Tíminn - 14.11.1962, Blaðsíða 7

Tíminn - 14.11.1962, Blaðsíða 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði / G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur i Eddu- húsinu. Afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur í Banka- ' stræti 7. Simar: 18300—18305. - Auglýsingasími: 19523. Af. greiðslusími 12323. - Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan- lands. f lausasölu kr 4.00 eint — Prentsmiðjan Edda h.f. — Walter Lippmann ritar um Gera Rússar sér næga grein fyrir kínversku hættunni? Það er hagsmunamál þeirra aó leita samkomulags vi® Vesturveldin Engin önnur tengsl en tolla- og viðskipta- samningar í fyrradag hófust á Alþingi umræður um viðhorf til Efnahagsbandalags Evrópu. Gylfi Þ. Gíslason viðskipta- málaráðherra flutti þar skýrslu og kom þar tvennt mark- vert fram. Anriað var það, að stjórnin væri orðin afhuga því að sækja um fulla aðild og teldi rétt að bíða átekta fvrst um sinn. Hitt var það, að hægt væri að leysa sam- búöarmálin við Efnahagsbandalagið með tvennu móti — annaöhvort með samningi sem eingöngu fjallaði um tolla- og viðskiptamál, eða með aukaaðild, en henni myndi í'ylgja aö semja þyrfti um atvinnurekstrarréttindi og fleiri réttindi útlendingum til handa hér á landi. í rætfu ráðherrans kom ekki ijóst fram, að hvaða leið hcnn heldur hallaðist en þó virtist hann færa tolla- og ' ÍÖskiptasamningaleiðinni fleira til foráttu. Eysteinn Jónsson gerði í þessum umræðum grein fyrir afstööu Framsóknarflokksins. Eysteinn rakti ýtar- lega þær hættur, sem fylgdu aðild, er hefði í för með aukin réttindi útlendinga til atvinnurekstrar og atvinnu- ieitar hér á landi. Þar gæti aldrei orðið um nein gagn- kvæm réttindi að ræða vegna smæðar þjóðatinnar. Slíkri aðild bæri því að hafna og leita samninga við banda- lagið á öðrum grundvelli. Eysteinn ræddi í þessu sambandi sérstaklega um auka- aðild, það væri enn nokkuð á reiki hvað fælist í aukaað- ild, en sá eini aukaaðildarsammngur. sem þegar hefði verið gerður, samningurinn við Grikkland, væri þannig, að ekki væri hægt a,ð gera mun á honum og fullri aðild. Þá hefði Gylfi Þ. Gíslason tekið skýrt fram í ræðu sinni, r.ð aukaaðild myndi þurfa að fylgja réttindi til atvinnu- rekstrar hér á landi, og vissu allir, að þar væri átt við fiskiðnaðinn fyrst og fremst. Meginniðurstaða Eysteins Jónssonar var þessi: „Eg tel að markmið íslendinga eigi að vera samning- ar um tolla og viðskiptamál, án annarra tengsla við bandalagið. Eg trúi því, að við náum hagkvæmum samningum á þeim grundvelli, við þær þjóðir. sem að bandalaginu standa, sem eru okkur sérstaklega vinveittar og hafa allra þjóða bezta aðstöðu til að skilja okkar aðstöðu. Skilja baráttu 185 þúsund manna, sem vilja halda uppi sjálfstæðu ríki þótt lítið sé og telja sig hafa til þess fullan rétt sögulegan og menningarlegan og engum troða um tær þótt þeir haldi vfirráðum yfir lands- og sjávargæðum sínum, sem sjálfstæð tilvera þjóðarinnar byggist á. Eg vil ekki gera ráð fyrir því, að ætlunin sé að loka Vestur-Evrópulöndunum fyrir okkur með tollmúr- um — þótt við getum ekki. allra aðstæðna vegna, geng- ið í Efnahagsbandalagið." Sú lausn, sem hér er bent á, er tvímælalaust hin heppilegasta fyrir ísland. Hún mun tryggja þau tengsli sem við þurfum að hafa við EBE Hún mun líka áreið- anlega fást fram. ef íslendingar bera gæfu til aö standa saman um þessa málsmeðferð, en láia ekki sjón- armið sundra sér. MAO TSE-TUNG VIÐ VIRÐUMST nú vera stödd á einum iþeirra tímamóta í sög- unni, þegar ástand hlutanna, illt og gott, hefur um skeið ekki tekið neinum verulegum breytingum, en svo kemur allt í einu mikil hreyfing á. Enn getur enginn séð nema næsta óljóst, hvaða stefnu rás við- burðanna muni taka. Við getum þó leitazt við að gera okkur óljósa grein fyrir sumum afleiðingum þeirra tveggja stórátaka, sem fram fara, þ.e. átakanna á vestur- hveli, umhverfis Kúbu, og hinna átakanna á austurhveli, þ.e. innrásarinnar [ Indland. AÐ ÞVÍ ER Kúbuátökin snert- ir, þá er enn eftir að ganga frá fullnaðarsamþykkt um fjarlæg- ingu árásargagna, en enginn efi leikur þó á því, að Banda- ríkin hafa tögl og hagldir á þessu hveli hnattarins. Reyni Castro að hafa