Tíminn - 01.11.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 01.11.1962, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn Þó.rarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu- húsinu. Afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur í Banka- stræti 7. Símar: 18300—18305. — Auglýsingasími: 19523 Af. greiðsiusími 12323. — Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan. lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — 222% Eins og f.iárlagafrumvarpið ber með sér eru skatta- og tollaálögur á landsmönnum áætlaðar 1785 milljónir á næsta ári. Árið 1958 voru þessar sömu álögur 698 milljónir og hafa því hækkað um rúmlega einn milljarð. Gengið hefur verið fellt tvisvar án þess að slakað hafi verið teljandi á verðtollsákvæðum, og með þessu móti hefur milljónahundruðum verið sópað inn í ríkissjóð. En þetta var ekki nóg í hít ríkisstjórnarinnar. Nýr innflutningstollur, söluskattur í tolli var á lagð-- ur, og nýr söluskattur innan lands, sem leggst á nær all- ar vörur og þjónustu og sópar margfalt á við þann, sem lagður var niður. Innflutningsgjöld stórhækkuðu með gengisfellingunum. Svo freklega hefur veriS fram gengið að óbeinar álögur tolla og söluskatta hafa hækkað um 222% síð- an 1958 eða meira en þrefaldazt. í sýndarskyni hafa beinir skattar verið lækkaðir, en það dregur lítið á móti hinum hækkunum öllum, og Hag- tiðindin komast að þeirri niðurstöðu, að aukning beinna skatta á vísitöluheimili hafi hækkað vísitöluna um 2,3 stig. Eysteinn Jónsson dró upp skýra mynd af þessari ein- stæðu skattpíningu í ræðu sinni við fyrstu umræðu fjár- laga á dögunum. Og hann bætti við: Ekki er annað að sjá, en ríkisstjórnin hafi verið haldin hreinu skattaæði, því að ofan á allar þessar. álögur, hefur hún beitt sér fyrir sérsköttun á einstak- ar stéttir. Hún lét lögleiða sérskatt á bændur, sem jafngildir 2% af pesrónulegum tekjum þeirra, því að bannað er að taka skattinn með í framleiðslukostnað og bændum einum með því ætlað að leggja fé til op- inberra lánasjóða af starfslaunum sínum. Er þetta gert á sama tíma sem ríkisstjórnin státar af f jársöfnun ails staðar og hundruð milljóna af sparifjáraukningu þjóð- arinnar eru tekin úr umferð og fryst í Seðlabank- anum". Skattafjötrar Eitt skýrasta dæmi um þá skattfjötra, sem ríkisstjórn- in heldur einstaklingum og atvinnuvegum í, eru hinir skefjalausu tollar á landbúnaðartækjum, sem ekki verð- ur án verið við buskap. Þetta er svo augljóst ranglæti, að talsmenn stjórnarinnar viðurkenna það en láta þó ár líða af ári án þess að leiðrétta þetta. Allir þingmenn Framsóknarflokksins í efri deild hafa enn einu sinni reynt að fá einhverja leiðréttingu þessara mála með frumv. um að fella þessi gjöld niður. Ásgeir Bjarnason færði mörg og sterk rök fvrir málinu í fram- sögu. Hann benti m. a. á, að venjuleg dráttarvél kostar nú 106 þús. kr. og þar af eru tollar og söluskattur í ríkissjóð 27 þúsund. Hið sama gildir um ýmsar aðrar jafnnauðsyn- legar vélar og tæki ,sem fjöldi bænda getur nú alls ekki keypt vegna tollanna eftir hækkunina af gengisföllunum. Eitt dæmi um hið hrópandi óréttlæti, sem bændur verða að búa við, eru tollar og söluskattar á vélum til rafmagnsframleiðslu í sveitum. ivlargir bændur verða nú