Tíminn - 01.11.1962, Blaðsíða 13

Tíminn - 01.11.1962, Blaðsíða 13
MINNING __________"■_■______ ■ '1: ■/■::■:.■ Kristján Pálsson, frá Holtslandi Kristján Pálsson var fæddur í Hrútsholti í Eyjahreppi í Hnappa- dalssýslu hinn 25. ágúst 1880 og var því á áttugasta og þriðja ald- ursári er hann lézt 21. f. m. Fullu nafni hét hann Kristján Jóhannes Páll og var það ekki ótítt á þeim árum, að börn voru skírð mörgum nöfnum. Foreldrar hans voru Kristín Hannesdóttir og Páll Kristjánsson, en Páll stundaði barnakennslu jafnframt búskapnum. Vora þau hjón ættuð af Snæfellsnesi. Kristján var elzt- ur sinna systkina og vafalaust hefur verið þröngt í búi hjá for- eldrum hans á frumbýlisárum þeirra, því að þau brugðu búi skömmu eftir fæðingu sonarins og fluttust til Reykjavíkur, en hann varð-eftir í fóstri í Hrúts- holti, að ég held hjá vandalausu fólki. Þegar Kristján var á þriðja ári munu fregnir hafa borizt til for- eldranna um það, að drengurinn væri framfaralítili og vildu þau því reyna að fá hann suður til sín. En það var ekki hlaupið að því á þeim árum að koma smábarni til Reykjavíkur vestan úr Hnappa- dalssýslu. Það varð þó að ráði, að góður vinur þeirra hjóna, hraust- menni, sem ekki lét sér allt fyrir brjósti brenna, tók að sér að koma drengnum til Reykjavíkur. Lagði hann upp frá Hítarnesi í Kolbeins staðahreppi á fjögurra manna fari og sigldi þaðan beinustu leið til Reykjavíkur á björtum vor- degi, í Ijúfri norðankælu með drenginn litla í fanginu, og kút- holu við hlið sér, sem ekki inni- hélt sýrublöndu. Ferðin tókst vel og átti Kristj- án heimili í Reykjavík til 7 ára aldurs, en flutti þá aftur vestur á Snæfellsnes með foreldrum sín- um. Þessi ævintýralega sigling til Reykjavíkur var upphaf að merki- legu lífsævintýri Kristjáns Páls- sonar, en það ævintýri verður ekki rakið hér, nema að litlu leyti. Rúmlega tvítugur að aldri gekk Kristján að eiga frændkonu sína, Danfríði Brynjólfsdóttur, en fað- ir hennar var hreppstjóri og bjó að Gröf í Breiðuvík. Var Dan- fríður annáluð fyrir friðleik og talinn mikill kvenkostur. Bjuggu þau fyrst vestur á Snæfellsnesi í Breiðuvík og Staðarsveit, en fluttust að Hólslandi í Eyjahreppi vorið 1813 og bjuggu þar í rúma þrjá áratugi, en brugðu þá búi og fluttust til Reykjavíkur, þar ■sem mörg af börnum þeirra voru búsett. Kynni min af þeim hjónum, Danfríði og Kristjáni, hófust litlu eftir að þau fluttu að Hólslandi. Var ég þá kennari í Eyjahreppi um tveggja vetra skeið, og voru þá þrjú af börnum þeirra komin á skólaskyldualdur og sóttu far- skólann. — Kom ég þá eitt sinn að Hólslandi. — Ég held, að börn- in hafi þá verið orðin 10 talsins, en hreinleg'og snyrtileg var litla borðstofan, þótt hópurinn væri stór. Mig minnir að baðstofan væri aðeins tvö og hálft stafgólf, en hjónin voru glöð og gestrisin og auðugri af lífshamingju en marg- ir þeir, er stærri áttu húsakynnin og meiri bústofninn. Þarna, í þessum lágreista bæ, urðu börnin síðar 17 að tölu, sem flest komust til fullorðinsára, og aðeins tvö þeirra ólust upp utan heimilis. — Það þarf ekki að rekja þá sögu hér, að mjög hefur reynt á þrek og dug þeirra hjóna á þessum bú- skaparárum. — Sorgir og ýmiss konar erfiðleikar kvöddu stundum dyra, en aldrei brást þeim sam- heldnin og lífsgleðin. Hin sanna lífshamingja ríkti á þessu fjöl- menna barnaheimili. Engir erfið- leikar gátu bugað þá hamingju. Af þessum 17 Hólslandssystkin- um eru 11 á lífi, og eru mörg þeirra búsett í Reykjavík. — Öll eru þessi systkin vel gefin og búa við góð kjör. Af þeim eru þeir bræður Ingólfur rithöfundur og Kristjón bifreiðarstjóri forsetans, þekktastir. Kristján Pálsson var um margt óvenjulegur maður. Hann var ekki mikill að vallarsýn, en fríður mað- ur og snar í hreyfingum og verk- maður svo af bar. Var sama að hverju hann gekk á sjó eða landi, en þó