Tíminn - 22.11.1962, Síða 7

Tíminn - 22.11.1962, Síða 7
Utgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Ritstjórar: Þórannn Þórarinsson (ábi. Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriði G. Þorsieinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofui i Eddu húsinu Afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur i Banka stræti 7 Símar: 18300—18305 - Auglýsingasími: 19523 A1 greiðslusími 12323 - Askriftargjald kr 65.00 á mánuði innan lands. í lausasölu kr. 4.00 eint - Prentsmiðjan Edda h.f - Frá vettvangi Sameinuðu þjóðanna: Dómi fuilnægt Síðan meirihluti Félagsdóms felldi þann úrskurð sinn, að skylt væri að taka Landsamband ísl. verzlunarmanna i Alþýðusamband íslands, hefur mikil athygli beinzt að því, hvernig þeim úrskurði yrði tekið á þingi Alþýðu- sambandsins. Ástæðan var sú, að dómur þessi þykir mjög orka tví- mælis að áliti margra hinna lögfróðustu og réttsýnustu manna svo að eigi sé fastar að orði kveðið. Þetta vildu kommúnistar innan Alþýðusambandsins notfæra sér og hafa helzt dóminn að engu. Það er hins vegar sitthvað að telja dóm rangan og neita að hlýða honum. Ef frá þeirri reglu er horfið að hlíta dómum, þótt rangir séu taldir. er raunverulega haf- in uppreisn gegn lögum og rétti í landinu. Það er einn af hyrningarsteinum réttarríkis, að dómum sé hlítt. Meðal þeirra, sem lítið eru vinveittir verkalýðshreyf- 'ingunni, var byrjað að fagna yfir þvi, að þeir, sem ekki vildu hlíta dómnum, kynnu að mega sín betur á þingi Alþýðusambandsins. Það myndi gefg þann höggstað á verkalýðshreyfingunni, sem nú er beðið eftir að finna i þeim tilgangi að lama orku hennar og áhrif. Sem betur fer, varð andstæðingum verkalýðshreyf- ingarinnar ekki að þessari ósk sinni. Atkvæðagreiðsla, sem fram fór á þingi Alþýðusambandsins í fyrrakvöld. skar endanlega úr um það, að meirihluti fulltrúantia ákvað að dómnum skyldi hlítt og er Verzlunarsambandið því orðið fullgildur meðlimur Alþýðusambandsins. í framhaldi af því var svo ákveðið að taka til meðferðar kjörbréf þeirra fulltrúa, sem Verzlunarsambandið hafði kjörið til setu á þ'ingi Alþýðusambandsins. Að sjálfsögðu tekur slíkt þing eins og þing ASÍ ekki til með- ferðar kjörbréf fulltrúa frá öðrum félögum eða sam- böndum en þeim, sem eru taldir löglegir meðlimir sam- takanna. Það breytir engu um þá staðreynd, hvernig kjörbréf þessara aðila eru svo afgreidd, þvi að það velt- ur á því einu, hvort kosning þeirra hefur það fram með löglegum hætti eða ekki. Samkvæmt því sem hér er rakið. hefur það verið end- anlega ákveðið af þingi Alþýðusambandsins að hlíta úr- skurði Félagsdóms og Landssambands ísl. verzlunarmanna er því orðið aðili að Alþýðusambandi íslands með full- um réttindum og skyldum. Andslæðingar verkalýðshreyf- ingarinnar hafa ekki fengið tækifæri til að fagna yfir því, að hún hafi ekki farið að lögum. Á þeim grundvelli mun þeim ekki takast að gera aðför að henni. övirðum ekki þá gjöf í mjög athyglisverðri ræðu, sem Gísli Guðmundsson, alþingismaður flutti á Alþingi í fyrradag sem framsögu að frumvarpi um ráðstafanir til að stuðla að jafnvægi í byggð landsins, mælti hann þessi eítirtektarverðu orð: „Það er eitt helzta siálfstæðismál þjóðarinnar að halda landinu í byggð, og það er af ýmsum ástæðum. Við ræðum allt of sjaldan um það, íslendingar, hvílíkt ævintýri það er og náðargjöf forsjónarinnar, ef svo mætti segja, að við — 180 þúsundir manna — skulum eiga einir þetta stóra og gjöfula land með ótæmandi möguleikum til framfara fyrir miklu stærri þjóð. Og við skulum ekki vera allt of viss um, að okkur haldist uppi skaðlaust að óvirða þá gjöf og láta hana falla i auðn og vanhirðu." Þetta eru gild og tímabær varnaðarorð til þjóðarinnar um að gæta byggðar landsins aFis og gera til þess raun- hæfar ráðstafanir, að stór byggðasvæði eyðist ekki. ætileg notkun plöntuáburðar getur veriö mönnum hættuleg Hve mikið eítur þolir mannslíkaminn?— Aðstoö listamanna við flóttamenn. — Flóttamannahjálp S.Þ. er févana. — Atkvæðagreióslan um Kína. — Kostir og gallar við notk- un á plöntuáburði í landbún- aði hafa verið til umræðu á fjölmennri alþjóðaráðstefnu í Róm, sem stóð yfir 12.