Tíminn - 10.10.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.10.1962, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Franxkværadastjóri: Tómas Arnason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrífstofur í Eddu- húsinu. Afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur í Banka. stræti 7. Símar: 18300—18305 — Auglýsingasími: 19523. Af- greiðslusimi 12323, — Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Dómur vísitöknnar Eitt hið gleggsta einkenni á íhaldsstefnu þessarar ríkis- stjórnar er það, hve hinir tekjuminnstu í þjóðfélaginu cru fyrir borð þornir, ekki aðeins með algerlega ófull- nægjandi og óraunhæfum launakjörum, svo að mikið vantar á, að daglaun nægi fyrir vísitölukostnaði heim- ilis, heldur einnig með því að þyngja óhæfilega opin- bera skatta og skyldur á þessu fólki. Annað einkenni, sem fylgir sem grár köttur þessari staðreynd, og þer ljóst vitni um ósæmilegan áróður þess- arar ríkisstjórnar, er það, að hún básúnar það sífellt og telur eitt sitt helzta skrautblóm, að einmitt kjör þessara stétta hafi verið bætt, jöfnun þjóðartekna hafi farið fram, og skattar og skyldur lækkaðar mjög, einmitt mest á lág- tekjufólki. Fjármálaráðherrann hefur verið einkar iðinn við þennan kola, og skrifað grein eftir grein um það i Vísi. í Morgunþlaðinu er þetta svo bergmálað, og segir þar síðast í gær, að stjórnin hafi „lækkað og jafnvel fellt niður skatta af miðlungstekjum og lágum tekjum“. En fyrir skömmu kom fram haldgott vitni, sem svipt- ir hastarlega grímunni af þessum ósannindaáróori. i álitsgerð kauplagsnefndar, sem reiknar út, vísitöluna eft- ir gögnum hagstofunnar, segir m. a. svo um vísitöluna 1. september: „Aðalbreytingin frá vísitölunni 1. ágúst 1962 er sú, að sá liður vísitölunnar, sem hefur að geyma gjöld ti’ opinberra aðila, hækkar sem svarar 2,3 vísitölustigu i Þetta er fært inn í vísitöluna einu sinni á ári, og í þessum lið eru m. a. tekjuskattur, almannatrvggingagjöld og fleiri ríkisgjöld. Þetta er því gjöf „skaítalækkunar- innar“ á þéssu ári^og.er.þó ótalið það, sem mest er — söluskattarnir — sem koma fram í vöruverðinu. Þessi vitnisburður verður varla véfengdur, og honum ber illa saman við áróðursþrugl fjármálaráðherra og íhaldsblaðanna. Mbl. lætur líka sem það viti ekki af þessu og heldur öfugmælasöngnum áfram um að „við- reisnarstjórnin hafi einmitt lagt megináherzlu á að stuðla að bættum efnahag alls almennings11 og klykkir út með því, að „hin mikla og varanlega atvinna. sem er af- loiðing viðreisnarstefnunnar, hafi skapað velmegun, sem blasir við augum allra“. Þeir halda sig við það, að síldveið- in og góðærið til sjávar sé ríkisstjórninni að þakka. En staðreyndirnar vitna gegn þessum söng. Vísital- an segir skattana hafa hækkað, þegar Mbl. segir þá lækka. Og hún segir einnig, að mikið vanti nú á, að lægstu daalaun nægi vísitöluheimilinu bað er óræk sönnun um stóraukna misskiptingu bi^ð^'teknanna og lækkun almennra lífskiara. Þetta er dómur vísi- tölunnar v*'r stiórnarárcðrinum. Alþingi sett . Alþingi Íslendínga 83. löggiafarþing verður sett í dag. Engar vonir eru til þess að stjórnarflokkarnir fáist til að hverfa frá þeirr'i stefnu sem þeir hafa hafa fylgt en enginn vafi er þó á. að stiórnarandstöðunni muni tak ast að knýja stjórnarflokkana til nokkurs undanhalds. þvi þeir óttast dóm kiósenda að von og.