Tíminn - 01.11.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 01.11.1962, Blaðsíða 15
Frá Alþingi Framhaid ai 7 siöu. hann fagna því, að nú hef'ði orðið sú breyting á að horfið hefði verið frá hámarkskrónu- tölu í afurðalánum Seðlabank ans, þar sem prósentan ætti að vera 55% á þessu hausti. Hins vegar væri ósamið um við bótina, en samkvæmt þeim töl um, sem hann hefði áður til- greint, myndi vanta um 80— 100 milljónir á það, sein úr Seðlabankanum fengist, til að ná 70% markinu. Það kynni að j vera að einstök fyrirtæki, sem verzla með Iandbúnaðaraðurðir hafi fenglð viðbótarlán í við- skiptabönkunum en almennt gætu þau ekki gengið að við- skiptabönkunum án milligöngu ríkisstjórnarinnar og aðstaða þeirra mjög misjöfn varðandi samninga við banka e'ða spari- sjóði, sem þau hafa viðskipti við, til að afla sér viðbótar- lána. Sagðist Ásgeir treysta rá'ð herranum til að halda viðræð um sínum við bankastjóra við- skiptabankanna áfram og tryggja það, að viðbótarlán fengjust ahnennt og málið yrði Ieyst farsællega og útlán út á afurðir landbúnaðarins yrðu raunverulega rausnarlegri. en þau hafa verið sfðustu ár. INGÓLFUR JÓNSSON sagð- ist ekki geta tekið að sér að semja vig viðskiptabankanna fyrir hvert einstakt fyrirtæki, þótt hann teldi ekki cftir sér a'ð ræða málið almennt við 4bankastjóra viðskiptabankanna — en sagði þó, að ef til kæmi, þá teldi hann ástæðulaust að telja eftir sér að semja ef sér- stakiega yrði eftir leitað. EYSTEINN JÓNSSON kvaddi sér hljóðs og minntl á, að 1960 hefði sú regla verig sett af ríkisstjóminni, að Seðlabank- inn skyldi ekki kaupa af'uúða- víxla landbúnað arins fyrir hærri fjárhæð að krónutölu en gert hefði verið 1959, þótt verðlag færi hækk- andi síðan, eins og kunnugt er og framleiðslan aukizt tölu vert. Ef haldið yrði við þessa reglu hlyti það að leiða til þess, að útlán færu minnkandi ár frá ári í hlutfalli við verð mæti, þ.e. prósentvís — eins og raunin hefur orðið — og eins og fram er komið myndu þau fara. niður fyrir 50% af verðmæti nú, ef þessari reglu hefði verið haldið áfram. Nú hefur orðið ánægjuleg breyt- ing á. Baráttan gegn þessari ranglátu og fráleitu reglu hef ur nú borið nokkurn árangur, því að nú hefur landbúnaðar- rá'ðlierra tilkynnt, að útlána- prósenta Seðlabankans verði 55%. Fyrir viðreisnina var þessi prósenta Seðlabankans út á afurðir sjávarútvegs og land búnaðar 67% og samdrátturinn í þessum útlánum hefur ver- ið framleiðslunni dýrkeyptur og erfiður. Það væri ekki rétt hjá ráðherranum, að engar fast ar reglur giltu um viðbótarlán sjávarútvegsins út á afurðir í viðskiptabönkunum, heldur fengju fyrirtæki í sjávarútvegi ; nær undantekningarlaust full j 15% til viðbótar vig afurðavíx! j anna, þ.e. samtals 70%, en land j búnaðurinn hefur almennt ekki j tekizt að fá slíkt viðbótarlán. , Landbúnaðarráðherra segir þó nú, að ríkisstjórnin vilji láta j Iandbúnaðinn sitja við sama! borð og sjávarútveginn að þessu leyti og verður því að vona, að viðræður ráðherranna við bankastjóranna dugi og úr þessu verði. Þá benti Eysteinn Jónsson á, Læknarnir hætfa > • n, að takmarkast mjög, meðan þetta vandræðaástand varir. Á svæfinga deildinni verður enginn starfandi læknir, og á hinum deildunum verð'a aðeins einn og sums staðar tveir. Röntgendeildin missir fjóra lækna, og verður t. d. lítið hægt að stunda geislalækningar og myndataka aðeins framkvæmd á sjúklingum spítalans. Af starfandi læknum við Rannsóknarstofu Há- skólans hætta nú sex, og verður