Tíminn - 21.10.1962, Síða 16

Tíminn - 21.10.1962, Síða 16
Sunnudagur 21. október 1962 236. tbl. 46. árg. Vilja ísland með í ferða- samvinnuna CHRISTIAN BÖNDING Bókin um Láru miðil Út er komin bók um Láru miðil, skrifuð af sr. Sveini Víkinigi. Séra Sveinn skrif- arsjálfur formála fyrir bók- inni um dulræn fyrirbæri og skýringar þeirra. f upp- hafi bókar er dvalið nokkuð við æskuár Láru, en síðan hefjast kaflar um sálarrann b sóknir og miöilsstarf Láru. f? Mestur hluti bókarinar eru S frásagnir sjónar- og heyrn- W arvotta. Lára er nú búsett á Akureyri. Hún heitir fullu nafni Ingibjörg Lára Ágústs dóttir, og er fædd að Eystri- Hellum í Gaulverjabæjar- hreppi í Árnessýslu 15. apríl 1899. Lára er nú gift Steingrími Sigursteinssyni, bífreiðarstjóra. Bókin um Láru miðil er um tvö hundr uð blaðsíður að stærð, Kvöldvökuúfcg. á Akureyri gefur út. f dag birtir Tím- inn viðtal við Láru miðil. SJÁ BL5. B Christian Bönding, ritstjóri Norrænu blaðaþjónustunnar í Kaupmannahöfn, dvelst hér- lendis um þessar mundir. í gærkvöldi hélt hann fyrir- lestur í Dannebrogfélaginu, og fjallaði hann um ferðalög á Norðurlöndunum, en eink- um þó um hin miklu áhrif, sem kynni ræðumanns af ís- landi höfðu haft á hann. í fyrirlestri sínum skýrði Bön- ding frá því, að nú væri unnið Framh. á 15. síðu SIGURÐUR MEÐ NET Í SKRÚFU KH—Reykjavík, 19. okt. — Tog- arinn Sigur'ður, sem nefndur hef- ur verið flaggskip íslenzka tog- araflotans og frægur er orðinn fyrir þrjár veiðiferðir á tveimur árum , kom til hafnar í morgun með netaflækju í skrúfunni. Tog- arinn fór í sína þriðju veiðiferð 22. sept. s.l. og seldi þá veiði sína, 144 tn. fyrir 116 þús. mörk í Brem crhaven. Þaðan hélt hann aftur á veiðar, en kom svo til Reykjavík- ur kl. 8 í morgun vegna fyrr- gieindrar ástæðu. Kafarar hreins- uðu skrúfuna, og togaiinn hélt út aftur kl. 2 í dag. Sigurður var búinn að fá í sig 35 tonn. Dagsverk aS tengja sæsímann MB—Reykjavík, 19. okt. — Blað ið átti í dag tal við Jón Skúlason, yfirverkfræðing hjá Landssíman- um og spurðist fyrir um það, kve- r.ær nýi sæsíminn frá Kanada yrð'i tengdur í Vestmannaeyjum. — Það fer algerlega eftir veðr- inu, þeir verða að fá gott veður til þess. Þetta verður tæplega Þá er eftir að mæla og prófa, en meira en dags verk, þegar gefur. það verður minnst mánaðar verk. Það var ætlunin að opna ssmbandið 1. desember. Hvort það verður hægt fer algerlega eftir veðrinu. t msms MEÐ VIWNDARLA USA KONAN ÞRÍTUG f DAG BÓ-Reykjavík, 20. okt. Jódís Björgvinsdóttir, sem slasaSist í Bankastræti 23. september, er þrítug á sunriudaginn. Hún hefur nú legið fjórar vikur á Landspítalanum og ekki komizt til meðvitundar, en það er sennilega ein lengsta lega í meðvitundar- leysi, eftir slys, sem hér hefur átt sér stað. Blaðið taláði í gær við dr. Friðrik Einarsson, aðstoðaryf- irlækni við handlækningadeild Landspítalans, og spurðist fyr- ir um ástand Jódísar. Dr. Frið rik sagði mjög lítilla breytinga hafa