Tíminn - 01.11.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 01.11.1962, Blaðsíða 6
TÓMAS KARLSSON RITAR Afurðalán Seðlabankans til landbúnaðar verða 55% í haust Ingólfur Jónsson land- búnaðarráðherra svaraði í sameinuðu Alþingi í gær fyrirspurn frá Ásgeiri Bjarnasyni um lán út á landbúnaðarafurðir. Sagði ráðherrann m. a„ að nú myndi verða lánað 55% úr Seðlabankanum út á land- búnaðarafurðir og ríkis- stjórnin myndi reyna að sjá svo um, að landbúnað- urinn fengi sambærileg við bótarlán í viðskiptabönkum og sjávarútvegurinn fær, þ. e. 15% eða samtals 70% út á afurðirnar. ÁSGEIR BJARNASON fylgdi fyrirspurn Sinni úr hlaði, en fyrirspurnin war svo hjó'ð- andi: „Hvað lfð- ll ur ráðstöfunum af hálfu land- | búnaðarráð- herra til að || koma því til leiðar og ítfyggja það, að út á birgðir iandbúnaðar afurða fáist bankaíán, sem nemi a.m.k. 70% af heildsölu- verði birgðanna?” — sagði landbúnaðarráðherra á Alþingi í gær — og enn fremur að ríkisstjórnin myndi sjá svo um, að landbúnaðurinn sæti við sama borð og sjávarútvegurinn varðandi við- bótarlán úr viðskiptahönkunurn. Ásgeir Bjarnason benti á, að lán út á landbúnaðarafurðir úr Seðlabanka.num hefðu staðið í stað að krónutölu síðan 1959, þrátt fyrir miklar verðhækkan- ir o,g framleiðsluaukningu. Bændur hefðu. gert margar sam þykktir og áskoranir um að fá aukin lán og á aðalfund'i Stétt- arsambands bænda í sumar hefði verið samþykkt með öll- um greiddum atkvæðum áskor un um að afurðalán út á land- búnaðarafurðir yrðu hækkuð i 70%. Landbúnaðarráðherra sat þennan aðalfund Stétarsam- bands bænda og tók hann mjög vel í þessa til'Iögu og lofaði að þeta mál yrði leiðrétt og lagfært á þessu hiausti. Ásgeir »innti á, að sláturtíð væri nú að ljúka. Áætlað væri að um 900 fjár hefði verið slátrað og samanlagður fa'ilþungi senni- lega um 1213 þúsund lestir Vermæti þessa kjötmagns væri um 340 til 350 milljónir króna. Þá væru ótaldar allar aðrar Iandbúnaðarafurðir, svo sem ull, gærur, smjör, ostar, allir garðaávextir o.s.frv. — Fróðir menn í þessum máQum hefðu reiknað út, að ef útlán Seðla- bankans út á landbúnaðiaraf- urðir ættu að vera óbreytt að krónutölu áfram, myndi útlána prósentan frá Seðlabankanum hrapa niður í 48% — að frá- dregnum þeim 2 þús. tonnum kjöts, sem út eru flutt í haust. Á það vandræðaástand, sem ríkir í þessum málum er síð- ur en svo bætandi, og er þvi cðlilega að menn fýsi að vita. hvað líði aðgerðum landbúnað arráherra í þessu máli. INGÓLFUR JÓNSSON sagði, að bændur héldu þv: fram. að þeir hefðu ver- ið afskiiptir i afurðalá.namái- um. Menn væru þó ekki sam- mália mu þeita, þegar málið bæri á góma — ekki einu sinni bankastjórarn- ir. Ráðherrann vék að sam þykkt þeirri, sem gerð hefði verið í málinu á aðaifundi Stéttarsambands bænda, og tald'i þá siamþykkt eðlilega og von, að bændur vildu fá hærri lán oig örari útborgim fyrir inn lagðar afurðir nú á þessu hausti, en hitt væri önnur saga, hvernig tækist að leysa málið. Sagðist ráðherrann hafa kynn sér mál'ið náið og átt ásamt Gylfia Þ. Gísfasyni, bankamála- ráherra, viðræður við banka- stjórana, og lagt ríka áherzlu á, að landbúnaðurinn bæri ekkj skarðari hlut en sjávarútveg- urinn í þessum efnum. Skv. skýrslu Seðlabankans um má'lið, hefði á árunum 1956—1959 verið lánað 67% af verðmæti afurða úr Seðla- bankanum, en á