Tíminn - 21.10.1962, Qupperneq 9

Tíminn - 21.10.1962, Qupperneq 9
„Mér finnst flestum, sem séð hafa kvikmyndina „79 af stöðinni" þykja hún allgóð, svona yfirleltt, og ég er á sömu skoðun. Það er hægt að halda áfram í þessum dúr, gera mynd og mynd við þau skilyrði, sem hér eru fyrir hendi. En það sem gera þarf, er að byggja kvikmyndaver (studio), það er fyrsta skilyrði fyrir kvikmyndagerð og einn- ig byggist sjónvarp á því. Sjón- varp hlýtur að koma, ekki þýð- ir að loka augunum fyrir því, heldur er bað aðeins tíma- spurningin, hvenær það kem- ur. Við verðum að búa okkur undir það." Á þessa leið fórust Gunnari Eyj- ólfssyni leikara orð, fyrir helgina, þegar ég hitti hann í búningsher- hergi nr. 3 í Þjóðleikhúsinu. — Er þetta þinn samastaður hér í þessu húsi, Gunnar? — Við Baldvin Halldórsson fengum hér inni fyrir náð, í her- herginu hans Haraldar Björns'son- ar. Og það er auðséð, enn hanga myndirnar hans á veggjunum, og þó er þarna ein af Gunnari Eyj- ólfssyni í gervi Galdra-Lofts, þar sem hann krýpur við altarið í Skál holtskirkju. — Þú ert samt búinn að hengja þarna upp eina mynd af sjálfum þér. — Nei, lagsmaður, ég hef ekki enn pinnað neitt annað á vegg- ina hér en þetta „79“-spjald. Har- aldur á myndina af mér. Hafi ég staðið mig vel í Galdra-Lofti, þá á ég talsvert Haraldi að þakka, því að hann var leikstjórinn. Þetta yar fyrsta veturinn eftir skólann í London, og síðan eru liðin hvorki meira né minna en 15 ár. Skelfing æðir tíminn áfram. Manni finnst bara enginn tími síðan maður var á stuttbuxum. Hann sá bara stjörnur — Vel á minnst, komst þú ekki eitthvað í tæri við kvikmyndagerð á Lundúnaárunum? — Jú, raunar. Þegar ég var búinn með Konunglega skólann. var ég prófaður nokkrum sinnum í hlutverk á móti Mai Zetter- iing í kvikmyndinni „Cockpit", sem var tekin 1947 í London. En þegar til kom, vild; leikstjórinn, Sidney Box, ekki taka ókunnan leikara í aðalhlutverk. hann vildi ,.stjörnu“, svo að það varð ekki meira úr því. Richard Attenbo- rough fékk hlutverkið. — Voruð þið æfð i kvikmynda- leik í skólanum? — Nei, aðeins fyrir leiksvið, og fyrir útvarp. En hins vegar var mjög skemmtileg reynsla þess ir fáu dagar í kvikmyndaverinu. Heyhlaða og Hollywood — En þegar þú fórst til Amer- íku mörgum árum seinna, hafð- irðu þá Holiywood að takmarki? — Það hafði hvarflað að mér, ekki get ég borið á móti því. Eg var í tvö sumur við sumarleikhús I New York-ríki, lék þar í nokkr- um leikritum, svo sem „Á yztu nöf“, „The moon is blue“, „Gigi“ og „My three angels". Leikhúsið hét The Red Bam, og það var gomul rauðmáluð heyhlaða. sem ' ir allt heimshornaflakkið? — Það er mjög skemmtilegt að starfa hér — og þó er eitt, sem hér er sífelldur skortur á, en er samt skilyrði fyrir starf; leikhúsa hvar sem er á hnettinum — ný I innlend leikrit. Hér koma allt of 1 fá ný íslenzk leikrit á svið. Auð- vitað getum við valið úr hundruð- um erlendra ágætisleikrita, og sett þau hér á svið, en það er sannar- lega stór eyða í starfi okkar, ef ekki eru flutt nú íslenzk leikrit annað' veifið. Við þyrftum að hafa litið leiksvið til að setja upp nýj- ar leikritatilraunir höfunda. Það er áreiðanlegt, að til eru fleiri ungir höfundar hér, sem hafa hæfileika, sem leikhúsin bíða eft- ir og þessir höfundar þurfa að fá tækifæri til að sjá verk sín að einhver'ju leyti líkamnast á svið- inu. Það er áreiðanlega oft aðeins herzlumununnn, sem til þarf að koma þessum ungu mönnum á strikið. Þeir verða umfram allt að komast í snertingu við leiksviðið fil að annað og meira komi frá þeim en bækur, sem hver les fyr- ir sjálfan sig. Ti! hvers er qagnrýni? — Geturðu ekki sagt mér eitt- hvað í fullri meiningu um gagn- rýnina hér, er hún nokkurs virði, eða hvað? — Frómt frá sagt, get ég ekki sagt neitt fréttnæmt um gagnrýn- ina blessaða. Hún er til hér bæði góð og vond eins og annars staðar. En það liggur í augum uppi, að gagnrýnendur verða að kunna