Tíminn - 01.11.1962, Blaðsíða 14
I
að spila fjörugt lag, sneri Hartog
sér aftur að Rosemarie, sem
hann hafði snúið bakinu í, meðan
sýningin stóð yfir.
í s'ömu andrá tók hún eftir því,
að augnaráð hans hafði breytzt.
— Hvert? svaraði hún. — Eg
geri ekki ráð fyrir, að við getum
farið heim á hótelið þitt. Og við
getum heldur ekki verið hjá mér.
Hún hafði öðlazt sjálfstraust sitt
aftur, og þó að hann svaraði ekki
vissi hún, að hann mundi verða
hjá henni um nóttina. Hann var
álitlegur, og henni féll vel við
hann. Þessa þrjá tíma síðan hún
setist upp í bílinn til hans, —
þrjá tíma, sem hann hafði verið
svo dauðyflislegur — haíði hann
kveikt bál hið innra með henni,
sem ekki hafði logað jafnglatt
tímunum saman.
Það var dálítil rigning, þegar
þau komu út á götuna. Hann hafði
búizt við því og rennt fram þak-
inu á bílnum, þegar hann skildi
við hann. Þau óku aftur inn í miö
borgina. Óvænt og í fáum orðum
tók hún af honum frumkvæðið
og hélt áfram að ganga eftir hon-
um.
Hann lét undan.
— Er alit í lagi? spurði hún.
— Já, svaraði hann.
~ Þú varst svo ... mér var ó-
mögulegt að taka þig alvarlega,
sagði hún.
— Ekki það? sagði hann og
hugsaði um leið: Af hverju þarf
það endilega að vera þessi götu-
stelpa? Hann ók áfram, gaf bíln-
um' benzín, steig af benzíninu,
•skipti, kúplaði og virtist aka ó-
sjálfrátt eftir gulum, rauðum og
grænum götuvitum á öllum kross-
götum. Hann ók gegnum Frank-
furt, og það var ekkert á milli
hans og umheimsins nema ein,
þunn glerrúða. Hann stjórnaði
dýrri vél og vann sitt verk, ef
hægt er að kalla það verk að aka
bíl, lét fara vel um sig í bíl-
stjórasætinu og hafði á tilfinn-
ingunni, að hann væri aleinn. En
í sömu andrá fann hann til
sterkra og æsandi kennda, sem
aldrei nokkurn tíma höfðu verið
klipptar jafngjörsamlega úr tengsl
um við sál hans og nú. í huga
hans rúmaðist ekkert nema mun-
úðin ein. Bíllinn fleytti þeim mjúk
lega og nærri hljóðlaust gegnum
borgarnóttina. Göturnar með sín-
um marglitu ljósum voru enn glað
ar og bjartar, eins og markaðs-
torg.
Hann ók út á bílabrautina, því
að hann langaði til að njóta þess
að aka hratt og finna vel til
kenndanna, sem stúlkan vakti hjá
honum.
Þegar vélarhljóðið hækkaði og
hraðinn jókst, lyfti hún höfði.
— Hvað er að? spurði hún.
— Ekkert, sagði hann.
Bílabrautin var nærri auð-
Hann kveikti háu ljósin og steig
fast á benzínið. Það var hætt að
rigna. Hann dró snöggvast úr
hraðanum og studdi á hnapp. Þak
ið færðist aftur. Hann skrúfaði
niður hliðarrúðuna. Hann ók eins
og hann ætlaði sér að vinna veð-
mál. Hann hafði vinstri hendina
á stýrinu og lék sér að hárinu á
Rosemarie með þeirri hægri.
— Þú mátt ekki eyðileggja hár-
lagninguna, sagði hún.
Hann' ók { suðurátt. Þegar þau
beygðu inn á hliðarbrautina til
Heidelberg, var hún alveg að tapa
sér.
Hann ók út af bílabrautinni og
sanzaði. Hún hélt áfram að
liggja eins og hún lá — með höf-
uðið við brjóst ha-ns og bærði
ekki á sér. Hann hreyfði sig ekki
heldur.
Eftir stundarkorn kveikti hann
hann sér í sígarettu.
Hún sneri svolítið upp á háls-
inn og sagði: — Gefðu mér líka.
Hann slakk sígarettunni milli
vara hennar. Þegar hún saug að
sér reykinn, fann hann, að varir
hennar snertu á honum fingurna.
