Tíminn - 09.12.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.12.1962, Blaðsíða 8
Stefán Jónsson, fréttamaður, viS höfnina. Ekki hefur feng izt staðfesting á þvf, að þessi höfn sé Vb hiuti Vermanna hafnar, en það verða víst margar hafnir landsins, sem gera tilkall til hluta í henni áður en langt um líður, (Ljósmynd- TÍMINN RE) LÍFIÐ VIÐ SJÓINN TEKUR OLLUM SKALDSKAP FRAM Fyrir réttu ári var® Stefán Jónsson fréttamaður fyrir því að detta inn í bókmenntirnar (eí svo má að orði kveða) og gerast metsöluhöfundur á nokkrum dögum. Ætla mætti, að hann hefði skrifað bók um feimnismál eða eltthvað slíkt, en því var ekki til að dreifa. Hann setti einfaldlega saman sjó, ólst upp á Djúpavogi, og flestir þeir menn, sem ég hef kynnzt og fundizt merkastir og eiga það skilið að vera nefndir í bókum, það eru sjóarar, það eru mínir menn. Eg þekki ekki til annarra starfa á íslandi merkilegri en að vera fiski- maður eða bóndi. Og einkum eru það fiskimennirnir, það eru syn krefji. Eru þá sum nöfn raunverujeg en önnur ekki? — Já, mér fannst ég verða að hafa þennan hátt á, af því að sögupersónur eru svo nálægt í tímanum, hafa nær allar lifað eða eru á lífi, og atburðir raun- verulegir. Víða hegg ég vita- skuld allnærri mínum mönnum, og þar ?em ég hef ekkj getað bók um vini sína við sjóinn, og bar bókin heldur lítið heill- andi nafn; Krossfiskar og hrúð- urkarlar, samt seldist hún upp á rúmri vibu. En Stefán var raunar Iandskunnur áur en hann kom inn í bókmenntirnar, sem sé útvarpshiustendum. Nú er komin út önnur bók Stefáns og nefnist engu síður sérkenni legu nafni, „Mínir menn“ og hefur skýringarheitið „Vertíð- arsaga“. Það sem athygli vek- ur, er að á bókarumslagi og titilsíðu titlar höfundur sig ,.ifréttamann“, trúlega til að'- greiningar frá alnafna sínum, sem áður er þjóðkunnur og einn af vinsælustu rithöfund- um landsins. Mér þótti ómaks ins vert að finna Stefán í f jöru og leggja fyrir hann nokkrar spurningar. — Jæja, Stefán, er þetta hrein fréttamennska, eða má ekki kal'.a það skáldskap, sem þú hefur fest á þessa bók? — Lífið tekur öllum skáld- skap fran*., einkum lífið við sjó inn, á sjónum og í sjónum, máske í sveitunum líka, ég þekki þag ekki eins vel. Eg er einfaldlega að reyna að segja frá fólki, sem stendur í stríði við náttúruöflin og á allt undir þeim. Eg þekki ekki frásagnar- verðara efni. — Hefurðu sjálfur verið sjó- maður? — Þag get ég varla sagt, en ég var lengstum í námunda við gúbbar, sem vert er um að ræða. Eg skal segja þér, að ég er ekki vel kunnugur vinnu- brögðum erl. sjómanna, en mér er næst að halda, ag afköst ís- lenzkra fiskimanna séu marg- föld á við það sem gerist víð- ast erlendis. Svo eru þeir magn aðir okkar menn. Til dæmis um það get ég sagt þér, að þegar Björgvin Bjarnason gerði út bátana sína við Grænland 1949, þá fór ég þangað sem frétta- maður með Súðarleiðangrinum. Mér dati þetta í hug um dag- inn, þega: þeir voru að ræða um norræna samvinnu og norræna menningu í úlvarpinu, þ. á. m. íslenzka menningu. Hvað er nú annars íslenzk menning? Er þag aðallega músik eða ljóð- in? Eg er nú helzt á því, að fiskiríið og búsýslan, það sé einmitt sú menning, sem við getum verið stoltastir af, bæði fyrr og síðar. Hvað seg- irðu um það. sem ég horfði upp á með eigin augum þarna við Grænland um árið, að okk- ar menn beittu 34 bjóð, þegar Norðmennirnir önnuðu því að beita 10 bjóð? Hvað er það á móti-ljóði eða sögu? Menning in okkar gerist um borð i döll- unum okkar og uppi i afdöl- um, já, þar fer hún fram. En skáldin, þau koma þessum af rekum bara á framfæri. — Þú tekur það fram fremst í bókinni. að nöfnum og staðar- heitum ‘é breytt, þar sem nauð fengið leyfi eða tekið mér bessa leyfi að nefna þá alla raunveru- legum nöfnum, hef ég tekið það rág að skíra þá upp af nýju. Vinir mínir á Austfjörðum, sem við sögu koma, fá að halda nöfnum sínum langflestir. Þeim er ósárt um það. Flestir ná- grannar munu víst þekkja per- sónurnar. hvaða nafn sem þær bera, því að atburðirnir, sem greint er frá, hafa allir gerzt í raun og veru. Að vísu má geta þess til viðbólar, að í þremur tilfellum neyddist ég til að búa til einn mann úr tveim- ur, og sögustaðurinn er sam- settur úr þremur. En at- burðum breyti ég ekki, að heiti geti. Máske lita ég at- burðasögurnar lítið eitt, og sumsstaðrr neyðist ég til að þjappa saman og hagræða — Finnst þér, að allir okkar ungu höfundar eigi að velja sér þetta sama yrkisefni eða sögu- hetjur og þú gerir? — Það er síður en svo, að ég vilji lasta viðleitni ungra skálda til að skrifa um alþjóð- leg eða sammannleg fyrirbæri. En mér þykir æði oft sótt langt yfir skammt. Það eru svo mikil uppgrip yrkisefna í okkar eigin þjóðlífi til sjós og lands, að það sé ærið viðfangsefni fyrir þá, sem fást við að setja saman bækur . Það ræður því náttúr lega hver höf., ef hann langar til þess, að fylla bækur með lýsingum á því, hvemig hon- um líði í maganum í erlend- um sjoppum. En hann getur bara ekki lastað okkur hin fyr- ir það, ef við hrífumst ekki af slíkum bókmenntum. Og ekki vit ég hvaða vegurviti það var, sem fór fyrstur að hamra á því, að ekki væri til húmor með okkar þjóð. — Sér er hver djöfuls vitleysan, að hér sé ekki til skop og grín. Ég held, að maður komi ekki svo niður í lúkar á hvaða bát- kopp sem er, að þar hitti mað- ur eki fyrir menn, sem eru sjóð andi af fyndni. Eða hver var sá, GUNNAR BERGMANN Mínir menn: í aðgerð. 8 T f M I N N, sunnudagur 9. d^ember 1962. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.