Tíminn - 01.11.1962, Blaðsíða 8
LB
— Þú að spóka þig í bænum
núna?
— Já, öllu má nafn gefa. —
Hann gengur inn léttur í spori,
hýreygur með glettnisbros í
munnvikjum, kvikur maður og
hress — Helgi Haraldsson bóndi
á Hrafnkelsstöðum í Hreppum,
landskunnur fyrir fjárrækt
sína og búskýrslur, glögg-
skyggni og þekkingu á íslend-
ingasögum, hefur rannsakað
Njálu á bók og landi og ritað
margt markvert um þau fræði
og sett fram skarpar og merki-
legar söguskoðanir. Hann hefur
einnig lifandi áhuga á landsmál
um, og er hvergi orðgneipur. —
Maður lifnar í sæti, því að þenn
an mann er reynandi að taka
tali um landsins gögn og nauð
synjar.
Ekki góðæri
— Já, bændur geta svo sem
brugðið sér á leik núna í öllu
góðærinu og á uppgripatímum
viðreisnarinnar, sem hefur tek
izt svona prýðilega og færir
öllum blessun í bú.
— Hvað segirðu maður, anz-
aði Helgi. Það er auðséð að allt
snýr öfugt fyrir þér eins og
öðrum. Góðæri, ég hef aldrei
heyrt annað eins. Ég á engin
orð til yfir þetta góðæristal í
blöðunum. Nú skal ég segja
þér eitt. Ég er hvorki að
spóka mig né bregða á leik og
er allt annað skapi nær. Og
þetta er, góði minn, eitt
versta,ár til landsins, sem við
höfum fengið lengi, og þegar
blöðin eru að tala um góðæri,
þá get ég fullyrt, að þag hafi
farið fram hjá bændum. Ég
skal bregða upp mynd af þessu
hérna sunnan lands í nágrenni
mínu. — Við fengum víkings-
vetur, frosthörkur og gadd í
jörð. Vorið var kalt, spratt
mjög seint sem von var því að
klaki var í jörð fram eftir öllu
sumri. f ýmsum öðrum lands-
hlutum bættist svo kalið við.
Sunnan lands voni óþurrk-
ar lengi sumars og heyfengur
varð í minnsta lagi. Annar
jarðargróði var eftir þessu. —
Kartöflurnar brugðust, svo að
sums staðar í uppsveitum sunn
an lands borgaði sig ekki að
taka upp úr görðum. Kornrækt
in brást að hálfu. Sauðfé nær
varla meðallagi að vænleika í
haust.
Þetta heitir ekki góðæri á
gamla og gróna íslenzka mál-
vísu, og áður á öldum hefði ver
ig sagt. að nú væri illa ært í
landi. Það var ástandið til lands
ins, sem réð dómi um þetta.
Þó að fiskisæld væri, nægði
það ekki til góðáeris. En þetta
breytist ef til vill eins og ann-
að, og ekki skal vanmeta þann
mikla feng, sem dreginn hefur
verið úr sjó, og hætt er við
að illa væri nú komið, ef ekki
hefði þess fengs notið,
Bjartsýnin
Söðrunguð
— Nú en viðreisnin, maður,
bætir hún þetta ekki upp allt
saman?
— Já, þar komstu með það.
Hún hefur nú heldur betur
bætt gráu ofan á svart. Ég
hef alltaf verið talinn beldur
bjartsýnn maður, en nú sverf-
ur fastar að minni bjartsýni
en nokkru sinni fyrr á ævinni,
og mér hitnar í hamsi, þegar
ég sé einstaka bónda vera að
vitna í Mogga um blessun við-
reisnarinnar fyrir bændur. Sem
betur fer eru þeir ekki margir
sem svo illa er um skipt að þeir
blessi bölvald sinn. Bjartsýn-
in mín hefur aldrei fengið ann
að eins kjaftshögg og þessar
viðreisnarráðstafanir. Þú segir
ef til vill, að ég hafi ebki leyfi
til að taka svona mikið upp í
mig, ég hafi ekki vit á þessum
hiutum, en mér sýnast rökin
liggja á borðinu.