ÞAU VORU nóttina í Heidel-
berg. Þegar hún kom inn í bað-
herbergið, sá hún gula túbu á
svarttíglóttum baðkersbarminum.
— Hvað er þetta? spusði hún.
— Baðfroða, sagði Hartog. —
Þú átt bara að kreista úr túbunni
í tómt baðkerið og skrúfa svo frá.
Þá freyðir vatnið ágætlega. Hann
gekk inn í herbergið til að klæða
sig úr. Þegar hann kom aftur fram
í baðherbergið, var hún líka kom-
in úr öllu. Hún hafði beygt sig
yfir baðkerið og var að sulla í
froðunni með hendinni. Þetta var
í fyrsta sinn, sem Hartog sá hana
nakia, og honum varð ljóst, að
það var ekkert hægt út á vöxt
hennar að setja.
— Komdu sagði hún.
Baðkerið var nógu stórt fyrir
þau bæði. Þau sátu hvort andspæn
is öðru falin undir froðulaginu.
Allt í einu rak hún upp skelli-
hlátur.
— Hvað sérðu svona fyndið við
þetta? spurði hann.
— Hér sitjuim við saman i þessu
herbergi og þú hefur ekki einu
•sinni sagt mér fyrra nafnið þitt,
sagði hún og hélt áfram að hlæja.
— Þú skilur mig. ekki sagði
hann. — Því ókunnugri sem þú
ert mér, því betur fellur mér við
Iþig-
— Ja, þú ert hlægilegur. Það
segi ég satt.
ÞAÐ VAR um ellefuleytið morg
uninn eftir, að Hartog sneri áftur
heim í hótel sitt í Frankfurt.
Kleie var enn á vakt á hótelinu
eða þá að minnsta kosti kominn
aftur. — Systir þín kom hingað
í jjærkvöldi, sagði hann við Har-
tog. — Hún bað fyrir skilaboð til
þín um að hitta sig.
— Komdu bara upp sagði Marga
í símann. — Eg er ekki komin á
fætur enn þá, en þú getur snætt
með mér morgunVerð
Hartog fór upp a herbergið sitt
rakaði sig og þvoði sér um hend
urnar með I’our un homme Þeg-
ar hann kom inn í herbergið henn
ar Mörgu, ilmaði hann allur.
— Ekki dalt mér i hug. . . .
sagði hann um leið og hann kysst;
hönd hennar og settist á rúm-
stokkinn.
— Að þú myndir hitta mig hér,
sagði hún og botnaði setninguna
fyrir hann. — Eg bjóst heldur
alls ekki við, að ég færi hingað.
En mig v antaði nýjan hnakk.
Klúbburinn ætlar að halda kapp-
reiðar í Arnoldsheim eftir þrjár
vikur. Eg hafði heldur ekki hug-
mynd um að ég mundi hitta þig
hér. Eg sá þig aldrei i gærkvöldi
— Eg .. .. sagði hann.
— Já, sagði hún. — Eg sé það.
Viltu tebolla?
Morgunmaturinn lá á víð og
dreif út um allt rúm. Rúmið var
kringlótt eins og hreiður. Marga
var lík bróður sínum, en fas henn
ar allt höfðinglegra. Hún var
einkasystir hans og milli þeirra
náið samband.
Hjónaband hennar var reyndar
hvorki fugl né fiskur en hún
hafði nóg annað með tímann að
gera en harma það. Þegar eigin-
maður hennar veðreiðakappinn
Horst von Rahn, var kominn á
þann aldur, að honum veittist ekki
lengur auðvelt að vinna veðreið-
ar, var ekkert eftir af honum,
nema örlítið brot af gömlum glæsi
brag hans og persónutöfrum. Nú
var hann aðalfulltrúi Hartog-verk
smiðjanna í Belgíu og fékk dálag-
lega upphæð frá fjölskyldunni.
Marga hélt sig áfram á jarðareign
Hartogættarinnar í Gersau, sem
blómstraði undir stjórn hennar.
Þar hafði hún talsvert af hestum,
en ekkert hesthús. Sannar hesta-
38
•sagði mér að móðir Olivers hefði
átt þennan flygil, en frúin hafði
dáið þegar hann var fimm ára
gamall. Oliver hafði misst móður
sína og eiginkonu snemma hugs-
aði ég og hér uníi bil dóttur sína
líka. Konurnar í lífi hans höfðu
ekki veitt honum mikla ánægju.