síðasta ári 55%. Þá hafa viðskiptabank arnir lánað til viðbótar, <• taldj ráðberran.n að þar gæti verið nn! einhvern mun að ræða milli landbúnaðar oi» sjáv- arútvegs, því eins oig ráðherr- ann fnllyrti, giltu engar fastar reglur um viðbótarlán Við- skiptaba.nbanna út á afurðir Yfirleitt færu þessi lán ek’ yfir 15% þ.e. afurðalán sam tals 70%. Varðandi Seðlabank ann væri ekki hægt að deila um það, að fullt jafnrétti þefð'i ríkt milli sjávarútvegs og land búnaðar að þessu leyti, en um viðskiptabankann liggur þetta ekki eins Ijóst fyrir. Hins veg- ar hefði hann kynnt sér það, að útboriga.nir til bænda hefðu ekki lækkiað og ekki dregizt meir á Langinn en áður hefði veri'ð, og fyrirtæki, er á móti sláturafurðum bænda taka, myndu á þessu hausti ekki þurfa að lækka útborga.nir sín- ar eða draga þær á langinn. Ráðherrann sagði, að Seðl,a- bankinn hefði nú ákveðið að lána 55% af verðmæt'i land búnaðarafurða í afu.rðavíxl- um, o,’ kvaðst ráðherra.nn að auki vita um góðan vilja banka stjóra viðskiptabankanna til að láta landbúnaðinn sitja við sama borð og sjávarútveginn. hvað snertir afurðalá,n. ÁSGEIR BJARNASON þakk aði ráðherranum svörin. Kvaðst F'i'amn -a 15- síðu Ovarkárni lækna við veitingu deyfilyfja Þingstörf í gær Fundur var í sameinuðu Alþingi í gær. í upphafi fundarins kvaddi Lúðvík Jós epssoin sér h'ljóðs og sipurð- ist fyrir um afstöðu ríkis- stjórnarinnar til þess mikla vanda, er við blasti er stór hluti sjúkrahúslækna hyrfi frá starfi 1. nóv. þ.e. í dag. Bjami Benediktsson varð fyrir svörum en einnig tóku þátt í umræðum þessum þeir Alfreð Gíslaso,n, læknir, og Þóraritin Þórarinsson. Umræður þessar stóðu í um 2 klst. Þá var gengið til dag- skrár og svaraði Bjarni Benediktsson fyrirspum Benedikts Gröndals um misnotkun deyfilyfja hér á landi oig landbúnaðiarráð- herra svaraði fyrirspurn Ás- geirs Bjarnasonar um lán út á landbúnaðarafurfðir, og er umræðna um það mál getið ýtarlega hér á síð- unni. Þá v.ar umræðuform ákveðið um nokkur mál, og að lokum tekin fyrir þings- ályktunartillaga Framsókn- armanna um raforkumál, og mælt'i Skúli Guðmundsson, 1. flm. tiílögunnar fyrir henni. Fundi var Slitið kl. 4. Deyfilyfjamálið á Alþingi í gær. í gær svaraði Bjarni Bene- diktsson, dómsmálaráðherra, fyrirspurn frá Benedikt Grön- dal um misnotkun deyfilyfja. Spurði Benedikt, hvort dóms- málastjórnin teldi að vaxandi misnotkun deyfilyfja hér á landi gæfi tilefni til sérstakra gagnráðstafana af hálfu ríkis- valdsins og ef svo væri, hvort dómsmálastjórnin teldi gild- andi ákvæði laga um þessi efni nægilega ströng. Bjarni Benediktsson svaraði fyr- irspurninnj með því að lesa bréf frá fjórum aðilum, er hann hafði leitað álits hjá um þessi mál, þ. e. Sigurði Sigurðssyni landlækni, Sigurjónj Sigurðssyni lögreglu- stjóra í Reykjavík, Loga Einars- s-yni, yfirsakadómara í Reykjavík og Valdemar Stefánssyni saksókn- ara ríkisins. Kom fram í svörum þessara aðila, að notkun örvandi lyfja væri mjög vaxandi hér á landi en hins vegar hefðj ekki borið á notkun eiginlegra eiturlyfja eins og morfini, kókaíni eða skyld- um eiturlyfjum. Afskipti lögreglu og rannsóknarlögreglu færu mjög vaxandi af fólki, sem neytti örv- unarlyfja. Einhver brögð myndu að smygli til landsins á slíkum lyfj- um, en mestan hluta slíkra lyfja, sem neytt væri f óhófi, taldi