Versta plágan
Við skulum líta á sauðfjár-
búskapinn. Ég hef nú rekið
sauðfjárbú í 40 ár og öll þessi
ár haldið skýrslur um tilkostn-
að og afurðir búsins. Þessar
skýrslur eru ailar til og tala
sínu máli svo skýrt, að ég ef-
ast ag minnsta kosti ekki um
lærdóm þeirra. Ég hef búið
af þrjár fjárpestir og niður-
skurð — allt var þetta illt,
stórillt, svo að lá við að manni
félli allur ketill í eld, en þó
fullyrði ég, að „viðreisnin" svo
nefnda er versta landplágan og
heggur stærst skarð í hlut
bóndans.
— Hvað er að heyra, er ekki
allt á uppleið?
— Ég sé ekki betur, segir
Helgi og verður fastorður —
en að þessi trölladans með
gjaldeyrinn til dæmis hafi nú
grafið alveg grunninn undan
landbúnaðinum, svipt hann
möguleikum til þeirrar endur-
nýjunar, sem honum er lífs-
nauðsyn.
— Er ekki samt alltaf verið
að fjölga búum og byggja ný-
býli hjá ykkur?
— Öðru nær. í þessari stjórn
artíð hafa þrjár jarðir farið
í eyði í minni sveit — jarðir,
sem mjög lengi hafa verið í
byggð og að vísu er verið að
byggja eitt nýbýli. Kallarðu
slíkt endurnýjun?
— En léttara hlýtur nú ung-
um bónda að vera fyrir fæti en
þegar þú byrjaðir skömmu eft-
ir aldamótin?
— Það mætti halda, og á síð-
ustu áratugum hefur ýmsu mið-
að svo fyrir hændum, að þetta
virðist auðsætt. En þessar síð-
ustu aðgerðir hafa verig svo
hatrammar, að ég tel mikinn
vafa á því. Ég skal rökstyðja
það álit.
Úttekt við þáttaskil
Ég er einn þeirra bænda,
sem fæddir eru á síðasta tug
aldarinnar, sem leið. Slíkir
menn eru nokkrir vig búskap
enn víðs vegar um land, en
þeim fækkar með hverju ári.
Þessir menn hafa verið kallað-
ir aldamótamenn. — Þeir
eru um þessar mundir að skila
af sér til niðjanna og nýrrar
kynslóðar, svo að réttmætt er
að gera nokkra úttekt við þau
þáttaskil.
Aldamótabændurnir byrjuðu
flestir með tvær hendur tómar.
Allt var ógert, allt varð að
byggja og rækta. Þeir bjuggust
ekki við mikilli opinberri hjálp.
Þeir tóku ótrauðir til starfa og
varð mikið að verki. Þó að þeir
ættu enga teljandi fjármuni.
gátu þeir tekið við jörðunum.
því að þær voru kvaðalitlar og
verðlitlar, þeir gá.tu jafnvel
eignazt þær, og stuðningur hins
opinbera jókst. Opinberar ráð-
stafanir urðu heldur til léttis
en ekki fjötur'um fót, og þá
var unnt að reka búskap án
margra og dýrra véla. Þessari
allslausu kynslóð var fært að
taka við arfleifðinni og koma
fyrir sig fótum.
En hvernig er aðstaða ungs
bónda nú á dögum til þess að
erfa land sitt, taka við af þeim.
sem eru að hverfa? Ég full-
yrði, að aðstaðan nú er miklu
verri til þess, heldur en hjá
okkur um það bil sem tveir
tugir voru af þessari öld. Þetta
virðist ef til vill fjarstæða, en
mörg fjarstæðan sezt í öndvegi
um þessár mundir.
— Já, þessu verðurðu a'
finna nánari stað.
— Það skal ég gera. Dæmin
eru mér nærtæk. Við skulum
hugsa okkur ungan mann i
fjögurra eða fimm systkina
hópi. Hann ætlar og á að taka
við jörð, sem er allgóð, sæmi-
lega hýst og ræktuð með nokkr
um vélakosti og áhöfn. Þetta
er ekki óálitlegt. En ég spyr:
Hvernig á eignalaus eða eigna
lítill ungur maður að taka við
þessu, svo að sæmilegt sé um
öll kaup og eignaskil? Hvernig
á hann að kaupa þetta? Hvern-
ig á hann að greiða systkinum
út arfahlut? Hann hefur engin
hjálpargögn til þess. Hann
stendur miklu verr að vígi en
við fyrir hálfri öld. Niðurstað-
an verður annaðhvort sú, eins
og mýmörg dæmi eru um, að
annaðhvort gengur allur syst-
kinahópurinn frá jörðinni, eða
þá að þau, sem brott flytja,
heimta ekki allan sinn arfahlut,
vilja jafnvel láta eitthvað eftir
af honum til þess að tryggja
einu úr hópnum setu á jörðinni
Allmargir kljúfa þetta auðvitað
einhvern veginn og þannig
streymir fé sveitanna burt
t>annig er hver kynslóg í raun
veru að selja hinni næstu
'andið.
