Tíminn - 23.11.1962, Side 13

Tíminn - 23.11.1962, Side 13
1 iiihiii liwmmii—('iii ip|i Mipumiii muwaBmmMmtmmmm'MmwrnaanR sæií?r,.r:: By Um leií og þér kaupiti mitia í Happdrætti Barlístrendingafélagsins, gefst ytfur strax kostur á stórum vinningi, t.d. vikudvöl fyrir tvo í Bjarkarlundi, vikufertJalag um Vestfirði, vertSmikil búsáhöld og fleira og fleira, — en þetta eru afteins aukavinningar af 25 mögulegum. AðaBvinningur: Miðar seldir dagiega úr Landrover- bíl w I Austurstræti LAHD- -ROVER DREGID1. DESEMBER UmboSsmenn, félagar og aðrir velunnarar félagsins, sem hafa miða undir höndum, eru vinsamlegast beðnir að gera skil við allra fyrstu hentugleika til stjórnar happ- drættisins: Kristins Óskarssonar, Skiphoiti 36, sími 10762 Sigríðar Ólafsdóttur, Rauðagerði 27, sími 34551 Harðar Davíðssonar, Víghólastíg 5, sími 24727 Eyjólfs Jóhannssonar, Bankastræti 12, sími 14785 Sigurðar Jónassonar, Laugavcgi 10, sími 10897. HAPPDRÆTTI BARÐSTRENDINGAFÉLAGSINS MINNING Ingi Ölafur Guðmundsson í dag verður til moldar borinn frá Hafnarfjarðarkirkju ungur Hafn- firðingur, Ingi Ólafur Guðmunds- son, verzlunarmaður, er andaðist í Landspítalanum aðfaranótt 14. þessa mánaðar. Ingi var fæddur í Hafnarfirði 9. ágúst 1937 og var því aðeins 25 ára gamall er hann lézt. Hann var sonur hjónanna Guðmundar Hann- essonar og Ragnheiðar Ólafsdóttur V'esturbraut 4 í Hafnarfirði. Ingi óist upp í foreldrahúsum og naut þar sérstakrar umhyggju ástsælla íoreldra er mótuðu svo mjög alla framkomu hans. Á uppvaxtarár- um Inga var Guðmundur faðir lians á sjónum eins og svo marg- ir í hinum vaxandi sjávarbæ. Fór ingi fyrst á sjó með föður sínum þá aðeins 9 ára gamall. Síðar er hann var 12 ára fór hann á síld- veiðar og var á sjónum með skóla- námi allt til 16 ára aldurs. Á sjón- tim kom strax í ljós hve miklum rnannkostum hann var gæddur, hann var hvers manns hugljúfi og fyrirmynd annarra ungra manna, enda vann hann fljótt hylli allra samstarfsmánna sinna. Ingi fór til náms í Flensborg- arskóla og útskrifaðist þaðan sem gagnfræðingur. Þótt skólagöng- unni væri !okið, hneigðist hugur hans áfram að sjónum. Réðst hann á togarann ,,Röðul“ og jvar þar um tíma. Um þetta leyti var 'ekki vitað til að Ingi kenndi sér þess meins er síðar þjáði hann svo mjög. 17 ára að aldri veiktist hann hastar- lega af lömunarveiki, svo að lækn ar töldu að hann gæti aldrei náð þeirri heilsu að hann gæti starfað nokkuð framar. En með sinni ein- stæðu viljafestu og dugnaði tókst honum þó að komast á fætur aft- ur og þótti mörgum það- ganga kraftaverki næst. En þó var það svo að hann varð að' halda sér uppi á meðuium öll hin síðari ár, og varð meðal annars að dvelja átta sinnum á spítala í lengri eða skemmri tíma í hvert sinn. Ingi hóf nú störf sem verzlunar- maður, starfað'i hjá „Bækur og Ritföng" og síðar hjá „Silla og Valda“ í Reykjavík. Var það svo þar sem annars staðar, er hann starfaði að hann reyndist afbragðs starfsmaður og var það einróma álit allra sem honum kynntust ft99ÍáBJ2íÍid ■ * •*'• ; * jafnt viðskrptavina sem vinnu- veitenda. Árið 1957 hóf Ingi svo sjálfstæð- an verzlunarrekstur, fyrst með sælgæti og blaðasölu við hliðina á sparisjóði Hafnarfjarðar en síðar biðskýlið við Álfafell. Á þessum árum kom í ljós hinn sérstæði liæfileiki Inga sem verzlunar- manns því þótt hann væri oft og tíöum sársjúkur að starfi þá var hann alltaf eins hið hið ytra kát-1 ur og glaður og vildi hvers manns vanda leysa. Hann var sérstaklega | hjálpfús við þá sem lítilmagna ] voru og vildi ekki að á þá væri j hallað. Ingi hafði skömmu fyrir l andlát sitt, endurbyggt verzlun j sína og flutti hana á nýjan stað og batt við það miklar vonir. Árið 1958 gekk Ingi að eiga eft- irlifandi eiginkonu sína Kristrúnu Bjarnadóttur frá Hafnarfirði og eignuðust þau eina dóttur Ragn- heiði sem nú er 3ja ára. Einnig eignaðist Ingi son Guð- mund Inga, sem nú er 6 ára. Kristrún reyndist manni sínum hin bezta eiginkona, og stóð hún við hlið hans í öllum veikindum hans þar-til yfir lauk. Er harm- ur hennar sérlega sár,' þar sem hún á eftir a'ð sjá ástkærum eigin- manni í blóma lífsins en þau höfðu buið í haginn fyrir framtíðina en svo hverfur hann frá þessu öllu á einni nóttu. Sömuleiðis er sár harmur eftir- iifandi foreldra og systur, sem nú sjá á eftir einkasyni og bróð'ur vfir móðuna miklu, hann sem var þeim svo mikið og þau bundu svo miklar vonir við er allt í einu horfinn. Sá sem þessar fátæklegu línur rítar vottar þeim sína dýpstu sam- úð og biður almáttugan Guð að i*'raính á 15 síðu Ekki ásfæða til að óttast íFramhald af 9. síðu ) vitað um æðasigg til þess að unnt væri að draga þar af bein ar ályktanir um áhrif mjólkur fitu; að svb kömnu væri lítil ástæða til þess að amast við mjólkurfitu sem einum þætti í blönduðu mataræði. Eggjahvítuefni í mjólk væri undirstöðuatriði í umbúðum á mataræði, einkum þar sem fæðutegundirnar væru fátækar að næringarefnum. Talið var, að eins og sakir stæðu, virtist lítil ástæða til þess að óttast strontium 90 í mjólk. Tilraunir til þess að takmarka mjólkurneyzlu sökum geislavirkni, mundu áreiðan- lega leiða til aukinna vand- kvæða í næringarmálum, sér- staklega að því er varðaði korn- börn og eldri börn. Seytjánda alþjóðaþing mjólk uriðnaðar verður haldið í Vest ur-Þýzkalandi 1966, og blaða- stofa þingsins skýrði frá því, að Munchen mundi verða þing- staðurinn. Þann 5. sept. var ég í kvöld- boði hjá dönsku ríkisstjórninni og þann 7. sept. var ég í cock- tailboði hjá hans hátign Dana konungi og drottningu. Þar voru einnig prinsessurnar. Veizlugestir þarna voru að- eins 179 af 3060 manns, en sá fjöldi sótti ráðstefnuna, sem fyrr greinir. Hins vegar var síðar veizla fyrir alla fulltrúa í Ráðhúsi Kaupmannahafnar. BOLZANO-rakblöðin renna létt yfir húðina, | / raka vel — og endast. Hvort sem þér borðið kjöt eða fisk, þá eru jarðepli og gulrófur nauðsynlegar á borðið. Kaupfélag Eyfirðinga /r Akureyri T f M I N N, föstudagurinn 23. nóvember 1962 13

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.