Tíminn - 07.10.1962, Blaðsíða 8
Jón Árnason,
fyrrv. bankastjóri:
Efnahags-
bandalag
Evrópu
i.
Þann 30. ágúst síSastl.
ijirti ríkisstjórnin eftirfar-
andi yfirlýsingu:
„Aa gefnu tilefni vill rík-
isstjómin ítrefea, að' íslamd
hefur ekki sótt um aðild að
Efnahagsbandalagi Evrópu
né um neins konar önnur
tengsl við bandalagið. f við-
ræðum íslenzkra ráf.'herra
við fulltrúa aðildarríkja
h-Mid'alagsins og fram-
kvæmdastjórn þess hafa
engar tfllögur verið gerðar
um tenigsl fslands við banda
lagið' og engar skoðanir ver
ið látniar í ijós um það.
hvemig fsland teldi við-
skiiptahagsmuni sína , bezt
tryggffia“.
Þess hefur nxargsinnis ver
ið getið í blöð'um hér, að
ráðherra og aðrir embættis
menn landsins, hafi verið
„að túlka m'álstað fslands“
í viðræðum sínum við stjórn
ir sexveldanna og embættis
menn Efnahagsbandalags-
ins. En það vefst nú sjálf-
sagt fyrir fleirum en mér,
hvemig þessari „túlkun“
hefur verið varið, án þess að
láta uppi nokkrar SKOÐ-
ANIR um það, hvemig fs-
lend'ingar teldu viðskipta-
hagsmuni sína bezt tryggða,
eins oig stendur í yfirlýsingu
ríkisstjórnarinnar. Um eitt
hvað hefur verið talað. Það
virðist því ekki óeðlilegt,
þó að þess sé knafizt, að rík-
isstjórnin gefi tæmandi
skýrslu um þessi viðtöl, og
þá jafnframt hverjir hafa
kom'ið þar fram fyrir fs-
lands hönd, og hve oft ráð-
herrar oig embættismenn
liafa farið utan í þessum
dularfullu erindum. Það
styrkir líka þesaa kröfu, að
nú er tekið að ræða um
miklu víðtækara og pánara
samstarf milli aðildarríkja
Efnahagsbandalagsins en
gert var í uppbafi.
Tveir aðalforystumenn
þessarar stjórnmálasam-
steypu, de Gaulle og Aden
auer, hafa boðað mjög náið
stjórnmálasamband milli
Frakklands og Þýzkalands.
Þessir einræðissinnuðu
stjórnmálialeiðtogar hafa átt
I baráttu um jafnræðisað-
stöðu Við Bandaríki Norður-
Ameríku hér í Vestur-Evr-
ópu, meðal annars viljað fá
umráð yfir vetnisvopnum,
en án árangurs. Með stjórn
málasamsteypu Vestur-Evr-
ápuríkja kemur til skjal-
anna nýtt stórveldi, sem
verður að minnsta kosti
jiafnoki Bandaríkjanna, ekki
sízt ef Stóra-Bret'tand gerist
að'ili án verulegra breytinga
á grundvalLarreglum Efna-
hagsbandalagsins. — Hitt
virðist nokkuð barnalegt,
sem dagMað eitt hér í bæn-
um sagði nýlega, að nú væri
„ævafor,n óvild úr sögunni“
mill'i Frakka Oig ÞjóðVerja.
Það þarf sjálfsaigt meira til,
þó að slíkt væri æskilegt.
Þessi fyrirhugaða stjórn
málasamsteypa þátttöku-
ríkja Efnahagsbandalagsins
ætti að vera fslendingum
(Framhald á 12. síðu).
Þessi íslandsferð hefur
verið óslitin hátíð
segir írú Marta Hoífmann, safnvörð-
ur Norsk Folkemuseum á Bygdö, í
viðtali við frú Sigríði Thorlacius
Þessi íslandsferð hefur ver-
ið óslitin hátíð, sagði frú
Marta Hoffmann, sem er safn-
vörður Norsk Folkemuseum á
Bygdö. Hér hef ég fengið
staðfestingu á mörgum til-
gátum, sem ég hef verið með
í sambandi við forna vefnað-
artækni — og svo er þetta í
fyrsta skipti í 25 ár, sem við
hjónin höfum getað farið
svona ferð saman. Fyrir rétt-
um aldarfjórðungi vorum við
bæði við nám og rannsóknir
í París, en síðan höfum við
sjaldan getað Varið bæði að
heiman í einu.
Hver er yðar sérgrein, frú Hoff-
mann?
