Tíminn - 23.11.1962, Síða 6
★ FRUMVARPIÐ um heimild
ríkisstjórnarinnar til töku 240
milljón króna láns í Bretlandi
var afgreitt gegnum tvær um-
ræðtir í neðri deild í gær sem
lög frá Alþingi. Fjárhagsnefnd
hafði klofnað um málið. Mælti
Birgir Kjaran fyrir áliti meiri-
hlutans, sem lagði til að frum-
varpið yrði samþykkt óbreytt.
Skúli Guðmundsson skila'ði
séráliti og lagðí til að frum-
varpið yrði samþykkt með
þeirri breytingu að Alþingi á-
kvæði skiptingu fjárins með
lögum. Skúli sagðist ekki vera
í vafa um, að full þörf væri
fyrir þetta Iánsfé. Ráðstafanir
í efnahagsmálum, sem gerðar
hafa verið á þessu kjörtímabili
hafa valdið gífurlegum vexti
dýrtíðarinnar, og af þeim sök-
um hrekkur innlent fjármagn
miklu skemmra en áður til að
mæta þörfinni fyrir fram-
kvæmdafé. Er því emi meiri
þörf en áður fyrir erlent láns-
fé til nauðsynlegra fram-
kvæmda og uppbyggingar at-
vinnuveganna. Og þó að hér sé
um mikið fé að ræða, sem á-
formað er að taka að láni er-
lendis, er liætt við, að það
reynist ófullnægjandi til að
mæta þörfinni fyrir stofnfé til
þýðingarmestu framkvæmda.
Breyting efri deUdar á frum-
varpinu um að samráð skyldi
haft við fjárveitinganefnd
væri til bóta, en þó ekki full-
nægja.ndi og eðlilegast, að Al-
þingi ákveði skiptinguna síðar
með Iögum.
Gunnar Thoroddsen sagði
mörg fordæmi þess að ríkis-
stjórnir skiptu einar Iánsfé, og
ennfremur að nú væri minni
þörf erlends lánsifjár en áður
vegna aukinnar sparifjársöfn-
unar innanlands.
Skúli Guðmundsson kvað
augljóst, að miklu meiri þörf
væri lánsfjár nú en áðnr, þar
sem peningaeign landsmanna
hefði verið gertí' verðminni
með tveim gengisfellingum og
framkvæmdr óheyrilega dýrar.
Það gæti veri® að krónumar í
sparisjóðum væru eitthvað
færri, ef viðreisnin hefð'i ekki
komið til, en þær myndu vera
mun verðmeiri.
Björn Pálsson sagði, að auð-
vitað réðu ríkisstjórnir og
stjórnarflokkar því eftir sem
áður, hevrnig lánsfé væri
skipt á Alþingi yrði það gert
Iögum frá Alþingi, því að sjálf
sögðu er það meirihlutinn, sem
ræður. En ef lánsfénu væri
skipt á Alþingi væri það gert
fyrir opnum tjöldum og ein-
stök byggðarlög ættu þá að
geta fylgzt betur með og koma
óskum sínum á framfæri, því
víða er þörfin mikil og brýn
Þingstörf í gær
fyrir lánsfé. Líklega óttaðíst
ríkisstjórnin of nriklar umræð
ur um skiptinguna og vildi
skipta fénu í kyrrþey.
Frumvarpið um almanna-
vamir var tekið til 3. umr. og
afgreitt til efri deildar. Einar
Olgeirsson talaði einn við um-
ræðuna. Gylf Þ. Gíslason tók
til máls við 1. umr. um frumv.
Alþýðubandalagsins um stuðn-
ing við' atvinnuvegina og sagði
það vera fráleitasta plagg, sem
lagt hefði verið fyrir Alþingi
síðan Alþingi var endurreist!
STORYRÐI FUKU A BAÐA BOGA A ÞINGI ASI I GÆR
ÞINGMADUR LÝSTI HAG-
FRÆDINGA STÓRLYGARA
MB—Reykjavík, 22. nóv.
