Tíminn - 22.11.1962, Side 9

Tíminn - 22.11.1962, Side 9
 A Þingeyri við Dýrafjörð er gamall verzlunarstaður, því að þar höfðu danskir einokunar- kaupmenn aðsetur öldum sam- an. Hér verður ekki rakin verzl unarsaga Dýrafjarðar. En síð- astur danskra kaupmanna á Þingeyri var Gram, sem andað- ist 1898 sextugur að aldri, og hafði þá átt selstöðuverzlun á Þingeyri var Gram, sem andað- hans daga voru innlend fyrir- tæki á Þingeyri, sem stundum bar hátt í atvinnulífi Vest- fjarða, Milljónafélagið og verzl un bræðranna Proppé. Það má segja um Þingeyri eins og ýmsa staði aðra, sem eiga sér langa sögu í atvinnu- FRÁ BRYGGJUNNI Á ÞINGEYRI Verðum ai trúa á framtíðina málum, að þar hefur gengið á ýmsu og skipzt á uppgangur og hrun. Ekki kann ég um það að dæma, hvort það hefur nokkuð mótað þennan stað, að þar voru lengi höfðingjar, sem vildu láta líta upp til sín og margir litu upp til, en sjálfir litu niður á alþýðu manna. Úr fjarlægu héraði hefur bor izt mér til eyrna lítil saga, sem speglar þetta viðhorf. Danskt skip lá á Þingeyrarhöfn. Það flutti ýmsar gagnlegar vörur og meðal annars lifandi grís til kaupmannsins. Innlendir menn voru að vinna við uppskipun. Þá tókst svo slysalega til, að grísinn og einn íslenzki verka- maðurinn féllu í sjóinn. íslend ingamir brugðu skjótt við og reyndu að bjarga manninum úr sjónum. Þá kallaði hinn danski skipstjóri: — Lad den Djævel gaa! Pas paa grisen! Kaupfélag Dýrfirðinga er nú um það bil 45 ára gamalt. Það var stofnað til þess að annast verzlunarþjónustu og nú er það aðalverzlunin á Þingeyri, en auk þess er dótturfyrirtæki þess, Hraðfrystihús Dýrafjarð- ar, aðalatvinnurekandinn á Þingeyri. Kaupfélagsstjórinn á Þing- eyri er ungur maður frá Pat- reksfirði, Rögnvaldur Sigurðs- son. Hann tók við forustu Kaup félags Dýrfirðinga 1960 Við hann er eðlilegas* að tala um það, sem nú er að gerast á vegum kaupfélagsins. — Hvað er frystihúsið gam alt? — Frystihúsið var stækkað og endurbyggt 1959 Það myndi geta fryst allt upp í 60 —70 smálestir á sólarhring, en með þeim mannafla. sem hér er, ráðum við ekki við meir? en svo sem 40 smál. á dag. Nú eru í húsinu 100 smá lestir af kjöti af fé, sem hefur verið slátrað hér. Um það bi) tveir þriðjungar verða sjálf =agt fluttir burtu til sölu ann- ars staðar. Svo er í frystihúsinu kartöflu geymsla. Á henni var byrjað 1960, en fullgerð var hún í sum ar. Hún rúmar 120 smál. í fyrra tók hún á móti 60 smá- lestum héðan af verzlunarsvæð inu. í haust er uppskeran minni, en við höfum fengið til geymslu 10 smálestir af kart- öflum sunnan af Barðaströnd. — Er gott að geyma kartöfl- ur í frystihúsi? — Geymslan er þannig gerð, að þar er haldið ákveðnu hita- stigi með sjálfvirkum útbún- aði .Það er mikil nauðsyn að kaupfélagið geti tekið þessar af urðir, því að það er sama sem að neita atvinnulausum mönn um um vinnu að taka þær ekki til sölu. Aukin garðrækt er kannske eini möguleikinn, sem bóndinn hefur til að stækka bú sitt og auka tekjur þess í fljótu bragði, en það er nú mörgum nauðsyn. — En hvað er svo um útveg- inn? — Hraðfrystihús Dýrafjarðar gerði út þrjá báta síðastliðinn vetur. Tvo þeirra á frystihús ið, Þorgrím og Þorbjörn. Sá þriðji var leigubátur, Hrafn- kell frá Neskaupstað. Hann kemur aftur í haust og mun hraðfrystihúsið gera hann út í vetur. Þorgrímur var á síld- veiðum norðanlands í sumar, en Þorbjörn veiddi síld í rek- net hér vestra rúman mánuð. Sú síld var fryst hér til beitu. 600 tunnur. Hraðfrystihús Dýrafjarðar á nú skip í smíðum í Floru i Noregi. Það er 150 smálesta skip og á það að afhendast i maí. Ég tel, að það sé vonlítið að reka útgerð hér nema að hafa báta, sem eru fyllilega sam- keppnisfærir Fyrsta skilyrðið er að manna bátana og manna þá vel, en það er vonlaust hér nema skipin séu góð. — Svo er mjölverksmiðja við frystihúsið? — Fiskimjölsverksmiðja hrað frystihússins var stækkuð og endurbætt síðastliðið vor. Þar voru bræddar á þessu ári 600 smálestir af vorsíld. — Er svo nokkuð fleira að segja af framkvæmdum á veg um kaupfélagsins? — Það liggur fyrir endur- bygging sláturhússins á næsta vori. Það var byggt