Tíminn - 10.10.1962, Blaðsíða 12

Tíminn - 10.10.1962, Blaðsíða 12
2. síðan Tónskáldi einu frá Norðurlönd- um reyndist einnig auðvelt að tryggja sig gegn því að hann gæfi vegfaranda á kjaftinn og var hann bó þekktur sem ör og skap- bráður. Næstliðið sumar fengu margir Englendingar stórar fúlgur greiddar vegna þess að þeir höfðu tryggt sig gegn rigningu í sumarleýfinu. Gegn sérstakii tryggingu er hægt að fá greiddar 240 krónur. ef hann rignir nægi- lega mikið. Amerískir framleið- endur sem framleiða fallhlífar, sem eru til þess notaðar að draga úr hraða geimskipa við lendingu hafa trvggt sig gegn hugsanleg- um göllum sem gætu leitt til þess að geimski'pið hrapaði til jarðar. Þegar Audrey Hepburn datt af hestbaki við kvikmyndaleik, fékk kvikmyndafélagið upp undir 20 milliónir krónur ísl. í skaðabæt- ur. Leikhús eitt í London. sem sýnir óvenju skemmtilegan gam- i anleik. hefur tryggt leikhúsgesli gegn því að deyja úr hlátur- j krampa meðan á sýningu stend- j ur. Amerfkumaðurinn Dick Mey-1 er vann nýlega það afrek í golfi, sem kallað er „hola i höggi“ (hole-in-one) en það þykir svo sjaldgæft fyrirbrigði að það kem ur ekki fyrir nema einu sinni á ári að jafnaði. Hann hlaut 35. þúsund krónur í verðlaun, en forráðamenn keppninnar urðu að engu fátækari, þeir höfðu haft vaðið fyrir neðan sig og tryggt sig gegn áhættunni. Þeir höfðu því aðeins þurft að greiða ið- gjaldið til Lloyds. Samruni marara fvrirtækja Llovds hefur alla tíð verið hulið leyndardómsfullum hjúpi en á seinni árum hefur tjaldinu að nokkru leyti verið lyft og al- menningi gefinn kostur á að kynnast starfseminni. f vor voru í fvrsta sinn onnað almenningi húsakvnni Lloyds, þar sem fjár- fúlgur tanast og vinnast á auga- bragði. Það var þó aðeins skamma hríð meðan á hátíða- höldum í City stóð. Hjá Lloyds kemur ýmislegt á óvart, meðal annars kemur i ljós að sæmileg- ur ágóði er að bílatryggingum, en það er meira en tryggingafé- lög á Norðurlöndum geta gumað af Oe sama máli gegnir um veniulpv tryggingafélög í Bret- lanrÞ Mörg þeirra tapa stórfé á bílatrvggingum. Llovds er ekki fyrirtæki í venjnlegri merkingu þess orðs eins og áður er getið, heldur standa mörg fyrirtæki að baki þvf Unnrunalega var um að ræða mörg þúsund einstaklinga sem komu fram sem keppinaut- ar á tryggingamarkaði Lloyds. f Llovds eru enn 5000 slíkir einstaklingar en þeir hafa mynd- að með sér samtök og hrópa. nokv-iv qaman bannig að þeir eru færir um að taka á sínar herðar hærri tryggingu og meiri áhættu Nú eru innan vébanda Lloyds um það bil 200 slíkir hóp- ar og 'eru í stærsta hópnum um 200—300 félagar en í minnsta ,,hónnum“ aðein* einn. Hóparnir eru á engan hátt háðir hver öðrum að öðru leyti en því að allir starfa þeir innan Idoyds og eru sameiginlegir eig- endur byggingarinnar Þeir keppa innbyrðis um að taka að sér tryggingu sem miðlarar bjóða út fyrir hönd viðskiptavinanna. Það eru miðlarar sem koma fram fyrir hönd tryggingataka, þeir síðarnefndu eru aldrei í beinu sambandi við tryggjendur, sem taka á sig áhættuna. Lloyds er ,stjórnað“ af svo- nefndum undirriturum“ (under- writers) sem eru nokkurs konar forstjórar þeir semja við miðl- arana fyrir hönd „nafnanna" (the names) En „nöfnin“ eru eistaklingar þeir sem byggja upp samtðkin þeir koma ekki nálægt daglegum rekstri og hafa fæstir nokkuð vit á trygginga- málum þeir leggja aðeins fé sitt í fyrirtækið og táka