Tíminn - 21.10.1962, Síða 2

Tíminn - 21.10.1962, Síða 2
„Þér getið ekki þjónað bæði Guði og Mammon“, segir Krist ur í Fjallræðu sinni. Fátt mundi fremur ástæða til að hugleiða í velferðarríkj- um nútímans, þar sem lífs- þægindin sefja fólkið annars vegar og óhófið tryllir það hins vegar. Það var ótrúlega góð lýsing á slíku ástandi, sem ungur maður flutti fyrir stuttu í útvarpinu, þar sem hann minntist á, að helzta áhyggju- efni nútímahúsmæðra í landi allsnægtanna væri það, hvaða rétti hún ætti að velja til mat- ar á sunnudögum, þar eð fjöl- skyldan væri þegar orðin hund- leig á venjulegum veizlumat. Það er til gömul frásögn, sem sýnir vel þennan hugsun- Þáttur kirkjunnar Mammon arhátt og afleiðingar hans. Það er „Sagan af Einvarði“. Það var ungur, auðugur mað- ur sem naut í ríkum mæli allra sinna jarðnesku gæða, án þess að íhuga bágindi annarra né hirða um að lyfta hugan- um hærra upp yfir leiki og nautnir líðandi stundar. Allt í einu veiktist hann, heltekinn grun um, að hann hlyti að deyja eftir stuttan tíma. Ægileg angist gagntók vitund hans. Han'n, sem alltaf hafði verið umkringdur af vinum og þjón- um, sem allt vildu gera og gátu gert fyrir hann, uppgötv- aði, ag enginn gat framar neitt gert af því sem hann þurfti og óskaði heitast. Einmana og yf- irgefinn hlaut hann að ganga hinztu spor að hinum dimmu dyrum. Nei, það yrði honum óþolandi. Hann grátbiður einn eftir annan að fylgja sér út í dauð- ann yfir landamærin inn til ðkunna heimsins. En allir bregðast honum á neyðarst. ind inni. Þá gengur hann að fjár- hirzju sinni. Þar var þó að minnsta kosti einn, sem ekkí brási, glitrandi gullið. Pening- ar og auðæfi hans höfðu aiitaf verið tryggustu vinirnir og i raun og veru veitt honum alla aðra vini. Allt í einu hrekkur upp hurðin á skápnum, sem auðæf- in voru geymd í, og út úr hon um gægist óhugnanleg vera. Skær gul birta blikar í kring um hana. Hún er svo að segja þakin skartgripum, festum og gullskrauti, svo dýrmætu og skínandi, að það sker í augun. Svo eys hún um hann perl- um og gimsteinum eins og tindrandi geislaregni. Hendur hennar kreppast eins og klær um einn skartgripinn af öðr- um. Andlit þessarar ófreskju er líflaust og tilfinningalaust, kalt eins og klaki. Óhugnanlegast er þó illgirn- isglottið á vörum hennar, grimmdarglampinn í augunum. Þegar Einvarður ætlar að auðmýkja sig svo sem alltaf á.ður frammi fyrir gulikistu sinni, og taka með sér sjóð, eins og hann hafði alltaf gert, þegar hann lagði af stað í lang ar skemmtiferðir, þá gerir hann ægilega uppgötvun. Hin ægilega ófreskja, sem er táknmynd tímanlegra gæða, gef ur honum með brennandi háði til kynna, að hann hafi alveg misskilið aðstæðurnar. Orðin eru ísköld og án allr- ar miskunnar, þegar hún seg- ir: Láttu þér ekki koma til hug ar, að Þú hafir nokkurt vald yfir mér eða að ég fylgi þér einu feti lengra. Nei, Það er ég, sem ræð, þú ert ekki