Júnimánuður leið, júlí kom og
við eyddum mestum hluta dagsins
utan húss. Eg kenndi Carolyn án
þess hún yrði þess vör. Hún tók
ótrúlegum framförum, hún skrif-
aði og las vel, en henni leiddist
reikningur. Eg sagði Oliver að
mér fyndist tími til kominn að
hún færi að umgangast önnur
börn og hann var því hlynntur.
Og hann fór að bjóða börnum
vina sinna heim.
Börnum þykir alltaf gaman að
koma til Mullions. Það er ákjós-
anlegur staður fyrir börn. Til að
byrja með var Carolyn hálfkulda-
leg við börnin, sem Oliver bauð
heim, en þegar henni skildist, að
hún átti að leika gestgjafa á
heimili sínu, tók hún af alhuga
þátt í öllum leikjum með þeim
Þetta dásamlega sumar reyndi
ég að ganga algerlega upp í því
að hugsa um Carolyn án þess að
hugsa að ráði um framtíð mína.
Eg vissi að Oliver var unglegri
og hamingjusamari en þegar ég
kynntist honum fyrst. Það hafði
mér að minnsta kosti tekizt, hugs
aði ég — að gefa honum nýja trú
á framtíð Carolyn. Eg var á því
tímabili í ást minni að ég krafð-
ist einskis, skipulagði ekki neitt.
Það var mér nóg að búa undir
sama þaki og Oliver og ég Vissi
að því meiri framför sem Caro-
lyn sýndi, því styttri yrði dvöl mín
á Mullions.
Það var lítið klaustur i st. Tru-
dys og Oliver sendi mig þangað
af og til með ávexti og blóm frá
Mullions. Eg hafði með vilja tekið
Carolyn með mér og smám saman
urðum við og nunnurnar góðar
vinkonur og hópur skólabarna,
sem var þar í leyfi sínu vegna
utanlandsferðar foreldranna. Eg
bar þann leynda draum í brjósti,
að Carolyn skyldi fara í þennan
skóla í eitt eða tvö ár unz hún
yrði nógu gömul til að fara í skól-
ann í Trevilly en ég minntist ekk-
ert á þetta við Oliver. Auðvitað
langaði mig til að barnið færi
innan stundar að lifa algerlega
eðlilegu lífi með börnum á henn-
ar eigin aldri og ég lagði mig alla
fram til þess að ná því marki. En
að öðru leyti vissi ég það bara
allt of vel, að þegar Carolyn byrj
aði í skólanum, hefffi ég ekkert
að gera á Mullions lengur.
21. kafli.
Og dagarnir liðu Eg gat ekki
varizt því að hugsa um framtíð
mína annað kastið — og hversu
vitlaus ég hefði verið að verða
ástfangin af Oliver.
Honum féll vel við mig — ein-
stöku sinnum var ég viss um að
hann væri meira að segja örlít-
ið hrifinn af mér líka Það var
svo margt í daglegu lífi okkar á
Mullions sem við áttum sameigin
legt — fyrir utan ást okkar
beggja til Carolyn. Smá vanda-
mál, smá gleði. Viff skemmtum okk
ur yfir því sama, en allt þetta
I myndaði aðeins undirstöðuna að
I góðri vináttu — ekki meira
Þessir björtu unaðsríku dagar
á Mullions fylltu huga minn und
arlegustu hlutum og tilfinningum
| Aðra stundina var ég fullkomlega
1 hamingjusöm oglifði aðeins í nú
tíðinni, aðra stundina þyrmdi yfii
mig af tilhugsuninnj einni saman
| — Og skelfingin var þetta fár
ánlegt! Litla barnfóstran sem
varð ástfangin af vinnuvei'anda
sínum! Eg var tuttugu og eins
árs og ég vissi að ég myndi aldrei
elska annan mann eins mikið og
ég elskaði Oliver Trevallion. Eg
gat ekki hugsað þá tilhugsun til
enda ef hann kæmist að tilfinn-
ingum mínum — ég efaðist ekki
um að hann myndi sýna mér inni-
lega meðaumkun og gæzku.
Og ég vildi ekki meðaumkun
hans. Eg varð að leika hlutverk
frammi fyrir þeim öllum, ekki
sízt Carolyn, börn eru sérstaklega
næm — til þess að leyna þeirri
staðreynd, að ég þorði ekki einu
sinni að hugsa um þann dag sem
ég myndi fara frá Mullions.
