Tíminn - 09.12.1962, Side 7

Tíminn - 09.12.1962, Side 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Auglýs- ingastjóri: Sigurjón Davíðsson. Ritstjórnarskrifstofur í Eddu- húsinu. Afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur i Banka- stræti 7. Símar: 18300—18305. — Auglýsingasimi: 19523. Af. greiðslusimi 12323. — Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innan. lands. í lausasölu kr. 4.00 eint. — Prentsmiðjan Edda h.f. — Samræmið vantar ekki Fjárhagsáætlun Reykjavíkur hefur verið lögð fram. Hún er hærri en nokkru sinni fyrr og eru niðurstöðutölur hennar 404 millj. kr. Varla er hægt að segja, að hin mikla hækkun komi á óvart, en hún staöfestir tvennt skýrt og greinilega. 1. Engin viðleitni er sjáanleg hjá borgaryfirvöldum til sparnaðar í rekstri skrifstofubáknsins, og siglir eyðsl- an þar þondum seglum sem fyrr og hleður utan á sig í fullu samræmi við Parkinson-lögmálið. 2. Hækkunin, jafnt á giöldum borgaranna sem kostn- aði borgarinnar og gjaldaliðum, er í fullu samræmi við verðþensluna í ríkisbúskapnum og hraðfara vöxt þeirrar éðadýrtíðar, sem flæðir nú yfir þjóðina. Sér þjóðin í þessari fjárhagsáætlun enn eina mynd þeirrar geigvæn legu þróunar. Meðalhækkun gjaldamegin á fjárhagsáætluninni er 18—20%, en borgaryfirvöldum þykir ekki annað hæfa en seilast ofurlítið dýpra í vasa borgaranna en því svarar og áætlar þeim að greiða 255 millj. kr. í útsvar árið 1963 auk 60 millj. í aðstöðugjald, sem svarar til veltuútsvarsins áður, og eru því útsvör alls 314 millj. Er það 22% hækk- un frá fyrra ári, en sé litið á útsvörin ein, án aðstöðu- gjalds verður hækkunin 25—26%. Borgarstjóri kvaðst mundi ná þessari fjárhæð af Reyk- vikingum með sama útsvarsstiga og verið hefur og lét hann á sér skilja, að þetta sýndi, að útsvörin mundu í raun og veru ekki hækka miðað við tekjur manna. En þetta er að sjálfsögðu blekking. Eftir því sem álagningarstofn- inn hækkar, er tekin samkvæmt útsvarsstiganum hærri t'járhæð af hverjum þúsund krónum, þó að hærri tekjur manna í ár séu í raun og veru minni en þær voru i fyrra vegna stórhækkaðs verðlags og dýrííðar. Það fer því ekki milli mála, að útsvörin þyngjast stórlega á borgur- unum, og duga engin gylliorð til að Kveða niður þá stað- reynd. Fjárhagsáætlun Reykjavíkur er þvi aðeins kerra aft- an í verðbólgu- og dýrtíðarvagni ríkisstjórnarinnar og á engan hátt reynt að hemla á þeirri hraðferð. Hækkanir dynja yfir Samfara stökkbreytingum útsvaranna og fjárhagsáætl- unarinnar koma stórfelldar hækkanir á almenningsþjón- ustu í borginni, og er það jólaglaðmngur íhaldsins að þessu sinni. Rafmagnsverð hækkar nú um 6—7%, og er þetta þriðja stórhækkun rafmagnsverðs í tíð „viðreisnar“stjórn- arinnar, en rafmagnsverð hækkar sem kunnugt er eft- ir ákveðnum reglum samfará vísitölu verð- og kauphækk- ana, Einar Ágústsson benti á það á borgarstjórnarfundi, að það sýndi muninn á dýrtíðarstefnu vinstri stjórnarinn- ar og „viðreisnar“-stjórnarinnar, að rafmagnsverð hefði aldrei hækkað í tíð hinnar fyrrnefndu, en þrisvar í tíð hinnar síðari. Strætisvagnagjöld hækka um 33—36% — hvorki meira né minna — og er þó aðeins rúmt ár síðan þessi gjöld voru hækkuð um 13—14%. Þannig tekur íhaldsborgar- stjórnin fullan þátt í dýrtíðardansinum og dregst hverg; aftur úr. Það er ástæða til að minna á það. að þetta gerist í lo1 kjörtímabils, sem hófst með gullnum fyrirheitum um að það skyldi verða „leið til bættra lífskjara“. KELLA PICK: Er II Thant bæði ákveðnari og kjarkmeiri en fyrirrennarinn? „ÞVÍ miður virðist ekki vera annar frambjóðandi og vinir mínir segja mér, að ég ylli vandræðum með því að neita að vera í kjöri”. Þannig fórust U Thant orð, þegar hann reifaði ástæðurnar fyrir því að hann gæfi kost á sér sem fram kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna. En þetta voru ekki orð manns, sem fullur er af sjálfs- áliti og meðvitundinni um eig- in mikilvægi, heldur þess, sem er fastur fyrir, hefur skýra hugsun, reynir sífellt að horf- ast í augu við veruleikann og breytir samkvæmt vel varð- veittri samvizku. Það er alveg rétt, að ekki varð komið auga á nein önnur aðgengileg ,,fórnardýr“ til þess að taka að sér hið óvin- sæla hlutverk að framkvæmda- stjórans. Það er einnig rétt, aö samtökin hafa alls ekki efni á átökum þeim og undandrætti, sem leiða mundi af langri leit að nýjum frambjóðenda. En það er þó engin tilviljun, að annar frambjóðandi var ekki sýnilegur. U Thant hefur ieyst af hendi mjög merkilegt starf sem framkvæmdastjóri. Sumir af áköfustu aðdáendum Hammarskjölds eru jafnvel farnir að játa, að það sé