í safninu okkar er deild, sem
kölluð er „heimilisiðnaður og
handverk". Þar,eru einkum geymd
áhöld þau, sem notuð voru við
hin ýmsu störf og má segja, að mín
sérgrein sé þau tæki, sem notuð
voru við klæðagerð og svo að
nokkru leyti sjálf klæðagerðin.
Hefur mikið varðveitzt í Noregi
af gömlum áhöldum í þessari
grein?
Við eigum gott safn, en fátt er
eldra í Folkemuseet en frá því
um fimmtán hundruð.
Eg hef frétt, að þér séuð að'
skrífa bók um þessa sérgrein yð-
ar. Er hún tilbúin?
Að öðru leyti en þvi, að endur-
skoða varð þýðingu á henni á
ensku. Bókin fjallar um rannsókn-
ir á vefnaðartækjum og tækni,
sem ég hef gert undanfarin tíu
ár. Tækin, sem ég hef athugað, er
kljásteinavefstaður, sem hér hef-
ur verið kallaður íslenzki vefstað-
urinn, en var og er einnig til í
Noregi og víðar. Sennilega hefur
hann verið kallaður íslenzkur til
aðgreiningar frá erlendu vefstól-
unum, þegar þeir fóru að flytjast
hingað.
Eg hef á tveimur stöðum í Nor-
egi séð fólk vefa í kljásteinavef-
stað, í Finnlandi og hjá Löppum,
sem kallaðir eru Skolte-Samar. En
á fslandi hafa geymzt merkilegar
ritaðar heimildir um vefnaðar-
tæknina og kemur þar sem oftar
til sögunnar þessi vani íslendinga
að skrásetja allt mögulegt, löngu
áður en nokkrum manni datt í hug
?ð gera slíkt í Noregi. í Búalög
um er merkilegar upplýsingar að
finna um vefnað og um 1914 gaf
Matthías Þórðarson út lýsingar á
vefstöðum og vefnaði. Einnig hafa
þeir Jón Árnason og Sigurður Vig-
fússon haldið til haga merkilegum
lýsingum og hef ég haft mikið
gagn af þessum ritum,' þó að það
kostaði mig feiknalegt erfiði að
lesa þau og fá skýringar á orðum.
sem nú eru horfin úr málinu. Voru
fslendingar i Noregi mér hjálpleg-
ir við það.
En eftir skráðum, íslenzkum
heimildum gat ég látið smíða lík-
an af kljásteinavefstað, en auk
þess höfum við nú eina þrjá slíka
á safninu. Með því að styðjast við
lýsingarnar í riti Matthíasar Þórð-
arsonar gat ég sett upp vef og
fann þá, að hægt var að vefa í
þeim dúka með vaðmálsvend, en
í Noregi hefur ekki á síðustu öld-
um tíðkazt að vefa annað en
einskeftu og krossvefnað í þeim.
Það er áreiðanlegt, að á íslandi
hafa verið ofin hvers konar klæði
i þessum vefstöðum, þangað til
Innréttingarnar komu, enda er til
skrifuð lýsing frá því um 1870,
! hvemig vefa megi með fleiri sköft
i um í þeim. Þar upplýstist atriði,
i sem mér var áður hulið og má
raurtar kalla hreina snilld að finna
upp aðferð til að vefa vaðmál á
þennan hátt. Me?i því áð nota hö-
föld og sköft hefur kljásteinavef-
staðurinn orðið hið bezta tæki.
Það er því ekki ofrriælt, að með
þessum skráðu, íslenzku heimild-
um og þeim vefnaði og tækjum,
sem varðveitt eru hér í þjóðminja-
safninú, hefur geymst fróðleikur,
sem annars væri með öllu glatað-
ur og ég efa ekki, að margir er-
lendir fræðimenn eiga eftir að
færa sér hann í nyt við rannsókn-
ir sínar á fornri klæðagerð.
Hafa ekki kljásteinavefstaðir í
einhverri mynd verið lengi kunn-
ir?
Jú, mikil ósköp. Allt frá því á
steinöld hafa menn notað þá og of-
ið með höföldum og þeir voru
notaðir a.m.k. fram á miðaldir
■ víða í Evrópu. Kljásteinarnir eru
varanlegir og vegna þess, hefur
víða verið hægt að rekja slóð vef-
staðanna. í Jeríkó eru til dæmis
til um sjö þúsund ára gamlir kljá-
steinar. Það er mjög merkilegt að
' geta rakið órofin not tækis eins
I og þessa um svo margar aldir. Það
; er til dæmis mesti misskilningur,
að menn á víkingaöld hafi aðallega
klæðzt skinnum. Þeir klæddust
áreiðanlega fatnaði úr efnum, sem
ofin voru í kljásteinsvefstað.