sitt fag eins og annað fólk. Eg hef alltaf litið svo á, að sönn gagnrýni er ekki í því einu falin að rífa niður, heldur verði hún fyrst og fremst að vera uppbyggileg, kon- strúktív. Mér finnst endilega, að ekkj geti aðrir skrifað leikgagn- rýni en þeir, sem hafi brennandi áhuga á leiklist og til að bera ein- lægni og virðingu fyrir verki sínu. Það nær engri átt að gagnrýnend- ur hlaði skrif sín upp með hinu þeir höfðu innréttað með leiksviði á miðju gólfi og áhorfendabekki allt í kring. Slík leikhús voru rokkuð farin að tíðkast þar vestra, hið fyrsta var víst í Dallas í Texas og vakti svo mikla athygli, að önn- ur spruttu upp víðar um landið. Svo fékk ég smáhlutverk í sjón- varpi þarna á austurströndinni, og eftir það tók mig tali kona ein, sem var einhvers konar kvikmynda agent. Hún lét alldrýgindalega, sagði: „Go west, young man“ og það gerði ég. Þegar til Hollywood kom, veittu þeir mér raunar áheyrn, þeir háu herrar, sem þar ráða ríkjum, en þeir sneru mig af sér með því, að ég hefði of mikinn útlendan málhreim, að ég gæti ekki hlaupið inn í kvikmynd- irnar svona alveg á stundinni. Það var svo sem nógu fróðlegt að hafa fengið nasasjón af þessum fræga stað, þar sem fleiri hafa r erið gerðir afturreka en tölu verður á komið. Leikarar lagðir á hillu — En varðstu ekki var við það hjá ýmsum, þeim erlendu leikur- um, sem Hollywood hafði sölsað til sín, að þeim hefði ofboðið vist- :r. þar? — Það situr ekki á mér að kveða upp neinn allsherjardóm um Hollywood. Eftir því, sem ég bezt veit, er mikið til í því, sem Mai Zetterling sagði í blaðaviðtali fyr ir skemmstu: „Aumingja Holly- wood, hún er í dauðateygjunum". Sú ágæta leikkona þekkir stað- inn betur en ég. Við vitum það öll, að Hollywood hefur gert tals- vert af því að kaupa upp marga snjöllustu leikara frá öðrum lönd- um, þegar þeir hafa verið búnir að skapa sér frægð, fengið þeim eitt og eilt hlutverk og lagt þá síðan á hilluna eftir eigin geðþótta. Nútímaleikur á róm- versku sviði — Kynntist þú ekki leikhúsum víða um heim. þegar þú flaugst fram og aftur um hnöttinn á ár- unum? — Jú, svo sannarlega notaði ég hvert tækifæri til að fara í leik- bús, hvar sem ég lenti og stanzaði lengur eða skemur. T. d. fór ég GUNNAR BERGMANN cftar í leikhús í París á þessum ferðum en þegar ég dvaldist þar aftur um tíma síðar. Eg kynntist leikhúsum í Afríku og Asíu, í Bangkok varð ég sérstaklega hrif- ir.n af hinum dásamlegu austur- lenzku musterisdönsum, og í Beir- ut lét ég ekki úr greipum ganga að fara upp í fjöllin, þar sem var cldgamalt rómverskt útileikhús, þar var haldin eins konar leik- listarhátíð og boðnir þangað leik- hópar frá ýmsum löndum, úrvals- lið frá Englandi. Frakklandi og Þýzkalandi. Svcna mætti lengi telja, ég vildi ekki fyrir nokkurn mun hafa farið á mis við þessi ferðalög og óll þau kynni sem ég fékk af leikhúslífi í hinum ólík- ustu löndum. Ný leikskáld óskast — Hvað segirðu svo um reynsl- una af leikhúsunum hér síðan þú settist um kyrrt í Reykjavík eft- og þessu, sem fyrst og fremst er sprottið af persónulegri óvild og fyrirlitningu. Leikarar vildu gjarna læra af dómum þessara manna, ef hægt væri. Leitað að kunningjum — Hvað t. d. um dómana um um „79 af stöðinni“? — Myndinni er lagt sitt af hverju til lasts. Og það er ekki nema sjálf sagt að svo sé. Eg hef tekið eftir því, bæði með dómara og aðra bíó- gesti, að það er nokkur fjötur um fót, að fólk sér þetta í of mikilli nálægð. Það horfir ekki á mynd- ina eins og um væri að ræða erl. mynd í sama gæðaflokki. Þetta sést máske betur þegar frá líður og nýjabrumið er farið af. Eg beld sem sé, að öll þessi kunnug- legu andlit í myndinni hafi nokk- uð truflandi áhrif á skynvit bíó- gesta gagnvart myndinni. Máske Framh. á 15. síðu - SEGIR GUNNAR EYJOLFSSON, LEIKARI, I VIÐTALI VIÐ TIMANN TIMINN, sunnudaginn 21. október 1962 9 .i,,/■ i i t \

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.