Tíminn - 14.11.1962, Síða 14

Tíminn - 14.11.1962, Síða 14
Rosemaríe Nitríbitt Erích Kuby: m DÝRASTA KONA HEIMS Heimskupör Rosemarie voru ekk- ert tiltakanleg, ef við hugleiðum, hvað sumar konur ríkra og önn- um kaf’inna eiginmanna, konur, sem þarfnast meiri ástar, en vita ekkert, hvað þær eiga með tím- ann og peningana að gera, — geta látið sér detta í hug að ganga langt í vitleysunni með öðrum mönnum, sem hafa meira en nóg að gera. En Aðalheiður Hartog var ekki ein af þeim; hún lék sér ekki að því að halda fram hjá. Hartog lifði hamingjusömu fjölskyldulífi. Kon an hans æfði sig í golfi með góð- um árangri og gekk til sálkönnuð- ar. En sálkönnuðurinn, aem hún fór til tvisvar í viku, án þess að nokkuð yrði vart árangurs þeirra heimsókna, fékk mun hærri upp- hæðir fyrir þessa tíma, sem hann eyddi með frú Hartog, en maður hennar borgaði Rosemarie. Það hefði verið eðlilegra, að Rosemarie hefði fengið þóknun- ina, sem frú Hartog borgaði sál- könnuðinum. Samband hennar og Hartogs hafði dregið fram í dag'S- ljósið nýjan eðlisþált hans, sem aldrei fyrr hafði fengið að njóta sín. Morgnarnir á Palace Hotel eftir næturheimsóknirnar til Dorn busch, — heimsóknir, sem byggð ust á holdlegri ást og urðu því alltaf styttri og styttri, voru tví- mælalaust sælustu stundir Har- togs. Það kann að virðast óeðli- legt, en í hvert skipti, sem hann hafði verið með Rosemarie, fannst honum hann vera jafnhress og tandurhreinn og eftir rækilegt bað í kátum og skoppandi fjalla- læk. ÞAÐ GÆTI orðið erfiðara að skýra, hvers vegna Bruster fann hjá sér æ ríkari þörf til að aka hundrað mílna leið frá ABRUDA- verksmiðjunum til Frankfurt í „viðskiptaerindum“. Það var eng- in lygi, þegar hann sagði Rose- marie, að samræður væru honum meira virði en saniræði. Með sam- ræðum átti hann við eintal sinn- ar eigin sálar. Það var hann einn sem talaði. Og hann lét móðan mása lengur og lengur með hverri nýrri heimsókn. Stundum þreytti hann meira að segja Rosemarie ekki með öðru en þessu rausi sínu. En í hvert skipti borgaði hann henni fimm hundruð mörk. HANN VAR LÍKA hjá Rose- marie nóltina eftir að hið nýja stjórnaraðsetur ABRUDA-verk- smiðjanna var formlega tekið í notkun. Klukkan tíu um morguninn hafði allt starfsfólk verksmiðjunn ar safnazt saman á fimmtu hæð. Formaður verksmiðjuráðsins hélt fyrstu ræðuna. — Vinir mínir, sagði hann, — þetta er gleðidagur fyrir alla aðila. Hann er það vegna iðni ykkar, dugnaðar og sam- vizkusemi og vegna tryggðar ykk- ar við fyrirtækið. Þó að til séu svartsýnismenn, sem hafa reynt að draga úr okkur kjarkinn og sí- fellt tala um slæmar markaðshorf ur og erfiðleika í alþjóðaviðskipt- um, stendur þetta fyrirtæki traust um fótum. Og nú gef ég yfirmanni ykkar orðið, manninum, sem hef- ur gert þetta fyrirtæki það, sem það er, Alfons Bruster, aðalfor- stjóra. Það var hvorki klappað né hróP að húrra. Það hefði mátt heyra saumnál detta. Bruster stóð upp, tók í hönd formannsins, sem var að koma niður af pallinum, og gekk upp tvö þrep. Þó að hann gnæfði þarna yfir áheyrendahópn- um, sá fólkið aftast í salnum að- eins fjarlægan skugga, þar sem hann stóð. En það heyrði vel til hans. Salurinn hafði \verið rudd- ur og veggirnir hvitkalkaðir í til- efni dagsins. Fimmtán fet frá miðjum vesturveggnum hafði ræðu stólnum verið komið fyrir með öllum sínum míkrófónum. Það hafði verið