á sig þá áhættu sem forstjórarnir skuld- binda þá til. Það virðist óneitanlega áhættu- samt að vera eitt af ,,nöfnunum“ en samt sem áður er það mjög eftirsótt. Viðkomandi þarf bara að hafa 7,5 milljón króna til- tækar hvenær sem er. Þar fyrir utan er ekki svo mik- il hætta á tapi. Reynsla síðari ára hefur a. m. k. sýnt það, en áður fyrr kom það iðulega fyrir að menn töpuðu stórum fjárfúlg- um við skipsmissi. Nú er oftast endurtryggt hjá einhverju fyrir- tæki og tapið við einn skips- missi þarf ekki að vera nema 10 krónur fyrir ,,nafnið“ hjá Lloyds. Tryggingastarfsemin fer öll fram í stórum sal á jarðhæð Lloyds-byggingarinnar, sem er 4000 fermetrar að stærð. Þar hitta miðlararnir „undirritar- ana“ að máli og semja við þá um tryggingar. Komist þeir ekki að samkomulagi hjá einum, er bara leitað til næsta og það er harla ólíklegt að miðlarinn finni ekki að lokum rétta manninn. Þar er „slysataflan" á veggn- um og þar má sjá skráð öll stór- slys sem sennilegt þykir að kosti vátryggjendur Lloyds skaðabóta- kröfur. Og í miðjum salnurn liggur slysabókin frammi. Þar er m. a. að finna á skrá hið fræga skip, „Fl.ving Enterprise" sem Karlsen skipstjóri reyndi sællar minningar að bjarga i ýtrustu neyð. Eins og kunnugt er varð hann að gefast upp eftir langa og harðvítuga baráttu en hlaut þó viðurkenningu sem fáum veit- ist, hann var sæmdur silfurorðu Lloyds fyrir tilraun sína. Vitaskuld er arfur fortíðarinn- ar í hávegum hafður hjá Lloyds. Til dæmis er slysabókin enn þá færð með fjaðurpenna eins og á tímum kaffihússins, en ritvélar eru þó notaðar við annars konar störf sem minna er um vert. Skipsbjallan af „Lutine" í Salnum hangir einnig s-kips- bjallan fræga, sem bjargað var fyrir 100 árum úr flaki brezka skipsins „Lutine“. Skipið sökk árið 1799 fyrir ströndum Hol- lands með gull í lestinni að verð- mæti 100 milljónir króna og varð Lloyds að bæta skaðann. Þeir reyndu síðar að bjarga hinum dýrmæta farmi og tókst að koma tveimur milljónum á þurrt land ásamt skipsbjöllunni, en ekki varð heldur meira úr því ævin- týri. Nú er skipsbjallan notuð þeg- ar boðuð eru stórtíðindi. Eitt högg boðar válegar fréttir, þá ríkir grafarþögn í hinum stóra sal. Tvö högg boða gleðitíðindi. Öll byggist starfsemi Lloyds á umfangsmikilli upplýsingaþjón- ustu sem nær um allan heim, jafnvel bak við járntjaldið. Um 1500 umboðsmenn og útsendar- ar eru dreifðir um víða veröld og safna upplýsingum sem sendar eru til Lloyds í London. Á þeim grundvelli er starfsemin skipu- lögð. Þessar upplýsingar eru sumar prentaðar i málgögnum Lloyds en merkast þeirra er „Lloyds List“ Það er í rauninni elzta dagblað í London, útgáfan var hafin 1734. „The Tirnes" sem þó er talið elzta dagblaðið fór ekki að koma út fyrr en 1785. — Mogens Nejlby Viðtal viS Þóri Berg^on Framhalrl at 9 síðu — Þeim hefur fjölgað tals- vert á seinni árum. Nýjasta félag á landinu er líklega I Byggðatryggingafélag Húnvetn inga, en það félag, sem síðast tók til starfa hér í Reykjavík, er Ábyrgð, sem er þó ekki ís- lenzkt tryggingafélag, heldur deild úr sænska tryggingafélag inu Ansvar. En elzta almenna tryggingafélag landsins er Sjó vátryggingafélag íslands, er stofnag var 1918. Nú gefst ekki tírrii til að fræðast meira að sinni af Þóri Bergssyni. Hann hefur ekki frið fyrir símahringingum, af því að hann á að vera mættur á fundi í stjórn Sambands ís- lenzkra stúdenta