held ég að afburðir hans hafi verið mestir við heyskapinn. Voru vinnustundirnar ótaldar um sláttinn, en snemma fóru elztu börnin að létta undir með for- eldrunum, þótt þau vitanlega hyrfu að heiman smátt og smátt, eftir því sem árin liðu. Kristján var fróðleiksfús og minnugur og hafði glöggt auga og eyra fyrir öllu broslegu, og svo vel sagði hann frá einföldum hlutum, að unun var á að hlýða. Fram á síðustu ár hélt hann glaðlyndi sínu og bjartsýni sem ungur væri að árum. Mikill harmur var að bon- um kveðinn, er hann missti konu sína fyrir nokkrum árum, en hann bar vel sorg sína. — Einn er mér glöggt í minni, er ég kom að Hólslandi til þeirra hjóna með stóra barnahópinn sinn í lágreistu, litlu baðstofunni. — Þau hljón voru þá í blóma lífs- ins og heimilishapingjan geislaði af þeim báðum. Ég man enn hús- íreyjuna glæsilegu með þykku, ljósu flétturnar, sem tóku henni tvibrugðnar í beltisstað. Atvikin höguðu því svo til, að Kristján átti heima í nágrenni við mig í Reykjavík, síðustu æviárin. Hann bjó þá hjá Kristínu dóttur sinni og manni hennar Stefáni Þór Árnasyni. — /Gigtin hafði þá leikið hann grátt, svo að þessi létt- leika-maður var orðinn fótfúinn og stirður, en hann lét það ekki hafa lífsgleði sína. Hann sagði skemmt; lega frá gömlum minningum og fylgdist vel með þvi, sem gerðist í nútímanum og hafði gamanyrði á vörum. Ellin var honum ekki þung, enda naut hann góðs hjá dóttur sinni og lengdasyni. Um Kristján Pálsson á ég einungis góðar minningar, og lífsgleði hans virtist mér næstum óbreytt til sið- ustu stundar. — Stefán Jónsson. 2. síðan lagt fram herstyrkinn, sem kraf- izt var, ef Strauss fengi sitt fram. Taylor er nú orðinn yfirmað- ur bandaríkka hersins, en á Eis- enhowertímanum vék hann vegna afstöðu sinnar með venju- legum vopnum á kostnað atóm- vopna. Hann hefur heldur ekki sömu samúð og Norstad hers- höfðingi með vilja Evrópuþjóð- anna til að eignast atómvopn og hefur reynzt Strauss þungur í skauti. Fallex 62 opnaði augu herforingja Þrátt fyrir viðvaranir Schröd- ers utanríkisráðherra og ritara hans, Carstens, um að gera sam- komulagið við Washington ekki verra, hefur Strauss hafið áróð- ursherferð gegn hermálastefnu Kennedy-stjómarinnar, og held- ur enn fast við eldflaugakröfur sínar. Strauss fék • Adenauer kanzl- ara til stuðnings við sig. En það var fyrir heræfinguna Fallex 62, þar sem kom í ljós, að vestur- þýzki herinn er aðeins ,varnar- hæfur undir visusm skilyrðum“, en ekki á neitt hátt sóknarhæf- ur. Herinn er búinn eldflaugum í stað herfylkja, atómsprengju- vörpum í stað hermanna, sjúkra- deildin, matvæladreifingin, loft- varnimar, stjórnin á flóttamanna straumnum, fjarskiptasamband- ið, umferðareftirlitið og fleiri lífsnauðsynlegir hlutir voru í molum, þegar heræfingin fór fram. Ekki er vitað, hvaða áhrif þessi heræfing NATO kann að hafa á her'mál Vestur-Þýzkalands og Vesturveldanna, en þetta er sú fyrsta á þeim grundvelli, að þriðja heimsstyrjöldin hæfist rrleð allsherjarárás á Evrópu. Stutt er lestin þín Framhaid af 9. síðu. ið með okkur. Víkingarnir, sem kusu sér og námu hér bólstaði, voru sambornir bræður þeirra rnanna, sem unnu Normandí, síðan Bretland, meitluðu loks svip sinn í ásýnd heimsins. — Draumar þeirra um frjálst og höfðinglegt líf, varðveittir og hafnir í hærra veldi í fornsög- unum hafa aldrei getað gleymzt niðjum þeirra. Okkur er ekki tamt að hugsa í hópum, heldur sem einstaklingar. En um fram allt er þetta lífsnauðsyn. Nóg- ir aðrir verða til þess að minna okkur á smæðina. En hvað yrði af okkur sem þjóð, ef við vær- um sífellt að einblína á fá- menni, fátækt og vanmætti?" Þessi orð hef ég dáð mjög, segir Helgi, og mér finnst þau hið bezta, sem ég hef heyrt lengi um landið og þjóðina. Við búum ekki einir í þessu landi — þessar sálir, sem nú hjara — gengnar kynslóðir búa hér með okkur. Þannig lifir sagan í huga mínum, og þannig hef ég skynjað hana, og þess vegna var þetta eins og talag úr hjarta mínu — þó að ég hafi aldrei heyrt.