Tíminn - 01.11.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 01.11.1962, Blaðsíða 9
að ná sæmilegri afkomu er líka eina ráðið að vinna meira — að leggja harðara að sér og framleiða þannig meira. En verðlagning landbúnaðarvara er með þeim ósköpum, að slík yfirvinna og framleiðsluaukn- ing sem byggist á stórauknum þrældómi bænda, lækkar verð landbúnaðarvara í heild. Þeir, sem tekst að auka framleiðsl- una með því að leggja enn harðar að sér, sýna fram á aukningu afraksturs grundvall arbúsins, sem verðlagning er miðuð við. Þeir fá að vísu nokkurn hluta yfirvinnu sinn- ar greiddan með framleiðslu- aukningunni — en aðeins nokk urn hluta. Hitt er verra, að þeir lækka verð og laun þess bónda, sem ekki hefur getað hið sama, ekki getað aukið framleiðsluna með meiri vinnu. Þannig breikkar bilið enn milli búanna — þetta bil, sem lífs- nauðsyn er að minnka. Slíkt kerfi er sannarlega óheillum hlaðið. Ef bændur vinna meira. lækkar tímakaupið. Þetta er líka það, sem hefur gerzt á Suðurlandi og Morgun- blaðið hlakkar yfir. Menn hafa reynt að mæta álögum „við- reisnarstjórnarinnar“ með því að leggja harðar að sér, vinna meira — þó að tímakaupið lækki. En tala þeirra, sem gef- izt hafa upp er jafnhá fyrir því. og sú staðreynd er söm, að nokkrir "tugir bænda hættu á þessu svæði á s. 1. ári. Óg ég endurtek það. að eins og nú horfir, standa synir og dætur aldamótakynslóðarinnar verr að vígi til þess að taka vjð. heldur en hún sem byrjaði með tvær hendur tómar. Það er ekki fögur saga. Þeir, sem flytja burtu úr sveitunum, eru alltaf að selja þeim, sem eftir verða, landið. Hn'turinn ekki !<irid — Þú talar strítt mál Helgi. Telur þú framkomu ríkisstjórn arinnar i garð annarra stétta en bænda betri? — Hún er verst í garð bænda en engum góð. og flest hefur henni mistekizt. Nú er sagt, að verðból.gan hafi verifj stöðvuð, og að viðreisnin hafi tekizt. Þa?i hafa fyrr verið kveðnar_ öfug- mælavísur á íslandi, og íslend- ingar geyma það, sem vel er sagt, og þegar stjómin kyrjar þennan söng dettur mér alltaf í hug karlinn, sem sagði: — Ég kalla ekki hrútinn kind. Nú erum við búnir að gera þann að fjármálaráðherra, sem ekki kallar hrútinn kind. Oeí spegillinn svarar Þegar ég er að lesa lofsöng- inn í stjórnarblöðunum um það, að allt sé í ágætu lagi og gangi vel, kemur líka í hug- ann sagan um drottninguna i ævintýrinu, sem alltaf gekk fyrir spegilinn og spurði: Spegill, spegill herm þú hver hér á landi friðust er. Og það stendur ekki á spegl- inum ag svara fremur en fyrri daginn. Svona er ríkisstjórnin. Hún er ailtaf að spegla sig og láta spegil sinn, Morgunblaðið svara og gylla sig fyrir þjóð- inni. Og þetta flýgur svo sem um landið, enda er það gamla sag- an, að slík skreytni er fljót í förum. Fyndinn maður á Al- þingi sagði fyrir nokkrum ár- um, að það væri merkilegt með sannleikann og lygina. — Þegar sannleikurinn væri kom inn upp að Elliðaám, væri lyg- in komin norður á Langanes. Og samgöngur og ferðatækni hafa ekki batnað svo lítið síðan. Kríuskersviðhorf — Jæja, hvað segirðu annars um blaðamennskuna núna — svona samanborið við þitt ung dæmi? — Það gæti nú verið sitt af hverju, en eitt dæmi er mér efst í huga um þessar mundir. Ég er nú kominn á þann aldur, að ég hef fylgzt með blöðun- um í hálfa öld. Árið 1912 gerð- ist það, að mikil og mergjuð skammagrein kom í