— Eg vil að þú verffir hérna
alltaf líka þegar ég byrja í skól-
anum, sagði Carolyn óvænt við
mig morgun einn og hafði ég
þá sjálf aldrei talað um að fara
Svo bætti hún fullorðinslega við:
— Polly segir, að mamma mín
sé dáin fyrir löngu löngu síðan
Eg verð þó að hafa einhvern -
— Eg skal alltaf vera nálægt
þér, ef þú þarfnast mín, litla
vina mín, svaraði ég. og þrýsti
henni að mér. Eg vonaffist t.il að
geta fengið mér eitthvað að gera
í nágrenni Mullions Eg vissi að
I það var fávízka að verffa svo ná
I lægt Oliver en 'ég þoldt ekki þ
; filhugsun. að Carolyn gæti ekkt
i náð i mig ef hún þyrfti mín m.
— Jafnvel þótt mamma þí
| hefði lifaff sagffi óg. — hefðirð'i
i orðið að búa þig undir að byrj;.
í skólanum núna, góða mín. Þú
ert að verða stór stúlka bráðum
*jö ára.
— Eg get lesið betur en Betty i
Scofield, sagði Carolyn sigri hrós
andi. Betty var dóttir prestsins og
var níu ára.
— En Betty er duglegri að
reikna, svaraði ég þurrlega og
gladdist yfir því, að hún var far-
in að bera sig saman við önnur
börn. — Allir hafa einhvern sér-
hæfileika, Carolyn. Sú manneskja
er heppin, ef guð hefur gefið
henni fleirj en einn.
— Hver er sérhæfileiki þinn,
Mandy? spurði hún alvörugefin.
Aff verffa ástfangin af manni,
seni ekki endurgeldur tilfinningar
mínar, hugsaði ég kaldhæffnislega,
en Carolyn leit svo hátíðlega á
mig að ég gat ekki annað en faðm
að hana að mér og svo sagffi ég
hlæjandi: — Að passa svona litl-
ar skruddur eins og þig, hugsa ég.
Þegar ég stakk upp á því við
Oliver, að Carolyn byrjaði í skól-
anum í september. sagði han.i:
— Svo fljótt...
— Eg held hún muni hafa go!t
af því, nunnurnar eru mjög góðar
og skilningsríkar konur, en þar
munu ekki spilla henni með dá
læti
— Eins og við gerum, þú og
ég? Hann leit brosandi a mig, svo
bætti hann við hálfsakbitinn: En
hún var burtu héðan svo lengi
— Já. ég veit það, svaraði ég
gætilega ég vissi vel hversu em-
mana og óhamingjusamur hann
hafði verið allan þann tíma —
En hún má ekki vaxa upp sem
veikburða barn sem * verður að
hafa barnfóstru heima Hún er
stálslegin ,.,
Hann kinkaði kolli. — Já, ég
skil að hún ætti að vera meira
•samvistum viff önnur börn en ég
hef aldrei upplifað annan eins
frið og ríkir hér núna.
Eg hugleiddi hvort hann hefði
ekki verið hamingjusamur með
Serenu þegar hann flutti hana
hingað sem unga fagra brúði En
sú ást hafffi kannski verið of ofsa
leg til að kallast friðsæl
Eftir kvöldið sem hann svo ró-
lega og kæruleysislega hafði sagt
mér að hann grunaði að Serena
hefffi framiff sjálfsmorð, hafði ég
verið haldin óslökkvandi löngun
til að vita, hvað hefði verið bogið
við hjónaband þeirra. En ég gat
ekki spurt Oliver um það og hann
hafði aldrei talað meira um það.
Eg vildi ekki reyna að veiða upp
úr Hönnu jafnvel þótt hún hefði
kannski með tímanum sagt mér
það. En stundum læddist ég upp
í turnherbergið og virti fyrir mér
málverkið af hinni fögru eigin-
konu hans ... eins ng hún gæti
gefið mér svar við heilabrotum
mínum En ég fann ekkert svar í
fallegu, yndisblíðu andlitinu, sem
var svo fjarskalega líkt Carolyn
Stundum datt mér í hug, hvort
Deidre hefði eyðilagt hjónaband
systurinnar. ruddalega og af á-
settu ráði, eins og hún hafði
reynt að gera vesaling úr Carolyn.
Eg vildi, að Carolyn byrjaði í
skólanum eins fljótt og unnt væri
Því víðari sem sjóndeildarhringur
hennar yrði, því minni áhril
myndi Deidre hafa á barnið.
14
TÍMINN, fimmtudaginn 1. nóvember 1962