Hafi einhver búizt við því,
a3 öldum myndi lægja á þingi
ASÍ, eftir að hin umdeildu
kjörbréf höfðu verið afgreidd,
þá hefur honum skjátlast
hrapallega. Á dagskrá í dag
átti að vera skýrsla forseta
ASÍ, sem lögð hefur verið
prentuð fram á þinginu, en
minnstur tími fór í að ræða
hana, heldur var deilt um það,
sem gert var í gær og stærri
orð notuð en nokkru sinni
fyrr á þinginu. Alþingismenn
kölluðu hvorn annan úr ræðu-
stóli ,músarrindil" og
„vængjatösku", lygabrigzl
voru mýmörg og einn af al-
þingismönnum ríkisstjórnar-
flokkanna lýsti hagfræðinga
erkilygara,
í upphafi þingfundar var lögð
fram utan dagskrár svohljóðandi
yfirlýsing sex manna, sem segj-
ast hafa voldug félagssamtök bak
við hana:
„Á síðasta þingfundi gerðist sá
atburður að löglega kjörnum full-
1rúum Landssambands íslenzkra
verzlunarmanna var meinaður at-
kvæðisréttur hér á þessu þingi,
þrátt fyrir að mikill meirihluti j
þingsins hafði áður staðfest inn- j
göngu LÍV i Alþýðusambandið. j
Sú gerræðislega álv^ ðun aðj
svifta fulltrúa LÍV lögmætum rétti j
var tekin á umræddum þingfundi
með 26 atkvæða meirihluta. Á
sama tíma var 30 lögmætum full-
trúum meinað að hafa áhrif á gerð
ir þingsins.
Sá „meirihluti" sem hér hefur
myndast er því til orðinn í krafti
athafna, sem ekki eiga sér neinn
stað í lögjim ASÍ né þeim venjum,
sem skapazt hafa vig afgreiðslu
kjörbréfa á þingum sambandsins.
Hinn svokallaði meirihluti
þessa þings er því fenginn með
þeim hætti, sem ekki er unnt að
viðurkenna né láta ómótmælt.
Um leið og við mótmælum þess-
um vinnubrögðum „meirihlutans"
lýsum við yfir því, að við teljum
þessar og síðari gjörðir þessa
þings, þar á meðal væntanlegt
stjórnarkjör, ólöglegar, þótt við
höldum áfram þátttöku í þing-
störfum til þess að reyna að
spyrna gegn frekari misbeitingu
valds af hendi hiris vafasama méirx
hluta, er skapazt hefur á þinginu.
Óskar Hallgrímsson (sign)
Pétur Sigurðsson (sign)
Guðjón Sigurðsson (sig.'i)
Jón Sigurðsson (sign)
Eggert G. Þorsteinsson (sign)
Fétur Guðfinnsson (sign).“
Eftir að þessj yfirlýsing hafði
verið lögð fram, var lesin fundar-
gerð síðasta fundar og hún sam-
þykkt. Síðan tók Hannibal Valdi-
marsson til máls og kvaðst ekki
þurfa að vera langorður, þar sem
skýrsla sín lægi þegar prentuð
fyrir og skyldj hann svara fyrir-
spurnum
Næstur tók til máls Sveri'ir Her
mannsson, forseti LÍV. Þakkaði
hann veittan stuðning við verzlun-
armenn og harmaði, að þeir hefðu
verig sviptir löglegum rétti og
kvaðst áskilja sér allan rétt í þessu
máli. Hann kvað stjórn ASÍ hafa
haft þrjár vikur í haust til þess
að kynna sér gögn LÍV, en hefðu
ekki treyst sér til að benda á eitt-
einasta atriði i skýrslu sinni til
Félagsdóms. Vegna aðdróttana um
það, að hann (Sverrir) væri at-
vinnurekandi, gat hann þess, að
hann ætíi 5%' í 2 útgerðarfyrir-
tækjum í Hafnarfirði, sem bræður
hans ættu annars, og hefðu þeir
gefið sér þessi 5% fyrir það að
snúast fyrir þá í landi. Þá hefðu
f<mm gamlir bekkjarbræður gert
þag af rælni ; vor, að gefa leigu-
tilboð í FÍldarsöltunarstöðina Ými
á Siglufirði, en ekki dottið i hug,
að þeir fengju hana leigða, eins
og orðið hefði. Taldi Sverrir, að
ýmsir þ á. m nafngreindir vöru-
bifreiðarstjórar, innan ASÍ ættu
heldur að teijast atvinnurekendur
en hann. Meðal annars væri Hanni
bal í síldarútvegsnefnd, en sú
nefnd borgaði út milljónir árlega.
