Tíminn - 14.11.1962, Qupperneq 6

Tíminn - 14.11.1962, Qupperneq 6
TÓMAS KARLSSON RITAR AFENCISVARNARSJODUR Þórarinn Þórarinsson hefur lagf fram frumvarp um áfeng- isvarnarsjóð. Kveður frum- varpið á um, að 3% af hagnaði Áfengis- og tóbaksverzlunar ríkisins renni til bindindis- starfssemi. Frumvarpið er svo hljóðandi: 1. gr. Hlutverk áfengisvarnasjóðs er að styrkja áfengisvarnir, træðslu um skaðsemi áfengis og bindindisstarf. einkum með'al ungs fólks. Sjóðurinn má styrkja önnur æskulýðssamtök en bindindisfélög, ef þau annast starfsemi, sem vinn- ur gegn áfengisnautn, og hindra fullkomlega alla áfengisneyzlu á samkomum sínum. 2. gr. Áfengis- og tóbaksverzlun ríkisins greiðir áfengisvarnasjóði árlega framlag, er nemur 3% af hagnaði hennar af áfengissölu næsta ár á undan. 3. gr. Áfengisyarnaráð ríkisins stjórnar áfengisvarnasjóði og á- kveður, hvernig tekjum hans skuli varið. Kostnaður við störf áfengisvama ráðunautar, áfengisvarnaráðs og áfengisvarnanefndar skal greiddur úr áfengisvarnasjóði. Reikningar áfengisvarnasjóðs skulu birtir opinberlega. 4. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. í greinargerg með frumvarpinu segir Þórarinn Þórarinsson: Það er kunnara en segja þuifi, að áfengisneyzla fer nú mjög vax- andi í landinu, einkum meðal ungs fólks. Óþarft á að vera að ræða það, hve mikil hætta er hér á ferð- um. Margar ástæður valda því að sjálfsögðu, að áfengisneyzlan eykst. Tvímælalaust er þó, að rík- isvaldið á ekki minnstu sökina. Dregig hefur verið úr hömlum gegn áfengissölu, t. d. með fjölg- un vínsöluhúsa, og löggæzla ekki nægilega efld til að framfylgja settum reglum. Reykjavík er t. d. að verða sú höfuðborg, þar sem mest ber á ölvuðum mönnum á skemmtistöðum og götum úti. Þá færist ölvun vig akstur ískyggi- lega í vöxt. Um það má vitanlega deila, hve heppilegar séu strangar áfengis- hómlur eða hvort unnt sé að fram- kvæma þær, meðan aðrar reglur gilda í nágrannalöndum okkar. Hitt er hins vegar aiugljóst, að það er hættuiegt, eins og líka er kom- ig á daginn, að slaka á hömlunum ár, þess að gera jafnhliða ráðstaf- anir til að vega á móti, t. d. með hömlum, sem allir hljóta að vera sammála um, eins og t. d. að hindra ölvun vig akstur og að láta ekki ölvaða menn setja ómenningarsvip á samkvæmisstaði og götur höfuð- fcorgarinnar. Áhrifamesta vopnið gegn áfeng- isneyzlunni er tvímælalaust ein- i dregið og vakandi almenningsálit, er byggir afstöðu sína á hleypi- dómalausum forsendum og glögg- um rökum. Það er skylda ríkis- valdsins að efla og styrkja slíkt almenningsálit með aukinni bind- indisfræðslu og auknu bindindis- starfi. Alveg sérstaklega er árið- andi, að slíkt álit skapist meðal hinnar uppvaxandi kynsióðar. Þetta var ijóst þeirri nefnd, sem vann að undirbúningi áfengislag- cnna frá 1954, en hana skipuðu: Gústaf A. Jónasson ráðuneytis- stjóri, Brynleifur Tobíasson áfeng- isvamaráðunautur, Jóhann G. Möller forstjóri, Ólafur Jóhannes- r.on prófessor og Pétur Daníelsson hótelstjóri. Nefndin lagði til, að nokkuð yrði dregið úr ýmsum áfengishömlum, m. a. í sambandi við veitingahús, en þag kæmi svo á móti að bindindisfræðsla yrði stórlega aukin og nægilegt fjár- magn tryggt til þeirrar starfsemi. í frv. nefndarinnar var lagt til, að stofnaður skyldi sérstakur áfeng-1 isvarnarsjóður, er styrkti áfengis- varnir, bind'.ndisfræðslu og bind- indisútbreiðslu, og skyldu árlega renna í hann 3% af hagnaði áfeng isverzl. ríkisins. Iliu heilli feildi Alþingi þetta ákvæði úr frv. nefnd arinnar. N í ðu rs ta ð a n - u; v i 3* af- greiðslu áfengislagannau.fráv 1954 varg því sú, að dregið var úr áfengishömium, en bindindis- fræðsla skyldi' aukin, en ekki tryggt neitt fjármagn til að tryggja hana. Ákvæði áfengislaganna frá' 1954 um bindindisfræðslu i skól- um og aðra bindindisstarfsemi hafa því að mestu orðig dauður bókstafur. Féð til starfseminnar hefur