Landbúnaðurinn tryggir ekki
erðgildi þeirra hluta, sem til
hans þarf. Ég get nefnt dæmi
3óndi, sem ég þekki, seldi jörð
og bú og keypti hús í Reykja
vík. Það hús var mjög svipað
að gerð og gæðum og hús það.
sem hann hafði áður byggt á
jörð sinni. En fyrir þetta hús
í Reykjavík varð hann ekki að-
eins að láta þetta íbúðarhús
sitt á jörðinni heldur jörðin.a
sjálfa, góð peningshús, vélar
og bústofn töluverðan í milli-
gjöf. Þetta er ekkert einsdæmi,
og þetta er ójafn leikur. Þegar
ég hugsa um þetta, kemur mér
ætíð í hug vísa Steingríms í
Nesi í hinu bráðsnjalla kvæði
hans um Þórð í Þröng:
Hver má sinnar glópsku gjalda
glópskan mín var sú að halda,
að bóndinn mætti bæta, fegra,
bæinn, umhverfið,
— gera það ögn þolanlegra
þeim, sem tæki við.
Það er þetta, sem er ag ger-
ast, og það er sú „glópska" sem
nú blasir við okkur aldamóta-
mönnunum. Við höfum verið
að reyna í góðri trú, en það er
ekki orðið neitt þolanlegra
þeim, sem taka við. Þeirra
byrði er enn þyngri. Og hvert
er þá orðið okkar starf?
Ég skora á þá, sem eru að
vitna í Mogga og segja. að
þetta sé allt með felldu og eng
in hætta á ferð, — ég skora á
þá að nefna dæmi. Hvernig á
eignalaus maður að fara að því
að kaupa jörð og koma fótum
undir bú, eins og nú þarf, þeg-
ar ein dráttarvél kostar mikið
á annag hundrað þúsund og
vextir af henni eru yfir tíu
þúsund á ári?
Það er viðurkennd staðreynd,
að eina ráðig til þess ag bú-
skapurinn beri sig, sé að
stækka búin. Bændur reyna
það af öllum mætti en gengur
auðvitað misjafnlega. Til þess
##
STUTT
Ekki of fast
— Þú kveður fast að orði.
— Já, en ekki of fast. Líttu
á hvað við blasir hjá okkur á
Suðurlandi. Hefur það ekki ver-
ið talig bezta landbúnaðarsvæð
ið? Síðustu árin er svo ástatt
þar, ag þar eru aðeins tvær
sveitir, sem fólki hefur ekki
fækkað í — Biskupstungur og
Hreppar. Þar stendur í steð.
En líttu á höfuðbólin þarna.
Eitt hið mesta — Nes í Sel-
vogi — er í eyði og Öndverðar-
nesi í Grímsnesi hefur verið
skipt upp í sumarbústaði. —
Þetta eru bara dæmi. Það seg-
ir ef til vill meira, að á síð-
asta á.ri fækkaði mjólkurfram-
leiðendum á þessu svæði um
nokkra tugi.
— Morgunblaðið segir, að
það geri ekki mikið til, því að
framleiðslan í heild hafi vaxið.
og það sé það, sem gildi.
— Já, ætli ég hafi ekki tek-
ið eftir því. Þarna örlar einmitt
á einni mestu meinsemdinni í
íslenzkum landbúnaði. Það er
gott og blessað ag auka fram-
leiðsluna, meira ag segja brýn
nauðsyn, en sú framleiðsluaukn
ing verður að stuðla að bættum
hag landbúnaðarins með eðli-
legum hætti. Svo er því miður
ekki, og þar á sér stað stór-
hættuleg öfugþróun.
\ð vinna til að lækka
kaupið
4llt af að selja
laridið
TÍMINN, fúnmtudaginn 1. nóvember 196^