gengið frá heimilis- fangaskránni í bili, og vígsluat- höfnin var tekin upp fyrir útvarp ið á staðnum, sem ætlaði að út- varpa einhverju af því, sem fram fór um kvöldið og daginn eftir. Auglýsingadeild fyrirtækisins tók ræðurnar einnig upp á band, og Bruster hafði beðið einkaritara sinn að taka upp sína ræðu á litla segulbandstækið „Star Reporter“, sem hann hafði oftast með sér á ferðalögum. Margar leiðslur lágu frá ræðu- stólnum eftir steingólfinu og út um hálfopnar hliðardyr. Fáein fet frá pallinum hafði stólum verið raðað í tvær raðir. Þar sátu stjórnarmeðlimir verk- smiðjustjórnarinnar, frú Bruster og móðir hennar, sautján ára gam all sonur Brusters af fyrra hjóna bandi, fulltrúi viðskiptamálaráðu- neytisins, tveir borgarfulltrúar, borgarstjórinn og fleiri ráðamenn ásamt deildarstjórum fyrirtækis- ins. Að baki þessara fáu boðsgesta stóðu þeir sautján þúsund menn og konur, sem unnu í verksmiðj- um Brusters; konurnar unnu þar við að flétta vír. Úr’ ræðustólnum sá Bruster naumast þá, sem aftastir voru í salnum. Hópurinn varð að gráu hafi, sem bar i hvítkalkaða vegg- ina. Salurinn var 880.000 kúbik- fet. Hljóðar mannverur fylltu 180.000 þeirra, og þar var naum- ast einn einasti, sem ekki hefði viljað vera í sporum Brusters og enginn, sem ekki dáðist að hon- um. Annars var salurinn fullur af lofti, sem fljótt varð kæfandi heitt og þyngra og þyngra með hverri mínútu, sem leið. Þetta var góðviðri'sdag einn í júlí, og rúð- urnar í þakgluggunum voru sjóð- andi heitar í sólskininu. Slökkvi- liði ABRUDA-verksmiðjanna hafði verið gefin skipun um að sprauta vatni á þök og glugga, meðan á 17 athöfninni stóð til að kæla loftið inni. Bruster hafði villulaust vélrit- að handrit fyrir framan sig, og það var meira að segja þríbreitt bil milli lína, en Bruster hafði lag á að láta líta svo út sem hann talaði blaðalaust frá eigin brjósti. Hann beindi ávarpsorðum sínum ekki til gestanna á stólunum fremst í salnum, heldur þúsund- anna að baki þeirra. (Á þessu var vakin sérstök athygli í fréttablaði verksmiðjunnar, þar sem öll ræða Brusters var prentuð). — Kæru samstarfsmenn, iðn- verkamenn og -konur og þið heið- ursgestir, sem hafið gert okkur þá ánægju að mæta hér og leggja þannig enn frekari áherzlu á þennan merkisatburð, sem hér er að gerast í dag, mín elskaða eiginkona og kæri sonur! Þegar við komum saman á þess- um 'Stað stuttu eftir striðslok, átt- um við ekkert þak yfir höfuðið nema heiðan himininn. Og þegar við byrjuðum að hreinsa burt ruslið og rústirnar, sem var það eina, sem nazistar skildu okkur eft ir, vorum við ekki ýkjamörg. Þeir sem að því unnu þá, minnast þess í dag. Útlitið var þá sannarlega jafndökkt og árin, sem við áttum að baki. Öll viðskiptasambönd okk ar höfðu slitnað, og við áttum ekki um márgar lejðir að velja til að afla okkur hráefna. Við stt- um ekkert nema okkur sjálf, og það eina, sem við gátum fram- leitt eftir að við vorum búin að hrófla upp fyrstu byggingunni, voru pottar og pönnur handa eig- inkonunum í eldhúsið. (Hlátur). Við áttum heldur ekki mikið til að sjóða i þessum pottum og steikja í þessum pönnum, og það var þó mikilvægara að sjá fyrir matnum en framleiða kapal. Og samt varð að framleiða hann’ ef við áttum að halda í vonina um 4 urinn gnauðaði, og það brakaði og brast í greinum trjánna. Og hún hraðaði göngu sinni sem mest hún mátti