prófessor Níels Dungal þar einn eftir. Einn læknir af þremur á Kleppi hættir einnig á miðnætti. Á Slysavarðstofunni hætta tveir aðstoðarlæknar, svo að yfirlæknir verður þar einn eftir ásamt þrem ur kandídötum, enda biður Slysa- varðstofan fólk að leita ekki til hennar, nema í brýnni þörf. Á morgun leggur málflutnings- maður BSRB, Guðmundur Ingvi Sigurðsson fram sín gögn í mál- inu í Félagsdómi. Læknafélag Reykjavíkur boðaði til fundar með fréttamönnum í dag og gerði þar grein fyrir afstöðu félagsins til iaunadeilu sjúkrahús- í læknanna. Þessi deila hófst í janú- j ai'lok 1961 með því, að stjórn ■ Læknafélags Kieykjavíkur ritaði stjórnarnefnd ríkisspítalanna bréf og fór fram á gagngerðar breyt- ingar á greiðslum til sjúkrahús- lækna og breytta og bætta starfs- aðstöðu. Var óskað eftir viðræð- um um málið. Ekkert svar fékkst við því, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli L.R., og var þá leitað til heilbrigð ismálaráðherra í september 1961, sem kvaddi menn frá heilbrigðis- málaráðuneytinu, ríkisspítölunum og bæjarspítalanum til viðræðna við læknafélagið.. Fundir með þessum aðilum komu að engu haldi, og að lokum virtist launanefnd L. R. sem máls- meðferð hinna opinberu aðila væri öll með þeim hætti, að ríkisstjórn- in legði meiri áherzlu á að tefja málið en leysa það, og ritaði því stjórn L.R. heilbrigðismálaráðu- neytinu yfirlýsingu hinn 13. apríl 1962, þess efnis, að þar sem á- framhald viðræðna virtist tilgangs laust teldi hún þær niður fallnar og kvaðst ekki mundu hafa frek- ari afskipti af málinu að sinni. Þá gerðist það næst, að læknar sögðu lausum stöðum sínum, frá 1. ágúst að telja, en ríkisstjórnin fyrirskipaðj lögum samkvæmt framlengingu á uppsögnunum til 1. nóv. 1962. Síðan hafa farið fram nokkrir viðræðufundir með fulltrúum ríkisstjórnarinnar ann- ars vegar og hins vegar lögfræð- ingi læknanna, sem leyfilegt var að hafa einn eða fleiri fulltrúa þeirra með sér á fundum. Var skipzt á tilboðum á þessum fund- um, án niðurstöðu í málinu. Og nú hefur sem kunnugt er, málið ver- ið lagt fyrir Félagsdóm, en upp- sagnarfrestur læknanna 31 útrunn inn, þannig að þeir hætta störf- um sínum á miðnætti í nótt. Samkvæmt ósk L.R. hefur Kristj án Sturlaugsson, tryggingafræðing ur gert lauslegan samanburð á ævitekjum lækna og strætisvagna stjóra, og kom í Ijós, að samkvæmt þeirri athugun þyrfti hækkun nettó launa iækna, miðað við 5% að það væri síður en svo sönn og raunhæf lýsing á ást^ndinu, þótt fyrirtækj Iandbúnaðarins reyndu nú að hafa útborganir til bænda jafn háar og áður og reyndu að láta þær ekki drag- ast á langinn. Bændur verða að fá þessa peninga — mega ekki við neinum drætjti og fyrirtæki bændanna neyðast þvi til að taka fjármagn frá öðrum rekstrj sínum ti! að standa i skilum við bændur. Með þessu lenda fyrirtækin í hinum mestu erfiðleikum og þetta ástand stendur þeim orðið fyrir þrif- um. Á þessu væri því brýn nauðsyn að ráða bót hið fyrsta. yexti, að vera u. þ. b. 39%, en 70%, miðað við 8% vexti. Þá gerði Kristján lauslegt yfirlit yfir ævitekjur lækna, þar sem gert var ráð fyrir 13.000 kr. mánaðar- launum fyrstu tvö árin að loknu sérfræðinámi, síðan 15.000 kr. á mánuði i 17 ár og svo 17,000 kr.! piánaðarlaunum til 67 ára aldurs. Vextir eru reiknaðir 6% og miðað við íslenzka dánartölu áranna ’ 1941—1950. Nið'urstaða þessara út reikninga varð, þegar tekið er til- lit til opinberra gjalda, að ævitekj- ur lækna yrðu með þessu móti u. þ. b. 96% af ævitekjum