langt frá því, að eftirmaðurinn hafi verið hversdagsleg eyðufylla, heldúr sé hann í ýmsum efnum bæði ákveðnari o.g kjarkmeiri en fyrirrennarinn. U THANT kom til valda vegna Kongóvandamálsins. — Kongo hefur reynzt honum jafn óviðráðanlegt og Dag Hammarskjöld. En ósigur á þeim vettvangi varpar ekki á hann neinum skugga. Öflin, sem gegn honum unnu, hafa reynzt of óveruleg og þó of sterk. Átökin út af Kúbu hafa beint athygli heimsins að U Thant, enda þótt hann sé ekki sú manngerð, sem sækist eftir athygli eða dragi hana sérstak- lega að sér. Þó var það svo, að þegar bandarísku blöðin voru að skýra frá samúðarkveðjum út af fráfalli frú Roosevelt, þá var U Thant þar í flokki með Kennedy forseta, Krústjoff Qg drottningu Englands. íhlutun U Thants í Kúbudeil unni krafði hugrekkis. Hann hafði enga tryggingu fyrir að boð hans um meðalgöngu yrði þegið, þegar deilan stóð sem hæst. Honum var og Ijóst, að ef boði hans yrði hafnað, þá væri það ekki aðeins niðurlægj andi fyrir Sameinuðu þjóðimar, heldur væri framaskeið hans sjálfs meðal samtakanna þar með á enda runnið. Ákvörðun hans var að nokkru leyti byggð á því, að fulltrúar hlutlausu ríkjanna báðu hann að hafast eitthvað að, en auk þess reikn aði hann það út, eftir naumum heimildum, að hvorugt stórveld anna mundi vilja leggja út i kjarnorkustríð og þyrfru þvi mjög á öryggisventli að halda U Thant var öryggisventillinn og í nokkra daga höfðu deilu aðilarnir ekkert samband öðru vísi en í gegnum hann. SUMIR halda því enn fram að II Thant hafi ekki verið ann ■? U THANT að en áhald til þess að koma samningaumleitunum af stað, en Kennedy og Krústjoff hafi ræðst sjálfir við þegar til kast- anna kom. En þetta sjónarmið gerir of lítig úr gáfum og hörku framkvæmdastjórans. — Hann tók undir eins að sér hlutverk þriðja aðilans eftir að hann var farinn að skipta sér af Kúbudeilunni Hann varð meira en hlustandi og lagði bæði fram skynsemi og hugmyndir. Brátt ávann hann sér virðingu allra hinna harð- vítugu samningamanna, sem þyrptust að yfirlætislausri skrifstofu hans í New York. Afstaða dr. Castro breyttist jafnvel. Ilann var í fyrstu treg ur og tortrygginn, en áhugi hans vaknaði brátt og eftir tveggja daga viðræður hafði U Thant unnið trúnað hans. FYRIR einu ári hófst U Thant handa á sviði efnahags- legrar framþróunar, en það er eitt af markmiðum Sameinuðu þjóðanna. Hann er enn þeirrar skoðunar, að Sameinuðu þjóð- irnar verði að gegna forustu- hlutverki við að brúa bilið milli fátækra og ríkra, en nú er hann einnig farinn að vona, að samtök geti í leiðinni orðið að áhrifamikilli miðstög pólitískra samninga. Hlutverk það, sem hann gegndi í Kúbu-deilunni, hefur orðið honum til uppörv- unar, jafnvel þó að frumkvæði hans hafi ekki ávallt leitt til árangurs Hann hefur bersýni- icga trú a því, að reynslan í Kúbudeilunni geti orðið til að auka pólitískt vald Sameinuðu bjóðanna. Enda þótt U Thant sé langt legur. þá virðist hann horfa frá því að vera sjálfbyrgings t.il framtíðarinnar af dálítið per sónulegum sjónarhóli. Hann trúir, að traust þag og réttsýni, sem framkvæmdastjórinn get- ur sýnt, verði ákvarðandi þátt- ur í því að fá pólitíska leiðtoga til að nota Sameinuðu þjóðirn ar sem vettvang samninga. -— Hann bætir því við, að hann virðist hafa eignazt trúnað ná- lega allra, og virðist ekki of ánægður með það. Og það er staðreynd, að U Thant hefur verið sýnt ótvirætt traust víða innan samtakanna síðustu vikurnar og margir hafa barizt fyrir endurkjöri hans. STARF U Thants er mjög erfitt. Þó virðist hann bera vel erfiðleikana og verða þeir aldr- ei séðir á honum. Hann getur verið harður í horn að taka, en enginn hefur séð hann missa stjórn á skapi sínu. Hann verð ur ag taka mjög mikilvægar á- kvarðanir, en þó hefur hann hvorki þann útbúnað né þá sér fræðingaaðstoð, sem ríkisstjórn ir hafa sér til trausts. En hann á líka því láni ag fagna að þurfa ekki ag búa við þaun póli líska þrýsting, sem mæðir t. d. bæði Krústjoff og Kennedy. U Thant er ímynd hinna minni, hlutlausu ríkja meðai Sameinuðu þjóðanna, (en hon- um geðjast ekki meira en svo að því nafni og bendir á. að meðal Sameinuðu þjóðanna séu margar tegundir hlutleysis) Og hvað sem þessu líður, þá hefur hann reynt að koma þann iS fram, síðan hann var kos- inn, að hann standi ofar öllum slíkum merkingum. Þetta hefur Þáleitt verið auðvelt Hann var búinn að vera fastafulltrúi Burma hjá SÞ árum saman op þar áður hafði hann ængst af verið f þjónustn Burmastjórn iT Frarnh 13 sif T I M I N N, sunnudagur 9. desembcr 1962. — l

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.