Eggert G Þorsteinsson sagði, að
ef það væri nauðsyniegt að end-
urskoða féiagaskrár og önnur
gögn LÍV, þá myndi það ef til
vill ekki síður reynast nauðsyn-
legt um fleiri félög. Þá ræddi hann
um húsnæðismál og bar saman
upphæðir, sem veitt hefði verið
til þeirra mála í stjórnartíð Hanni-
bals og nú.
Næstur tók Jflanniþal (il máls.
Kvað hann Egg^ftJ^k^^þpu^atriði
um húsnæðismál, sem hann hefðr
ininnzt á í setningarræðu sinni,
óþarflega nærri sér. Rakti Hanni-
bal síðan, hversu íbúðarbygging-
ar hefðu dregizt saman í tíð nú-
verandi stjórnar. Þá gat Hapnibal
um hneyksii, sem átt hefði sér
stað í tíð núverandi húsnæðismála
stjórnar. Væri það úr Hnífsdal.
Þar hefði maður nokkur sem væri
að byggja stærra hús, en húsnæð-
ismálastjórn mætti lána út á,
fengið hundrað þúsund króna lán
eftir að hafa talag við Þorvald
Garðar, en fátækur barnamaður á
staðnum, sem hefði í þrjú ár reynt
að koma sér upp húsi, hefði feng-
ið synjun. Kvað hann Eggert G.
Þorsteinsson, sem Hannibal gaf
gælunafnið „músarrindill", bera
ábyrgð á þessu hneyksli og væri
honum sæmst a ðtala ekki hátt um
þessi mál. Þá kvað Hannibal það
nauðsynlegt að hraða rannsókn á !
gögnum LÍV Viðvíkjandi fullyrð-1
ingum Sverris Hermannssonar um
það að hann væri tæpast atvinnu-
lekandi, upplýsti Hannibai það,
?.ð Sverrir hefði með eigin hendi
sótt um abyrgð bæjarstjórnar
Hafnarfjarðai vegna kaupa á
tveim 165 iesta skipum og hann
hefði það staðfest í símskeyti frá
Sigurjóni Sæmundssyni bæjar-
stjóra á Siglufirði frá 26. okt. s.l.
að Sverrir Hermannsson væri pró-
kúrúhafi fyrir Ými h.f. Kallaði
Sverrir þá úr sætj sínu, að það
væri lýgi. Hannibal e^durtók þá að
simskeytið væri staðfest. Sverrir:
Þú hefur ekkí alltaf trúað krötum
svona vel.
Hannibal kvaðst vera fulltrúi
sjómanna innan ASÍ j Síldarút-
vegsnefnd, og væri það í meira
lagi hæpið, að telja þá bera keim
af atvinnurekstri.
Næstur tók til máls Hermann
Guðmundsson úr Hafnarfirði, og
var ræða hans ólík hinum fyrri,
þar eð hann ræddi um skýrsluna
og af hógværð. Hann kvað sér
finnst hún afar flaustursleg. Hann
harmaði, að ekki skyldi vera er-
indreki á vegum ASÍ. Þá harmaði
hann einnig, að ekki skyldi hafa
verið framfylgt samþykkt síðasta
þings ASÍ um að ráða mann til
fræðslustarfsemi. Sannleikurinn
væri sá, að vegna ókunnugleika
yngri manna verkalýðshreyfingar-
innar væri hægt að etja þeim gegn
sinni eigin hreyfingu í stundum.
Þá þakkaði hann stjórn ASÍ fyrir
forgöngu hennar um orlofsheim-
ili. Þá lýsti Hermann yfir and-
stöðu sinni við yfirlýsingu þá, sem
lögð var fram í upphafi fundar.
