Tíminn - 20.11.1962, Page 8

Tíminn - 20.11.1962, Page 8
Ég hafði aldrei komið til eyj- arinnar Als á Suður-Jótlandi fyrr en á síðasta sumri. Þegar þangað var komið gafst tæki- færi til þess að aka um eyna og skoða hana. Þetta er yndis- legt landsvæði, frjósöm lönd og þétt byggð, þar skiptast á akrar og skógarlundar og þar er auðsæ gömul menning en nýtízkusnið eru þar sjaldséðari í byggingastíl. Þar hefur véla- menningin þó haldið innreið sína. Um eyna ók með mér Knud Hansen, sem hér á landi hefur unnið um nálægt 5 ára skeið við bústörf og fleira, en nú er kvæntur og búsettur á Als. Þegar ekið var um eitt hinna fögru svæða, þar sem Nord- borg heitir, segir Knud: „Það er hérna, sem ég vinn — í Dan- foss-verksmiðjunum — hér ræg ■ur rfkjum Mads Clausen, bónda sonurinn hér frá Elsmark við Nordborg, sem lærði verkfræði og kom heim á bú föður síns að loknu námi, gerðist uppfinn- ingamaður, stofnaði fyrirtæki, sem hóf framleiðslu á sjálf- stillandi þensluventli í kæli- íbúðarhúsið á bújörð foreldra Mads Clausens stendur enn óbreytt. Á loftinu í þessu húsi hóf hann framleiðslu sína fyrlr rúmum aldar- fjórðungi og þ kvistinum var skrifstofan þar til fyrir fáum árum Gísli Kristiánsson skrlfar um kerfi, verkstæðið var á lofti íbúðarhússins og skrifstofa hans var kvistherbergið í sama húsi, og þarna stendur húsið enn og þarna eru gluggamir á kvistinum, innan þeirra var skrifstofan þangað til fyrir fá- um árum, en þá var reist skrif stofubygging og í henni er gert ráð fyrir að hagræða megi fyrirkomulagi svo að þar standi 1100 skrifborð, sem samtímis geti verið í notkun. Hér vinna víst yfir 4000 manns í verksmiðjunum og hér er að rísa stór bær umhverfis en verkamennirnir búa út um alla eyna og við erum sóttir og fluttir í bilum verksmiðj- unnar, þar er ekki hægt að r.ota áætlunarbíla því að unn- ið er'í vöktum og sumir verða að fara heim og heiman utan allra áætlunarferða. Ég bý t.d. 18 km. frá verksmiðjunni og við búum hér og þar um eyna langt utan áætlunarleiða. Verksmi-'íjan í sveitinni. Á þennan hátt komst ég á snoðir um hver þróun hefur orðið í þgssari verksmiðju, er hóf starf með lítið verkstæði árið 1933 undir stjórn eigand- ans og uppfinningamannsins Mads Clausen, heima á bújörð föður hans, en nú er orðið fyrir tæki, sem hefur í starfi um 10 þúsund manns í heimalandi og í öðrum löndum og hefur viðskipti við aðila í öllum álf- um heimsins, og hefur á bújörg föður síns og grannjörðunum gert stórvirki þar sem frjósöm um ökrum hefur verið breytt í steinlagða vegi og bær hefur risið, þar sem þúsundir fólks búa, er hafa framfæri sitt af starfi í verksmiðjunum og sjálfar verksmiðjubyggingarnar ná yfir marga hektara lands. En ekki aðeins bújarðirnar í Elsmark og starfsfólk þeirra hlutu að verða þátttakendur í hinni stórstígu þróun, sem galdramaðurinn Mads Clausen hafði forystu að, heldur fór það fljótlega svo, að smábændurnir á Als sáu sér hag í því að skipta starfsorku sinni milli bú skapar og verksmiðjuvinnu, það gaf öruggari afkomu og að lokum fór reyndar svo, að verk smiðjan sogaði til sín vinnu- aflið af gjörvallri eynni þann- ig, að á fjölda sveitabýlanna er búskapurinn orðinn hjáverka- störf, rækt í frístundum og sem uppbótaratvinna, og svo hafa konur og börn þar góð viðfangs efni til meðferðar, búandi við sveitasælu og holla tilveru, en lítið erfiði, því að aufjtdtað hafa vélar verið fengnar til starfa á þeim vettvangi fremur en víða annars staðar. Þannig helzt það í hendur, að heilbrigð tilvera fjölskyldnanna er sköp- uð og mótuð í faðmi sveitanna en efnahagslegt öryggi er feng ið við reglulegt starf á verk- smiðjunum, og öruggara en landbúnaðurinn hefur getað boðið á þeim árum, sem liðin eru síðan verksmiðjan var stofnuð. Gerningamaðurinn /snjalli. Og hverjir eru svo gerning- ar galdramannsins? Það er von að spurt sé. Það er ekki á hvers manns færi að veita forystu athöfnum og af- köstum á borð við það, sem hér hefur gerzt. En hér er um að ræða athafnir aðila. sem vissu lega hefur verið miklu fram- sýnni en fjöldinn og er að sjálf sögðu gæddur fleiri snilligáf- um. Hverjum hefði dottið það í hug á kreppuárunum eftir 1930, að ekki liði nema aldar- fjórðungur unz meginhluti þess heims, sem tilheyrir köld- um og kaldtempruðum beltum, hefði upphituð hús á þann hátt, sð heitt vatn væri um það leitt frá fjarstýrðum hitagjöfum eða að hið sama fólk, er þessi hús hyggði. hefði einnig til umráða skápa, sem tii hversdagsþarfa , vrðu notaðir og í þeim varð- veitt matvæii. sem annars var venja að salta. sjóða niður eða verja á annan hátt svo að ekki vrðu eyðileggingu undirorpin? Verksmiðjan hefur rlsið í miðri sveit, allar deildir hennar og athafnastaðir breiða sig þar sem fyrr voru akrar, og enn eru akrar alveg að verksmiðjuveggjum 9 T I M I N N, þriðjudagurinn 20. nóv. 1962.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.