strætis- vagnastjóra Arinbjörn Kolbeinsson, formað- ur L.R., sagði á fundinum í dag, að ef launakjör og starfsskilyrði lækna yrðu ekki bætt á næstunni, væri fyrirsjáanlegur læknaskortur hér eftir 10—20 ár, Þeim fækkaði stöðugt, sem innritast í lækna- cleild, og margir læknar stunduðu læknisstörf erlendis, en mundu vafalaust fást heim, ef kjörin vædu bætt. Þá sagði Arinbjörn, að lækn um þætti stjórnarvöldin sífellt seilast lengra inn á svið heilbrigð- ismála, bæði faglega og fjárhags- lega. Að lokum má geta þess, að' iæknadeila þessi hefur engin á- hrif á rekstur Landakots, og heim- ilislæknar og sérfræðingar, prakt- iserandj í borginni starfa jafnt sem áður. Ríkisstjórnin sendi í dag út tilkynningu til yfirlækna þess efnis, að væri þeim, meðan þetta vandræðaástand varaði, heim ilt að kalla til starfa sérfræðinga, ef um brýn nauðsynjaverk væri að ræða og yrðu slík störf þeirra greidcl samkvæmt reikningum. um læknamálið Svíptur embætti .Frapihald aí 3 síðu > og Chou En-Lai, forsætisráðherra Kína, til að bera klæði á vopnin og finna lausn, sem báðir að'ilar geta sætt sig við. Brezka stjórnin hefur nú til at- hugunar láns- og leigusamninga við Indverja, samkvæmt upplýs- ingum Edward Heath, vara utan- ríkisráðherra, í neðri deild brezka þingsips í/dag. Fréttir frá London herma einn- ig, að ráðamenn þar vilji ekki út- tala sig um , embættissviptingu Menons, en séu mjög ánægðir með þá ráðstöfun. Loftleiðamálið Framhald af i síðu. ákvæði frá og með' apríl 1963 á farmiðum með skrúfuvélum, sem íljúga Norður-Atlantshafsleiðina. Öll félög í IATA geta þá ákveð- ið eigin fargjöld að fenginni sam- þykkt viðkomandi stjórnarvalda. Þetta er sagt þýða, að verðlags- kerfi IATA á farmiðUm með skrúfuvélum muni hrynja til grunna. SAS segir að mál þetta sé hið alvarlegasta, vegna hinnar miklu þýðingar sem Norður-Atlantshafs- flugið hefur í rekstri fyrirtækisins. Þá skýrir SAS frá því, að fyrir- tækið hafi hvað eftir annað borið málið upp á vegum IATA síðan 1952, og einnig reynt að leysa það með samningum við Loftleiðir, en án árangurs. Næstu daga mun fargjaldamálið rætt innan SAS, og fyrirtækið til- kynnir, að það sé reiðubúið til að hefja flugáætlun með vélum af gerðinni DC-7C til og frá New York, ef ti) vill með viðkomu á Grænlandi, og að fargjöldin á þessari leið verði samkeppnisfær við fargjöld Loftleiða, með því skilyrði þó, að stjórnvöld í Dan- mörku, Svíþjóð og Noregi, séu ‘amþykk slíkri fargjaldalækkun. Fargjöld með farþegaþotum verða eftir sem áður á IATA-verði. Talsmaður SAS segir, að SAS hafi tekið ákveðna afstöðu í þessu máli, en hann álíti ekki að þessi öeila-rísi það hátt, að SAS segi sig úi IATA. Stjórnarnefnd ifkisspítalanna hefir í dag verið ritað eftirfar- andi bréf 'í sambandi við svo- nefnda læknadeilu: Eftir viðtöku bréfs stjórnar- nefndarinnar við yfirlækna Land- spítalans og Rannsóknarstofu Há- skólans hinn 30. þ.m., um ráðstaf- anir, sem til greina kæmu í sam- bandi við þá truflun á rekstri þessarra stofnana, sem verða mundi, ef 25 læknar hverfa frá störfum sínum hinn 1. nóvember n..k, vill ráðuneytið, með vísan til frekari viðiæðna við formann stjórriarnefndarinnar, fela stjórn- arneíndinni að tilkynna yfirlækn- um umræddra stofnana eftirfar- farandi: Yfirlæknunum er heimilt, ef slíkt óeðlilcgt ástand skapast vegna læknaskorts á stofnunum þeirra, að kveffja sér til aðstoðar sérfróða lækna til einstakra brýnna nauðsynjaverka, sem að mati þeirra mega ekki dragast, og yrðu slfk störf greidd