þingmenn stjórnar fiokkanna, sem á fyrri þingum hafa stimplað tillögu’ Framsóknarmanna „ábvrgðarlaus vfirboð“ mæla nú manna ákafast um nauðsyn þess að hrinda beim málum sem tillögur Framsóknarmanna fjölluðu um, í fram- kvæmd hið fyrsta — og þá eiga þeir auðvitað við eftir kosningar — og leggia fram tu staðfestingar ..fram- kvæmdaáætlun“ í anda bláu bókannnar. sem „góða raun“ þvkja hafa gefið. En i næstu kosmngum munu stinrna” flokkarnir ekki verða dæmdir af orðum sínum og fög’- um loforðum heldur athöfnum sínum þetta kjörtímabil. leysa Berlínardeiluna? Tillögur McDermott, fyrrv. sendifulltrúa Breta í Vestur-Berlín ÞAU TÍÐINDI gerðust fyrir nokkru síðan, að brezki sendi- fulltrúinn í Vestur-Berlín, tle- offrey McDermott, lagði niður embætti sitt og gekk jafnframt úr utanríkisþjónustunni. Opin- berlega var látið heita svo, að hann hætti störfum vegna las- leika konu sinnar og annarra persónulegra ástæðna, en raun verulega ástæðan var sú, að brezka utanríkisráðuneytið laldi ekki lengri dvöl hans í Vestur-Berlin æskilega. Vestur- Þjóðverjar töidu sig hafa kom- izt á snoðir u.m, að McDermott hefði aðrar skoðanir varðandi lausn Berlínardeilunnar en samrýmanlegar væru kokka- bókum þeirra. Þetta var látið berast til eyrna brezku stjórn- arinnar, en hún vill umfram allt vingast við Vestur-Þjóð- verja meðan stendur á viðræð- unum um inngöngu Breta í Efnahagsbandalagið. Niður- staðan varð sú, að McDermott var látinn fara. Með McDermott hverfur mað ur úr brezku utanríkisþjónust- unni, er þótt hefur vænlegur til áhrifa og frama. Hann er ágætlega menntaður, enda kom inn af efnuðum ættum, og hef- ur getið sér gott orð, þar sem hann hefur dvalizt, m.a. á Kýp- ur. Hann er 49 ára gamall og þótti líklegur til að hækka í tign, þegar þjónustutíma hans ; i Berlþr ,væri lokið. Síðan McDermott lét af störf- um, hefur hann ekki setzt í helgan stein, heidur gert opin- berlega grein fyrir skoðunum sínum í Berlínarmálinu. Hér á eftir verður nokkuð sagt frá þeim. McDERMOTT er þeirrar skoð unar, að engin lausn náist, án óbreyttrar stefnu. Hún muni aðeins halda við óbreyttu hættuástandi, er sé alls ekki hliðhollt vesturveldunum. Út- hald íbúa Vestur-Berlínar ge’i smátt og smátt bilað, eins og sjáist á því, að ungt fólk íeitar Íburtu þaðan í vaxandi mæli. McDermott segir, að gott sé að hafa söguna til hliðsjónar. þegar hugsað sé um Berlínar- málið. f því sambandi bendir hann á eftirgreindar stað reyndir: Berlín hefur aðeins í fáa ára- tugi verið höfuðborg samein- ast þýzks ríkis. Berlín er ekki í augum Þjóðverja í Suður- Þýzkalandi neitt svipað því og París er i augum Frakka og SLondon i augum Breta. Skipting Þýzkalands er aí leiðing þess, að Þjóðverjar hófu síðari heimsstyrjöldina og verða m.a. að gjalda íyrir það með skiptingu lands síns. Eng ar líkur eru til þess. að Þýzka land verði sameinað í náinm framtið nema eftir kjarnorku styrjöid eða skyndilega stefnu breytingu hjá Rússum. Hið fyrra mun enginn telja æski legt, en hið síðara er næs a ósennilegt í náinni framtíð Meginþorri almennings 1 Vestur-Þýzkalandi hefur tak •narkaðan áhuga fyrir samein mgu Þvzkalands að sinni Þetta gildir