það eins snilldarlega orð- að. En ég vildi að menn gæfu gaum ag þessum skilningi og tileinkuðu sér hann, segir Helgi Haraldsson að lokum. — AK. Rafha eldavéB •'l sölu er Rafha-eldavé1 ■i'dri gerð) á tækifæris "írSi. '^oivsingar í síma •5785 SEXTUGUR: Jdn Thorarensen Séra Jón Thorarensen varð sex- tugur í gær. Þess gerist ekki þörf að kynna séra Jón íslenzkri þjóð. Hann er ekki aðeins þjóðkunnur kennimaður, heldur og stórmerk- ur rithöfundur og fræðimaður. Þeir verða margir, sem í dag hylla séra Jón fyrir störf hans fyrir ^s- lenzka kirkju og íslenzkar bók- menntir. Eg er einn í þeim hópi. Séra Jón er að arfi og eigin gerð borinn til sæmdar á sviði mennta. Bjarni Thorarensen var langafi hans í föðurætt. Skáldkonurnar Herdís og Ólína voru amma hans og ömmusystir, og þá var séra Matthías ekki langt undan þeim megin. Á æskuárum dvaldi séra Jón lengi á ágætu heimili Hildar föð- ursystur sinnar og Ketils manns hennar að Kotvogi í Höfnum. Þar nam hann kjarnmál íslenzkrar sjómannastéttar og lifði sig inn í kjör hennar og hugarheim. Síðar lá leiðin til Reykjavíkur í skóla. Á heimili sinnar ágætu móður, frú Elínar, nam hann hjá ömmu og ömmusystur fróðleik og „mál- ið fræga söngs og sögu“. Og hinn ungi sveinn beið ekki boðanna. Þegar í skóla hóf hann fræða- störfin — og síðar jafnhliða anna- sömu embætti samdi hann skáld- ve-rk, sem hafa vakið þjóðarat- hygli. Verk séra Jóns eru eigi að- eins merk vegna efnis og efnismeð ferðar, heldur og ómetanleg vegna máls og stíls. Á sviði tungunnar hefur hann borgið frá glötun ó- metanlegum verðmætum. En ég ætlaði mér ekki að skrifa aðeins um kunnan kennimann og nierkan rithöfund í dag, heldur um afmælisbarn, um kæran skóla- bróður og vin. Við séra Jón vorum nánir félagar og vinir á. skólaár- um, og vinátta okkar hefur varð- veitzt skuggalaus gegnum árin. Gleðistundirnar voru margar, en stundum nokkrar námsáhyggjur eins og gengur. En áhyggjur urðu ekki langlífar, þar sem séra Jón var annars vegar. Fyrr en varða bar hann Ijós í bæinn — og allt varð gott á ný. Þannig reyndist hann okkur öllum skólafélögunum fyrr og síðar. Sextugur að aldri er séra Jón enn sami góði félag- inn og vinurinn sem forðurti, — ungur í anda og ungur að aldri, þrátt fyrir árin. Það er bjart yfir prestsheimil- inu við Ægissíðu. Þangað er hýrt að horfa, — en miklu bezt þó þar að dvelja í hópi góðra vina. En séra Jón er ekki einn um að bera ljós í bæinn þann. Þar á hans ágæta eiginkona, frú Ingibjörg, einnig sinn rika þátt. Úr fjarlægð horfi ég þangað í dag og bið vígslu bróður, eiginkonu hans og börn- um blessunar Guðs, margra ham- ingjuríkra daga. feinar Guðnason. LÆKNINGASTOFA mín er flutt aS Aðalstræti 18. (Uppsalir). Gengið inn frá Túngötu. Viðtalstími mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 10—11, fimmtudaga kl. 18—19, laugardaga kl. 9—10. Tekið á móti vitjanabeiðnum ’ síma 14513 alla virka daga til kl. 13 nema laugardaga til kl. 10,— Heimasími 19369. Símar eru ekki skráðir í síma- skrá. — Tek einnig á móti sjúklingum eftir fyrir- fram beiðni. Sérgrein: Lyflæknisfræði. — Efnaskipta- og hormónasjúkdómar. EINAR HELGASON Vinsamlega geymið auglýsinguna. Tilkynning varðandi Slysavarðstofu Reykjavíkur Vegna læknaskorts verður óhjákvæmilegt að tak- marka um sinn starfsemi slysavarðstofunnar frá því sem verið hefur. Tekið verður eingöngu á móti sjúklingum, sem þarfnast tafarlausrar aðgerðar vegna slysa. Með aðra læknaþjónustu ber borgarbúum að snúa sér til starfandi lækna í bænum. Reykjavík, 31. okt. 1962. Sjúkrahúsanefnd Reykjavíkur T f MI N N , fimmtudaginn 1. nóvember 1962 13

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.