orðið vart, kvaðst ekki vilja setja fram neina skoðun um, hvernig Jódísi mundi reiða af, en tók fram, að fólk hefði í svipuðum tilfellum stundum alveg jafnað sig. Jódís byrjaði að opna augun fyrir nokkrum dögum, en það er ekki tabð merki um, að hún hafi komizt til raunverulegrar meðvitund- JÓDÍS BJÖRGVINSDÓTTIR ar, samkvæmt þeiih skilningi, sem læknar leggja í orðið. Þá talaði blaðið við Sigmundu Guðmundsdóttur, móður Jódís- ar, að heimili hennar, Berg- staðastræti 54. Sigmunda hafði verið hjá dóttur sinni til klukk an tólf í nótt, en hún sagði, að í gær hefði sér virzt, að Jódís hefði þekkt sig. Hún opnaði aug un og leit á móður sína, sem hélt í höndina á henni, og þrýsti svo hönd móður sinnar fast. Björgvin Sigurjónsson, faðir Jódísar, var hjá henni, þegar blaðið talaði við Sig- mundu í gær, en hann hafði. áður talið sig vera þess áskynja, að Jódís þekkti hann. Þau Sigmunda og Björgvin eiga fjögur börn, og er Jódís yngst þeirra. Hún er fædd hér i Reykjavík, starfaði lengi í af- greiðslu Vísis og síðan í þvotta húsi á Bergstaðastræti 52. — í sumar fór hún til Danmerkur, en vann síðan áfram f þvotta- húsinu. Að undanförnu hefur móðir Jódísar tekið eftir því, að hún er farin að gera hreyfing- ar, sem voru henni tamar. Þess- ar hreyfingar eru mjög hægar nú, líkt og hún þreifi fyrir sér, þegar hún ber hendurnar upp að andlitinu. — Hún hefur nú legið þann- ig í fjórar vikur, sagði móðir hennar, og sá tími hefur verið eins og heilt ár. EÐUSFRÆÐISTOFNUNIN ILOFTSKEYTASTODINA KH—Reykjavík, 20. okt. Eins og kunungt er, afhenti rík- ið Háskóla íslands í fyrrahaust Loftskeytastöðvarhúsið á Melun- um til eignar og umráða. Seint gengur þó, að Háskólinn fái hús- ið til umráða, og verður það vænt- anlega ekki fyrr en í marz á næsta ári. Þó hefur Eðlisfræðistofnun- in fengið eitt herbergi til umráða nú nýlega, og í framtíðinni er ætlunin, að sú stofnun fái meira athafnasvið þar. Þarna við húsið á Melunum voru geymsluskúrar og girðingar, sem nú hefur verið rifið niður, en húsið sjálft verðar Landsím- inn ekki búinn að losa til fulln- ustu, fyrr en seinnipartinn í vet- ur. Sagði rektor Háskólans blað- ir.u í dag, að ekki væri endanlega ákveðið, hvað gert yrði við þetta húsnæði, annað en það, sem þeg- ar er getið, en ljóst væri, að það kæmi ekki að notum fyrr en á næsta starfsári Háskólans. t " " "" ■ 1 ........... ÍTíðinda að vænta í læknadeilu KH-REYKJAVÍK, 20. okt. — í næstu viku má vænta tíðinda í læknadeilunni, sem er nú að komast á lokastig. Enn er þó ekki hægt að skýra frá öðru en því, ag hjá B.S.R.B. liggur nú fyrirspurn frá Fjármalaráðuneytinu um ýmislegt varðandi kjara- breytingar, og er svars frá þeim að vænta í byrjun næstu viku. Ekki hefur enn komið til orða að auglýsa lausar stöður Þeirra 25 aðstoðarlækna, sem sagt hafa upp frá 1. nóv. n. k., og ekki hefur heldur heyrzt, að þeir hafi ráðið sig í aðrar stöður. i

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.