sð kaupa slíkar vélar fyrir stórfé, vegna þess að þeir fá ekki rafmagn frá glmenningsveitum t.d. dísilrafstöðvar. Þessar vélar verður bóndinn að borga og reka alveg á . eigin kostnað en einnig að taka þátt í rekstri héraðsveitna með framlagi eins og aðrir landsmenn, þó að hann fá' ekkert rafmagn þaðan og verði að kaupa sér rafmagn dýrara verði en par fæst. Þannig leggst rafmagnsleysið með tvöföldum þunga á þann, sem sízt skyldi. Idflaugastöðvarnar í Tyrklandi Hefjast viðræður tnilli Nato og Varsjárbandalagsins? í SEINUSTU viku var tals- vert um þaS rætt í heimsblöð- unum, að ef til vill væri hægt að leysa Kúbumálið á þann hátt, að Rússar legðu niður flugskeytastöðvar sínar þar gegn því, að Bandaríkin legðu niður hliðstæðar stöðvar í Tyrklandi. M.a. kom þetta fram í grein Walter Lipp- manns í forystugrein í enska blaðinu „Times“. Krustjoff greip þessa hugmynd á lofti og gerði Bandaríkjastjórn til- boð á þessum grundvelli sl. laugardag. Daginn eftir breytti hann hins vegar um stefnu og bauðst til að leggja niður eld- flaugastöðvarnar á Kúbu gegn því, að Kúba væri tryggð gegn innrás. Á þeim grundvelli er unnið að því að leysa Kúbu- málið nú sem einangrað mál, án tengsla við vígbúnað eða hervarnir annars staðar. Bæði Bandarikjamenn og Rússar virð ast orðnir sammála um að vinna að málinu þannig. Rúss- ar byggja það á þeirri for- sendu, að eldflaugastöðvarnar á Kúbu hafi eingöngu verið byggðar í þágu varna Kúbu, en ekki í þágu hernaðarkerfis Sovétríkjanna eða Varsjár- bandalagsins. Bandaríkjamenn telja að semja eigi sérstaklega um Kúbu, en blanda þessu máli ekki inn í gagnkvæma samn- inga um afvopnun í einu eða öðru formi, því að slíka samn- inga beri að ræða um á þeim jafnvægrsgrundvelli sem var. áður en stöðvarnar á Kúbu komu til sögunnar. AF ÞEIM ástæðum, sem raktar eru hér að framan munu eldflaugastöðvarnar i Tyrklandi sennilega ekki drag ast inn í þá samninga, er nú standa yfir um Kúbu. Náist hins vegar samkomulag um Kúbumálið, verður að telja líklegt, að það geti orðið upp- haf meiri og víðtækari við- ræðna á eftir um að draga úr viðsjám milli stórveldanna. Þá er ckki ósennilegt að eld- flaugastöðvarnar í Tyrklandi muni mjög bera á góma og er því ekki úr vegi að rifja upp sögu þeirra. , Það var haustið 1957, er Rússar sendu fyrsta gervitungl sitt umhverfis hnöttinn og sönnuðu með því, að þeir ættu orðið miklu öflugri og lang- drægari eldflaugar en Banda- ríkjamenn. Bandaríkjamenn áttu þá ekki til eldflaugar, sem gátu dregið frá Bandaríkj unum til Sovétríkjanna. Til að jafna það bil, sem hcr hafði skapazt, var ákveðið á ráð herrafundi Atlantshafsbanda- lagsins haustið 1958 að koma upp stöðvum í Vestur-Evrópu fyrir bandarískar eldflauga1 sem taldar voru draga 1500— 2000 km. Mörg NATO-lönd í V- Evrópu, eins og t.d. Noregur og Danmörk, neituðu þó að leyfa staðsetningu slíkra stöðva, en Tyrkland og ítaiia féllust hins vegar á það. í Bretlandi höfðu þá þegar ver ið reistar stöðvar fyrir slík skeyti. í framhaldi af þessu var svo hafizt handa um byggingu slíkra stöðva i Tyrklandi í sérstökum samningj milb KEMAL GURSEL, forseti Tyrklands. Bandaríkjanna og Tyrklands, sem var undirritaður j október 1959, er svo ákveðið, að stöðv- arnar sjálfar séu undir stjórn Tyrkja, en