Tíminn - 21.10.1962, Blaðsíða 1
Auglýsing í Tímanum
kemur daglega fyrir
augu vandláfra blaSa-
lesenda um allt land.
Tekið er á móti
auglýsingum frá
kl. 9—5 í Banka-
stræti 7, sími 19523
236. tbl. — Sunnudagur 21. október 1962 — 46. árg.
DEYFIPILLU
MÁLIÐ FERI
RANNSÓKN
IGÞ—Reykjavík, 20. okt.
Dagblöðin Vísir og Alþýðu-
blaðið hafa að undanförnu
gert töluvert veður út af pillu-
áti hér í bænum, og látið
jaðra við að um töluverða eit-
urlyfjaneyzlu væri að ræða.
Eru jafnvel farnir að birtast
nafnlausir vitnisburðir um
pillustandið. Ekkert hefur
enn sézt á prenti, sem greinir
þessar pillufréttir frá venju-
legum slúðursögum, annað en
vitnisburður læknis, sem hef-
ur orðið var við fólk undir
áhrifum deyfilyfja.
Hin eiginlegu eiturlyf eru ekki
í umferð hér, sem betur fer, held
ur er um að ræða pillur, sem
gefnar eru af læknum í ýmsum til
fellum og eru þvf seldar hér í
lyfjasöluverzlunum án sérstakrar
hindrunar annarrar en þeirrar,
sem felst í útgáfu lyfseðils.
Þegar Alþýðublaðið birti mynd
af sprautu, sem hafði fundizt, virt
ist sem „eiturlyfjamálið“ hefði
náð hámarki í þetta skiptið, og
hefur það endað með því, að sak
sóknari ríkisins hefur ákveðið
rannsókn. Það verður eflaust for-
' vitnilegt að sjá, hvað sú rann-
í sókn leiðir í ljós.
Þá hafa tveir þöglustu menn
rannsóknarlögreglunnar, þeir
1 Sveinn Sæmundsson og Njörður
| Snæhólm, allt f einu brugðið þagn
j arheiti sínu og láta hafa eftir sér
pilluviðtal í Vísi, sem varpar engu
ljósi á málið og gæti allt eins
verið haft eftir einhverjum venju
legum borgara. Sé eitthvað alvar
legra á seyði í þessum efnum en
undanfarin ár, hefði átt að vinna
að rannsókn málsins í kyrrþey.
FJARLOGIN / ÚTVARPI
Á þriðjudagskvöld fer fram 1. umræða um fjár-
lagafrumvarpið fyrir 1963 og verða það útvarpsum-
ræður. Ræðumaður Framsóknarflokskins í þessum
umræðum verður Eysteinn Jónsson formaður flokks-
ins. Þá mun Eysteinn ræða þau mál nokkru nánar,
sem um hefur verið deilt á Alþingi í sambandi við
frumvarp Framsóknarmanna um breyting á lögum um
efnahagsmál, þ.e. að hætt verði að frysta og taka úr
umferð sparifjáraukninguna og vextir verði lækkað-
ir í það horf, sem þeir voru áður en „viðreisnin" kom
til framkvæmda.
Fjármálaráðherra flytur fyrst yfirlitsræðu um fjár-
lagafrumvarpið. Síðan flytja fulltrúar þingflokkanna
ræður, — eina umferð, — og að lokum fær fjármála-
ráðherra tíma til andsvara. EYSTEINN JÓNSSON
SKAKA ST0RÞJ0ÐUM
A KJOTMARKAD
JK — Reykjavík, 20. okt. i kjötmarkaði Evrópu, og geta j ingur landbúnaðarafurða ver-
íslendingar verða í haustjselt meginhluta frysta kjöts-jið óvenju hagstæður í haust,
að öllum líkindum talsvert á | ins, meðan verðið er enn sem j og verið er að gera tilraunir
undan keppinautum sínum á I hæst. Yfirleitt hefur útflutn-' með nýja sölutækni.
r
Stríð á landamærunum
milli Indlands og Kína
NTB- laugardag, 20, okt.
í síðustu fréttum frá Ind-
landi segir, að nú sé bar-
izt á tveimur stöðum við
landamæri Indlnds og
Kína. í morgun hófust bar-
dagar á Ladakhsvæðinu,
en áður hafði verið barizt
við ána Nam Cha.
