Tíminn - 07.10.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 07.10.1962, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu- húsinu. Afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur í Banka- stræti 7. Símar: 18300—18305. — Auglýsingasími: 19523. Af- greiðslusími 12323. — Áskriftargjald kr, 65.00 á mánuði innan- lands. í iausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Stöðvar stjórnin síld- veiðarnar enn? Grein eftir Gunnar Flóvenz, framkvæmdastjóra síld- arútvegsnefndar, er birtist hér í blaðinu í gær, hefur vakið mikla athygli. í greininni er það upplýst, að mark- aðirnir fyrir Suðurlandssíld geti verið í mikilli hættu, ef veiðarnar fyrir Suðvesturlandi geta ekki hafizt nú þegar. Síldveiðiflotinn liggur hins vegar í höfn, þar sem ekki eru lengur til neinir samningar um síldveiðikjörin milli út- vegsmanna og sjómanna og óvíst hvenær viðræður hefj- ast um nýja samninga og enn síður. hernig þær muni ganga. Það má ekki ske, að góðir síldarmarkaðir tapist af þessum ástæðum. Ríkisstjórnin verður því tafarlaust að grípa hér til sinna ráða og leysa málið þannig til bráðabirg'ða — eða meðan samningaviðræður standa yfir, — að báðir aðilar geti vel við unað. Vænlegasta lausnin er sú, að sjómenn verði ráðnir á skipin samkvæmt gömlu samn- ingunum, en ríkið taki að sér að greiða tækjauppbót til útgerðarinnar, er svarar þeirri upphæð, sem tekin hefur verið af sjómönnum í sumar með gerðardóms- valdi. Hér myndi aldrei verða um neina stóra ^upphæð að ræða, eins og sézt á því, að á síldveiðunum í sumar mun þessi upphæð hafa numið 20—30 millj. kr. Ríkið borg- ar nú með einum eða öðrum hætti 500—600 millj. í upp- bætur og niðurgreiðslur, svo að það ætti ekki að teljast neinn voði, þótt nokkrar millj. bættust við. Að öðrum kosti er Ííka mikil hætta á því, að marg- fallt stærri upphæð tapist þjóðarbúinu og ef til vill tap- ast markaðir, er ekki finnast aftur. Ríkisstjórnin getur auðveldlega forðað þeirri stöðv- un, sem hér vofir yfir, og raunverulega verður það þvi hennar sök, ef til hennar kemur. Sú saga frá síðastl. vori, þegar ríkisstjórnin lét síldveiðiflotann stöðvast í þrjár vikur, má ekki endurtaka sig. Tímamótaþing opin- berra starfsmanna Um þessa helgi er háð í Reykjavík 22. þing Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Þetta er án efa eitt hið mesta timamótaþing í sögu þessara stóru og þýðingarmiklu samtaka. Því veldur fyrst og fremst, að nú geta opinber- ir starfsmenn í fyrsta sinn fjallað um launa- og kjara- mál sín á nokkurn veginn frjálsum grundvelli, gert til- lögur og sett fram til samningagerðar. Þeir hafa fengið samningsrétt og viðurkenndan íhlutunarrétt um kjara- mál sín. Þessi samtök hafa að sjálfsögðu lengi barizt fyrir auknpm samningsrétti sér til handa, en stjórn samtak- anna tókst á s.l. ári að fá samningsrétt viðurkenndan. Hefur núverandi formaður BSRB Kristján Thorlacius unnið þar að með miklum dugnaði og góðri forsjá, og á hann sérstaklega þakkir skildar. Að visu er ekki um fullan samningsrétt að ræða, þar sem samtökin hafa ekki stöðv unarvald, en mikilvægt spor er þetta og getur vel farn azt, ef góð sanngirni ríkis hjá hinu opinbera ríki og bæj- um, og hjá opinberum starfsmönnum sjálfum. Þeir haf? nú lagt fram fyrstu tillögu sína að launum og launaflokk um, og er þess að vænta, að byggt verði á þeim grund velli til halds og frambúðar. Það er ástæða til þess að óska BSRB til hamingju meí þennan áfanga og vænta góðra starfa á þessu þingi. $mm RAMBUSCK: - ■ ' Eiga Danir nokkurt erindi í Efnahagsbandalag Evrópu? Einn af yngri ieiðtogum radikalafiokksins svarar spurningunní neitandi EIGA DANIR ERINDI ÞANGAÐ? AFSTAÐA Dana til Efnahags bandalags Evrópu er stærsta málið, sem stjórn okkar hefur þurft ag taka ákvörðun um. Fulltrúar okkar í Briissel reyna ag fá samþykkt viðunandi skil- yrði fyrir inngöngu okkar, og á meðan er deilt um þátttök- una hér heima. Þessi deila geis ar í hvers konar félögum, blöð- um, tímáritum og manna á milli. Hún harðnar æ meir, því ag sá dagur nálgast að við verð um að segja já eða nei. Samtök ungra radikala hafa ekki enn tekið sameiginlega af stöðu til Evrópubandalagsins. Það verður gert á flokksþingi okkar, sem haldið verður í Kaupmannahöfn í desember. Ég get Því ekki fullyrt um, hver skoðun samtakanna er, og verð að láta mér nægja að skrifa um