til Henhurst. En þegar þang að kom, varð hún að bíða nær hálfa klukkustund á krénni, áður én póstvagninn kom. Þegar hann skrönglaðist loks upp hæðina, var komið haglél. Horatia var sárfegin, að pláss var inni í vagninum, svo að hún þurfti ekki að sitja úti, og hún flýtti sér inn f vagninn og óskaði þess inni lega, að vagninn færi sem skjót- ast af stað. Hún hnipraði sig sam- an í horninu, kreppti hnefana und ir sjalinu og bað í hljóði, að flótti hennar mætti heppnast, en áður en hún komst lengra, fór að snjóa. Ekki fíngerðum, léttum snjó- kornum, heldur stórum flygsum.; Horatia hugsaði örvæntingarfull, j að svo virtist sem veðurguðirnirj væru á bandi frændans og vilduj hindra hana í að komast leiðarj sinnar. 2. kafli. Réttri viku áður en þetta gerðist, kom Austur-Indíafarið Minerva frá Portsmouth. Það var hlaðið hrísgrjónum, silki og kaffi, en einnig voru nokkrir farþegar, þar á meðal ung ekkja eftir kaftein í elleftu herdeildinni, fimm börn hennar og indversk barnfóstra. Auk þess var meðal farþeganna hár og grannur herramaður, mjög sólbrúnn, en með snjóhvítt hár Hann hafði rólega og virðulega framkomu og fékk auknefnið „furstinn" hjá hinum farþegun- um. Fyrstu vikur ferðarinnar var hann mest út af fyrir sig og virt- ist fullsæll að ganga fram og af um þilfarið, annaðhvort einn eða með indverskum þjóni sínum En þegar þau höfðu verið mán uð á sjónum, fór yngsta dóttir ekkjunnar, Rósalie litla Harbo- rough, tveggja ára, að reyna til við hann með því að hlaupa til hans og taka íagnandi um kné hans. Móðir telpunnar kom á eftir og bað afsökunar, en hái maðurinn brosti, beygði sig niður og lyfti litlu stúlkunni upp. Hann gekk með hana í fanginu, sýndi henni sjófuglana og flugfiskana og benti henni á, hvernig vindurinn fyllti seglin. Og þetta var upphaf vináttu hans og litlu fjölskyldunnar. 1 hvert skipti sem Rosalie kom upp á þilfar, leitaði hún að vini sín- um, og þegar hún kom auga á h'ann, sleit hún sig lausa frá barn- fóstrunni og hljóp til hans. — Jæja, hvernig líður litlu kærust- unni minni í dag? sagði hann og lyfti henni upp. Kannski var það sorgarbúning- ur ekkjunnar eða kannski öll litlu börnin hennar — það elzta var átta ára gamalt, sem gerði það að verkum, að herra þessi annað- ist fjölskylduna af gamaldags xiddaramenn'sku, sem einkenndi allar hans gjörðir. Hann sendi oft þjón sinn barnfóstrunni til að- stoðar. Og að lokum tókst honum að fá Lauru Harborough til að gleyma feimni sinni og hlédrægni. Eftir því sem vikurnar liðu, fræddist herra Pendleton margt um hina hæggerðu ekkju og fjöl- skyldu hennar Maður hennar hafði látizt úr kóleru, og nú voru þau á leið heim til einkabróður manns hennar, Ernest Harbo- rough, sem 'átti stórhýsi i Clap- ham. Og á móti fékk Laura að vita dálílið um þennan merkilega mann. Hann hafði verið sendur sem varalandsstjóri til Kalkútta. og hann hafði ve.rið tekinn til fanga af indverskum prins, er hann var í veiðiför, og þar hafði hann verið fangi í ellefu ár, en félagar hans úr veiðiförinni töldu víst, að hann hefði orðið villidýri að bráð. Hann sagði Lauru, að prinsinn hefi komið vel fram við sig, og þar sem hann hafði verið f Eng- landi og dáðist að Englendingum, hafði hann beðið hann að taka að sér að kenna syni sínum á enskan hátt. Og þar sem hann hafi ekki um neitt annað en dauð- ann að velja, tók hann þann