ann- að en aumur þræll í ríki mínu Því næst hverfur hún niður í fjárhirzluna með hæðnis- hlátri, sem nístir merg og bein, svo að honum finnst sem blóðið storkni í æðum sér. Hurðin skellur í lás. Einvarð- ur stendur aleinn b.g nakinn frammi fyrir auðæfahirzlu sinni, sveipaður myrkri nið- dimmrar nætur. Gæti þetta ekki verig sag- an af Mammon, auðguði og efn ishyggju 20. aldarinnar? Eyk- ur ekki öll sú tignun aðeins á ótta og einmanakennd manns- sálnanna og skapar þeim myrk ur efa og angistár? Við getum ekki bæði þjónað Guði og Mammon. Árelíus Níelsson. Takið eftir Takið eftir Þið fjármálamenn og peningamenn Hvað er betra í dag en gulltrygg verðbréf? Talið við okkur hvar sem þið búið á landinu (algjört einkamál). Allar upplýsingar gefur Upplýsinga- og viðskiptaskrifstofan Laugaveg 33 B, Reykjavík, Box 58. Til viðtals kl. 4—5 alla virka daga. V Spílaklúbbur Spilaklúbbur unglinga byrjar starfsemi að nýju. Unglingar, sem voru í klúbbnum í fyrra, geta vitjað um skírteini sín. Öllum unglingum á aldrinum 13—18 ára er heimil þátttaka. Upplýsingar á skrifstofu félagsins, Tjarnargötu 26, sími 12942 og 15564. Stjómin Æskulýðsráð Reykjavíkur TÚMSTUNDAIÐJA fyrir unglinga 12 ára og eldri hefst mánudaginn 22. október. Lindargata 50 Ljósmyndaiðja, bast- tága- og perluvinna, bein- og hornavinna, leðuriðja, taflklúbbur, málm- og raf- magnsvinna, flugmódelsmíði. Frímerkjasöfnun og fiskiræktarkynning (fyrir 9 ára og eldri) Kvikmyndasýningar fyrir börn. Upplýsingar og innritun daglega kl. 2—4 og 8—9 e.h. — Sími 15937. Bræðraborgarstígur 9, 5. hæð Ýmis konar fönduriðja, leiklistaræfingar, kvik- myndafræðsla, skartgripagerð o. fl. Upplýsingar og innritun á staðnum þriðjudaga og föstudaga frá kl. 4 e.h. Háagerðisskóli (kjallari) í samvinnu við Sóknarnefnd Bústaðasóknar. Bast- tága- og leðurvinna, upplýsingar og innrit- un á staðnum mánudaga og miðvikudaga kl. 8,30 e.h. Kvikmyndasýningar fyrir börn, laugardaga kl. 3,30 og 4,45 e.h. Austurbæjarbarnaskóli (kvikmyndasalur) Kvikmyndasýningar fyrir börn sunnudaga kl. 3 og 5 e.h. Viðgerðarstofa Ríkisútvarpsins sænska frystihúsinu Radíóvinna miðvikudagá kl. 8,15 e.h Áhaldahús borgarinnar Trésmíði pilta. Upplýsingar og innritun á staðnum miðvikudaga kl. 8 e.h. Klúbbar Leikhús æskunnar, leiklistarklúbbur Fræðafélagið Fróði, málfundafélag Ritklúbbur æskufólks Vélhjólaklúbburinn Elding Kvikmyndaklúbbur æskufólks Ýmsir skemmtiklúbbar. Upplýsingar um klúbbana að Lindargötu 50, sími 15937. Æskulýðsráð Reykjavíkur, skrifstofa að Lindargötu 50. Sími 15937. MERKJASALA Blindravinafélags íslands verður sunnudaginn 21. okt.. og hefst kl. 10 f.h. Sölubörn komið og seljið merki til hjálpar blindum Góð sölulaun Merkin verða afhent í anddyrum þessara skóla: Austurbæjarskóla, Breiðagerðisskóla, Hlíðarskóla, Langholtsskóla, Laugarnesskóla. Melaskóla Mið- bæjarskóla. Mýrarhúsaskóla, Voqaskóla, Öldu- götuskóla, Kársnesskóla, Kópavogsskóla