Hann kvaðst vera sá lýðræðis-
sinni, að hann beygði sig undir
vilja meirihlutans, þótt hann hefði
barizt fyrir því á þinginu, að kjör-
bréf fulltrúa LÍV væru samþykkt.
Eggert G. Þorstejnsson kvaðst
taka á sig sinn hluta af hneyksli
því, sem Hannibal hefði minnzt
á, ef um hneyksli væri að ræða.
Þeir í húsnæðismálastjórn yrðu að
trúa uplýsingum þeim, sem fylgdu
með umsóknum. Hann gaf Hanni-
bal gælunafnið „vængjataska" og
átaldi, að Hannibal skyldi á þingi
vitna til ritsins Úr þjóðarbúskapn
um“, þegar rætt var um íbúðar-
byggingar. Orðrétt sagði Eggert:
„Og hvaða tölur eru það svo,
sem forseti okkar heimtar, að ég
lesi. Hann hejmtar það, að ég lesi
hér tölur úr „Úr þjóðarbúskapn-
um“, sem saman er hnoða'ð af
hagfræðiingum, þeim ágætu mönn.
um, sem hafa nratreitt fyrir okkur
hér áratugum saman þá mestu
lygi, sem við höfum fcngið."
Það hafði verið borið fram fyrr
í umræðum, að fulltrúar norrænna
verkalýðssamtaka, sem voru á
ferð hér j sumar, teldu þá för lík-
asta ferð austur fyrir tjald, þar
sem þeir hefðu ekki fengið að
ræða við forystumenn andstæð
inga miðstjórnar ASÍ, og forseti
ASÍ hefði reynt að koma í veg
fyrir, að þeir gætu setið boð fé-
lagsmálaráðherra- Einnig hefði
komu þeirra hingað nánast verið
haldri leyndri. Hannibal upplýsti
síðar í umræðum, að dagblöðin
hefðu sagt frá komu þeirra, áður
en þeir komu. Hann hefði hringt
til félagsmálaráðherra, Emils
Jóns^onar, og spurzt fvrir um það,
hvort hann vildi hitta þá. Emil
kvaðst ekki geta það strax, þar eð
hann væri að fara í laxveiðar með
sendiherra Rússa.
Umræður snerust þannig mjög
um persónuleg málefni. En það
kom greinilega fram í stuttum
ræðum ýmissa fulltrúa, að þeir
voru mjög óánægðir með gang
mála. Dýrmætum tíma væri varið
í illdeilur, en enginn tími enn
unnizt til raunverulegra þing-
starfa. Væri ekki lengur hægt að
komast hjá því að breyta skipu-
lagi ASÍ.
Fyrir fundarhlé, um klukkan 19,
voru svo loks samþykktir reikn-
ingar ASÍ og stóðu vonir til, að
þá yrði unnt að hefja raunveru-
leg þingstörf.
Fyrsta málverka-
uppboð haustsins
BÓ-Reykjavík, 21. nóv.
SIGURÐUR Benediktsson held-
ur fyrsta málverkauppboð hausts-
ins í Þjóðleikhúskjallaranum kl.
5 í dag og hefur nú meðal
annars í boði málverk eftir Jón
Stefánsson, Ásgrím, Kjarval,
Scheving og Blöndal.
Málverkið eftir Jón Stefánsson
er af Lyngdalsheiði , 62x90 cm.
Ekki vildi Sigurður leiða gétur að
því, hvað sú mynd færi hátt, þeg-
ar blaðið talaði við hann í gær.
Sigurður taldi eitt Schevingsmál-
verkið mundi komast yfir 30 þús-
und, og Sumarkvöld við Korpu eft
ir Kjarval 25—28 þúsund. Vatns-
litamynd eftir Ásgrím taldi hann
seljast á 22 þúsund og málverk
frá Parísarárum Blöndals 14—18
þúsund. — 25 málverk eru í boði.
SKIPAUTGCRÐ RÍKISiNS
Ms, Skjaidferefö
fer vestur um land til Akureyr-
ar 28. þ. m.
Vörumóttaka í dag til Húna-
flóa- og Skagafjarðarhafna og
Ólafsfjarðar. Farseðlar seldir á
þriðjudag.
6
T f M I N N, föstudagurinn 23. nóvember 1962