afstöðu þeirrar grein ar samtakanna, sem ég fylgi. Við erum á móti inngöngu Dan- merkur í Efnahagsbandalagið, hvað sepi England gerir. Við erum í þessu efni ósammála flokki okkar, sem hefur lýst sig samþykkan því, að Dan- mörk gangi í Efnahagsbanda- lagig ef England gerir það. MARGIR radikalir eru and- stæðir Efnahagsbandalaginu og á það einkum við um hina yngri menn. Andstæðingarnir koma víða að, og andstaðan eykst sjálfkrafa, eins og and- spyrnuhreyfingin á stríðsárun- um. Hvað snertir frjálsa skoð- anamyndun er ánægjulegt, að þessi andstaða skuli koma fram. Að öðrum kosti hefðum vig gengið blindandi í Efna- hagsbandalagið. Stjórnmála- mennirnir hefðu þá sagt okkur, að þetta væri nauðsynlegt frá fjárhagslegu sjónarmiði séð, og frekari umræður um málið væru ekki æskilegar. Það er ávinningur fyrir and- stöðuhreyfinguna að Bonn-yfir lýsingin og Birkejbaeh-frétr.in skuli hafa blandazt í deilurnar Augu almennings eru að opn- ast fyrir pólitískum og menn- ingarlegum afleiðingum af þátt töku Dana í Efnahagsbandalag inu og þeir verða æ fleiri, sem trúa því, ag við komumst af án þátttöku. Andstæðingar Efnahagsbanda lagsins meðal ungra radikala snúast gegn Þátttöku Dana af tveimur ástæðum. BANDALAGIÐ er stórt og þátttakendurnir eiga að af- henda miður lýðræðislegum stofnunum þess verulegan hluta af fullveldi sínu. Fyrir því er örugg reynsla, að lýðræðið nýtur sín betur í smáum samtökum en stórum. Þar þekkja kjósendurnir stjórn málamenn sína og geta haft eftirlit með þeim. Þar eru vandamálin ekki erfiðari við- fangs en svo, að vökull þegn getur mótað rökstudda afstöðu til þeirra. Það verður erfilt fvr ;r löggjafana að þekkja vel til ■ iafn stóru ng marPhrevfilég" ríki og Vestur-Evrópa er. — 'ít.iörnmálamennirnir komast »kki hiá því a« verða til muna "iwmiiiimnuiwiH———— háðir embættismönnunum. Og hvernig eiga kjósendur, sem ekki Þekkja viðfangsefnin, að hafa eftirlit með stjórnmála- mönnunum. GERT er ráð fyrir að Dan- mörk geti sent 10 eða 11 þing- menn á þing Evrópubandalags- ins. Hvers konar menn verða það? Þeir verða að vera allt öðru vísi en núverandi stjórn- málamenn okkar. Þeir verða að kunna til hlítar 2—3 erlend tungumál til þess að bjargast meðal útlendinganna. Þeir verða að vera sérfræðingar, sem standa allfjarri almennum kjósendum. Erfitt verður að finna þá og enn erfiðara að skipta á Þeim. Það verður allt- af hægt að vísa á bug óánægju með þá á þeim forsendum, að þeir hafi orðið að beygja sig fyrir „nauðsyn Evrópu“. Verð- ur það yfirleitt ráðlegt, að skipta um stjórnmálamenn okk ar hjá Efnahagsbandalaginu? Þjóðarinnar vegna verðum við ag vanda valið eins og kostur er....... GETI kjósendurnir ekki haft eftirlit með valdhöfunum og vísað þeim frá, hvar er iyels- ið þá statt? Allt vald veldur spiliingu og alveldi eyðileg.g- ;ngu. Margt bendir til að skrif- -tofuvald Efnahagsbandalags Fvrópu verði alveldi. Ég óttast, að færri en áður fáist til að taka þátt í stjórn- •uálum, ef við göngum I Efna- hagsbandalagið. Hví skyldi mað ur eyða tíma í stjórnmál, ef öll um veigamestu atriðum þeirra verður ráðið til lykta utan Dan merkur? En gerir þetta svo mikið til? Jörgen Petersen prófessor gerir ráð’ fyrir að helmingur Þeirra mála, sem danska þingig ákvarðar nú um, verði útkljáð hjá' Efnahags- bandalaginu og ef stjórnmála- samvinnan gengur fram eins og vonast er eftir, þá verður enn minna að gera á Kristjáns- borg. ÞAÐ er fyrir löngu Ijóst, að sexveldin stefna að sameigin- legum utanríkis-, varnar- og menningarmálum. Utanríkis- verzlunin verður sameiginleg þegar í upphafi. Ef sameining- in á ag hafa tilgang getur ekk- ert þátttökuríki tekið sér sjálf- stætt frumkvæði í utanríkis- málum. Einstefnan heldur sínu striki í misnotuðu nafni sam- vinnunnar. Verður um annað að gera en að hreyta eftir á- kvörðunum Evrópu, ÞAU RÚM 100 ÁR, sem lýð- stjórn hefur ríkt í Danmörku, hafa verið góð ár. Vig hætt- um að leika stórveldi og áunn- um þá efnislegar gnægtir og aukna menningu .Stjórnmála- frelsi og andlegt frelsi í Dan mörku hefur aldrei verið meira en nú. Öryggið hefur aldrei ver ið jafnmikið. Danmörk hefur aldrei verig jafn dönsk og þessi 100 ár. Þróunina getum við þakkað okkur sjálfum Við þurf um ekkj framar Frakka og (Framhald á 12 síðu) TIMINN, sunnudaginn 7. október 1962 i J 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.