Heims- kringlu eftir ritstjórann. Þar var sagt, að ísland væri vart byggilegt, bændur gætu þar engu til vegar komið, og látin þau orð falla, að þetta kríu- sker ætti sem fyrst að leggjast í eyði. Þá kom hljóð úr horni af- skekktrar sveitar á íslandi, og það hljóð heyrðist, enda kom það úr stálpenna Guðmundar Friðjónssonar skálds á Sandi. Grein hans hét: Á kríuskerið að leggjast í eyði? Það er ein þeirra blaðagreina, sem ég gleymi aldrei. En réttri hálfri öld síðar skeður sá ánægjulegi atburður, ag sonur Guðmundar á Sandi hendir á lofti nokkrar hnútur, sem bændastéttinni voru send- ar, og sendir þær aftur af engu minni fimi en faðir hans. En þá bregður svo við, að hann fær ekki inni fyrir grein sína í stærsta blaði landsins. Það mætti kalla kríuskerjamennsku. Nóg um það. Þetta segir sína sögu, og þessu munu íslenzkir bændur varla gleyma. Illt hlutleysi — Ég heyrði um tiaginn við- tal vig þig í útvarpinu. Þú varst ekki svona hvassyrtur þá? Var eitthvað sorfið af þér? — Já, minnstu ekki á það, Það var allt klippt úr því, sem vit var í. — Segðu mér eitthvað um það. — Ég sagðist t. d. bera mikla virðingu fyrir útvarpinu og sízt af öllu vilja missa það á- gæta menningartæki. En ann- ars teldi ég, að hig svonefnda hlutleysi útvarpsins væri versti ljógur á ráði þess. Það virt- ist hafa þau áhrif. að alltaf væri hægt að koma öfugmælum og vitleysum i útvarpið, en sannleikanum ekki nema að vissu marki. En þetta vildu þeir ekki hafa. ásamt fleiru sem þeim þótti víst enn verra. Ég vil einmitt koma á útvarps- þætti, þar sem orðið er raun- verulega frjálst, og þar sem menn geta sagt það. sem þeim býr í brjósti. Auðvitað ber að forðast mannskemmdir. En því ekki að hafa þátt þar sem menn mega koma fram og segja hér um bil hvað sem er á sína ábyrgð og fá svör. Slíkur þátt- ur yrði jafn til varnar og sóknar, og þar mundi ýmislegt koma fram, er leitt gæti til nýtilegra framfara, og á slíkan þátt yrði áreiðanlega hlustað. En núverandi hlutleysi útvarps ins er sama og að beita hinum þöglu svikum og þegja við öllu röngu. Því seldu þeir ekki heldur jarðskjálft- ana og norðurljósin — Þú hugsar víst lítig um síld. Er til nokkurs að spyrja þig um, hvernig þér lítist á blikuna þar núna? — Jú, ég hugsa líka um síld- ina, og það er einmitt til marks um fyrirmunur; þessarar ríkis- stjórnar, að hún getur ekki einu sinni nýtt sér síldina, þeg- ar hún veiðist eða býðst til veiða. Svo aum held ég, að engin ríkisstjórn hafi verig áð- ur. Nú heyrir maður að allt sitji fast, og þó að þetta komi ef til vill lítið mál við mig, getur maður ekki annag en undrazt þau tíðindi, að búið sé að selja mikið af síld út í lönd — síld, sem aldrei verður veidd, og engir tilburðir til að veiða — jafnvel bannað að veiða. Það var haft í flimtingum áður fyrr, að glópar vildu selja jarðskjálftann og norðurljósin á íslandi. En er þetta nokkuð betra? Gæti jafnvel verið, að það væri tryggari verzlunar- vara. Þetta voru spekúlantar lika að reyna um aldamótin. Lestin hans Narfa — En nú höfum við hagfræð- inga en enga glópa eða spekú- lanta. — Já, vel á minnzt. Nú reikna hagfræðingarnir allt út, svo að þetta hlýtur allt að vera í stak asta lagi. Kannski við botnum þetta með einni dæmisögu, sem leitar sífellt á hugann, þegar hagfræðingarnir eru ann- ars vegar. Fyrir tveim öldum bjó í Biskupstungum gáfaður en und arlegur