Menon landvarnaráðherra
Indlands skýrði blaðamönnum
frá bardögunum á Ladahk svæð
inu í morgun ,og sagði hann
þá hafa byrjað um 5 leytið eftir
þarlendum tíma, en Menon
kvað Indverja ekki hafa nein
ar orrustuflugvélar á þessum
slóðum. Flugvélunum hafði. öll
um tekizt að lenda heilu og
höldnu á flugvöllum sínum.
Kínverjar saka Indverja um
að hafa byrjað bardaga á báð-
um þessum stöðum. Hefðu þeir
gert árásir á stöðvar Kínverja
meðfram Nam Cha-ánni, og
væru bardagarnir á svipuðum
slóðum, og þeir hefðu verið að
undanförnu.
Kínverska fréttastofan skýrði
frá því, að indverskar flugvél-
ar hefðu farið inn yfir kín-
verska lofthelgi á austurlanda-
mærunum, og flogið þar yfir
landamærastöðvum Kínverja.
Indverskir hermenn höfðu einn
ig látig ófriðlega á Þessu
svæði, sagði fréttastofan.
Fréttastofan sagði, að á vest-
ursvæðinu hefðu flutningaflug
vélar Indverja varpað niður
miklu af hergögnum i Chip
Chapdalnum og lokaðar hefðu
verið þar inni kínverskar her-
sveitir. Þangað höfðu Indverj-
ar einnig flutt mikinn liðsauka,
ag sögn fréttastofunnar.
„Þetta sýnir greinlega, að ár-
ásarsveitir Indverja eru i þann
veginn að hefja stórfelldar árás
ir á Kína bæði við austur og
vesturlandamærin.. Kínversk
yfirvöld fylgjast nákvæmlega
með framvindu þessa alvarlega
máls“ segir í fréttinni.
Síðustu fréttir herma, að
Kínverjar hafi dreift sér fyrir
um 24 km. svæði meðfram Nam
Cha ánni. Hins vegar er talið
öruggt, að Indverjar hafi enn
á valdi sínu 5 brýr, sem liggja
yfir ána.
Menon landvarnarráðherra
minntist á fréttir nýju kín-
versku fréttastofunnar af bar-
dögunum, og sagði hann þær
hafa komið nokkru áður en bar
dagar hófust bæði á Ladakh og
við Nam Cha ána, sýndi þetta,
að rásirnar hefðu verig skipu-
lagðar fyrirfram. Fréttastofan
hafði á hinn bóginn skýrt frá
Því, að Kínverjar hefðu á báð-
um þessum stöðum aðeins svar
að árásum Indverja og verið í
sjálfsvörn. Á austursvæðinu
urðu Kínverjar fyrir miklu
mannfalli.
Indverski kommúnistaflokkur
inn hefur nú deilt harðlega á
Kínverja fyrir aðgerðir þeirra
við landamærin. og er þetta i
fyrsta sinn, sem hann snýst til.
fylgis með stefnu stjórnarinn-
ar í landamæradeilunni. Segir
í tilkynningu flokksins, að Kín
Framh. á 15. síðu
EKKERT
SEMST
KH-Reykjavík, 20. okt.
Sáttasemjari ríkisins hélt fund
í gærkvöldj nieð samningsaðilum
í dei'lunni um kjör á Suðurlands
síldveiðunum. Stóð fundu.rinn frá
kl. 9 til 2 í nótt, en samkvæmt
upplýsingum Jóns Sigurðssonar,
formanns Sjómannasambandsins
stóðu málin nákvaemlega ejns '
lok fundarins og í upphafi hans.
Nýr fundur hefur ekki verið boð-
aður.
SUNNUDAGSBLAD TÍMANS FYLGIR
Tíminn átti í dag tal við Agnar
Tryggvason framkvæmdastjóra,
eftirmann Helga Péturssonar í bú-
vörudeild SÍS. Agnar sagði, að nú
væri mesti annatíminn, enda væri
mikil áherzla lögð á að selja írysta
kjötið meðan markaðurinn er
beztur í Bretlandi, en þangað fer
langmestur hluti þess. Svo vel vill
til að verðið er nú meg hagstæð-
asta móti þar. Verðið var lágt á
heimsmarkaði allt árið sem leið
og alveg fram á síðastliðið sumar,
en þá lifnaði mjög skyndilega
yfir markaðinum, og hefur það
haldizt síðan
Agnar sa.í 5i, að flutt hefðu
verið út rúm 11100 tonn og verið
Framh. á 15. síðu