Tíminn - 21.10.1962, Qupperneq 3
A uglýsingabrella með
danskan herragarð
Dönum er farið að þykja
nóg um, hvernig banda-
rískir framleiðendur og
auglýsingafyrirtæki not-
færa sér orðið „danskt" til
þess að koma vöru sinni
út. Nú síðast kastaði tólft-
unum, þegar bandarískir
silfurframleiðendur aug-
lýstu danskan herragarð til
sölu, án þess svo mikið
I síðasta hefti blaðsins The
New Yorker birtist tveggja
síðna auglýsing frá The Inter-
national Silver Company í
Connecticut, þar sem Þeir eru
ag auglýsa hnífapör, sem líkj-
ast óþægilega mikið gerðum
Georg Jensens. Auk þess er
auglýsingin full upp af óþarfa
ábendingum um það, að allt
gott komi frá Danmörku.
„Traust, lá.tlaust handbragð,
sem gefur til kynna ágæti arki
tektúrs Skandinavíu . . . boga-
Ulstrupherragarðurinn vi'ð Randers.
sem ráðfæra sig við eig-
andann fyrst. Hér fer á eft-
ir grein, sem birtist í
Politiken fyrir nokkrum
dögum.
Litla töfraorðið „danskt“ er
nú farið að ganga ljósum log-
um aftur. Fyrir nokkru skýrð-
um við frá því, að amerískur
húsgagnateiknari skreytti aug-
lýsingar sínar með þessu orði,
til þess eins að tryggja sölu
framleiðslunnar.
dregnar línur sem minna á
stefni dönsku víkingaskipanna
. . . Royal Danish kemur fram
á konunglegan há.tt í hinum
hefðbundnu skreytingum —
fyrirmannlegt, en þrátt fyrir
það, með nýtízkulegum skand-
inaviskum svip . . .hinir banda-
rísku smiðir hafa ekki sleppt
einu einasta smáatriði . . . “
Auglýsingaskrifstofa Inter-
national krítar einnig liðugt,
þegar hún auglýsir, Royal Dan-
ish-hnífinn. Á síðunni beint á
móti birtist tælandi og mjög
svo villandi yfirskrft „Það er
þess virði að eiga svo skandin-
aviska hluti“, og þar undir kem
ur svo auglýsing um það, að
slot nokkurt í Danmörku sé til
sölu. Við nánari athugun kem
ur í ljós, að slotið er Ulstrup
herragarðurinn við Randers,
byggður fyrir greifahjón sem
uppi voru í tíð Margrétar drottn
ingar ... 28 herbergi eru í
slotinu Þar á meðal stofa grefi
ans og stofa greifynjunnar, garð
stofa, veiðiherbergi, knipplinga
stofa og að lokum bókasafn,
þar sem vel getur verið, að
Hamlet hafi gengið um þrum-
andi, Að vera eða vera ekki
(!)... vínkjallari með fanga-
geymslu (handa kjallarameist-
aranum, ef maður skyldi ein-
hvern tíman grípa hann glóð-
volgan vig drykkjuna) . . . á
síkinu eru svanir, sem ef til
vill eru „Ijótu andarungarnir'*
hans Hans Ghristians Ander-
sens (!) Verðið er 218 þúsund
dollarar (9,4 milij. ísl. kr.).
Seljandinn er Christian Toft,
Ulstrup herragarðinum, Dan-
mörku.
Þessi virðulega gamla bygg-
ing á sem sagt að varpa ljóma
menningar og gamalla venja og
Ijóma orðsins ,,danskt“ á hinn
bandaríska borðbúnað, en hún
er bara hreint ekki til sölu. —
Upphringing til eigandans, sem
hvorki Þekkir til þrumandi af-
komenda Hamlets frá dögum
Margrétar drottningar né alda-
gamalla „ljótra andarunga" H.
C. Andersens, staðfestir grun
okkar um það, að hér sé á
ferðinni nýtt dæmi um auglýs-
ingarbrellur með orðið ,danskt‘
er eiga að opna veski banda-
rískra kaupenda.
Eigandi herragarðsins, sem
er alveg orðlaus, hefur nú þeg-
ar fengið tvö tilboð frá Banda-
rikjunum, en staðhæfir að
hann hafi alls ekki hugsag sér
að selja.
Blaðið heldur áfram, að nú
sé kominn tími til þess að taka
í taumana, áður en meiri skaði
hljótist af því, að bandarískir
framleiðendur notfæri sér gæða
merki danskrar framleiðslu til
þess eins að afla sjálfum sér
markaða.
STARCKE GEGN
AÐILD DANA
RAGNAR LÁR.
íSNORRASAL
ars á sýningunni í Snorrasal eru
fiestar gerðar á árunum frá 1956.
Flestar myndirnar eru til sölu.
Aðils — Kaupmannahöfn, 20. okt.