—17. nóv. Án þessara efna mundi ekki svara kostnaði að fram- leiða ákveðin matvæli. Til dæmis hefur mönnum reikn- azt til, að ræktun á kartöfl- um, eplum og sítrusávöxtum í Bandaríkjunum mundi minnka um 50 af hundraði án þeirra. En þar sem þessi áburður inniheldur eiturefni hefur það í för með sér hættu fyrir bæði menn og dýr. — Þeir, sem vinna að landbún- aði, verða að gera sér ljóst, að röng notkun plöntuáburðar get- ur haft skaðleg áhrif á heilsufar okkar, segir einn af sérfræðing- um Matvæla- og landbúnaðar- stofnunar S.Þ. (FAO), dr. C. Lógóþetis. Hættan er mest fyrir þá, sem nota þessi efni, ílytja þau eða dreifa þeim. Láti þeir undir höfuð leggjast að bera varnargrímui eða vanræki aðrar tilskildar vaiúðarráðstafanir, get ur bein snerting við þessi efni haft skaðleg áhrií Að skoðun séfræðingsins er minni hætta á, að þau eiturefni. sem eftir verða í plöntum og grænmeti, komi fram í matvæl- unum. Sé þess vandlega gætt að fylgja reglum um tíma og magn, þegar plöntuáburður er notaður er engin hætta á skaðlegum á- hrifum. En sé reglunum ekki fylgt getur verið hælta á ferðum Á Rómar-ráðstefnunni, sem er kvödd saman af FAO í sam- ráði við Alþjóða-heilbrigðismála stofnunina (WHO) og fleiri sér stofnanir Sameinuðu þjóðanna, er ætlunin að semja áætlun um framtíðartilhögun á þessum mái um, bæði að því er snertir vís- indalega og lögfræðilega hlið á notkun plöntuáburðar. o o 0 Hve mikið eitur þolir mannslíkaminn? í sambandi við ráðstefnuna fara einnig fram umræður sér- fræðinga um möguleika manns- líkamans til að þola eiturefni FAO og WHO leitast við að á kvarða, hve mikið magn af eitri á hvert kílógramm maðurinn geti tekið inn án skaðvænna afleið- inga. Slík skilgreining gæti orðið til mikils hagræðis fyrir riki, sem setja vilja reglur um há- marksmagn eiturefna í matvæl- um. — Það felur’ að sjálfsögðu ekki í sér, að hámarksmagn eitui efna j matvælum eigi að svara ti þess hvað mannslíkaminn þolir sagði /dr Lógóþetis í ýmsum löndum er leyfilegt hámarks magn eiturefna i matvælum að eins einn hundraðshluti af þvi sem á að vera hættulaust fyrir mamislíkamann. Adlai Stevenson, aSalfulltrúi Ban daríkjanna hjá' S.Þ Skuldabréfalán S.Þ. Bretland hefur keypt skulda- bréf Sameinuðu þjóðanna fyrir 12 milljónir dollara, og Banda- ríkin hafa keypt sams konar brpf fyrir 44,1 milljón dollara. Hafa þá 29 ríki keypt skulda- bréf fyrir 100,9 milljónir dollara. Auk þess hafa 17 ríki skuldbund •ið sig til að kaupa skuldabréfin, og nemur þá upphæðin alls 117,9 milljónum dollara. Sendiherra Bandaríkjanna hjá S.Þ., Adlai Stevenson, hefur til- kynnt að Bandaríkjaþing hafi samþykkt heimild til kaupa á skuldabréfum Sameinuðu þjóð- anna fyrir 100 milljónir dollara, að því tilskildu að upphæðin fari ekki fram úr samanlagðri upp- hæð annarra ríkja. Lót hann ’ ljós von um, að þetta mundi örva önnur ríki til að kaupa skulda bréfin, þannig að alls yrðu lae.ðar fram 290 milljónir dollara o o 0 Listamenn hjálpa flóttamönnum Einir tíu af frægustu dægur lagasöngvurum heims munu vinna saman aö hljómplötu, sem send verður á markaðinn í árs byrjun 1963 til að útvega flótta- mannahjálp Sameinuðu þjóð- anna fjármuni til að veita flótta fólki aukna aðstoð Undir venju legum kringumstæðum mundu umræddir söngvarar ekki geta sungið inn á eina og sömu plötu vegna samninga við ólík fyrir- tæki, en fyrir tilstilli leikarans Yul Brynners og annarra góðra manna var unnt að ná samkomu- lagi við öll fyrirtæki, sem hlut áttu að máli. í Evrópu einni eru , enn 20.000 flóttamenn, sem þarfnast hjálpar. Nöfnin á söngvurunum, sem verða á plötunni, verða birt síð- ar í þessum mánuði. Hljómplat- an ber nafnið „All Star Festi- val“. Það er hollenzkt fyrirtæki, sem sér um gerð hennar og dreif ingu í samvinnu við önnur hljóm plötufyrirtæki. Þar sem lista- mennirnir hafa afsalað sér öllum launum í sambandi við hljómplöi una, má búast við talsverðum hreinum hagnaði af hverri seldri plötu. „All Star Festival“ ber merki Sameinuðu þjóðanna og verður ekki aðeins seld í hljóðfæraverzl- ununt, heldur einnig hjá samtök um og slofnunum, sem styðja starf Sameinuðu þjóðanna og flóttamannahjálpina o o o -fantar 4,5 milijónir siollara Forstjóri flóttamannahjálpar S. I Þ., Felix M. Schnyder, tilkynnti • í lok október, þegar fram- 1 kvæmdanefndin ,kom saman í Genf, að á árunum 1962 og 1963 mætti búast við að útgjöld flótta- mannahjálparinnar yrðu 11,8 miiljónir dollara. og vantar þá 4,5 milljónir til að nægilegt fé sé fyrir hendi Ef aðildarríkm auka ekki framlög sin eða aðrir aðili- ar hlaupa ekki undir bagga með Framh. á 13 síðu I I M I N N, fimmludagurinn 32. nóv. 1963. z

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.