líka um marga hina íbyrgar-, stjórnmálamenn Vest nrÞióðve-ja bar á meðal Ad 1 enaii'T H n ovandaðri stjórn McDermott málamenn þejrra reyna hins vegar að nota Berlínardeiluna sér til framdráttar, bæði í á- róðrinum heima fyrir og í skipt um við hina vestrænu banda- menn sína. Þeir reyna m.a. að nota hana til þess að knýja það fram, að Þjóðverjar fái kjarn- orkuvopn. Þeir jafnvel gefa í skyn, að Vestur-Þjóðverjar kunni að semja við Rússa, ef ekki verði farið að óskum þeirra. MEÐAL Austur-Þjóðverja er einnig takmarkaður áhugi fyr- ir sameiningunni. Það er rétt, að þrjár milijónir Austur- Þjóðverja hafa fiutzt til Vest- ur-Þýzkalands til þess að njóta betri kjara þar. En það fer litið fyrir nokkurri skipulagðri andspyrnuhreyfingu i Austur- Þýzkalandi. Þar er ekki um neina andspyrnuhreyfingu að ræða, t.d. svipaðri þeirri, sem var á Kýpur Sennilega eru alltaf 10% Austur-Þjóðverjar gallharðir kommúnistar, og miklu stærri hópur sýnir stjórn arvöldunum fulla hollustu Það er ekki hægt að neita þeirri staðreynd. að það eru Þjóð vcrjar. sem s jórna_ Austur Þýzkalandi að langmestu leyti. Þeir Þjóðverjar, sem standa sig tvímæialaust bezt og eru aðdáunarverðir. eru Berlínar búar Þeir hafa ekki látið bug ast, þrátt fyrir allar ógnanir Þeir eiga líka bezta leiðtogann bar sem Wiliy Brandt STAÐAN er nú þannig, að vesturveldin geta ekki gefizt 'ipp í Ves ur Berlín, því að það vrði þeim óbætanlegur álits- 'inekkir. Krustjoff getur ekki heldur sleppt Austur-Berlín >ða Austur-Þ.vvkalandi af sömu istæðu En þetta þarf hins ve-g ir ekki að þvða það að sjónar við og hagsmumr vesturs os lusturs scu ósættanlegir í Berl jðíh McDi’rinott segist geta hugsað sér eftirfarandi sem eins konar meðalveg: 1. Bæði vesturveldin og Rússar lýsi yfir því, að það sé fiamtíðarstefnan að sameina Þýzkaland (það er nú yfirlýst stefna beggja) þótt því verði ® frestað að sinni, t.d. næstu ffl 20 ár. 2. Núverandi landamæri i Þýzkalands verði endanlega j| viðurkennd. 3. Austur-Þýzkaland verði meðhöndlað eins og sérstætt ríki, eins og það er í raun og veru, og reyndar er þegar viðurkennt á margan hátt, t-d. með verzlunarsamningum. 4 Vestur-Berlín og Austur- Berlin verði sérstakt riki og ábyrgist fjórveldin (þ.e. Bandaríkin, Bretland, Frakk- land og Sovétríkin) sjálfstæði þess og frjálsar samgönguleið- ar þangað. Berlín geti samið við erlend ríki um að þau hafi takmarkaðan herafla i borginni. Þó mætti þetta lið hvorki vera frá Austur-Þýzkalandi eða Vestur-Þýzkalandi 5. Sameinuðu þjóðirnar flytji einhverjar af helztu stofnun- um sínum til Vestur-Berlínar 6. Öil þessi þrjú þýzku ríki verði þálttakendur í Samein- uðu þjóðunum HÉR hefur þá í fáum drátt- um verið lýst skoðunum og til- lögum McDermott Sennilega fá þær hvorki góðar undir tektir í Vestur-Þýzkalandi nc Austur-Þýzkalandi Vestur-Þjóð verjar vilja ekki láta viður- kenna Austur-Þýzkaland og Austur-Þjóðverjar vilja árcið- anlega ekki sleppa Austur- Berlín. Þótt tillögur McDer mott séu þannjg vafasamar til samkomulags. hafn þær þó þann kost, að reynt er að finna nvjar leiðir og leita 'ftjr út- göngu úr þeirri hættulegn sjálfheldu, sem þessi mál hgfa komizl i. Þ.Þ. T í M I N N, miðvikudagurinn 10. okt. 1962 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.