að engu sam- komulag Kennedys og Krustj- offs um fjarlægingu árásar- gagna, þá á hann yfir höfði sér næsta þung viðurlög, þar sem er hert hafnbann. Sovétríkin geta ekki stutt þvermóðsku hans hér eftir. Þau reyna varia að hjálpa honum, því að það er fyrst og fremst þeirra eigin hagúr'' áð afskrifa Kúbuher- hlaupið eins fljótt og kostur er. Þau eru að láta fjarlægja stöðvar sínar og hafa ekki flotastyrk til að hverfa frá því og standast t. d. hafnbann gagn vart olíuskipum, jafnvel þótt þau vildu leggja út í stríð fyrir Castro. Castro hefur verið sviptur vernd Bandaríkjanna Honum hefur í staðinn verið heitið því að Bandaríkin ráðist ekki inn í Kúbu. Vilji hann aðra og fyllri tryggingu þá virðist iiggja beinastÁið að bjóða sam- tökum Ameríkuríkjanna að gera Kúbu að hlutlausri eyju, sem leggi alla áherzlu á þróun sína innan lands. ÞAÐ, SEM ER að gerast á Kúbu kemur til með að hafa mikil og langdræg áhrif. Þau munu ekkj aðeins ná til Suð ur-Ameríku, heldur vafalaust einnig til nálægari Austur- landa, Afriku og Asíu. Afríku- búar, Arabar og Asíumenn hafa ekki minni áhuga á Kúbu sjálfri. En áhrif Kúbu- málsins blandast áhrifum inn- rásar Kínverja í Indland. Sov étríkin hafa orðið að draga úr og hverfa frá loforðum þeim, sem þau hafa gefið um aðstoð. bæði gagnvart Kúbu og Ind- landi. Utanríkispólitík Indverja — undir forystu Nehru forsætis- ráðherra hefur verið byggð á blekkingu, eins og hann hefur játað sjálfur. En hver var þessi blekking? Hún var ekki í þv! fólgin að álíta, að Kínverjar væru o< zóðir í sér til þess ar ráðast á Indland Þeir hafa verið að narta j landamæri Ind lands í firnm ár samfleytt Blekkingin var í því fólgin, a? álí*a Sovétríkin úrslitavaldið kommúnislaheiminum og halc!.- að bau ?":»_» o,- mundii hindr.-. Kína í alvarlegri árás á Ind- land. EG HYGG, að ekki sé ofsagt, þó að gert sé ráð fyrir að þessi skyldu samtímaátök í Ameríku og Asíu hafi stórlega dregið úr tryggingu Sovétríkjanna gagnvart ríki í fjarlægð. Þetta kemur til með að hafa mikil áhrif meðal vanþróaðra og hlutlausra þjóða, sem nýskeð hafa fengið frelsi. Indland verður ekki framar leiðarljós þeirra, fyrirmynd og forsvars ríki, því að það verður ekki hlutlaust lengur. EG ER EKKI sérfræðingur i málum Sovétríkjanna og veit því ekki hver áhrif þessi tvenn stórátök kunna að hafa á inn- anlandsmálin í Sovétríkjunum. En ef við gerum ráð fyrir að meginhagsmunir Sovétríkjaniió sjálfra verði látnir sitja í fyr- irrúmi fyrir hugsjónum komm- únismans út á við, þegar til kastanna kemur, þá lítur út fyrir að Sovétríkin eigi fyrir höndum stórkostleg og um- fangsmikil átök innan lands. Sovétríkin reka sig á óyfir stíganlegar hindranir bæði austri og vestri. f vestri gagr. vart Evrópu og Ameríku, e: jafnvægi kjarnorkuaflsins þeiiTi óhagstætt Tvær tilraunir til leiðréttingar á þessu hafa brug? izt, þ. e. bæði endurupptaka kjarnorkutilrauna og uppsetn íng árásarstöðva a Kúbu í austri herðir Rauða-Kina tök sín í Tíbethásléttunni, og í því felst ógnun gagnvart Sov- étríkjunum. Ruuða-Kína hefur, með árás sinni á Indland, svipt sovétgoðinu af stalli j Indlandi og sýnt fram á, að hlutleysi verði ekki þolað í Asíu Þar á ofan virðist styrkur Rauða Kína vaxa, þrátt fyrir efnahags örðugleika þess. Her þess er óskaplega fjölmennur og í ná- lægri framtíð, þegar það hef- ur eignazt kjarnorkuvopn, kem- ur það til með að ógna stór lega allri aðstöðu Sovétrjkj anna frá Úralfjöllum og austur til Kyrrahafs. MÉR VIRÐIST það því varða mestu að sinni, hvort yfirvöld in í Kreml líta á þetta með skammsýni eða framsýni. Það væri skammsýni, ef yfir- völdin í Kreml létu svo sem ekki hefði orðið nein alvarleg breyting á, hvorki innan komm únistaheimsins né utan, og gerðu aðeins tilraunir til að bæta upp þann áhrifamiss’, sem orðið hefði Hitt væri framsýni, ef hugs að væri fyrst og fremst um ör- yggi og veifarnað Sovétríkjanna og friðinn í heiminum. í þvi efni eru það meginhagsmunir Rússa að koma á friði við Evr ópu og Vesturveldin í þvi fæl ist viðurkennmg á því. að hindrun á framgangi Rauða Kína væri Sovétríkiunum mik ilvægara en allt annað S ’t'iMXÍÍV. mfo-****Am U tocs 7

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.