lög- regla, rannsóknarlögregla og sak- sóknari vera komin úr íslenzkum lyfjabúðum eftir lyfseðlaávísun- i'm lækna. Sagðist Bjarni Benediktsson hafa beðið um lista yfir nöfn þeirra lækna hjá lögreglustjóra, sem tald ir væru veita lyfseðla á slík örv- unarlyf af kæruleysi og i ríkum n:æli og myndi hann senda þann lista til landlæknis til frekari að- gerða í málinu. Þá kom það fram, að landlækmr hefur skrifað öll- um læknum oréf og hvatt þá til varkárm i að veita slík lyf Rann sókn þessara mála allra er nú í gangi og er ekki hægt a þessu stigi málsins, að fullyrðíi um, hvort þörf se lagabreytinga ti) að koma í veg tyrir þennan ófögnuð, sem ofneyzla slíkra lyfja er fyrir þjóðfélagið. >agði dómsmálaráð- herra, en hann myndi gera það, I sem í hans valdi stæði til að þetta I yrði kveðið mður. ★★ Langar umræður urðu utan dagskrár í Sameinuðu Alþingi í gær um læknamálið svonefnda. Lú'ðvík Jósepsson beindi þeirri fyrir- spurn til Bjarna Benediktssonar hei.Ibrigðis- og dómsmálaráð- lierra, hvað ríkisstjórnin hyg'ðist gera varðandi þann vanda, sem við blasti, er þorri sjúkrahúslækna á sjúkrahúsum ríkisins hyrfi frá starfi 1. nóvember. ★★ Bjarni Benediktsson sagði, að heilbrigðisstjórnin hefði cnn ekki fengið neina örugga vitneskju fyrir því, að læknar þessir myndu hverfa frá starfi, og hellbrigðisstjórnin hefði snúið sér til læknanna og beðið þá að gegna áfram starfi þar til félags- dómur hefði fellt úrskurð sinn, og sagðist ráðherrann ekki trúa því fyrr en hann tæki á því, að læknarnir hyrfu úr starfi, en ef algert neyðarástand skapaðist' í sjúkrahúsunum, hlýtur ríkisstjórnin að grípa til þeirra ráðstafana, sem nauðsynlegar verða taldar. ★★ Alfreð Gíslason sagði, að það væri á ábyrgð ríkisstjórnarinnar einnar, ef til þess kæmi, að vandræðaástand skapaðist á sjúkra- húsunum. Ríkisstjórninni væri í lófa lagið að Ieysa deiluna. ★★ Þórarinn Þórarinsson kvaðst viðurkenna, að ríkisstjórninni væri nokkur vandi á höndum í þessu máli. Við slíkum vanda mætti bregðast á tvennan hátt. Annars vegar með skilningi og velvilja og hins vegar með stífni og þrjósku. Kvað Þórarinn það hafa hent of oft, að ríkisstjórnin hefði mætt slíkum ágrein- ingi um kaup og kjör með stífni og þrjósku í stað þess að leysa málin með skilningi og skynsemi. Kvað Þórarinn þetta læknamál miklu stærra en svo, að unnt væri að binda það við þessa sjúkrahúslækna eina, sem sagt hefðu upp starfi. Mikill og uggvænlegur skortur væri nú á læknum til þjónustu úti á landsbyggðinni og einnig væri farið a'ð votta fyrir lælcna- skorti í þéttbýlinu, og Iæknum, sem flyttu úr landi færi stöð- ugt fjölgandi og ef svo heldur áfram sem horfir í þessum málum, verður hér mjög alvarlegt ástand i heilbrigðismálnm þjóðarinnar. Það er út frá þessu sjónarmiði. sem líta á þetta deilumál og leysa það farsællega í samræmi við þetta sjór. ' -mið. ★★ Bjarni Benediktsson sagði, að kaup og kjör umræddra 1 ’ <na væri aðeins angi á launakerfi opinberra starfsmanna fitt við að fást, þar sem Bandalag starfsmanna ríkis og bæi ' -'•fði vísað ínálinu frá sér. Ef ríkisstjórnin semdi við læknnnna, myndi BSRB ásaka ríkisstjórnina um að hafa brotið gerða samninga við BSRB. Félagsdómur yrði að skera úr um réttar- ástand málsins. 6 T í M I N N , fimmtudaginn 1. nóvember 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.