erlendis, en frá stofnun þess hefur hann annazt alla starfsemi sambands ins hér heima, og það er tals- vert verk líka, auk hinna flóknu tryggingavísinda, að gæta hagsmuna íslenzkra stúd enta erlendis, því að þeir skipta hundruðum í tugum landa. — G. B. Leirkerasmíði Kínverja Framhald af 8 síðu landinu að vænta megi mikils útflutnings á leirvörum, sér- staklega til Bandaríkjanna. — Leirkerasérfræðingur á Taiw- an, sem nýlega var á ferð í Bandaríkjunum til að kynna leirframleiðslu þar vestra, fékk fleiri kauptilbo'ð en fram leiðendur Taiwan séu sér fært að uppfylla. Kaupsýslumenn frá öðrum löndum lieims hafa einnig látið í ljós áhuga sinn á kínverskri leirsmíði. Hin forna frægð Kínverja á sviði leirsmíði er því óðum að leysast úr læðingi og vænta menn mikils af þeim í fram- tíðinni. Skrifstofumenn Loftleiðir h.f. óska að ráða til sín 2 starfsmenn i endurskoðunardeild félagsins hið fyrsta. Umsækj- endur skulu hafa lokið verzlunarskóla eða hlið- stæðu námi og hafi helzt reynzlu í bókhalds- eða endurskoðunarstörfum. Umsóknareyðublöð fást í aðalskrifstofu félagsins Reykjanesbraut 6, og farmiðasölunni, Lækjargötu 2, og berist ráðningardeild félagsins þær fyrir 16. þessa mánaðar. Akið sjálf nýjum bíl Almennu bifreiðalelgan h.t. Hríngbram 106 — Stml 1513 Keflavík WFTlEIDIfí AKIÐ SJALF NÝJUM Bll ALM BIFREIÐALEIGAN Klapoarsfig 40 ip SIMI 13776 Tfjróttir Framhald af 5. síðu — Já, norska knattspyrnusa%- bandið hélt námskeið í Hortens fyrir drengi, sem þykja líklegir til að leika í norska landsliðinu síðar meir — ég kenndi á þessu námskeiði ásamt tveim Norðmönn mönnum og Englending. Þetta námskeið sóttu á milli 40—50 drengir, víðs vegar að af landinu — efnt var til kappleikja fyrirj þá, og reynt að finna helztu efn-' in úr. Jafnframt kenridi^ég á þjálf- aranámskeiði, sem haldig var um svipað leyti, á sama stað. — Hvernig er norsk knatt- spyma í dag? — Hún stendur ekki á háu stigi — og það sama háir Norðmönnum og okkur, að skilyrðin eru slæm til að iðka íþróttina, og keppnis- tímabilið allt of stutt. Annars má segja að nokkur gróska sé í knatt- spyrnunni hjá Norðmönnum í dag. — Norska knattspyrnusambandið vinnur ötullega að því að mennta þjálfara — og regluleg námskeið eru haldin fyrir efnilega knatt- spyrnumenn.. Landið hefur verið nokkuð lokað fyrir erlendum á- hrifum, en nú í sumar var mikið um heimsóknir erlendra liða — einkum enskra atvinnumannaliða Það er því að vænta nýrra strauma í norskri knattspyrnu á næstu árum. — Gerirðu ráð fyrir að fara út aftur á næsta ári? — Það er ekki ákveðið enn þá, það er ýmsum erfiðleikum bund- ið að þurfa að flytjast út með stóra fjölskyldu, einkum vegna þess, að börnin eru enn á skólaskyldu- aldri. — Og hvað á svo að gera j vet- ur? — Maður er ekki enn þá far inn að át a sig á hlutunum. svona rétt eftir heimkomuna — en sennílega mun ég kenna leikfimi í gagnfræðaskólanum, eins og ég hef gert undanfarin ár. — alf. hatU&nÍAJcó herrad E I Diesel - raf stöð Viljum kaupa disel rafstöð 2—3 kilówött fyrir 220 wolta riðstraum. Kaupfélag Húnvetninga Blönduósi. Unglingur óskast til að bera Tímann út í ÁLFHEIMA. T í M I N N aígreiðsla Bankastræti 7 — Símt 1-23-23. Sendisveinn Óskast strax við stórt fyrirtæk) í Revkiavík. Tilboð sendist blaðinu fyrir 10 'þ.m. merkt: „Duglegur“. 12 T í M I N N, niiðvikudagurinn 10. okt. 19ö2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.