skort. Það er af pessum ástæðum, sem liér er tekin upp tillaga nefndar- innar, sem undirbjó áfengislögin 1954, um stofnun sérstaks áfengis- varnasjóðs. Ef þetta frv. yrði að lögum, mundi það tryggja slíkum s.ióði um 4y2 millj. kr. tekjur ár- iega, miðað við hagnaðinn af áfeng íssölunni 1961 og 1962. Þessi fjár- veiting er þo sízt of há, þar sem ætlazt er til samkv. frumvarpinu, að hún faii ekki aðeins til að styrkja hina beinu bindindis- fræðslu og bindindisstarfsemi, heldur einnig ýmsa æskulýðsstarf semi, er vinnur gegn áfengisneyzlu eins og t. d. þá, sem Æskulýðsráð Reykjavíkur hefur með höndum, en það skortir mjög fé til hinnar merku starfsemi sinnar. Það má ölium vera ljóst, að ekkj má horfa aðgerðalaust á hina vax andi áfengisneyzlu í landinu og hið mikla böl, sem af henni hlýzt. Það verður að hefja raunhæfa sókn gegn þessum háska. Slíkt verður ekki sízt gert með aukihni bindindisfræðslu og auknu bind- indisstarfi. Þess vegna ætti að Þórarinn Þórarinsson mega vænta þess, að tillögunni um áfengisvarnasjóð verði nú vel tek- ið. Þingstörf í gær í efri deild í gær var frum varpi ríkisstjórnarinnar um staðfestingu á bráðabirgða- lögunum um gerðardóminn í síldveiðideilunni vísað til 2. umræðu og sjávþrútvegs- nefndar gegn atkvæðum stjórnarandstöðunnar. Frum varp um öryggisráðstafanir gegn geislavirkum efnum var afgreitt til neðri deild- ar. Alfreð Gíslason talaði fyrir frumvarpi um almanna tryggingar. f neðri deild var enn fram haldið 2. umræðu um al- mannavarnir og skiptu þeir Einar Olgeirsson og Bjarni Benediktsson me'ð sér fund artíma deildarinnar. f dag verður haldið áfram umræð um í sameinuðu 1 þingi um efnahagsbandalagsmálið. Stafninn féll Framhald af 16. síðu ikemmdir verða á húsum í Meiri- illíð, því að í tíð Ólafs Hálfdáns- sonar, tengdaföður Péturs, fauk þak af fjósi og heyhlaða til grunna. Var það mikið tjón og sér lagi, þegar þess sr gætt, að árið áður hafði Ólafur orðig fyrir því tjóni, r.ð íbúðarhúsið brann. Þá gerist það einnig í Meiri- Hlíð á laugardaginn, rétt áður en þessar skemmdir urðu á fjósbygg- ingunni, að í einni vindhviðunni s)ó svo ofan í miðstöðvarketilinn, að loginn stóð út úr honum, með þeim afleiðingum, að oliublönd- ungurinn blátt áfram bráðnaði af eldinum. Logaði allt f kringum hann, þegar að var komið, en sem betur fór varð eldurinn fljótlega siökktur. Má þvi segja, að Pétur fcafi orðið fyrir tilfinnanlegu tjóni þar sem hver dagur er dýrmætur tii byggingarframkvæmda, þegar bessi tími er kominn. Þess má að lokum geta, að Meiri Hlíð er þannig í sveit sett, að veð- ur ná sér bar einna mest upp úr ýmsum áttum og er því talið hið rnesta veðravíti. Segja kunnugir, að þar komi hin sterkustu veður, sem menn þekkja. SPARIFJÁREIGENDUR TAPA Skúli Guðmundsson hef- ur lagt fram nefndarálit 1. minnihluta f járhagsnefnd- ar um frumvarp Framsókn- armanna um lækkun vaxta og afnám sparifjárfrysting- ar. Nefndarálit Skúla fer hér á eftir: „Frumvarp um sama efnj var borið fram á síðasta þingi, í neðri • deild Fjárhags- nefnd hafði málið til at- hugunar, og frá henni komu tvö nefndarálit nm það seint á þinginu. Lengra var af- greiðslu málsins ekki komið, þegar þingi lauk í síðastliðn- um aprílmánuði. Hefur það því verið tekið upp aftur með flutn ingi þessa frv. I frumvarpinu er ákvæði um, að vextir af svonefndum afurðavíxlum, sem endurkeypt- ir eru af Seðlabankanum, megi ekki vera hærri en þeir voru á árinu 1959, þ. e. 5—5V2%, enn fremur, að vextir af öðrum lán um skuli lækka og að lögin um bann við okri, dráttarvexti o- fl., sem í gildi vora í upphafi ársins 1960, skuli aftur taka gildi, en nýrri lagaákvæði um það efni falla niður. Gengislækkunin mikla árið 1960 hafði í för með sér gífur- lega hækkun á kostnaði við byggingar og aðrar verklegar framkvæmdir og á verði fram- leiðslutækja. En gengislækkun inni fylgdi ákvörðun um mikla vaxtahækkun sem einnig