árið 1931 og er orðið nokkuð úrelt eins og vænta má. — Dýrfirðingar í heild eiga býsna mikið undir því hvernig til tekst með kaupfélag þeirra. — Óneitanlega er það. En hvað sem um þetta allt má segja, er þó áreiðanlegt að öll um þessum rekstri er hagað og háttað með dýrfirzka hagsmuni eingöngu fyrir augum Hér er ekki miðað við annað en at vinnulíf héraðsins og þjónustu við það fólk, sem þar býr hverju sinni. Þessi rekstur get ur ekki verið háður annarleg- um sjónarmiðum. Ef hann ski) ar arði, er útilokað, að reynt verði að flytja hann í burtu. Þær eignir, sem starfsemin skapar eru allar bundnar fólk inu í byggðarlaginu. Oddviti óg hreppstjóri á Þingeyri er Árni Stefánsson Hann gegndi þeim embættum báðum síðastliðið kjörtímabi) og því eðlilegast að láta hann verða fyrir '■vörum um sveitar- málin í heild. — Hvað er helzt að segja af framkvæmdum á vegum hrepps ins? — Undanfarin ár hafa ekki verið mikil framkvæmdaár hjá Þingeyrarhreppi. Þó hefur hreppurinn látið byggja hús sem orðið er fokhelt. Það er um 1200 rúmmetrar að stærð. Á neðri hæð er hólf fyrir slökkvibíl, sem hreppurinn eignaðist árið 1959. Uppi fær bókasafnið sal, sem er 9V2x 5 m. Þar verða skrifstofur hreppsins og þar er húsrúm sem ekki hefur verið ráðstafað enn þá. — Skólahús þorpsins er gamalt timburhús, — um það bil 50 ára. Þinghús átti hreppurinn áfast við skólann. Nú stendur yfir rækileg endur bót á þessum húsakosti, skóla stofurnar hafa verið klæddar innan með þilplötum o.s.frv., og fyrir höndum er að breyta þinghúsinu í þriðju kennslu- stofuna Árið 1938 var byggt sam komuhús á Þingeyri. Nú hefur verið byggt við það og það gjört að félagsheimili hrepps- ins. Leiksvið þess er talið eitt hið bezta utan Reykjavíkur að gerð og búnaði. Það má einkum þakka Þorgeiri Jónssyni héraðs lækni, en hhnn hefur verið helzti maður i leikstarfsemi þorpsins undanfarin ár. Ann- ars eru öll félög þorpsins að- ilar og eigendur að félagsheim ilinu. Þegar rætt er um opinber ar framkvæmdir í byggingum hér á Þingeyri er rétt að geta þess líka, að rækileg viðgerð hefur átt sér stað á sóknar- kirkjunni. Hún var vígð vorið 1911 og viðgerðin var að öðr HstHdér ú Kirkjubéli talar vií Rúgn vaidkaupféiagsstjóra og Árna hreppstjóra á Þingeyri um præði tengd fimmtugsaf- mæli hennar. Hjónin Gréta og Jón Björnsson máluðu kirkj- una innan af mikilli smekkvísi og viðhöfn og ýmislegt var lag fært innan veggja. — Hér hafa verið gerðir ýms ir myndarlegir hlutir í sam- bandi við opinberar bygging- ar. — Þetta hefur ekki verið á vegum hreppsins nema að nokkru leyti eins og ég sagði áðan. Hins vegar hefur verið unnið að .undirbúningi hafnar framkvæmda undanfarin ár og þar er um stórvirki að' ræða á okkar mælikvarða Hér er allstæðileg bryggja. 16 ára gömul. Það er staura- bryggja. hausinn 35 metra langur og 10 m. breiður. Við hann getur því naumast legið nema einn stór bátur i senn. Nú gerir Frystihús Dýrafjarð- ar út þrjá báta í vetur eins og í fyrra og Fiskiðja Dýra- fjarðar, sem Magnús Amlín stjórnar, gerir út einn, Fjölni. Ef svo hittist á, að flutninga- skip er hér við bryggjuna kom- ast bátarnir ekki að á meðan. Og þegar veður spillist er oft ekki friður með bátana við bryggjuna. Þá verður að færa þá fram á fjörð. — Það er því ekki efnilegt að reka hér þá útgerð, sem nú er, ef hafnarskil vrði batna ekki. Árið 1959 var farið að ræða þessi hafnarmál okkar við Vita málaskrifstofuna Hún sneri sér að dönsku verkfræðinga- firma, sem víða hefur fengizt við hafnargerðir, Frá því kom hingað verkfræðingur — Lund gren að nafni. Hann hefur skil að ýtarlegri álitsgerð þar sem hann ræðir meðal annars um myndun eyrarinnar og hreyf- ingu á fjörunni. Síðan lýsir hann þremur mismunandi hug myndum um væntanlega hafn argerð. Vitamálaskrifstofan leggur til að höfn verði byggð samkvæmt einni þessara hug- mynda. Samkvæmt henni á að grafa bátahöfn inn í oddann hér fyrir utan og gera síðan stálþil þaðan að núverandi bryggju. Sá áfangi er þó ráð- gert að bíði um sinn og bryggj Framh á 13 síðu ÍTÍMINN, fimmtudagurinn 22. nóv. 1962.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.