kjamorkuskeyti, sem þessar stöðvar kunna að nota, séu í gæzlu Bandaríkja- manna og verði ekki notuð, nema bæði stjórn Tyrklands og herstjórn NATO samþykki það. Yfirleitt er talið, að um 15 svokölluð Júpiterskeyti, hlaðin kjarnorkusprengjum, séu nú staðsett í Tyrklandi. Þau eiga að geta dregið 1500 mílna vegalengd og ná því tii flestra þýðingarmestu staðanna í Sovétríkjunum. ÞÓTT ekki séu nema 3—4 ár síðan að eldflaugastöðvarnar voru reistar í Tyrklandi, hefur orðið breyting á hernaðartækn inni síðan. Bandaríkjamenn eiga nú orðið marga kafbáta. sem eru búnir kjarnorku- sprengjum, en áttu enga þá. Þeir eiga nú orðið langdrægar eldflaugar, sem geta borið kjarnorkusprengjur frá Banda ríkjunum til Sovétrikjanna. Að dómi margra sérfróðra manna eru eldflaugarnar í Tyrklandi búnar að missa hernaðarlega þýðingu sína, þar sem Rússar vita líka vel um staðsetningu þeirra og eiga auðvelt með að eyðileggja þær, ef til stríðs kæmi. Það styrkir þessa skoð- un, að Bandaríkjamenn eru nú að leggja niður hliðstæðar eld- flaugastöðvar í Bretlandi. Fram tíðarstefna Bandaríkjanna er sú, að hafa aðeins eldflauga- stöðvar, sem séu staðsettar neðanjarðar í Bandaríkjunum AF ÞESSUM ástæðum, sem hér hafa verið raktar, hefur verið talsvert ymprað á því að undanförnu, að Bandaríkja menn eigi að leggja eldflauga stöðvarnar í Tyrklandi niður Bandaríkjamenn geta hins veg ar ekki gert þetta ejnir, þa sem stöðvarnar eru þáttur vörnum Tyrklands og Atlants hafsbandalagsins. Ýmsar Vest- ur-Evrópujóðir munu líta svo á, að ekki eigi að leggja þess- ar stöðvar niður nema eitthvað tilsvarandi sé gert á móti f A- Evrópu. Mál þetta er þannig vajcið, að eigi það að verða samnings- ■mál, þá er miklu eðlilegra að það verði 'samningamál milli Atlantshafsbandalagsins og Varsjárbandalagsins, en milb Bandaríkjanna og Sovétríkj anna. Oft hefur verið bent á, að eðlilegar væru viðræður milli Atlantshafsbandalagsins og Varsjárbandalagsins um að draga úr spennunni og vígbún aði í Evrópu, m.a. hafa bæði Kennedy og Krustjoff látið orð falla í þá átt undanfarið. Með- al þess, sem þá kæmi til mála að ræða um, væri að fjarlægja allar eldflaugastöðvar óg kjarn orkustöðvar í tilteknu belti sitt hvorum megin við járntjald ið svonefnda. Undir það myndu stöðvarnar í Tyrklandi falla, en einnig sambærilegar stöðv- ar, er væru í álíka fjarlægð frá járntjaldinu að austan Slíkt væri í átt við tillögur þær, sem Rapacki utanríkisrh. g Pólverja hefur borið fram, en ® það mun annars hafa verið Anthony Eden, fyrrv forsætis ráðherra, er einna fyrstur hreyfði hugmyndum í þessa átt. SÚ ER nú von manna um allan heim, að samkomulag ná- ist í Kúbudeilunni, er báðir aðilar geti unað sæmilega. Ef það tekst, gæti verið opnuð til víðtækari samninga, þótt ekki sé hins vegar rétt að búast við skyndilegum árangri. Enn er tortryggnin og spennan svo mikil, að slíks er vart að vænta. Það verkefni, sem ekki sízt ber að snúa sér að, ef íeið opnast til sacnninga, er að draga úr spennunni og vígbún- aðinum í Evrópu. Það væn vissulega hugsanlegur áfangj þeim efnum, að leggja niður árásarstöðvar á ákveðnu belti sitt hvorum megin við járntjald ið. Þ.Þ T í MIN N , fimmtuðáginn 1. nóvember 1962 J z

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.