. Yfirbygging og hjólhlífar á Land Rover er úr aluminium blöndu. GrinS er öll ryðvarin að innan og utan. 2. \Heppilegt er að bilar sem mikið eru notað'ir í vatni og aur- bleytu, og þurfa þar af leiðandi nokkra eftirtekt hvað smurn- ingu viðvíkur, hafi sem fæsta smurstaði. Land Rover hefur aðeins 6 smurkoppa og auðvelt er fyrir eigendur að smyrja í þá sjálfir með þrýsti-smursprautunni sem fylgir hverjum bfl. 3. Bændur, sem nota þurfa bíla síria við heyvinnu vita það vel, hvað áríðandi það er, að sem fæstir óvarðir snúningsöxlar séu í drifbúnaði bílsins, og að auðvelt sé að verja þá fyrir heyi. Með Land Rover getið þið fengið ódýrar hlifar fyrir • hjöruliðina sem verja þá fyrir heyi, háu grasi eða þara- bunkum. 4. Allir, sem eitthvað hafa ekið í torfærum og brattlendi, vita hvað áríðandi er að handhemill sé traustur, endingargóður og vel varinn fyrir öllu hnjaski. Handhemilsbúnaður Land Rover er vel varinn upp í grindinni og verkar á hemlaskál á drifskafti. Stilling er gerð með einni skrúfu og er það bæði fljótlegt og auðvelt. Það er margt fleira, sem benda mætti á, t.d. mætti nefna að Land Rover hefur mjög rúmgóð framsæti og er skráður sem 7 manna bifreið. Einnig ættu menn að athuga að auðvelt er að koma fyrir keðjum á Land Rover, bæði á fram- og afturhjól, og að sporvídd hjólanna er sú sama. Skrifið, hringið eða hafið tal af okkur og við munum ieysa úr spurningum yðar og veita yður allar nánari upplýsingar. Heildverzlunin Hekla h.l. Hverfisgötu 103 — Sími 11275 REYKVÍKINGAR HAFA tekið eftir því, að allmiklar breytingar liafa verið gerðar á lóð hins aldna og fagurgerða Safnahúss á horni Hverfisgötu og Ingólfsstrætis. Við þetfca hefur hornið oig húsið óineit- anlega breytt um svip, og flestir segja, að þarna hafi rýmkað og fríkkað við aðger&irnar. í miðri vikunni sem leið heyiðist önnur rödd um þetta, er eitt borgarblað- anna ræddi má’iið og taldi, að hér hefðu afglöp átt sér stað, og sagði m. a.: „Alþýðublaðið harmar þá með fcrð, sem Safnahúsið hefur feng ið. Hú,n sýnir átakanlega, að íslendingar kunna ekki gott að meta og haga sér eins og ný- ríkir smckkleysingjar“. Af því að þetta er raunar mál, sem er meira en eitt hús og ein girðing, er við hæfi að ræða það ,nokkru nánar oig reyna að gera sér Ijóst, hvorfc réttmætt _er að harma það, sem hér liefur verið gert. Garðar og girðingar eru gamalt fyrirbæri í borg og byggð, og smekkvísi eð,a smekkléysi í þeim- efnum hefur oft úrslitaþýð- ingu um útlit hverfa og húsa. 4 FYRR Á ÁRUM og allt fram á þriðja og fjórða tug þessarar a'ldar þótti sjálfsagt að sctja ramm gerða girðingu utan um hús og garð.a, alveg eins og bóndi girti tún sín og engjar. Það kom jafn- ve'l fyrir, að gaddavírinn skartaði um garða í bæjum, meira að segja í Reykjavík. Þéir, sem meira höfðu við, Iétu gera stcingirðingar, j,afn- vel steyptar í skrautmynztrum. Fínast þótti þó að hafa rammlegar járngirðingar, helzt með hringj- um og víravirkjum, eins og tíðk- anlegt var við dönsk slot og kon- unglegar byggingar. f Reykjavík voru gerðiar nokkivar slikar járn- girðingar, og mun stærst og fræg ust járn-gaddagirðingin u.mhverfis Austurvöll. Þessi girðing var engu óveglegri en sú, sem sjá má við sjálfa Amalíenborg í kóngsins Kaupmannahöfn. Þetta þótti bæði skrautlegt og traust, enda var eng um fært yfir þessa girðingu nema fuglinum fljúgandi, enda þótti þetíia góð girðing fyrir sauðnáut- in, þegar þáu komu. Þannig var Bíla- og búvélasalan Ferguson '56 diesel með ámoksturstækium Massey-Ferguson '59 með ámoksturstækjum Dauts ’53 II hp Verð 25 þús 1 Amoksturstæki a Dauts alveg ný Sláttutætan Fahr 51 diesel rtieð sláttuvél Hannomae '55—’59 John Dere '52 Farma! Cub '50—'53 Hjólamúgavélar Hús á Ferguson Heyhieðsluvél Tætarai a Ferguson og Fordson Major Buk dieselvé) 8 hp Vatnsfurbina '4—’6 kv Bíla & búvélasalan við Miklatorg Sími 2-31 3t hjarta Rcykjavíkur varðveitt og þótti vel hæfa frarn eftir ö'Idinrii. Á vetrum var sprautað vatni á völlinn, og svo léku menn sér á sk.autum innan við jár.nvirkið, en bongarbúar söfnu.