karl — Narfi gamli á Brú — afi Hannesar Þorsteins sonar bókavarðar. Hann var mikill stærðfræðingur, karlinn og alltaf síreiknandi. en bú- skapurinn blómstraði ekki á þeim reikningi, enda var hann stundum annars hugar við bú- störfin. Einu sinni sem oftar hafði Narfi farið í lestarferð til Reykjavíkur og var einn síns liðs, eins og hann kunni bezt við. Fleiri voru á ferð, og Tungna- eða Hreppamenn mættu Narfa í Kömbum á austurleið. Hann sat hugsandi á hesti sinum og teymdi — tómt beizlj. er hann dró á eftir sér. — Stutt er lestin þín núna, Narfi minn, varð einum að orði. — O, læt ég það vera, svar- aði karl. Hef ég ekki tvo í taumi? En lestahestur Narfa, sá er fyrr gekk, hafði nuddað fram af sér beizlið í Hveradölum, en Narfi dregig beizlið eitt yfir heiðina. Saumnáiar í hnatt- gjorð — Það var von á þessu, sagði Narfi, er hann hafði áttað sig á því, hvers kyns var. — Ég var að reikna það út, hvað þyrfti margar saumnálar í axl- arháan garg umhverfis hnött- inn. Hver sem útkoman hefur orðið hjá Narfa gamla, efast ég ekki um, að hagfræðingar vorir geti reiknað það út. hve margar saumnálar þurfi í axlar háan garð umhverfis hnöttinn. En hitt óttast ég, að ef við bændur — og raunar fleiri — ættum að fá hagfræðingunum stjórnartauma alla, þá gæti hún orðið stutt lestin hjá okk ur ekki síður en Narfa gamla Og er það ekki einmitt þetta. sem hent hefur ríkisstjórnina og hagfræðinga hennar núna? Hún lagði af stað með lest sína og segist enn teyma hana sæmi lega langá og vel búna — en hún er með beizlið eitt. Verð- bólgan hefur nuddað fram af sér og leikur lausum hala. — Stjórnin þykist hafa mikla síld arlest á markað — en kemur með beizlið eitt. Fleiri en við sýnumst — Jæja, eigum vig nú ekki að sleppa ríkisstjórninni Þú ert búinn að sauma vel að henni. Segðu mér nú að lokum, hvort þú hefur ekki lesið eitthvað merkilegt nýlega — eða heyrt eitthvað. sem þér finnst vert að muna — t. d. um líf fólksins og framtíð landsins? — Ég held ,að það, sem bezt situr í mér af því tagi núna, séu orð Sigurðar Nordal. próf- essors í stórsnjallri hátíða- ræðu hans á afmæli Háskólans í fyrra. Þau orð hafa mér orð- ið mikið umhugsunarefni. Ég ætla að biðja þig að fletta upp í Félagsbréfi Almenna bókafé- lagsins, þar sem ræðan er birt, og taka upp smákafla, sem hefst á orðunum . . . „Einu sinni heyrði ég íslenzk an stjórnmálamann segja við erlendan ráðherra, sem þótti hann vera nokkuð óbilgjarn: Það er nú svona fyrir okkur íslendingum. Vig getum ekki að því gert, að okkur finnst við alltaf vera stórveldi. — Mér er þetta minnisstætt af einni ástæðu. Þessi gamli landi minn sagði það brosandi, eins og hvert annað gamansamt öfug- mæli. En um leið fann ég greinilega, að einmitt svona hugsaði hann sjálfur í hjarta sínu, hvað sem heilinn mögl- aði. Það má kalla þetta nærsýni, þröngsýni, vanmetakennd á villustigum,, heimsku eða öðr- íllum nöfnum. Líka má leita að öðrum sálfræðilegum skýring- um. Okkur finnst við ósjálfrátt stærri, af því að við byggjum þetta víða og tignarlega land. Vig erum miklu fleiri en við sýnumst, af því að lifandi svip- ir þúsund ára sögu byggja land Framh á V5 síðu Helgi Haraldsson, Hrafn- kelsstöðum, leysir svolítlð frá skjdðunni í stundar- rabbi við A. Kristjánsson TÍMINN, fimmtudaginn 1. nóvember 1962 W — . - 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.