og í Ing- ólfsstræti 16. Hjálpið blindum og kaupið merki dagsins. Blindravinafélag íslands TÍMINN Er einhver hrekkja- lómur hjá Mbl? Morgunblaðið auglýsir hvað eft'ir annað í ritstjórnargrein- um, ,að nú sitji á AJþimgi fyrir Sjálfstæðisflokkinn „tveir ágæt ir bændur“, Bjartmar Guð- mundsson á Sandi og Björn Þórarinsson í Kílakoti. Hvers vegna er Moggi að stilla þessum mömnum út í sýn ingarglugga sinn, sérstaklega, sem bændum og hróipa: „Tveir ágætir bændur úr Þimgeyjar- sýslu“.......Fulltrúar h’innar bjartsýnu trúar á uppbygg- ingu“.... „Viðreisnarbænd- ur“.... „glæsilegir og dug- andi“? Er einhver lirckkjalómur hjá blaðinu að gera grín? Er hann að leika sér að því að gera þessa menn að háðspónum heima í héraði? Vill hann endilega minna á, að Bjartmar talaði fyrir því á Alþingi i fyrra, að tollar á búvélum bænda yrðu Iækkaðir, en felldi svo sjálfur strax á eftir til'lögu um, ag það yrði gert? Veit Mbl ekki, að Bjartmar er nánast hættur sínum .annars lítið rórnaða búskap? 1 Morgunblaðinu ætti að vera i vorkunnaiiaust að láta lirós íj um þessa menn fara nær jj sanni, — ef þar er ekki ein- hver skrattakollur, sem elur á þessu gríni ,af ásetningi. Bafamerki? Fyrir og um síðustu mánaða mót kom ekki svo út blað af Morgunblaðinu að þar væri ekki á einum eða fleiri stöðum hrópað: „Viðreisnin hefur tek- izt.“ Þetta átti að vera eins kon ar gunnfáni. Tíminn benti á, að þetta væri svo fjarri sanui, að það lýsti engu öðru cn sams konar klikkun og lijá miannin- um á Kleppi, sem kynnti sig með þessum orðum: „Eg er Viihjálmur Þýzkalandskeisari“. Nú ber svo Við, að hálfur mánuður er liðinn, án þess að Mbl hafi hrópað „Viðreisnin hefur tekizt“. Menn eru því farnir að vona, að þarna sé um svolítil batamerki .að ræða. Gunnarsgnípa Hæsfca fjall á fslandi er Ör- æfajökull, 2119 metrar á hæð. Á það hefur verið bent, að þjóð in hafi nú eiignazt hærra „f jall“ þar sem er fjárlagafrumvanp ríkisstjórnarinnar, sem er 2126 milljón'ir. Þessu nýja „fjalli" verður auðvitað að gefa nafn, því að „landslag yrði líti'ls virði, ef það héti ekki neitt“. Þykir mönnum hæfa að kalla það Gunnarsgnípu eða Viðreisn arbungu. Það, sem merkilegast er við þennan nýja jökul er það, að ísinn er gerður af manna völd- um og framleiddur í frystihúsi því, sem Nordalsíshús er kall- að, og er það nafn, sem g.amTir Reykvíkingar kannast við. Hef ur frystingin þar gengið svo vel, sem tölur sýna, og stjórn in komizt upp fyrir Öræfajökui á einu kjörtímabili. „Þjóftfélagsþroski" fjárinálaráóherra Gunnar Thoroddsen fjármála [, ráðherra segir í Vísi í fyrra- 4 d.ag: „Þegar lögin Um kjara- ;: samniuga (opinberra starfs- , manna) voru sett á sl. vori, var ákveðið að hin nýju launa ákvæði skyldu taka gildi 1. júlí 1963. Sá frestur var nauð- Framh. á 15. síðu , sunnudaginn 21. október 1962 2

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.