Tíminn - 23.11.1962, Side 7

Tíminn - 23.11.1962, Side 7
Utgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur i Eddu- liúsinu. Afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur í Banka- sfcræti 7. Símar: 18300—18305. — Auglýsingasími: 19523. Af. greiðslusími 12323. — Askriftargjald kr 65.00 á mánuði innan- lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — „Henni er svo trúlof- unarhætt“ Maður einn, sem átti kornunga dóttur, lagði sífellt sterkar hömlur á það — eftir því, sem hann gat, — að hún færi á samkomur. Þetta þótti stelpunni hart og áttu þau í hörðum brösum út af því oft og einatt. Granni mannsins spurði hann eitt sinn að því, hvers vegna hann vildi ekki leyfa stelpu-skinninu að fara á samkomurnar. Maðurinn sagði: „Henni er svo trúlofunarhætt. — Þa& er segin saga, að hún trúlofar sig alltaf, ef hún fer á ball“. Við umræður um Efnahagsbandalagið látast þeir, sem hafa -orð fyrir stjórnarflokkunum, vera undrandi yfir því, að Framsóknarmenn skuli vera á móti því — eins og sakir standa — að leitað sé af stjórnvöldum íslands eftir viðræðum erlendis við forgöngumenn stofnunar Efna- hagsbandalagsins. i Þykjast liðsoddar ríkisstjórnarinnar ekki skilja, þá skoðun Framsóknarmanna, að rétt sé að fresta slíkum viðræðum um skeið. Þeir hafa fallizt á það með Framsóknarmönnum (þó áður teldu þeir annað rétt), að enn þá sé ekki kominn tími til að ákveða, hvaða samn- inga íslendingar eigi að leita af sinni hálfu. Betra sé að bíða átekta og sjá hvernig stærri þjóðir skipa þessum málum fyrir sig og byggja EBE upp Leita að því búnu lags. En að mega ekkí fara strax utan og spjalla „yfir glasi á góðra vinafundi“ um málið, kynna málstað íslands, — og meira að segja kannske fá skipulagi Efnahagsbanda- lagsins breytt í stórkostlega hagkvæmara horf fyrir ís- lendinga, — það finnst þeim meiri fjarstæðan hjá Fram- sóknarmönnum. Látum vera að þeir skilji ekki, að þeir eru ekki líklegir til að hafa nein áhrif á skipulag EBE Hitt ættu þeir samt að vita, að ótimabærar viðræður geta skapað misskilning, sem valdið getur miklum sam- komulagsörðugleikum síðar á úrslitastundum mála. Misskilhingurinn er þá búinn að fastmóta afstöðurnar. En svo má einnig bæta því við. úr því að þessir menn sjálfir virðast ekki hafa hugkvæmni til að láta sér detta það í hug, að Framsóknarmenn treysta ekki ríkisstjórn- inni til að ræða þessi mál á erlendum vettvangi, án þess að láta ánetjast, meðan Alþingi hefir ekki búið henni vel í hendur, en það kemur nú öllum saman um, að enn sé ekki tímabært. Við ríkisstjórnina á nefnilega, þegar hún mætir erlend- um aðilum, það, sem piaðurinn sagð; um dóttur sína: , Henni er svo trúlofunarhætt“! Það er t. d. ekki gleymt. hvernig hún trúlofaði sig í landheigismálinu. Og auðvitað er fylista ástæða til að æt.la. að það hafi verið þeim veikleika hennar að kenoa í viðræðum ytra, að Adenauer hefir haidið bví tvívegis blákalt fram. að hún sé þegar búin að trúlofa sig Efnahagsbandaiaginu Sýnt er að hana blóðlangar ,,á samkomurnar“ undir eins. Þvi ekki það Ííka? Á það hefur verið bent, að framkvæmdalán það — 240 millj. — sem stjórnin vill fá einræði til að ráðstafa, nemi svipaðri fjárhæð og því. sem ætiað er á fjárlögum til raforku-, vega-, vita-. hafnar-. flug- og sjávarút vegsmála. Getur þingið þá ekki a;vee eins afgreitt fjá^ lög þannig að gefa stjórninni einsdæmi lil að skipta því fé? Hvérnig litist mönnum á það þingræði? Freeman aövarar ráðamenn EBE Herter verður aðalsamníngamaður Kennedys í tolla- og viðskiptamálum. EINS og kunnugt er, sam- þykkti seinasta Bandaríkja- þing lög um tolla- og viðskipta- mál, þar sem forsetanum var gefið víðtækt vald til að semja um gagnkvæmar tollalækkan- ir við önnur ríki og þó fyrst og fremst við Efnahagsbanda- lag Evrópu. í lögunum er m.a. gert ráð fyrir að algert toll- frelsi geti komizt á milli Banda ríkjanna og EBE, hvað snertir þýðingarmiklar vörutegundir. Áður en lög þessi voru sett, hafði forsetinn notað allar hei.m ildir, sem eldri lög veittu hon- um, til að semja um gagnkvæm- ar tollalækkanir við EBE. Um þessar tollalækkanir var samið innan ramma alþjóðlega tolla- bandalagsins (Gatt) og urðu því önnur þátttökuríki þess þeirra einnig aðnjótandi. Kennedy forseti hefur ekki farið dult með það, að mark- mið hans er að nota hin nýju tollalög til hins ýtrasta til að koma fram tollalækkun milli landa en kommúnistalandanna, en við þau síðarnefndu verð- ur að semja sérstakiega um þessi mál þar sem þau eru öll utan Gatt, nema