Ætli að það hafi að jafnaði ver-
ið konur, sem ófu fyrr á öldum?
Mér þykir líklegt, að það hafi
hvergi verið nema á íslandi, sem
karlmenn voru vefarar, fyrr en
vefriaðurinn varð að iðn. Á grísk-
um vösum frá því 500 fyrir Krist
má finna myndir af konum, sem
standa við vef og það eru kljá-
steinavefstaðir, sem þær nota. Nei,
það er ólíklegt að aðrir en kon-
ur hafi haft þolinmæði til að
standa við vefinn, nvort sem það
er nú satt, sem sagt hefur verið
hérlendis, að kona gengi þing-
mannaleið á dag við Vef.
Það hefur þá ekki verið létt
verk a vefa i þessum vefstöðum?
Nei, enda hefur löngum verið
svo, að svokölluð kvennaverk voru
ekki alltaf þau léttustu Mialtir
hafa löngum verið taldar kvenna-
verk og í Noregi breyttist það ekki
fvrr en bændur þar fengu Sviss-
lendinga til að koma til landsins
til að kenna betri meðferð mjólk-
ur og hirðingu kúa en þekkzt
hafði til þess tíma. Var ekki vatns-
þurður líka lengst af kallað
kvennaverk0 Hver myndi telja
hann til hinra léttari starfa?
Var ek>; 'ínrækt allmikil í Nor-
ogi fyrr á öldum?
MARTA HOFFMANN
Hún var allmikil fram á síðustu
öld og er líklega eitthvað lítillega
stunduð enn, en ullin hfcfur alltaf
verið það efnið, sem mest hefur
verið notað í vefnað.
Voru snemma flutt inn til Nor-
egs klæði frá útlöndum?
Auðmenn hafa alltaf flutt silki
og önnur dýr klæði frá fjarlægum
löndum og efni það, sem almennt
hefur verið kallað „klæði“,- var
allt innflutt. Mörg innflutt efni
báru nöfn eftir þeim stöðum, sem
þau komu frá.
Hvað er það. sem yður þykir
ínerkilegast hér í Þjóðminjasafn-
inu?
Það er erfitt að nefna nokkurn
einstakan grip. Nokkrar útsaum-
aðar sessur hafa veitt mér mikils-
verðar upplýsingar um ger?S efna
og útsaumsaðferðir, en yfirleitt er
allt það, sem til er af klæðum hér
: safninu, hvað öðru merkilegra
Eg var búin að skrifa bók mína
áður en ég kom til íslands og ótt-
aðist satt að segja. að svo kynni
að fara, að ég yrði að skrifa sumt
ai henni upp aftur brátt fyrir bá
mikiu aðstoð sem þjóðminjavörð-
ur og Gísli Gestsson höfðu áður
veitt mér með því að svara ótal
I"-éfum og senda mér myndir En
niðurstaðan verður eiginlega su.
°ð ég geti strikað út margar vanga
veltur og sett fullyrðingar í stað-
inn, því hér hef ég fengið stað-
I feslingu þess, að ágizkanir mínar
hafa verið réttar. Hér eru klæði,
I sem vel má af greina hvernig sett
! hefur verið upp í vefinn eins og
| ég gat um áður, þá er hér að finna
skráðar heimildir, sem hvergi eru
annars staðar til. En það er á,reið-
anlegt, að allir, sem hingað leggja
leið sína til rannsókna á klæða-
gerð, munu finna eitthvað merki-
legt í Þjóðminjasafninu. Hér eru
varðveitt margs konar dæmj um
tækni, sem hvergi er annars stað-
ar að finna.
Þér hafið vonandi séð eitthvað
af landinu utan Reykjavíkur?
Já, maðurinn minn er hér á veg-
um Húsnæðismálastofunarinnar
og í sambandi við störf hans fyr-
ir hana, fórum við m. a. norður í
land. Ég hef ekki orðið eins hrifin
af náttúru nokkurs lands. sem ég
hef séð. Það stafar kannski að ein-
hverju leyti af því, að þessi skóg-
lausa víðátta minnir mig á æsku-
í stöðvar mínar. Þetta mikla ljós
og víði himinn er töfrandi Við
fórum líka austur að Keldum og
sáum Tindafjallajökul, Eyjafjalla-
lökul og Heklu með nýsnævi á
tindum. Þegar é.g kem heim. ætla
ég að setjast við að lesa fslend-
ingasögur á ný því nú hef ég
sögusviðið í huganum, jafnt jökla
=ýn sem mynd lindarinnar, sem
ólgar upp úr hraunsandi hjá Keld-
um.
TIMINN, sunnudaginn 7. október 1962