kost- inn. Þegar faðir drengsins dó, fékk hann frelsið. Ungi nemandinn hans, sem þá var tuttugu og þriggja ára, skildi við hann með miklu þakklæti og gaf honum dýr- mætar gjafir, gimsteina og gull og margs konar verðmæta dýr- gripi. Auk þess hafði hann verið fluttur til strandarinnar mcð fíla- skrúðgöngu. Laura trúði honum fyrir því, j að hún væri dálítið kvíðin, þegar hún hugsaði um Ernest mág sinn. — Hann var talsvert eldri en Lio- nel, og hann erfðj fyrirtæki ætt- arinnar. Þér hafið kannskj heyrt getið um það. „Harborough og synjr“? staðsett í grennd við þorpið, þar sem faðir minn var prestur, og þá kynntumst við. Við urðum ást- fangin og giftum okkur, og bróðir hans var honum mjög reiður lengi á eftir. Herra Pendleton leit hugsi á blíðlegt andlitið og skildi vel, að Lionel hefði orðið hrifinn af þess ari konu. Og fyrir hana — dóttur þorpsprestsins — hafði hinn ungi glæsilegi liðsforingi verið sjálfur draumaprinsinn. Bruðkaupið, ferð in til Indlands, var sjálfsagt hluti af þeim draumi, sem hún lifði í. Svo fæddust börnin hvert af öðru, hún hafði orðið að tileinka sér nýjar venjur og nýja ^siði í fram- andi landi. Þrjú börn hafði hún misst, og nú hafði m'aður henn- látizt. Hún hafði skrifað mági sín um og beðið hann að skjóta skjóls húsi yfir sig og börnin, meðan hún væri að komast yfir sárustu sorgina. Og nú var hún á leið heim til Englands. — Og þér, sagði hún einu sinni. — Eg hef trúað yður fyrir' öllum mínum áhyggjum, en þér hafið lítið sagt mér. Eg vona, að vel verði tekið á rnóti yður. þegar þér komið til Englands. — Kryddkaupmenn? spurði — O, ég býst ekki við því, sagði bann og hún kinkaði kolli. hann brosandi. — F,g á aðeins — Ernest var á móti hjónabandi bróðunióttur á lííi, og hún s*enri- okkar . . . honum ftinnst við vera ur í þeirri t.rú, að é,; «■ iönsri; dá of ung. Lionel var yngsti sontir- inn Eg verð ?ð fam mefí ga:'.r-. inn, og foðir hans keypli hann ínn -_ maður í nvinni t.r •vki í 11. herdeilflir.a, Um tíma var hún alltaf velkominn. Hún gat ekki trúað, að hanr. yrði ekki velkominn. — Eg er sannfærð um, að frænka yðar verður mjög glöð að sjá yður, sagði hún — Hvað er hún gömul? — Hún hlýtur að vera tæplega tuttugu og eins árs, sagði hann. Litla yngismeyjan, sem ég hef á handleggnum, minnir mig á hana, en hún var eldri en elzti sonur yðar, þegar ég sá hana síðast. ó- sköp venjulegur krakki, en géð stúlka og hreinskilin og elskulog. Við vorum reglulega góðir kunn- ingjar, ég og Horatia. Það var kalt í veðri og napurt, þegar skipið lagðist loks að bryggju í Portsmnunt. Ilerra Pend leton beið í klefa sínum meðan i hinir farþegarnir fóru i isud. Ha"u langaði ekki til a'ð fylgjast m? I hlýjura móitokum. r.em ailiv fenjru, en ’nann var aleinn og engim kærðj sig nm h.anu. En har.n hrúdl af ?ór einnuinakenndina oftur. Laiira Ha-rborough le!tafii að honum og •■ilái vjarnan fá tæ>i- færi til að kveðja rnanninn, se n verið haíði svo piskuíí'gur við þau öii í fi.nnn iíriga ir.ánufii, sem ferð in hafði ” eVií'. í-<gar hún k.vr auga í lat»*.o. hriðaðj. V,ún sér ii1 ’nans >4'1' honum höndina; — Mit' lar.CM- á! að i'.akita yg..r P.'ivtíio■...). ;.va?; þ.lr haf’ð j vingja'-n^..’.,' og hjálpsa«j- , ur ••'Ið •nig og hómir a jeiðirn. ! Þé“ feríWe svo mayp mér auð T í M I N N , (Riibihidithúi H návember Ufi’

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.