Júgó- sLavía, sem er nú í þann veginn að gerast meðlimur þess. Það er skoðun Kennedys, að það mundi torvelda samkeppn- ina við kommúnistaríkin og draga úr framförum í heimin- um, ef hin frjálsu ríki girða á milli sín með háum tollmúrum, -eins :-og' hinum ytra tolli, sem EBE stefnir að. Margt bendir til, að forráðamönnum EBE sé að aukas' skilningur á þessu, og því verði brott horfið frá hinum ytra tolli þess, a.m.k eins og hann er fyrirhugaður i dag. KENNEDY flokka Bandaríkjanna. Herter, sem er 67 ára gamall, hefur að baki mikla reynslu í Utanríkis- málum. Hann var um 12 ára skeið þingmaður í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og lét þá utar ríkismál mjög til sín taka, átti m.a. góðan þátt í að undirbúa Marshallhjálpina. Síðar varð hann ríkisstjóri í Massachu- setts, þá aðstoðarutanríkisráð- herra í stjórn Eisenhhwers, og loks utanríkisráðherra 1958— ’60. Hann þótti leysa það starf vel af hendi. skýrt fram, að Bandaríkjamenn myndu ekki horfa aðgerða- lausir á það, ef gamlir mark- aðir þeirra fyrir landbúnáðar- vörur væru eyðilagðir með verndartollum, en Bandaríkin hafa um langt skeið flutt mikið af landbúnaðarvörum til Vest- ur-Evrópu. Hann kvaðst ekki vera með neinar hótanir, en þó vilja minna á að í hinum nýju tollalögum Bandaríkjanna sé ákvæði, er heimili forsetan- um að beita gagnkvæmum tollahækkunum gegn ríkjum, er hækka óeðlilega t.oll á banda rískum vörum. ÞAÐ voru þingmenn frá land búnaðarfylkjunum, er komu þessu ákvæði inn í lögin, og þeir fóru ekki dult með, að því væri stefnt gegn Efnahags- bandalagi Evrópu, ef það gerði alvöru úr því að hækka tolla á bandariskum landbúnaðar- vörum. Þá krefjast alúminíumfram- leiðendur í Bandaríkjunum hliðstæðra aðgerða, ef tollur á framleiðslu þeirra verður hækk aður eins mikið í löndum EBE og nú er ráðgert . JAFNHLIÐA því, sem Bandaríkin búa sig undir það að knýja Efnahagsbandalagið til að falla frá þeim fyrirætl- unum að girða sig inni með háum ytri tolli, eykst stöðugt andstaðan gegn þessum fyrir- ætlunum í löndum Asíu, Afríku og Suður-Ameríku, er líta á tollinn sem mikla ógnun við sig. Innan landa Efnahags- bandalagsins vex þeirri skoðun líka óðum fylgi, að ytri tollur- inn muni reynast Efnahags- bandalaginu lítill ávinningur, KENNEDY forseti hefur þeg ar sýnt, að hann ætlar ekki að láta hendur liggja í skauti í þessum efnum. Fyrir nokkr- um dögum skipaði hann mann til að hafa með höndum yfirstjórn þeirra tollsamnjnga. sem fylgja eiga í kjölfar hinna nýju tollalaga. Maðurinn, sem Kennedy fól þetta vandasama embætti, er Christian A. Hert er, fyrrv. utanríkisráðherra Bandarikjanna. mælzt sérstaklega vel fyrir Þó Herter sé republikani. nýt ur hann 'rattsts beggja að Það hefur vakið sérstaka at- hygli í sambandi við útnefn- ingu Herters, að' hann hefur lengi verið talsmaður stórauk- innar samvinnu rnilli Banda- ríkjanna og Evrópu. Á síðastl. ári birtu þeir sameiginlega greinargerð hann og Will Clay- ton, aðstoðarutanríkjsráðherra í stjórn Trumans, þar sem skor- að var á Bandaríkjaþing að beita sér fyrir því, að afnumdar vrðu allar tolía- og viðskipta hömlur á verzlun milli Banda ríkjanna og Vestur-Evrópu. Herter hefur nú fengið gott tækfæri til að vinna að því að koma þessari stefnu sinni i framkvæmd. UM LÍKT LEYTI og Herter var skipaður | þetta nýja emb ætti, var Orville Freeman land búnaðarráðherra Bandarík.i anna staddur i Brussel, þar sem hann ræddi við forráðamenn EBE um tollnhækkkanir þæn sem orðið hafa nýlega á ýmsum bandariskum landbúnaðaraf- urðum í aðildarríkjum EBE og eru afleiðing þess. að þau eru byrjuð að framkvæma á kvæðin tim ýtri tollinn. Meðan Freentan dvaldi í Brttssel átli hann samtal vjð blaðamenn og lét þar óspart í Ijós, að hann taldi EBE fylgja óraunhæfri verndartollastefnu, er bryti í bága gegn þeirri yfirlýstu stsfnu þess að vinna að frjáls 1 ri verzlun og viðskiptum. Freeman tók það jafnfranu Freeman þegar frá líður, því að hann muni draga úr viðskiptum þess við umheiminn. Flest bendir því til, að EBE neyðist fyrr en síðar til að hverfa frá þeirri hættulegu cinangrunarstefnu, scm felst t ytri tollinum. Allir frjálslyndir menn munu hiklaust taka itndir þau orð, sem Gaitskell lét faíta í brezka þinginu, en þau voru á þá leið, að hann vildi ekki þurfa að sjá þá Evrópu, er lok aði sig inni Lnk viii háan lo:i múr heldur É'/tópu. st-m vttni að auknum eg friáisrri heims- f viðskiptum. i>Þ. ^ rÍMINN, föstudagurinn 23. nóvember 1962 / I

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.