eftir reikn- ingum. — Undirskriftir Enn fremur þykir rétt að skýra frá því, að svohljóðandi bréf var í gær sent hverjum og einum um- ræddra 25 lækna: Svo sem yður mun kunnugt, fjallar Félagsdómur nú um ágrein- ing varðandi uppsagnir lækna á Yfirvöld ábyrg Framhald af 16. síðu sð stinga merkjunum niður. Sú tillaga hefur komið fram, að fram kvæmdastjóri umferðarnefndar hefði ákveðinn vinnuflokk til að sjá uni þetta, og kvaðst Sigurður styðja þá iillögú. Hann taldi verk- efni fyrri s’líkan flokk mundu end- ast lengi, en það er uppsetning á 41 tegund umferðarmerkja, sem er þó líklega ekki nægilegur fjöldi, merking akreina, gangbrauta og fieira. Sigurður tók þvi fram, að þetta sleifarlag yrffi ekki afsakað með því, að, merkin fengjust ekki gerð hér, þvi skiltagerðin í Braut arholti 18 hefði framleitt skiltin og gert þau 'úr garði samkvæmt ströngustu kröfum og mundi anna því fullkomlega þó beðið væri um meira. störfum við sjúkrahús og skyldar stofnanir og telur ríkisstjórnin úrskurð Félagsdóms nauðsynlega forsendu fyrir framhaldstilraun- um til iausnar á þessu máli. Eru það eindregin tilmæliríkis- stjórnarinnar, sem hér með er beint til yðar, að þér þrátt fyrir uppsögn á starfi yðar gegnið því áfram meðan Félagsdómur fjallar um framangreint mál, og mun ríkisstjórnin af sinni hálfu greiða fyrir því að sá úrskurður fáist sem fyrst. — Undirskriftir. Svör hafa ekki borizt við þeim bréfum. I bróðerni Framhald af 3. síðu. ræðir í forsiðuleiðara ákvörðun Sovétríkjanna um að fjarlægja herstövar sínar frá Kúbu. — Fréttamenn í Peking, frá Vest urlöndum, kommúnistaríkjun- um og hlutlausu ríkjunum telja, ag í leiðara þessum sé ýmis- legt, sem staðfesti misklíð milli Rússa og Kínverja, en Kfn- verjarnir telja að Rússar hafi hræðzt bandarískar ógnanir og látið um of undan. Hver ber skaðann? Framhald af >.6. síðu stjóri Síldarverksmiðjanna er jafn þögull um málið, þó sagði hann í viðtalj við blað'ið í dag, að síld- arverksmiðjurnar væru búnar að borga, það sem þær myndu borga, og hann teldi þessu máli þar með lokið. En hve mikið hefði verið borgað frá einu opinberu fyrirtæki til annars var ekki nokkur leið að fá að vita! Spiegel-málið Framhald ai L síðu. Norstad hersöfði'ngi hefur skrifað Adenauer kanzlara og beðið hann að sjá vel um, að hemaðarleynd armál birtist ekki á prenti. — Dómsmálaráðh. V-Þýzkalands hef- ur sagt af sér, og er það talið stafa af Spfegel-málinu. — Hinn fjórði af ritstjórum „Der Spiegel“ Hans Schmelz, var tekinn fastur í kvöld. ÞAKKARÁVÖRP Eg þakka góSar óskir og vinarkveðjur á áttræðisaf- mæli mínu 14. október s.l. Kristján E. Kristjánsson, frá Hellu. JarSarför mannsins míns, föSur okkar og tongdaföður, JÓNS BJARNASONAR fcr fram laugardaginn 3. nóv. og hefst með húskveðju að heimili hins látna Austurvegi 36, Selfossi kl 12,30. Jarðsett verður frá Eyrarbakkakirkju kl. 1,30. Jenný Jónsdóttir, dætur og tengdasonur. Útför mannsins míns og föður okkar, JÓSEPS JÓHANNESSONAR frá Ormskoti, Vestur- Eyjafjöllum, fer fram frá Fossogskirkju, laug- ardaginn 3. nóvember kl, 10,30 f.h Athöfninni verður útvarpað. — Blóm og kransar afþökkuð. Þeim, sem vildu minnast hins látna, er vinsamlega bent á líknarstofnanir. Guðrún Hannesdóttir og börn. Eiginmaður minn og faðir okkar MAGNÚS GÍSLASON Efstasundi 51, andaðist að Landakotsspítala 25. þ.m. — Útförin hefur farið fram. Ásfrós Guðmundsdóffir og börn T f MI N N, fimmtudaginn 1. nóvember 1962 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.