ðust að á kvöld- in og teygðu sig inn yfir gaddana. Þetta var kunnug vetrarmynd úr Reykjavík á fjórða tug aldarinn- ar. Eg ma,n það t. d., hvað Bene- dikt Waage var sprækur þarna innan við gaddana. En annars gcngu menn um miðbæinn vetur, sumar, vor o,g haust fram hjá Aust urvelli á þessum árum án þess að sjá hann.‘Þétta hefðu alveg eins getað verið fangabúð'ir. EN EINHVERN VEGINN viar það svo, að menn kunnu ekki vel við jámgaddagirðinguna, þótt virktasmíð væri. Loks kom þar öðru hvoru megin við miðja öld- ina, að ráðamenn í borgjnni létu rífa girðinguna og lagfæra Aust- urvöll. Umskiptin voru svo miki'l, að furðu sætti. Aldinn og hrif- næmur Reykvíkingur varð svo g/aðu.r, að hann lyft’ist á tá og sagði: „Þarna kom að því, að Reykjavík liætti að kafna undir höfuðborgar,nafninu“. Og fleiri munu hafa hugsað likt. En fóik var enn fastheldið við l igarffia sína og girðingar, og ríkið hélt í sitt. Safnahúsið hafði lengi verið fegursfca og traustasta hús Reykjavíkur. Þar hafði verið gerð járngadda-skrautgirðing fyrir framhlið við Hveríisgötu. En þetta var mikið verk og dýrt, og hún komst eiginlega aldrei fyrir hor.n'ið, hvað þá kringum liúsið. Þessu átti víst að ijúka síðar, þeg- ar ríkið yrði ríkara. Allir gátu fótum troðið' g,arð Safnahússins að vfld eftir sem áður með því að fara fyrir giringarendann — og gerðu það óspart áratugum sam- an. Þetta var þvi ciginlega ckki girðing um garð, heldur líkast J loníettu.m á ásjónu lnissins. Þessu undu menn iengi vel og sáu engin j m'issmíði á. LOKS KOM ÞAR sumarið 1962, j að húsbóndinn í þessu húsi ákvað að svipta loníettunum burt. Hann lét rífa girðinguna og slétta og lagfæra lóðina. Þetta var mikið fremdarverk og þakkarskylt, þótt seint væri. Og menn námu staðar á Hverfisgötunni og sögðu: En hvað þetta hús er fallegt, ég hef eiginlega ekki tekið eftir því fyrr. Og sannleikurinn var sá, að nú 'loks naut Safnahúsið sín sem skyldi. Línur þess blöstu við hrein iar, hlutföll þess • nutu sín. Boga- gluggarnir komu fram í réttri mynd á miðju húsi. Þarna á götu- horninu hafði rýmkað að mun. Húsið var fríálsara eins og fólkið, sem gekk kringum það. Hurð hafði verið oipnuð og innilokun rofin- Ilús'ið h.aföi risið og stækkað. Að' vísu mátti um það deila, hvort settar skyldu steinþrærnar á gras feldinn við húsið, en það eru smá- munir, sem ekki fela svip húss- ins, oig hægt að taka þær hvenær sem er. ÉG HELD, að þegar við höfum horft á Saf.nahúsið svo sem eitt ár j'árngaddalaust muni þeir verð.a fáir, sem „harma“ það, sem gert hefur verið. Eða hver mundi nú óska sér járngrindanna kringum Austurvöll að nýju? Girðingar mu.nu senn víkja úr borginni, og sú kemur tíð, að fnargur húseig- andinn tekur sér slegigju i hönd og ræðst á steingarðinn fyrir fram an húsið sitt — þennan steinigarð, sem hann keypti dýrurn dómum og taldi skrautvirki hú'ss síns. Og fólkið mun hugsia: Skepnur þurfa girðingar en ekki menn. Að vísu má segja, að lausleg girðing geti verið nauðsynleg, meðan verið er að fóstra upp Við- kvæman gróður í görðum, og með an gatan er aurflag og malar- syrpa, svo að verjast þarf fyrir henni. En þegar gatan er fullgerð, gangstéttir komnar og gróður vax- inn í garðinum, munu menn sj'á, að 'girðingin er óþörf. Skjólbelti fljótvaxinna oig þóttra runna eða sterkra trjáa eru m'iklu betri vörn blómagróðursins í hjarta garðSins. Þannig mun Reykjavík breytast á komandi árum. Garðyrkjumenn og umsjóuarmenn þessara mála f borginni stefna yfirleitt í rétta átt í þessu efni. Húsíin, sem nú eru byggð, eru flest reisuleg og falleg. Vel gerðar götur og ryk- bundnar ásamt fallegum, girðing- ariausum görðum eiga að full- komna það verk að skapa fagra borg. — Hárbarður. Frá Jfekhá Austurstræti 14 Sími 11687 Sendum hvert á land sem er Góðir greiðsluskilmálar \ i 2 T í M I N N , sunnudaginn 7. október 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.