Information skrifar í dag,
að fyrrverandi ráðherra,
Viggo Starcke, muni á lands-
fundi Réttarsambandsins á
Merkja-
sala
blindra
Blindravinafélag íslands hefur í
|dag sinn merkjasöludag, en nú
1 eru liðin 30 ár frá stofnun þess
félags og hafa næstum allar tekj-
ur þess verið af merkjasölu, gjöf-
um og áheitum frá alþýðu manna.
jFélagið hcfur í þrjátíu ár annazt
verklega kennslu fyrir blinda
menn og starfrækt vinnustofu fyr
ir þá, þar sem framleiddir hata
verið alls konar burstar og körí-
ur. Hafa um 60 blindir menn not
ið aðstoðar frá vinnustofunni
þetta tímabil.
Félagið hefur rekið skóla fyrir
blind börn og unglinga frá upp-
hafi, og hafa tvö undanfarin ár
verið í skólanum þrír sjóndaprir
og blindir drengir.
í þessa tvo áratugi hefur félag-
inu tekizt að útvega árlega að láni
10 viðtæki til fátækra, blindra
manna og eru nú Um 80 viðtæki
í láni úti um allt land. Þá hefur
félaginu heppnast að kaupa tvær
húseignir og eru þær báðar í mið
hluta bæjarins.
Fyrir nokkrum árum hóf félag
ið fjársöfnun til kaupa á segul-
bandstækjum til útlána handa
blindum og er þá ætlazt til, að
inn á bandið séu lesnar skáldsög
ur eða annar fróðleikur.
Allt þetta starf félagsins kostar
mikið fé. Þess vegna er nú leitað
til allra velunnara félagsins um
stuðning til starfsins.
Öll merkin eru tölusett og gilda
sem happdrættismiðar innan
merkjasölunnar. 10 vinningar eru
í happdrættinu, þar á meðal sófa-
•sett. Foreldrar, leyfið börnum yð
ar að selja merki fyrir starfsemi
^félagsins og þar með stuðla að
, hjálp til blindra.
morgun ganga í lið með þeim
hluta flokksins, sem er ein-
dregið gegn aðild Dana að
EBE.
Það, sem Starkc óttast einkum
í sambandi við aðild Dana að EBE,
er að útlendingar muni í stórum
stíl kaupa jarðir í Diumörku,
sem eru tiltölulega ódýrar miðað
við jarðir í EBE-Iöndunum, eink-
um í Vestur-Þýzkalandi.
Formaður Réttarsambandsins,
Niels Andcrsen, fyrrverandi þing-
maður, er hlynntur aðild að EBE,
■'-> stór hluti flokksins berst ötul-
•> gegn aðild, og þess er vænzt,
sá hluti flokksins muni stinga
ipp á frú Lis Starcke, konu Viggo
Starcke, til að gegna formanns-
embættinu í stað Nicls Andersen.
Eins
ords
ræða
Aðils — Kaupm.höfu, 20. okt.
Hans Hækkerup, dómsmálaráð-
lierra, hélt j gær stytztu ræðu,
sem nokkru sinni hefur heyrzt í
þinginu. Ilún var aðeins eitt orð,
„Takk“, og dómsmálaráðlierrann
liélt hana í tilefni þess, að tals-
menn ým’issa flokka höfðu lagt
fram frumv.arp til laga um heim-
ild Færeyinga til veðsetningar á
afia.
Fékk átta ára
þrælkunarvinnu
NTB — Karlsruhe, 20. okt.
Sovézki njósnarinn Bogdan
Stasjinskij, var í diag dæmdur í
átta ára þrælku.narvinnu af hæsta
réttinum í Karlsruhe. Hann var
fundinn sekur urn að hafa átt
þátt í að ráða af dögum tvo ukra-
inskia flóttamenn, og að hafa stað
ið í sambandi við sovézka njósn-
,ara.
BÓ—Reykjavík, 20. okt.
Ragnar Lárusson opnaði
sýningu á 94 penna-, pensil-
FÖLDU ÞÝFIÐ
UNDIR NETUM
BÓ — Reykjavik, 20. okt.
í nótt var brotizt inn í biðskýli
við Ásgarð í Silfurtúni og stolið
þar talsverðu magni af vindling-
um og fleiri smávöru. Megnig af
þýfinu fannst í dag í kassa undir
netadræsu á fótboltavelli skammt
frá. Hafnarfjarðarlögreglan taldi
l.íklegt, að hún hefði náð í rétta
aðila varðandi þjófnaðinn.
og blýantsteikningum, dúk-
skurðarmyndum og álíming-
um í Snorrasal á föstudag-
inn.
Sýningin verður opin í 10 daga
frá kl. 2 til 11 dag hvern.
Ragnar Lárusson er, vel kunn-
ur fyrir teikningar og svartlist,
ekkj hvað sízt skopteikningar og
sagnaskreytingar í dagblöðunum
undanfarin ár. Ragnar var tvo
vetur í Handíða- og myndlistar-
skólanum. en lærði síðar hjá
Gunnari Gunnarssyni, skálds.
Ragnar sýndi fyrst teikningar í
Ásmundarsal árið 1956. og 1959
sýndi hann olíumálverk í Morg-
unblaðsglugganum. Myndir Ragn-
TÍMINN, sunnudaginn 21. október 1962
3