varð til þess að hækka mjög kostn- að við framkvæmdir og atvinnu rekstur. Vaxtagreiðslur hafa því síðan hvílt mjög þungt á fjölda einstaklinga og fyrir- tækja, bæði vegna vaxtahækk- unarinnar og einnig vegna þess, að stóraukin framkvæmda kostnaður hefur aukið skuldir þeirra. Því er haldið fram, að menn óski síður eftir lánum, þegar vextirnir eru háir. En svo er um marga, að þeir geta ekki dregið úr notkun lánsfjár, þó að vextir séu hækkaðir, og verða þvf að taka á sig þann gjaldauka, sem vaxtahækkun- in hefur í för með sér. Um þetta vitnar t. d. ályktun, sem samþykkt var á fundi Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna 14 —17. febr. s. 1. Þar segir, að þörf framleiðslufyrirtækja sjáv arútsvegsins fyrir lánsfé sé svo mikil, að notkun þess sé ekkert minni þrátt fyrir háa vexti, og fjárþörfinni þó hvergi nærri fullnægt, og enn fremur, að ekki verði séð, að það þjóni hag þjóðfélagsins að íþyngja fram- leiðslunni með háum vöxtum á framleiðsluvíxlum sjávaraf- urða, er teknir eru af fyrir- tækjum, sem fjárhagslega berj ast í bökkum, en stunda þá framleiðslu, er afkoma þjóðar innar byggist á. Lagt er til í frv., að niður falli það ákvæði úr lögum frá 1950 um efnahagsmál, að ríkis- stjórnin geti ákveðið vaxtakjör og lánstíma á lánum hjá stofn- lánasjóðum landbúnaðar og sjávarútvegs, byggingarsjóði ríkisins, byggingarsjóði verka- manna og raforkusjóði, og að vaxtakjör og lánstími hjá þess- um sjóðum verði hin sömu og á árinu 1959, en lánakjörin eru nú, samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar, miklu óhag stæðari fyrir lántakendur. Rétt þykir, að Alþingi ákveði lána- kjörin með lögum, eins og áður var, bæði vexti og lánstíma. Það voru aðalatriði laganna, því að í lánakjörunum kom fram aðstoð þjóðfélagsins við þær framkvæmdir og umbætur, sem sjóðirnir veita lán til. Þörf- in fyrir slíka aðstoð er mikil nú vegna mjög aukinnafc dýrtíð ar og möguleikarnir til stuðn- ings af hálfu hins opinbera sízt minni en áður. Þegar útlánsvextirnir voru hækkaðir árið 1960, varð einn- ig hækkun á innlánsvöxtum. Var talið, að það mundi bæta hag sparifjáreigenda og hvetja til sparnaðar. En útkoman hef ur orðið sú, að hagur sparifjár eigenda hefur verið mjög fyrir borð borinn á þeim tíma, sem síðan er liðinn. Verðgildisrýrn- un sparifjárins hefur orðið miklu meiri á þessu tímabili en sem vöxtunum nemur. Eig- endur sparifjárins hafa tapað vegna aukinnar dýrtíðar eigi aðeins vaxtahækkuninni, held- ur öllum vöxtunum af eign sinni og þar að auki veruieg um hluta af höfuðstólnum Reynslan hefur þannig sýnt, að hagsmunir þeirra verða ekkj tryggðir með vaxtahækkun. Enn er ákvæði í frumvarpinu um, að numin verði úr lögum heimild Seðlabanka íslands ti) að heimta fé af innlánsstofn- unum inn á bundinn reikning. Viðskiptamálaráðherra skýrði nýlega frá því á Alþingi, að um síðustu mánaðamót hefði heild arupphæð bundins sparifjár í Seðlabankanum verið um það bil 490 millj. kr. Á sama tíma, sem fé þessu hefur verið safnað inn á bundna reikninga, hafa afurða lán Seðlabankans, sérstaklega út á landbúnaðarafurðir, verið hlutfallslega minni en áður, miðað við magn og verðmæti framleiðslunnar. Tvær gengislækkanir með stuttu millibili, 1960 og 1961. hafa vaWið stórkostlegri hækk un á kostnaði við framkvremdir og atvinnurekstur eins og áður er að vikið. Af þeim sökum er fjárþörfin nú miklu meirj en áður, og til þess að fullnægja Lágmarksþörfinni fyrir lán ti) nauðsynlegar uppbyggingar og framleiðslustarfsemi á næstu tímum þarf stórfé. Áður en annarra úrræða er leitað til að bæta úr þeirri þörf, virðist eðli legt að hætta að taka hundruð milljóna kr. af sparifénu til bindingar í Seðlabankanum. Ég legg til, að frumvarpið verði samþykkt. Alþingi, 31. okt. 1962. Skúli Guðmundsson." 6 T f M I N N , miðvikudaffinn 14. nóvember 1962

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.